Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1985, Qupperneq 19

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1985, Qupperneq 19
DV. LAUGARDAGUR19. OKTOBER1985. 19 Leikkona og rithöfundur Signoret var leikkona í 43 ár og lék ótrúlega fjölbreytt hlutverk; hóru, dómara, viðskiptajöfur, morðingja. Hún varð fyrst franskra leikkvenna til aö vinna óskarsverðlaun, án þess að hafa nokkru sinni gert' kvikmynd í Hollywood. Verðlaunin fékk hún fyrir frábæra túlkun á gamalli konu í mynd- inni Room at the top, árið 1958. En Simone lét sér ekki nægja stór- virki á kvikmyndasviðinu. Sjálfsævi- saga hennar „Eftirsjáin er ekki eins og hún var” þótti sérdeilis vel skrifuð og að auki haföi Signoret frá mörgu for- vitnilegu að segja. Bókin seldist í 2 milljónum eintaka um allan heim enda þýdd á 16 tungumál. Lesendur hafa sjálfsagt ekki rifið bókina í sig vegna ritsnilldar Signoret. I sjálfsævisögunni segir hún frjálslega og skemmtilega frá f jölda elskhuga sinna og ekki síður heil býsn frá lífi sínu og eiginmanns síns, Yves Montand. Montand og Sign- oret giftust árið 1951 og hefðu sjálfsagt fáir trúað því að leikkonan ætti eftir aö standa við þaö heit að vera með honum þar til dauðinn skildi þau að. En sú varð raunin. Monroe ög Montand Þó voru oft og tíðum ástæður sem öðrum hefðu þótt nægar til skilnaðar. Montand hélt um tíma við Marilyn Monroe og fylgdist heimsbyggðin spennt með því árið 1960. Um það ástarsamband sagði Signoret að það hefði enginn karlmaður staöist töfra Monroe. Signoret og Monroe voru þó oftar en ekki samrýnd og samtaka. Þau voru vinstrisinnuð í stjórnmálum og voru „samferðamenn” kommúnista á fimmta og sjötta áratugnum án þess að ganga í flokkinn. Innrás Sovét- manna í Ungver jaland árið 1956 hafði í för með sér viss sinnaskipti. Barátta gegn mann- réttindabrotum Þau fordæmdu Sovétríkin og vest- ræna bandarrienn þeirra harðlega fyrir verknaðinn og upp frá því beindi Signoret athygli sinni aö mannrétt- indabrotum hvar sem var í heiminum. Signoret var borin til grafar degi áður en Gorbatsjov, leiðtogi Sovétríkjanna, kom í opinbera heimsókn til Parísar. Það var dæmigert fyrir póhtískt ævi- starf þessarar merku konu að þann dag birtist í Le Monde yfirlýsing, sem hún ritaði undir ásamt öðrum, þar sem mannréttindabrot í Sovétríkjunum voru fordæmd. Leikkonan fræga var orðin blind þegar hún lést, en engu að síður lék hún í sinni síöustu mynd fyrir nokkrum mánuðum, sjónvarpsþáttum um París á árunum fyrir síðari heimsstyrjöld- ina. Simone Signoret varð löndum sínum mikill harmdauði. Og víst er að hún hafði fyrir löngu unnið sér stóran sess í sögu kvikmyndanna. Signoret er gott dæmi um listamann sem lét sér list sína ekki nægja heldur notfærði sér frægð sína góöum málstáð til fram- dráttar. -ás. Þrátt fyrir hliðarspor stóðu þau Montand saman þar til yfir lauk. ,, Það hefðu allir karlmenn fallið fyrir Marilyn Monroe, ’' sagði Signoret um frcegt ástarsamband manns hennar, Yves Mon- tand, og Marilyn. Starfsemi Kanaríklúbbsins hefst í nóvember með sérlega hagstæðum ferðatilboðum. Nú er stutt í að starfsemi hefjist í einum skemmtiiegasta klúbbi landsmanna. Tilgangur starfsins verður enn sem áður að njóta lífsins á Kanaríeyjum og vegna hagstæðra fargjalda má búast við blómlegu starfi í vetur. Sértilboð á fyrstu ferðum 13. nóvember er fyrsta brottför í 5 vikna ferð. Verð pr. mann í tvíbýli er aðeins kr. 35.000.- og í þríbýli kr. 32.270.-. 20. nóvember er önnur brottförin í 4 vikna ferð, verð pr. mann í þríbýli í þá ferð er aðeins kr. 29.700,- og í tvíbýli kr. 32.000.-. í báðum ferðunum er heimkoma 17. des. Gist verður í hinum vinsælu smáhýsum San Valentino Park á Playa del Inglés. Verðdæmi fyrir hjón með eitt barn, 2-6 ára: aðeins kr. 27.180,- pr. mann í 5 vikna ferð (án flugvallarskatts). Beint í sólina í beinu leiguflugi í brottförunum 13. og 20. nóv. er flogið út í áætlunarflugi en heim í leiguflugi. Eftir það bjóðum við bæði ferðir í áætlunarfiugi um London og beinu leigu- flugi. Beint út og beint heim! Þeir sem þekkja leiguflugið vita hve þægilegt það er að þurfa ekki að millilenda og skipta um vél. smátíma fyrir sólböðin! Kynnisferð- irnar, skemmtanirnar, íþróttirnar og veitingahúsin taka jú sinn tíma. Frábær fararstjórn Fyrir reynda Kanarífugla nægir að segja að Auður Sæmundsdóttir og Klara Baldursdóttir séu farar- stjórar. Nýir félagar Kanarí- klúbbsins mega treysta því að Auður og Klara eru sérlega hjálpsamar og gera vel við sína. Það er beðið eftir okkur á Kanarí Veðurguðirnir hafa verið varaðir við komu okkar. Hótelin eru stífbónuð og fægð. Ströndin og sjórinn hreint yndisleg, svo nú er ekki til setunnar boðið. í vetur verða höfuðstöðvar Kanarí- klúbbsins á Playa del Inglés. Þar geta allir fundið gistingu við sitt hæfi á einhverju hótelanna eða í smáhýs- um. Á Playa del lnglés eru ótæm- andi möguleikar á útiveru og dægra- styttingu - mundu bara að gefa þér Mikill afsláttur fyrir börn og unglinga Nú geta heilu fjölskyldurnar gengið í klúbbinn því fjölskylduafsláttur er óvenju mikill. Börn á aldrinum 2-6 ára greiða aðeins kr. 19.000.-, 7-11 ára fá kr. 6.500,- í afslátt og börn og unglingar 12-16 ára fá kr. 4.500,- í afslátt. Brottfarir í leiguflugi eru 17. des., 7. jan., 28. jan., 18. feb., 11. mars og 1. apríl. Innifalið í verði er flug (án flugvallar- skatts), gisting, ferðir að og frá flug- veili á Kanarí og fararstjórn. ÚRVAL ÚTSÝN Samvinnuferdir -Landsýn FLUGLEIÐIR '1191 liog

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.