Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1985, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1985, Page 20
20 DV. LAUGARDAGUR19. OKTOBER1985. „Ég er hræddur um að ég sé aö missa röddina. Hún er orðin eitt- hvað svo rám, þetta blíða er farið úr henni og ég hef ekki eins góða stjóm á henni og áður,” sagði Hall- bjöm Hjartarson í samtali við DV. „Ég fór til læknis á Borgarspítal- anum og hann sagðist lítið geta gert. Þetta kæmi fyrir bestu óperu- söngvara en það væri ekki þar með sagt að þeir hættu aö syngja.” Það sama gildir um Hallbjöm. Þótt blíðustu tónarnir eigi ekki lengur greiða leið upp barkann er hann þessa dagana að leggja síð- ustu hönd á hljómplötu í stúdió Stemmu við Laufásveginn í Reykjavík. Þar kyrjar hann í kapp við Fríkirkjukórinn í næsta húsi undir öruggri stjóm Sigurðar Rún- ars Jónssonar. Sigurður Rúnar sér Hallbjörn Hjartarson í hljóöupptöku viö Lauf- ásveginn í fyrradag: — Gæti vel hugsað mér aö helga mig framreiöslu kúrekafæðis í höfuöborginni þar sem steikurnar yröu eins og skeifur í laginu, frönsku kartöflurnar eins og sporar, salatiö eins og nýslegin taöa og sósurnar sandblásnar. DV-mynd GVA. Yixlum um allan undirleik og Halibjöm syngur — á meðan hann getur. öfund á Skagaströnd Hallbjöra Hjartarson hefur lengi haft hug á því að flytja suður á möl- ina, líkt og aðrir kántrisöngvarar af landsbyggöinni, en það er lítil gróska í fasteignaviðskiptum á Skagaströnd þessa dagana. Kántrýbær selst ekki. Draumur Hallbjörns er að koma sér upp kántríaöstöðu í höfuðborginni, veit- ingastað með kúrekafæði, snörum, sporum, byssum og nautum i garði. „Ég er reiðubúinn að koma suður strax þó svo mér takist ekki að selja neitt fyrir norðan. Ég myndi þá bara rífa innvolsið úr Kántrýbæ og skilja húsin eftir tóm. Á Skaga- plötu a strönd get ég ekki verið lengur. Þar ríkir slík öfund í minn garð að með eindæmum er. Þó hafa fáir, ef þá nokkur, gert jafnmikið fyrir Skaga- ströndogég.” Hattarnir fjúka Ef af verður vantar Hallbjörn hentugt húsnæði fyrir kúrekastarf- semi sína í Reykjavík. Hann segir að fjölmargir einstaklingar hafi oftlega nefnt það viö sig að þeir væru reiðubúnir til að leggja hon- um lið þegar suður kæmi því þaö getur reynst dýrt að flytja heilt kántríæði á milli landsfjórðunga — yfir sjálfa Holtavöröuheiði. „Það mætti ef til vill stofna nokkurs kon- ar almenningshlutafélag um þessa starfsemi mína. Mig vantar bara f jármagn til að komast í gang en ég er reiöubúinn aö greiöa það til baka þegar hjólin eru farin að snúast og hattarnir fjúka,” sagði Hallbjöm. Nýtt „sánd" Hljómplötuna, sem nú er verið að leggja síðustu hönd á, gerir Hali- bjöm aftur á móti á víxlum. Hann skrifar undir víxil fyrir hvert lag sem hann syngur inn á band og svo falla þeir við lokauppgjör fyrsta upplagsins. öll eru lögin eftir Hall- bjöm sjálfan og langflestir textarn- ir. Það kveður við nýjan tón á þess- ari plötu. „Sándiö er annað og það virðast allir vera mjög hrifnir af þessu,” sagði Hallbjöm. Hljóður draumur Að öllum likindum verður þetta síðasta hljómplata Hallbjamar ef ekki greiðist úr raddböndunum. Hann sættir sig reyndar fullkom- lega við það því hann gæti vel hugs- að sér að helga sig framreiðslu kúrekarétta á veitingahúsi. Nýja veitingahúsið myndi þá heita Kántrýborg í stað Kántrýbæjar og allt vera stærra í sniöum. Steikum- ar eins og skeifur í laginu, frönsku kartöflurnar eins og sporar, salatið eins og nýslegin taða og sósurnar sandblásnar eins og gresjurnar þar sem Lukku Láki fór um hér á árum áður. Þó röddin hverfi getur Hallbjörn Hjartarson átt sína drauma í hljóði. Það er markaöur fyrir ýmis- legt í höfuðborginni. -EIR.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.