Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1985, Qupperneq 40
DV. LAUGARDAGUR19. OKTOBER1985.
40
Messur
Guösþjónustur í Reykjavíkurprófastsdæmi
sunnudagínn 20. oktiber 1985.
Héraösfundur i Langholtskirkju kl. 16.
ÁRBÆJARPRESTAKALL: Barnasamkoma í
Foldaskóia t Grafarvogshverfi laugardaginn
19. okt. kl. 11 árdegis. Barnasamkoma í
safnaöarheimili Árbæjarsóknar sunnudag kl.
10.30 Ardegis. Guösþjónusta í safnaðar-
heimilinu ki. 14. Organleikari Jón Mýrdal.
Framhaldsaðalfundur Árbæjarsafnaðar að
lokinni messu. Miðvikudagur 23. okt.: Fyrir-
bænasamkoma i safnaðarheimilinu kl. 19.30.
Sr. Guðmundur Þorsteinsson.
ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11.
Guðsþjónusta kl. 14. Þriðjudagur 22. okt. kl.
20: Fræðslukvöld í safnaðarheimilinu. Sigur-
bjöm Einarsson biskup fjallar um bænar-
gjörð. Sr. Ami Bergur Sigurbjömsson.
BREIÐHOLTSPRESTAKALL: Barna-
samkoma laugardag 19. okt. kl. 11. Messa
sunnudag kl. 14 i Breiðholtsskóla. Fermingar-
böm aðstoða. Sr. Lárus Halldórsson.
BÚSTAÐAKIRKJA: Bamasamkoma kl. 11.
Báðir prestarnir. Messa kl. 14. Fermdir verða
Helgi Bjöm Ormarsson, Þinghólsbraut 63,
Kópavogi og Magnús Olafur Garöarsson,
Þinghólsbraut 63, Kópavogi. Organisti Guðni
Þ. Guðmundsson. Bræðrafélagsfundur
mánudagskvöld. Æskulýðsfélagsfundur
þriðjudagskvöld. Félagsstarf aldraðra
síðdegis á miðvikudögum. Sr. Olafur Skúia-
son.
DÖMKIRKJAN: Laugardagur 19. okt.:
Barnasamkoma í kirkjunni kl. 10.30. Sr.
Agnes M. Sigurðardóttir. Sunnudagur 20.
okt.: Messa kl. 11. Dómkórinn syngur. Org-
anleikari Marteinn H. Friðriksson. Sr. Hjalti
Guðmundsson. Messa kl. 14. Sérstaklega er
vænst þátttöku fermingarbarna og foreldra
þeirra. Foreldrar flytja bænir og ritningar-
texta. Sr. Þórir Stephensen.
ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðsþjónusta kl.
14. Sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson messar.
Félag fyrrverandi sóknarpresta.
Digranesprestakall: Barnasamkoma i
safnaðarheimilinu v/Bjarnhólastíg kl. 11.
Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 14.
Altarisganga. Sr. Þorbergur Kristjánsson.
FELLA- OG HÖLAKIRKJA: Laugardagur
19. okt.: Kirkjuskóli fyrir böm, 5 ára og eldri,
í kirkjunni við Hólaberg 86 kl. 10.30. Sr. Helga
Soffía Konráðsdóttir. Bamasamkoma í Hóla-
brekkuskóla kl. 14. Sunnudagur 20. okt.:
Guðsþjónusta kl. 14. Organleikari Guðný
Margrét Magnúsdóttir. Sr. Hreinn Hjartar-
son.
GRENSÁSKIRKJA: Barnasamkoma kl. 11.
Messa með altarisgöngu kl. 14. Organleikari
Ami Arinbjarnarson. Þriðjudagur 22. okt.:
Biblíulestur kl. 20.30. Fimmtudagur 24. okt.:
Almenn samkoma á vegum UFMH kl. 20.30.
Sr. HalldórS. Gröndal.
HALLGRlMSKIRKJA: Laugardagur 19.
okt.: Félagsvist í safnaðarsal kl. 15.
Sunnudagur 20. okt.: Barnasamkoma og
messa kl. 11. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson.
Kvöldmessa kl. 17. Sr. Karl Sigurbjömsson.
Þriðjudagur 22. okt.: Fyrirbænaguðsþjónusta
kl. 10.30. Miðvikudagur 23. okt.: Náttsöngur
kl. 22. Fimmtudagur 24. okt.: Opið hús fyrir
aldraða kl. 14.30.
LANDSPtTALINN: Guðsþjónusta kl. 10. Sr.
Karl Sigurbjörnsson.
HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 10. Barnaguðs-
þjónusta kl. 11. Sr. Tómas Sveinsson. Messa
kl. 14. Fermd verða Bjarnþóra María Páls-
dóttir, Barmahhð 35, og Ath Þorbjömsson,
Erla
Traustadóttir.
Tónaflóð í (Rió
Goðgó
Rúllugjald.
Laugateigi 46. Organisti Orthulf Prunner. Sr.
Amgrímur Jónsson.
KÁRSNESPRESTAKALL: Fjöldskylduguðs-
þjónusta í Kópavogskirkju kl. 11. Organisti
Kjartan Sigurjónsson. Sr. Guðmundur öm
Ragnarsson.
LANGHOLTSKIRKJA: Oskastund kl. 11.
Söngur, sögur, leikir. Guðsþjónusta kl. 14.
Organleikari Jón Stefánsson. Prestur sr.
Sigurður Haukur Guðjónsson. Sóknarnefndin.
LAUGARNESKIRKJA: Laugardgur 19. okt.:
Orgeltónleikar kl. 17. Ann Toril Lindstad og
Þröstur Eiríksson leika verk eftir ýmsa
höfunda. Sunnudagur 20. okt. Fjöl-
skylduguðsþjónusta kl. 11. Skólakór Kárs-
nesskóla syngur. Fermingarbörn aðstoða við
guðsþjónustuna. Þriðjudagur 22. okt.: Bæna-
guðsþjónusta kl. 18. Altarisganga.
Föstudagur 25. okt.: Siðdegiskaffi kl. 14.30.
Sóknarprestur.
NESKIRKJA: Laugardagur 19. okt. Félags-
starfið kl. 15.00. „Reykjavík vorra daga”.
Davíð Oddsson borgarstjóri kemur í
heimsókn. Sr. Frank M. Halldórsson.
Sunnudagur 20. okt.: Barnasamkoma kl. 11.
Guðsþjónusta kl. 14. Orgel- og kórstjóm
Reynir Jónasson. Sr. Guðmundur Oskar
Olafsson. Fyrirbænamessa miðvikudag kl.
18.20. Sr. Guðmundur Oskar Olafsson.
Föstudagur kl. 16. Umræða um guðspjall
næsta sunnudags. Sr. Guömundur Oskar
Olafsson. Æskulýðsstarfið nk. mánudag kl.
20. Þriðjudaga og fimmtudaga er opið hús
fyrir aldraða.
SELTJARNARNESSÓKN: Guðsþjónusta í
sal Tónlistárskólans kl. 11. Sr. Guðmundur
Oskar Olafsson.
FRtKIRKJAN I REYKJAVlK: Barna-
guðsþjónusta kl. 11. Guðspjallið í myndum.
Barnasálmar og smábarnasöngvar. AfmæUs-
börn boðin sérstaklega veUtomin. Framhalds-
saga. Við píanóið Pavel Smid. Sr. Gunnar
Björnsson.
FRlKIRKJAN I HAFNARFIRÐI: Barna-
samkoma kl. 10.30. Guðsþjónusta kl. 14. Sr.
Magnús Guðjónsson, fyrrverandi fríkirkju-
prestur, prédikar. Að lokinni guðsþjónustu
verður kaffisala kvenfélagsins í
Góðtemplarahúsinu. Sr. Einar Eyjólfsson.
ÓHÁÐI SÖFNUÐRINNN: Kirkjudagurinn er
sunnudag 20. okt. og verður messað kl. 14.
Kaffisala á vegum kvenfélags safnaðarins
verður að messu lokinni og einnig verða sýnd-
ar kvikmyndir fyrir bömin. Sr. Þórsteinn
Ragnarsson.
Ferðalög
%
íí//Mé&
Ferðafélag íslands
Dagsferðir sunnudag 20. október:
1. kl. 10.30. Hátindur Esju — Mógilsá.
Verðkr. 250.00.
2. kl. 13. Langihryggur — Kollaf jörður.
Verðkr. 250.00.
Atb.: Kaflana um Esju í Árbók F.í.
1985.
Brottför frá Umferðarmiðstööinni,
austanmegin. Farmiðar við bíl. Frítt
fyrir böm í fylgd fullorðinna.
Helgarferð 18.—20. okt.:
Mýrdalur — Kerlingardalur — Höfða-
brekkuheiði.
Gist í svefnpokaplássi í Vík í Mýrdal.
Ekiö inn í Kerlingardal og gengiö um
Höfðabrekkuheiði. Farmiðasala og
upplýsingar á skrifstofunni, öldugötu
3.
ÚTIVIST
m
10 Ara
Útivistarferðir
Dagsferðir sunnudaginn 20. okt.
Kl. 10.30. Marardalur — Hengill.
Gengiö á Skeggja (805m). Bað í heita
læknum Innstadal. Verð 400 kr.
Kl. 13.00 Bolavellir — Elliðakot. Gömul
þjóðleið. Gengið á Lyklafell í leiðinni.
Verö 400 kr. Frítt f. böm m. fullorön-
um. Brottför frá BSI, bensínsölu.
Öbyggðaferð um veturnætur: Spenn-
andi óvissuferð 25.-27. okt.
Þórsmörk: Ath. gistingu í Útivistar-
skálanum Básum verður að panta á
skrifst. Lækjarg. 6a, símar: 14606 og
23732. Sjáumst.
HJARTAIMS ÞAKKIR
mínar flyt ég ykkur öllum sem með heimsóknum, gjöfum
og skeytum gerðuð mér 70 ára afmælið ógleymanlegt.
Heill og gæfa fylgi ykkur öllum.
Karl Kortsson,
Hellu.
Tilkynningar
Félag harmóníkuunnenda
Haustfagnaður félagsins verður í
Borgartúni 18 (húsi Sparisj. vélstj.)
niðri laugardagskvöldiö 19. október frá
kl. 21-03.
Námskeið í akido
Til Islands er kominn akidokennarinn
Paul Rapley en hann kemur frá Dan-
mörku þar sem hann hefur stofnaö og
starfrækt akido-klúbb í Árósum síðustu
9 árin. Næstu helgi mun hann verða
með námskeið í þessari einstöku
sjálfsvarnarlist og kynna Islendingum
hana í fyrsta skipti en tsland er eitt
fárra landa sem ekki hefur akido-
iðkendur. Mun námskeiöiö fara fram í
Iþróttahúsi Kennaraháskólans á
sunnudag e.h. og hjá Júdódeild Ár-
manns á laugardag kl. 9.00.
Akido er yngsta grein japanskrar
sjálfsvarnarlistar og jafnramt sú sem
mesta áherslu leggur á andlegu hliðina
og byggir á taóískri heimspeki um al-
heimsjafnvægi og friö. Akido byggir á
ævafomri hefð japanskrar bardaga-
listar kendo (sverðinu) bojisu
(stafnum) og dato jitsu (vopnlausri
sjálfsvörn).
Uppl. í síma 32296, Gunnar Gunnars-
son.
Tónleikar í
Vestmannaeyjum
Laugardaginn 19. október kl. 17 halda
Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari,
Gunnar Kvaran sellóleikari, Geir Jón
Þórisson barítonsöngvari og
Guðmundur H. Guðjónsson organleik-
ari tónleika í Landakirkju í Vest-
mannaeyjum. Á efnisskránni verða
verk eftir Bach, Beethoven, Karólínu
Eiríksdóttur, Baglims og Kreisler.
Guðný, Gunnar og Guðmundur munu
halda tónlistar- og hljóðfærakynningu í
tónlistar- og grunnskóla Vestmanna-
eyja föstudaginn 18. október kl. 17 í
Bæjarleikhúsinu. I vetur verður
kennt á strengjahljóðfæri við tónlistar-
skólann í Vestmannaeyjum eftir
margra ára hlé, og er þessi kynning
liður í því að vekja áhuga nemenda á
þessum hljóðfærum.
Sovéskar kvikmyndir
Nk. sunnudag, 20. október, kl. 16 verða
nokkrar fræðslu- og fréttamyndir frá
Sovétríkjunum sýndar í MlR-salnum,
Vatnsstíg 10, m.a. myndirnar „Hljóm-
fall og litir Uzbekistan” og „Djásn
byggingarlistarinnar í Moskvu”.
Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.
Basar og kaffisala
Barðstrendingafélagsins
Kvennadeild Baröstrendingafélagsins
verður með basar og kaffisölu í Domus
Medica sunnudaginn 20. október.
Húsið verður opnað kl. 14. Á basarnum
verður margt góðra muna, s.s. brúöu-
rúmin vinsælu, mikið af prjónlesi,
kökur, blóm og fleira.
Vélprjóna-
samband íslands
Aöalfundur félagsins veröur haldinn 19.
október aö Hótel Hofi, Rauöarárstíg 18, kl. 14
e.h.
Tónlist
— sérstæð
hljómsveit
Hingaft til lands er væntanleg allsérstæð
ensk-amerisk hljómsveit sem kallast
Skeleton Crew (Beinagrindaáhöfn). Hún er
skipuð þremur fjölbragðamúsíköntum, þeim
Fred Frith, Tom Cora og Zeenu Parkins. Þau
spila hvert um sig á mörg hljóðfæri samtímis,
jafnframt því sem þau syngja öll. Þannig
leikur Fred Frith t.d. á gítar með vinstri
hendinni, hljómborð með hægri hendinni og
slær trommur með fótunum um leið og hann
syngur. Tom og Zeena viðhafa svipuð vinnu-
brögð. A þennan hátt tekst þeim þremenning-
um að hljóma á við stórhljómsveit.
Tom og Zeena störfuðu bæði í sirkus áður
en þar njóta svona „One-Man bönd” mikilla
vinsælda. Fred Frith er hins vegar kunnur úr
rokkheiminum. Hann hefur m.a. verið í
hljómsveitunum Henry Cow, Art Bears og
Residents. Hann er einnig afar eftirsóttur
stúdíógítarleikari og hefur m.a. spilað á plöt-
um hjá Brian Eno, Phil Collins, Robert Fripp,
Lindsay Cooper, Robert Wyatt o.m.fl. Þá
hefur Fred Frith sent frá sér nokkrar sóló-
plötur og 1980 náði hann hátt á vinsældalista
með lagið „Daneing in the Street”, sama lagi
og David Bowie og Mick Jagger syngja nú.
Hér munu Skeleton Crew koma fram á f jöl-
bragöarokkhátíðinni „Velkomin um borð” í
Menntaskólanum Hamrahlíð 3. nóv.
Verkakvennafélagið
Framsókn
Hinn árlegi basar verður haldinn laugardag-
inn 9. nóvember kl. 14.00 í sal Verkakvennafé-
lagsins að Skipholti 50 b. Mununum verður
veitt viðtaka á skrifstofu félagsins í Alþýðu-
húsinu, Hverfisgötu 8—10. Kökur eru vel
þegnar. Allur ágóði rennur til jólaglaðnings
eldri félagskvenna.
Frá Kvenfélagi Kópavogs
Konur, munið vinnufundinn á mánudags-
kvöldum kl. 20 fyrir basarinn sem verður 3.
nóvember nk.
Lifandi músík í
Stúdentakjallaranum
Laugardagskvöldið 19. okt. 1985 leika Björn
Thoroddsen og Skúli Sverrisson í Stúdenta-
kjallaranum v/Hringbraut.
Að undanförnu hefur lifandi músík verið
fastur liður í starfsemi Stúdentakjallarans og
er stefnt að því að svo megi verða áfram.
Ennfremur eru fleiri nýjungar á döfinni,
sem til menningarauka teljast, og verður frá
þeim skýrt í fyllingu tímans.
Félag makalausra — spila-
kvöld
Félagsvist verður í kvöld, laugardaginn 19.
október, kl. 20 í húsnæði félagsins að Mjölnis-
holti 14, þriðju hæð, (á homi Brautarholts).
Allirvelkomnir.
Skóli Andreu
starfræktur á ný
Eftir nokkurra ára hlé hefur Andrea Odd-
steinsdóttir ákveðið að hefja kennslu i skóla
sínum aftur, reyndar með nokkru breyttu
sniði frá því sem áður var.
Nú gefst nemendum t.d. kostur á að sækja
3ja vikna námskeið (hóptímar og einn einka-
timi).
I stórum dráttum má segja aö megin-
áhersla sé lögð á það að leiðbeina konum flest
ef ekki allt er varðar limaburð, fataval, and-
Utssnyrtingu, almenna háttvísi og umgengn-
isvenjur. I einkatimunum er nemanda bent á
sitthvað sem betur kynni að fara i framkomu
hans, mannlegum samskiptum o.s.frv.
Rétt er að taka það fram þegar í staö aö
SkóU Andreu er ekki undirbúningsskóU eða
þjálfunarmiðstöð fyrir væntanlegar sýningar-
stúlkur.
Skólinn er til húsa á sama stað og áður, þ.e.
Miðstræti 7, s. 26908.
Minningarkort
Minningarsjóðs Jóns Júl. Þorsteinssonar
kennara fást á eftirtöldum stöðum:
Afgreiðslu bókmenntafélagsins Þingholts-
stræti og Kirkjuhúsinu, Klapparstíg 25
Reykjavík. Bókabúð Jónasar, Akureyri, og
Versluninni Valberg, Olafsfirði.
Tilgangur sjóðsins er útgáfa á kennslu-
gögnum fyrir hljóðlestrar-, tal- og söng-
kennslu og eru Hljóðstöðumyndir og Lestrar-
kennsla eftir Jón Júl. Þorstemsson, fyrsta
verkefni sjóðsins (útg. 1983 í 1000 eint.)
Bif röst 30 ára
Þrjátíu ára afmælis Samvinnuskól-
ans á Bifröst verður minnst á sal skól-
ans sunnudaginn 20. október kl. 15.00.
Gunnar Grímsson, fyrrum yfir-
kennari, segir frá upphafi skólans á
Bifröst. Einnig mun Jón Sigurðsson
skólastjóri greina frá fyrirhuguðum
breytingum á skólanum. Allir vel-
komnir og gamlir nemendur skólans
eru velkomnir.
Hollenski herínn
til Keflavíkur
Fyrsta hollenska kafbátaleitarflug-
vélin, sem staðsett veröur hérlendis,
kom til Keflavíkurflugvallar í gær í
samræmi við samkomulag sem ríkis-
stjómir Islands og Hollands gerðu í júlí
í sumar.
Hollenska kafbátaleitarvélin er
sömu gerðar og þær sem Bandaríkja-
her hefur á Keflavíkurflugvelli, Lock-
heed Orion P—3. Bandaríkjamenn
munu nú fækka um eina slíka vél í
sinni sveit.
I hollensku sveitinni eru 30 manns,
flugáhöfn og viðhaldsfólk. Gert er ráð
fyrir að Hollendingar skipti um flugvél
mánaðarlega, flugáhafnir verði tvær
vikur í senn hérlendis en viðhaldsfólk í
fjórar vikur. Tilgangurinn er að gera
þá hæfari í kafbátavörnum.
-KMU.
Mjög harflur árekstur varö á gatnamótum Kleppsvegar og Holtavegar i gærmorgun. Toyota-bifreið
skemmdist mikið og var ökumaður hennar fluttur meðvitundarlaus á slysadeild Borgarspitalans. Myndin
hár að ofan sýnir bifreiðina. DV-mynd: PK