Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1985, Síða 44
*
\
FRÉTTASKOTSÐ
Sími ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsingar, áskrift og rfreifing, sími 27022.
Hafir þú ábendingu
eða vitneskju um
frétt — hringdu þá í
sima 68-78-58. Fyrir
hvert fréttaskot,
sem birtist eða er
notað i DV, greið-
ast 1.000 krónur og
3.000 krónur fyrir
besta fréttaskotið i
hverri viku,
Fullrar nafnleyndar
er gætt. Við tökum
við fréttaskotum
allan sólarhringinn.
Frjálst,óháÖ dagblaö
LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 1985.
Atlantshafsflutningar
Hafskips:
1,9 milljarða
velta 1985
Áætlað er að velta á vöruflutningum
Hafskips milli Evrópu og Bandaríkj-
anna verði á þessu ári 1,9 milljarðar
króna.
Gámaskip Hafskips, fjögur aö tölu
og sem öll eru leiguskip, flytja frá 500
upp í 700 gáma í hverri ferð milli
Evrópu og Bandaríkjanna. Það er um
fimm til sex sinnum meira en skip
félagsins flytja sem stunda íslands-
flutninga.
Tvö skip Hafskips halda uppi hálfs
mánaðar ferðum frá Varberg í
Svíþjóð, Fredrikstad í Noregi, Árósum
í Danmörku og Gragemouth í Skot-
landi til New York og Norfolk.
önnur tvö skip halda uppi ferðum frá
Hamborg, Antwerpen og Tilbury til
New York og Norfolk.
Hafskip rekur nú um sex skrifstofur
erlendis, með íslenskum forstöðu-
mönnum og u.þ.b. 50 starfsmönnum.
APH
Veröurspamaöur
tekjutengdur?
Steingrímur Hermannsson forsætis-
ráðherra hefur minnst á það að
hugsanlega verði sparnaður skattlagð-
ur. En hvað er ríkisstjómin að hugsa í
þessum efnum?
„Það hefur að sjálfsögðu verið rætt
um eignarskatta í ríkisstjóminni og í
því sambandi hefur verið aflað
upplýsinga frá Noröurlöndunum um
hvernig eignarsköttum sé háttaö þar.
Og það kom í ljós að jákvæðir vextir
eru hvergi skattfrjálsir,” segir
Steingrímur Hermannsson við DV.
Hann segir að vakin hafi verið athygli
á því að hér á landi er um nokkum mun
að ræða á eignarformum.
„Ef maður selur íbúð sína og leggur
andvirði hennar í banka losnar hann
við að greiða eignarskattinn. Ýmsir
hafa því sagt að samræma þurfi skatta
af eignum í hvaða formi sem þær em,”
segir Steingrímur. Hann segir
ennfremur að engin ákvörðun hafi
verið tekin í þessu sambandi.
„Umræður um þetta hafa þó komist
þaö langt að skoðaður hefur veriö sá
möguleiki að tekjutengja eignarskatt.
Með því móti myndi til dæmis fólk með
litlar tekjur, og sem hefur einhvern
sparnað, ekki lenda í þessum skatti,”
sagði forsætisráðherra. APH
EINANGRUNAR
GLER
666160
Gríðarleg sóun fjármagns í verkamannabústaðakerfinu:
GÆTU KEYPTTVÖ HÚS
FYRIR EINA ÍBÚD
Á nokkrum stööum úti á landi hafa
verið og eru í byggingu íbúðir í hinu
svokallaða verkamannabústaðakerfi
þar sem á sama tíma eru til sölu ný
eða nýleg hús á hálfvirði, miðað viö
byggingarkostnaö. I Reykjavík er
sama striki haldið, að byggja nýtt
þótt markaðsverð nýlegra íbúða sé
25—40% undir byggingarkostnaöi.
Á þessu ári er varið 390 milljónum
gegnum þetta kerfi. Verkamanna-
bústaðakerfið hefur þann tilgang að
gera eignalausu og tekjulitlu fólki
kleift að kaupa þak yfir höfuðið.
Ibúðirnar eru seldar undir sér-
stökum kvöðum og með 20% út-
borgun. Með því að reka kerfið með
framangreindum hætti eru þeir sem
njóta eiga kerfisins látnir borga
hundruð þúsunda umfram þaö sem
markaðurinn býður upp á.
Svæsnust eru auðvitað dæmin utan
af landi þar sem sums staðar er
ætlast til að menn borgi jafnmikið
fyrir eina kerfisíbúð og tvö nýleg hús
á sömu stöðum kosta, hús sem
jafnvel hafa veriö mannlaus um
skeið. Samkvæmt athugun DV á
verði félagslegra íbúða á höfuðborg-
arsvæðinu og markaðsverði
sambærilegra íbúða eru hinar fyrr-
nefndu miklu dýrari. Munurinn er á
bilinu25—40%.
Þetta þýðir að félagsleg íbúð, sem
kostar 3 milljónir, myndi fást á 1,8—
2,4 milljónir á markaðnum. Sá sem
borgar 20% út í félagslegu íbúðinni
skuldar því ennþá heilt markaðsverð
íbúðar, jafnvel hálfri milljón meira.
Þetta þykja ýmsum undur og stór-
merki.
Fjölmargir aöilar hafa bent á
þessa þróun síðustu misseri, meira
að segja ríkisstjórnin. Kerfið er á
hinn bóginn svo þungt í vöfum að
ennþá hefur þaö varla litiö á íbúða-
markaðinn sem raunhæfan
möguleika. Fyrsta raunverulega
skrefið má segja að sé ákvöröun
stjórnar Verkamannabústaða í
Kópavogi um kaup á fimm íbúðum á
markaði. -HERB.
Kaupfélagið í Þorlákshöfn:
Allir hafa sagt upp stxirfum
Allt starfsfólk útibús Kaupfélags t.d. í fiskvinnu. Utibússtjórinn, Vig- vildu ekkert um málið segja að svo að fólkið hefði sínar persónulegu á-
Ámesinga í Þorlákshöfn hefur sagt fús Guðmundsson, hefur einnig sagt stöddu en sögðu jafnframt að verið stæður fyrir uppsögnunum. Oþarfi
upp störfum. Orsökin er fyrst og upp störfum. ! væri að ræða þessi mál viö forráða- væri að gera mikið úr þessu máli,
fremst launamál, en að sögn starfs- DV haföi samband við Vigfús mennKaupfélagsinsáSelfossi. útibúið gengi vel og allt væri þetta á-
fólks eru laun allt of lág miöað við og Kristínu Lúðvíksdóttur, trúnaðar- Sigurður Kristjánsson, kaflegagottstarfsfólk.
Önnur störf sem bjóöast í plássinu, mann starfsfólks i kaupfélaginu. Þau kaupfélagsstjórinn á Selfossi, sagði -k.B.
Engináhrifá
íslendinga
— segir Tómas Karlsson
Utanríkisráðherrar Norðurlanda
ákváðu á fundi sínum í Osló í gær að
setja takmarkað viðskiptabann á
Suður-Afríku. Bannið nær til fjárfest-
inga í landinu, innflutnings á gullmynt
þaöan, útflutnings tölvuvara og til lán-
veitinga.
Island er aðili að samkomulagi
utanríkisráðherranna.
„Samningurinn hefur engin bein
efnahagsleg áhrif á okkur,” sagði þó
Tómas Karlsson í utanríkisráðuneyt-
inu.
Innflutningur Islendinga frá Suður-
Afríku nemur einungis 0,001 prósenti
af heildarinnflutningi landsmanna,
eða 27 milljónum í fyrra. Aðallega er
þar um appelsínur að ræða. Innflutn-
ingur á þeim verður leyfður áfram.
Einu hugsanlegu áhrifin eru ef
mönnum dettur í hug að selja tölvu-
búnaö þangaö. Það má ekki.
Hópum sem vinna gegn
aðskilnaðarstefnunni, finnst
takmarkanirnar ekki ganga nógu
langt. -ÞóG.
„En æðislogt, má ég koma við mig?
Hvernig er hægt að ná öllum útlín-
um, eða dýptarskynið maður. Ég
hef verið að skoða hvort botninn
væri undan skónum, ég var alveg
örugglega ekki að hvila mig," varð
Reyni göngugarpi að orði er
hann skoðaði teirmynd af sjálfum
sér eftir Ríkeyju Ingimundardóttur i
Ásmundarsal i gær.
DV-mynd GVA.
Norrænar
viðskiptatakmarkanir
á Suður-Afríku: