Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1985, Qupperneq 42

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1985, Qupperneq 42
42. DV. MÁNUDAGUR18. NOVEMBER1985. Tíðarandinn Tíðarandinn Tíðarandinn Tfðarandinn Tíðarandinn Tíðai Segulbandasafnið hjá Málfræðistofnun er orðið mikið að vöxtum og á þó enn eftir að bætast við. DV-myndir GVA, Önnur einkenni á framburði hafa minnkað minna. Harðmælið og ein- hljóðaframburðurinn skaftfellski víkja greinilega hægar en flámælið og hv-framburðurinn. Ég hef grun um að einkenni, sem eru gömul í málinu, haldi betur velli en hin. Flámælið var 19. aldar fyrirbæri sem síðan hvarf mjög skyndilega eftir miðja þessa öld, m.a. vegna áróðurs gegn því. Áróðurinn getur þó varla verið eina skýringin. Núna er barist gegn þágufallssýki í skólum án mik- ils árangurs að því er séð verður. Það er eitthvað í málkerfinu sem gerir sum einkenni á málinu fallvalt- ari en önnur. Ytri aðstæður hljóta auðvitað að hafa áhrif en hve mikil vita menn ekki. Almennt virðast einkenni á máli eftir landshlutum hafa jafnast á þessum fjórum áratugum. Nærtæk- asta ástæðan er meiri samgangur fólks. Áhrif fjölmiðla eru einnig í sömu átt.“ Vottar fyrir stéttbundnu máli Hafið þið orðið varir við stétt- bundin einkenni á málinu? „Ennþá gefa rannsóknirnar lítið tilefni til að álykta um það. í Reykja- vík hefur þó komið fram að meiri líkur eru á að langskólagengið fólk sé harðmælt en aðrir. Munurinn er þó lítill. í annarri rannsókn, óháðri þeirri sem við höfum verið að gera, MÁLLÝSKURNAR UFA — en við misjafnan kost, segir Guðvarður Már Gunnlaugsson sem unnið hefur að rannsóknum á íslenskum f ramburði undanfarin ár „Landshlutamunurinn, sem lengi hefur verið á íslensku máli, er enn við lýði þótt einstök afbrigði standi misjafnt að vígi. Munurinn hefur þó, að því er virðist, heldur minnkað frá því sem var þegar Björn Guðfinnsson rannsakaði mállýskur á árunum 1941 til 1943.“ Þetta er í stuttu máli niður- staðan af rannsóknum á framburði landsmanna sem unnið hefur verið að frá árinu 1980 og stendur enn. Úrvinnslu er þó hvergi nærri lokið því könnunin var mjög umfangsmik- il. Þó hefur ítarlega verið unnið úr gögnunum um framburð í Reykjavík og Vestur-Skaftafellssýslu. „Þetta er rannsókn á íslensku nútímamáli, einkum þó framburði," sagði Guðvarður Már Gunnlaugsson um tilgang rannsóknarinnar. „Þar kemur bæði til álita mállýskumunur og önnur atriði sem ekki hafa verið rannsökuð sem skyldi hingað til. Það eru ýmis einkenni sem oftast koma fram í óformlegu tali, s.s. brottfal! og samlaganir hljóða. Mállýska er að vísu ekki rétta orðið yfir mun á framburði í íslensku máli því orðið er líka notað um mállýskur í erlend- um málum. Þá er orðið notað um miklu meiri mun en hér þekkist." Flakkað með segulband Gögnin, sem aflað var í rannsókn- inni, eru segulbandsupptökur á framburði fólks á öllum aldri alls staðar af landinu. Enn er þó eftir að tala við fólk í örfáum kaupstöðum og um hálfnað verk er nú að tala við böm á skólaaldri. Verður unnið að því í vetur og næsta sumar. Annars hefur verið farið um allar byggðir landsins og mál manna hljóðritað. Elstu upptökurnar eru frá sumrinu 1980 en einkum hefur þó verið unnið ötullega að öflun gagna síðan 1982. í sveitunum hefur verið talað við flesta sem í hefur náðst en að öðru leyti er fólk valið eftir íbúaskrá. Þó hefur ekki verið talað við aðflutt fólk á hverjum stað. Með rannsókninni fæst m.a. grund- völlur til að bera saman framburð landsmanna í dag og hvernig hann var fyrir um fjórum áratugum þegar Björn Guðfinnsson rannsakaði mál- ið. Björn talaði við um 10.000 manns eða sem næst 12. hvern íslending. Hann lagði sérstaka áherslu á að fara í skólana og náði að tala við um 90% allra skólabarna í landinu. Munurinn fer minnkandi Eins og staða rannsóknarinnar er nú er hægt að bera saman niðurstöð- urnar úr Vestur-Skaftafellssýslu og Reykjavík. „Munurinn á framburði í Vestur-Skaftafellssýslu, frá því sem var fyrir 40 árum, er lítill nema hvað hv-framburðurinn er greinilega á undanhaldi. Önnur séreinkenni halda frekar velli,“ sagði Guðvarður. „í Reykjavík er heldur ekki mikill munur á framburði ef frá er talið að flámæli hefur minnkað mikið. Fólk hefur greinilega vanið sig af því. Björn Guðfinnsson talaði við rúm- lega 2000 börn hér í bænum og voru um 30% þeirra flámælt. Líklega gild- ir þessi niðurstaða einnig um fram- burð á suðvestanverðu landinu. Flá- mælið var algengt hér við Faxafló- ann og austur í Árnessýslu, auk aðalsvæðisins, á Austurlandi. Þar virðist flámæli einnig vera á undan- haldi. Sennilega eru fáir þar undir fimmtugu flámæltir. kom fram að þágufallssýki er sjald- gæfari meðal barna atvinnurekenda, mennta- og embættismanna en ann- arra. Þessi tvö dæmi nægja þó engan veginn til að fullyrða um stéttamál- lýskur eða stéttbundinn mun á mál- fari. Einnig hefur komið fram að konur úr Vestur-Skaftafellssýslu, sem flutt hafa til Reykjavíkur, lögðu frekar af einhljóðaframburðinn en karlar. Þessi niðurstaða er í samræmi við erlendar rannsóknir sem sýndu að konur laga framburð sinn frekar að viðteknum venjum en karlar." Nú veldur það mörgum áhyggjum að yngsta kynslóðin er óskýrmælt. Leiddi rannsókn ykkar eitthvað í Ijós um óskýrmælið? „Það kom greinilega í ljós að unglingar eru margir hverjir óskýr- mæltir og einnig fólk komið yfir miðjan aldur. Óskýrmæli er alls ekki nýtt af nálinni þótt sum afbrigði þess séu það. Óskýrmæli unglinga og fullorðins fólks er ekki eins að því er virðist. Erlendar rannsóknir hafa sýnt að börn, sem eru óskýrmælt, verða skýrmæltari þegar þau komast til vits og ára og ábyrgðar í þjóðfélag- inu. Því er ekki hægt að fullyrða að nú sé að vaxa upp óskýrmælt kyn- slóð. Það má líta á óskýrmælið sem unglingamál sem eldist af fólki en komi ef til vill aftur á efri árum. Segir ekki máltækið að tvisvar verði gamall maður barn? Einnig verður að hafa í huga að þetta er í fyrsta sinn sem óskýrmæli er rannsakað. Það þarf að tala við þetta sama fólk aftur eftir 30 ár eða svo og sjá hvort það er þá orðið skýrmælt eins og ábyrgir þjóðfélags- þegnar eiga að vera.“ Flámæli í Reykjavík Hvað um önnur einkenni á máli unglinga? „Á nokkrum stöðum höfum við rekið okkur á nýja gerð af flámæli. Það kemur greinilega fram í Reykja- vík og einnig á Akureyri og á Suður- nesjum, svo dæmi séu nefnd. Sjálf- sagt heyrist það víðar. Þó kom það ekki fram í máli unglinga í Vestur- Mállýskurá íslandi: SÉRVISKA EÐA SÉRKENNI? Lengi hefur mátt geta sér til um uppruna manna af framburði þeirra. Norðlendingar eru þekktir fyrirsinn harða framburð sem jafn- vel Sunnlendingum er farinn að þykja finn. Vestfirðingar vilja gjarnan segja a í orðum sem aðrir hika ekki við að nota á í. Reyndar hefur þeim tckist að fá alla lands- menn til að skrifa samkvæmt þess- ari sérvisku. Það eru ekki nema ólærð börn og nóbeJsskáld sem leyfa sér annað. Skaftfellingum hefur tekist það sama með þá lensku sem enn tíðkast þar um sveitir að segja hv þar sem aðrir hafa kv. Þetta eru nokkur dæmi um það sem hér á landi er kallað mállýsk- ur. Reyndar er munurinn á máli manna eftir landshlutum hverfandi hjá þeim sem þekkist í mörgum öðrum löndum. Samt er munurinn greinilegur. Landsmenn hafa lengi haft áhuga á ýmsum sérviskum í málfari og framburði. Veldur því m.a. að margir vilja varðveita ýmis sérein- kenni í málinu, Þeir óttast að ein- kennin séu að hverfa þannig að innan tíðar verði fátt um blæbrigði í málinu. Undanfarin ár hafa lærðir menn við Háskólann gert víðreist um landið og fest framburð manna á segulband. Tilgangurinn er að kynnast framburðinum eins og hann er í dag og fá grundvöll fyrir samanburð á fyrri rannsóknum. Höskuldur Þráinsson prófessor og Kristján Árnason hafa unnið að verkinu með tilstyrk fjölda manna. Einn þeirra sem unnið hafa að rannsókninni undanfarin fjögur ár er Guðvarður Már Gunnlaugsson málfræðingur. Það er sá hinn sami og hafði umsjón með Daglegu máli í útvarpinu nú á haustdögum. Guðvarður er viðmælandi okkar að þessu sinni. Hann var tilbúinn að leiða okkur í allan sannleika um mállýskur landsmanna eftir því sem niðurstöður úr rannsókninni eru þegar fengnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.