Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1985, Qupperneq 43

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1985, Qupperneq 43
DV. MÁNUDAGUR18. NOVEMBER1985. 43 ndinn Tíðarandinn Tíðarandinn Tíðarandinn Tíðarandinn Tíðarandinn Skaftafellssýslu. Hér í Reykjavík virðast allt að 10% unglinga hafa tekið upp þessa sérstöku gerð af flá- mæli. Aðaleinkenni gamla flámælisins voru að hljóðin i og u nálguðust e og ö. Alþekkt dæmi um þetta eru að skyr varð sker og fluga að flögu. Flámæltir menn notuðu reyndar millihljóð í þessum tilvikum. Þeir sem ekki voru flámæltir heyrðu hljóðin ef til vill skýrar en hinir. í nýja flámælinu verður ö að u. Dæmi um það er að sögur verða sug- ur og er þá væntanlega eitthvert millihljóð notað. Þessi hljóðbreyting er með öðrum orðum öfug við gamla flámælið. Á sama hátt kemur fyrir að e verði i en það er ekki eins áberandi. Með því að tala um gamalt og nýtt flámæli er gefíð í skyn að eitthvað áður óþekkt hafi gerst. Það er þó spurning hversu nýtt nýja flámælið er. Ef til vill er þetta sami grautur- inn, aðeins mismunandi kryddaður." Það sem koma skal Af hverju er talið að breytingar eins og i átt að flámæli verði? „Það er alkunnugt meðal málfræð- inga að sérhljóðakerfið í íslenskunni er á reiki. Um það eru til gömul dæmi og ný. Sumir segja að flámæli sé ekki ólíkleg breyting á hljóðkerf- inu miðað við fyrri breytingar. Flá- mælið sé með öðrum orðum líkleg- asta breytingin, liggi það á annað borð fyrir málinu að breytast. Einnig hefur því verið haldið fram að flá- mæliskerfið sé stöðugra en hitt. Það er eitthvað í málkerfinu sem veldur þessum hræringum. Við getum sagt að það sé ekki ánægt með sjálft sig. Hins vegar treystir enginn sér til að skýra svona breytingar, T.d. veit enginn af hverju y rann saman við i fyrir mörgum öldum. Það er möguleiki að flámælið sé að brjótast fram á einu sviði þegar það hefur verið barið niður á öðru.“ Erfiður slagur Hefur það þá alla tíð verið málfars- leg kúgun að berjast gegn flámæl- inu? „Ja, ef flámælið er þáttur í eðlilegri þróun þá er spurning hvort það er til einhvers að berjast gegn því. Kemur það ekki alltaf upp aftur í nýrri mynd? Er þá ekki eins gott að kenna börnunum eitthvað annað? Þetta er samviskuspurning fyrir yfir- völd menntamála. Það getur vel farið svo að ef þetta nýja afbrigði af flámæli verður barið niður þá komi annað afbrigði þess fram í staðinn. Sjálfsagt líður einhver tími þar til nýtt afbrigði verður ráðandi. Breyt- ingar á máli gerast ekki með einni kynslóð. Hitt hafa menn reynt að þegar tiltekinn framburður er orðinn Eru reykvískir unglingar að verða flámæltir? Þannig lítur flámæli Reykvík- inga út begar búið er að festa það á blað. Áberandi er að margt gam- alt fólk er enn flámælt. Það sést á línunum sem rísa hæst til hægri. Meiri athygli vekur þó að línurnar rísa einnig til vinstri þar sem flá- mæli unglinga er skráð. Greinilegt er að umtalsverður fjöldi reyk- vískra unglinga hefur tekið upp sérstakt afbrigði af flámæli. í máli þeirra verður saga að sugu og jafnvel setur að situr. (Línuritið er tekið úr tímaritinu Íslenskt mál, 6. árg. 1984). Guðvarður Már Gunnlaugsson: - Flámæli reykvískra unglinga er ein merkilegasta niðurstaða rannsóknarinnar á framburði í landinu. fólki eiginlegur virðist það vera erfitt að venja það af því aftur. Þágufalls- sýki er nú leiðrétt hjá skólabörnum og þau læra réttu beyginguna. Samt sem áður er ranga beygingin þeim eiginlegri. Eins er þegar fólk venur sig á einhvern framburð, t.d. vest- firskan einhljóðaframburð; þá vill hann gleymast þegar mikið gengur á. Svipað þessu gerist þegar málrann- sóknarmaður kemur í heimsókn. Þá reynir fólk að fela þann framburð sem það telur að sé ófinn. Þetta verður alltaf að hafa í huga þegar málfar er rannsakað. Líka verður að varast að byggja rannsókn á lestri. Börnum er kennt að lesa hratt. Þau lesa því oft í belg og biðu og eftir því óskýrt. Fullorðið fólk les aftur á móti skýrar vegna æfingarinnar. Það er áberandi að margar konur lesa betur en karlar. Sjálfsagt er það vegna æfingarinnar við að lesa fyrir bömin og bárnabörnin." Einkunn 200 A A = flámæli á i — fylgnitala v. aldur 0.3146 Flám. á i: 102.6 A A = fiámæli á u — — 0.2328 — u: 102.8 ♦ * = flámæli á e — — 0.0755 — e: 106.2 * = fiámæli á ö — — 0.1448 — ö: 107.5 GK Velkomin á nýja Laugaveginn Teg. 765, litur svartur. Verð kr. 3.295. Teg. 608, litur svartur. Verð kr. 3.288. Puffins leöurstigvél, teg 532. iitir svartur. grár. Verð Teg. 9220 - 9266. ASS st.g 1RR vél úr mjuku skinni, litir, r' grár, svartur. Verð kr. 4.460. svartur °k'askór- '°9- 765. Iitil svartur. Verð kr. 1.649. Stærðir bfUnn kr. 2.898 28 — 34. PÓST- SENDONI Vantar þig skó ? Þú fœrö þó hjá Laugavegi 11 S: 21675

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.