Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1985, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1985, Blaðsíða 48
Forsætisráðherra mun fleiri ferðadaga Þaö sem a£ er þessu ári er fjöldi ferðadaga Steingríms Herrnannsson- ar forsætisráöherra, vegna utan- landsferöa, oröinn 48. Ferðadagar Páls Péturssoiiar, formanns Noröur- iandaráös, eru þins vegar 30 vegna formannsstarfsins. Páll var reyndar ókominn af fundi ráösins á Álands- eyjum þannig að feröadagar eru orönir37. Steingrímur lýsti því nýlega yfir í blaðaviðtali aö sér blöskraöi tíðar ferðir þingmanna vegna Norður- landaráðs. Páll Pétursson gagnrýndi þessi ummæli á þingflokksfundi Framsóknarflokksins fyrir skömmu. Nú hafa þeir Páll og Steingrímur afl- að sér upplýsinga um utanlandsferö- ir hvor annars. Á þessu ári hefur forsætisráðherra farið í f jórar utanlandsferðir og dval- iö að jafnaði erlendis í 12 daga. Fyrst fór hann til Italíu í boöi B. Craxi for- sætisráöherra. Næst í boöi ríkis- stjóra Minnesota á Islandskynningu og í sömu ferð til Mexíkó á fund um framtíðarspár og kannanir. I þriðju ferðinni fór hann til Israel og hélt fyrirlestur um verðbólguþjóðfélagið og í sömu ferð til Madrid á ársfund frjálslyndra flokka. Síöasta ferðin var farin til New York í tilefni 40 ára afmælis Sameinuðu þjóðanna. Frá ársbyrjun til 7. nóvember hafði Páll Pétursson farið í utan- landsferðir vegna starfs síns í Norð- urlandaráði. Á þessum tíma var far- ið í 43 ferðir á vegum Norðurlanda- ráös. Af þeim voru 40 greiddar af Al- þingi og 3 af sameiginlegum sjóðum Norðurlandaráðs. Ferðadagar voru samanlagt 196 og voru dagpening- arnir 184 þeirra greiddir af Alþingi. Á þessu tímabili fóru utan 8 þing- menn og 1. starfsmaður. Fram til ársloka er áætlaö að farið veröi í 9 ferðir aö auki og feröadagar veröi 43. Þegar hefur verið farið í nokkrar þessara ferða. APH Selfoss: Plastverk- smiðja brann til grunna Plastverksmiðjan Mörk við Skeiöa- vegamót brann til grunna á sunnu- dagsmorgun. Fuðraði byggingin upp „eins og hendi væri veifað”, að sögn sjónarvotta. Var byggingin fallin þegar slökkviliðið á Selfossi kom á staðinn og fékk það ekki viö neitt ráðiö. Það var um hálffimm á sunnudags- morgun sem tilkynning barst á Selfoss um að eldur væri kviknaður í verk- smiöjunni. Höfðu menn fariö þangaö um þrjúleytiö í fyrnnótt en uröu þá einskis varir. Slökkviliðið á Selfossi fór á staöinn. Þá var eldurinn orðinn magnaður og hiti gífurlegur. Bygging- in, járnvarið timburhús meö plast- einangrun, brann til kaldra kola á ör- skömmumtíma. Til marks um hitann, sem myndaöist við brunann, má geta þess að álfelgur af sportbíl voru geymdar í verksmiðju- byggingunni. Þær voru vart sjáanleg- ar eftir brunann. Eigandi verksmiðjunnar, Ingimar Baldvinsson, haföi húsnæðiö á leigu en það var í eigu Gaflsins í Hafnarfirði. Var hvorutveggja tryggt, þ.e. hús- næðið og tækin til atvinnurekstrarins. Enn er ekki vitað hversu mikið tjón varð í brunanum. Eldsupptök eru ókunn. -JSS Suðureyri: Tvær trill- ur sukku Tvær trillur sukku í höfninni á Suður- eyri viö Súgandaf jörð aðfaranótt föstu- dagsins síðastliöins. Þær náöust báðar upp daginn eftir, tiltöiulega lítið skemmdar. Trillurnar, Sigurörn ÍS og Berti G. IS, höfðu veriö bundnar í höfninni. Á aðfallinu fylltust þær af sjó og sukku. Þeim var báðum náð upp daginn eftir meðaðstoðkrana og stærri báta. -JSS VinnuslysíHéðni Vinnuslys varö í Vélsmiðjunni Héðni í gær. Maður hlaut skurð á höfði þegar hann var að vinna við að pressa legur. Meiðsli mannsins urðu ekki alvarleg. BÍLSTJÓRARNIR AÐSTOÐA 25050 SENDIBÍLASTOÐIN Hf LOKI Ætli þeir Denni og Poul séu að venja sig af þúfna- göngulaginu? Jú, það var örugglega mætt á réttan stað í morgun, gamla starfsfólkið i Bæjarútgerð Reykjavikur. Nú heitir vinnustaðurinn reyndar ekki Bæjarútgerð Reykjavíkur heldur Grandi hf. Hér sjáum við nokkra starfsmenn taka niður gamla nafnið og setja upp ný skilti með nýju nafni. hhei/DV mynd Sveinn. Rannsóknir á ónæmnstæringu: Brýnt að f inna hús Vörumarkaöshúsið í Ármúla er nú til sölu. Heilbrigðisráðuneytið hefur áhuga á þessu húsi undir ýmsa starf- semi, þar á meðal rannsóknir á ónæmistæringu. DV hafði samband við Magnús Pétursson hagsýslu- stjóra vegna þessa máls og sagði hann að verið væri að meta húsið af hálfu ríkisins. Hagstæðara væri að kaupa allt húsið en aðeins hluta af því. Ymsar stofnanir á vegum ríkis- ins væru bráðlega á götunni og sum- ar dreifðar um alla Reykjavík. Kom- iö hefði til tals aö Hollustuvernd rík- isins gæti rúmast þarna líka og fleiri stofnanir á vegum ríkisins. „Náms- gagnastofnun og Leiklistaskólinn eru einnig bráðlega á götunni og þeirra húsnæðisvandamál þarf einnig að leysa,” sagöi Magnús. 200—300 fermetrar eru ætlaðir undir ónæmistæringarrannsóknir. Magnús sagði að ýmis önnur hús væru í athugun en Vörumarkaðshús- ið kæmi sterklega til greina. Stefán Friðfinnsson hjá Vöru- markaðinum sagði að ýmsir hefðu sýnt húsinu áhuga, t.d. Háskóli Is- lands, og viðræður í gangi við aðra aðila. „Viö verðum að selja húsið til þess að geta klárað framkvæmdir við Vörumarkaðinn á Eiðisgranda. Þegar húsið selst mun versluninni við Armúla verða lokað. Við höfum átt við erfiðleika að stríða. Opnun nýja Hagkaupshússins mun ekki létta róðurinn hjá okkur í Ármúlan- um,”sagði Stefán. KB Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt — hringdu þá i sima 68-78-58. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notaö i DV, greið- ast 1.000 krónur og 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið i hverri viku, Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn.. Kjarasamningar: Kraf an er kaupmáttar- trygging t t i Kaupmáttartrygging er sú krafa sem lögð verður á samningaborðið um áramót af verslunar- og verkamönn- um. 1 kjaramálaályktun þings Verka- mannasambandsins og Landssam- bands íslenskra verslunarmanna er þess krafist að samiö verði um kaup- máttartryggingu í komandi samning- um. Ekki er þó skýrt nánar hvernig skulið samiö um slíkt. Ljóst er að lítill áhugi er á að taka upp gamla vísitölu- kerfið, meiri áhersla er lögð á að ríkis- stjórnin leggi fram bindandi loforð í samningunum. Endurkjörið var í stjórnir þessara samtaka. Björn Þórhallsson var endurkjörinn formaður LlV og Guð- mundur J. Guömundsson endurkjörinn formaður VMSl. APH t í i i i i i i i Akureyri: Sjö piltar handteknir Frá Jóni G. Haukssyni, blaðamanni DV á Akureyri. Sjö unglingar voru handteknir vegna skrílsláta í miöbænum á Akur- eyri sl. föstudagskvöld. Þeir voru allir látnir gista fangageymslur um nóttina. Unglingarnir, allt piltar, voru ekki handteknir á sama tíma. Fyrst voru þrír handteknir. Þaö var kl. hálfeitt. Einn þeirra fékk þá þörf fyrir að br jóta rúðu í pylsuvagni skammt frá Hafnar- stræti 100. Lögreglan horfði á piltinn brjóta rúðuna. Þegar hann var handtekinn komu félagar hans tveir til skjalanna. Þaö endaði með því að þeir voru hand- teknir lika. Næstu þrír voru handteknir um eitt- leytið og einn var handtekinn í kjölfar innbrots í nýjan pizzu-stað í Brekku- götunni. Þar höfðu fjórir piltar veriö á ferð. Þeir brutu spjald í einum glugg- anum og fóru inn. Spjaldið var í vegna þess að rúðan hafði nýlega verið brot- Frjálst, ohaö dagblað MÁNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1985. FR ÉTTASKOTIÐ Sími ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.