Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1986, Síða 2
DV.'MÁNUDAGUR 14. (APRÍD 1980.1
\;
Amarflug vann einvígiö í Alsír:
Samningurinn hljóðar
upp á 315 milijónir
- búist við talsverðum hagnaði
Arnarflug hefur gert samning við Alsírmenn um pílagrímaflug, en eins og fram
hefur komið i fréttum að undanförnu kepptu Flugleiðir og Arnarflug um þenn-
an samning.
Amarflug undirritaði á laugardag-
inn samning um pílagrímaflug við
flugfélagið Air Algerie í Alsír. Samn-
ingurinn hljóðar upp á liðlega 315
milljónir króna og stendur flugið yfir
frá 20. júlí til 7. september. Fulltrúi
Amarflugs, Goði Sveinsson, undirrit-
aði samninginn. Jaínframt em hafnar
viðræður við önnur lönd um píla-
grímaflug.
Að sögn Sighvats Blöndahls, blaða-
íulltrúa Amarflugs, er gert ráð íyrir
að talsverður hagnaður verði af þessu
flugi. Gert er ráð fyrir að 5 DC-8 flug-
vélar fljúgi fyrir Alsírmenn. Fjórar
þeirra verða alfarið í pílagrímaflugi.
Fimmta vélin verður eins konar vara-
vél fyrir pílagrímafiugið en mun
jafnhliða annast áætlunarflug fyrir
alsírska flugfélagið.
Stefnt er að því að sem flestir íslend-
ingar starfi við þetta flug. Átta áhafnir
fara frá Amarflugi og hefur hluti
þeirra verið í þjálfun í Bandaríkjunum
að undanfomu. Einnig er gert ráð fyr-
ir að flugmenn frá Flugleiðum og
Cargolux muni starfa við pílagríma-
flugið í sumarfríum sínum.
Búast má við því að um 100 þúsund
pílagrímar verði fluttir til og frá Alsír.
Flutningamir frá Alsír standa yfir
fyrstu þrjár vikumar. Síðan verður 10
daga hlé. Þrjár vikur verða síðan not-
aðar til að flytja pílagrímana til baka.
Sighvatur sagði að óvíst væri um
samninga um áætlunarflug í Alsir.
Efnahagsástandið í landinu hefði
versnað sarofara olíuverðslækkun sem
hefði samdrátt í fór með sér. Þau mál
ættu samt eftir að skýrast þegar líða
færi á vorið.
Viðræður em einnig í gangi um píla-
grímaflug fyrir Túnis, Egyptaland og
Vestur-Afríku. Sighvatur sagði að
ekki væri ástæða til að ætla annað
en Amarflug ætti möguleika á samn-
ingi við þessi lörid.
-APH
Vesturlandsumdæmi:
Stefan
Skjaldarson
ráðinn
skattstjóri
Fjármálaráðherra hefur skipað Stef-
án Skjaldarsson lögfræðing til að vera
skattstjóri Vesturlandsumdæmis frá
og með 1. júlí næstkomandi.
Ráðuneytinu bárust þrjár umsóknir
um stöðuna. Umsækjendur auk Stef-
áns vom Kjartan Jónsson lögfræðing-
ur og einn sem óskaði nafnleyndar.
-KB
Eurovision:
14 þusund
á mínútuna
„Okkur reiknast til að við fáum
400 mínútur af innlendu sjónvarps-
efhi fyrir þessar 6,5 milljónir sem
settar hafa verið í keppnina,“ sagði
Bjöm Bjömsson hjá Hugmynd sem
annast framkvæmd söngvakeppni
evrópskra sjónvarpsstöðva hér á
landi. „Það gerir 14 þúsund á mínút-
una. Eða með öðrum orðum; við
erum 10 sinnum ódýrari en þeir sem
em að gera íslenskar kvikmyndir.“
Að sögn Hrafns Gunnlaugssonar,
deildaretjóra innlendrar dagskrár-
gerðar hjá sjónvarpinu, hafa
Hugmyndarmenn ekki farið fram úr
fjárhagsáætlun og ekkert bendir til
að svo verði: „Ég hef óskað eflir því
að verða látinn vita strax og fjár-
hagsáætlunin fer úr böndum og það
hefur ekki gerst enn,“ sagði Hrafn.
-EHt
Samæfíng björgunarsveita í Borgarfírði:
Hundrað „slasaðir“ við Varmaland
Frá Siguijóni Gunnarssyni, frétta-
ritara DV í Borgarnesi:
Um 200 félagar úr björgunarsveit-
um á svæðinu frá Akureyri til
Suðurlands komu saman til æfingar
í Borgarfirði um helgina. Höfuð-
stöðvar björgunarmanna á þessari
æfingu vom í Þinghamri í Stafholts-
tungum.
Æfingin var af þeirri gerð sem
kölluð er póstæfing. Þá em sveitim-
ar kallaðar út án þess að vitað sé
fyrir fram hvaða verkefni bíða
þeirra. Er þá farið yfir skipulag fjar-
skipta, auk þess sem hæfni í að
bregðast við óvæntum verkefnum er
æfð.
{ gærmorgun vom sveitimar kall-
aðar út vegna ímyndaðs slyss sem
átti að hafa geret við Varmaland þá
um morguninn. Um 100 félagar í
björgunarsveitum skáta í Borgamesi
og Reykjavík léku þar fólk í ýmsu
ásigkomulagi eftir alvarlegt slys.
Vom þar sumir með beinbrot og
aðrir með alvarlegri áverka. Hinir
slösuðu vom fluttir í Þinghamar til
forathugunar og þaðan áfram á
sjúkrahús, allt eftir því hvereu alvar-
leg meiðslin vom.
Æfingin tókst í alla staði vel og
komu ekki í ljós neinar alvarlegar
veilur í skipulagi björgunaretarfsins.
Að vísu var horfið frá því að flytja
þá sem fara áttu á sjúkrahús alla
þá leið til að spara bensín en að
Hlúð að einum „slösuðum“ á björgunaræfingunni í Borgarfirði.
öðm leyti var reynt að hafa alla Upphaflega stóð til að leika slysið
þætti æfingarinnar sem raunhæ- í Borgamesi en vegna þess að tveir
fasta. drengir drukknuðu þar á laugardeg-
inum var horfið frá því og æfingin
flutt að Varmalandi. Björgunarveit-
armenn tóku þátt í leitinni að
DV-mynd Siguijón Gunnarsson.
drengjunum og lögðu til báta og fjar-
skiptatæki auk mannskaps til að
auðvelda leitina.