Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1986, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1986, Síða 4
4 DV. MÁNUDAGUR 14. APRÍL 1986. Fréttir Fréttir Fréttir Söfnun Krabbameinsfélags íslands: „Björtustu vonirem 20 milljón krónur“ - góða veðrið setti strik í reikninginn „Þetta hefur gengið ljómandi vel. Hins vegar hefur góða veðrið verið okkar höfuðverkur. Margir hafa notað það til útivistar og okkur reiknast til að helmingur þeirra, sem leitað var til á laugardaginn, hafi verið að heiman. í dag erum við að reyna að ná sambandi við þetta fólk,“ sagði Árni Gunnarsson, ffam- kvæmdastjóri söfnunarinnar sem Krabbameinsfélag íslands stóð fyrir nú um helgina, í viðtali við DV í gær. Hann sagði að enn ættu eftir að berast gíróseðlar og framlög frá fyr- irtækjum. Einnig yrði haldið áfram að taka á móti framlögum þessa viku. „Okkar björtustu vonir ganga út á að það takist að safha 20 milljónum króna. Við vitum þegar með nokk- urri vissu að komnar eru inn 14 til 15 milljónir króna,“ sagði Ámi. Söfhunarstarf Krabbameinsfélagsins í fullum gangi, tekið við framlögum og allt skráð. Forseti Islands, Vigdís Finn- bogadóttir, verndari söfnunarstarfsins, tók þátt i því sem sjálfboðaliði á laugardaginn. Um 1700 sjálfboðaliðar tóku þátt í söfhuninni. Ámi sagði að gefendur væru allir af vilja gerðir. Algengast væri að gefhar væru um 50 til 100 krónur en samt allt upp í 10 þúsund krónur. Greinilegt væri þó að nokk- uð erfitt væri hjá mörgum vegna peningaleysis. íbúar í Mjóafirði gáfu mest að meðaltali. Þeir gáfu samtals 15 þúsund krónur. Meðalframlag íbúanna, sem eru 30, hefur því verið 500 krónur. Söfnunarféð verður notað til að efla hópskoðanir, einnig til að auka rannsóknir og fræðslu- og upplýs- ingastarfsemi. -APH Vigdfs Finnbogadóttir, forseti Islands, nælir barmmerki í einn þátttakanda söfnunarinnar. DV-myndir KAE Lögreglan -áAkureyri afram kven- mannslaus Akureyringar fá ekki að sjá stúlkur klæddar lögreglubúningi á ferð um götur bæjarins í sumar. Fimm stúlkur sóttu um sumaraf- leysingastörf hjá lögreglunni á Akureyri en fengu ekki inni. „Ég er ekki á móti kvenfólkinu, en tel að kvenfólk geti ekki geng- ið í öll störf lögreglumanna. Eg vildi ekki hafa kvenmann við hlið mér ef til átaka kæmi. Það yrði slæmt að horfa upp á eða vita til þess að kvenfólk væri slegið í and- litið,“ sagði Erlingur Pálmason, yfirlögregluþjónn á Akureyri. Það starfa nú 30 lögregluþjónar við löggæslu á Akureyri og Dal- vík. Sjö þeirra hafa sagt upp störfum. „Við emm með mikið af nýliðum. Ég tel það best að nýlið- amir séu af sama kyni. Eins og staðan er í dag höfum við ekki störf fyrir konur. Þeirra tími á eflaust eftir að koma,“ sagði Er- lingur. -SOS Stórþing í Digranesi - aðalíþróttahús Kopavogs einnig raðstefnuholl Lionshreyfingin hér á landi heldur mndæmisþing sitt á þessu ári í íjjróttahúsinu Digranesi í Kópavogi. Þingið verður í vor og þar munu nokkur hundmð manns koma saman til þinghalds. Kiwan- ishreyfingin hefur nú sótt um afnot af húsinu til sams konar þinghalds á næsta ári. Þeir vilja fá Digranesskólann með. Digranas er eitt af stærstu íþróttahúsum á landinu og byggt með það fyrir augum að þjóna fjöl- þættri starfsemi, sem er raunar ekki öll hafin. Rétt áður en það var fullgert var haldinn í húsinu Norrænn byggingardagur, sem var meiriháttar viðburður. Þá hafa verið haldnar stórar innan- bæjarsamkomur í íþróttahúsinu. HERB í dag mælir Dagfari_______I dag mælir Dagfari I dag mælir Dagfari Hver er maðurinn? Kaffibaunirnar ætla að verða þeim dýrkeyptar, forstjómm Sambands- ins. Nú er búið að þingfesta ákæmna á hendur helstu forstjómm SÍS og máttu þeir bíða eins og hveijir aðrir sakborningar í biðsal dómsms, eftir að vera kallaðir inn á færibandi til að hlusta á sakargiftfrnar. Erlendur Einarsson Iét taka af sér mynd við þetta sögulega tækifæri. Það var vel við hæfi. Maðurinn er vanur því að stilla sér upp fyrir ljós- myndara á tyllidögum Sambandsins og þá í forstjórastellingum að hætti konungborinna. Eins og alþjóð veit er Erlendur Einarsson kominn af konungakyni á báða leggi og hefur gefið út ættartré sitt af því tilefni. Hvað forfeðumir segja þegar þeir sjá afkomandann dreginn fyrir rétt eins og hvem annan ótíndan glæpamann og svara til saka fyrir fjársvik, skjalafals og gjaldeyrisbrot er annað mál. Ríkharður þriðji mun þó ekki kippa sér upp við það. Þegar stór mál og alvarleg em sótt og varin í útlöndum, þar sem sak- borningar em af misjöfnu sauða- húsi, mafiuforingjar, höfuðpaurar í bófaflokkum ellegar byssubráðir of- stopamenn, em þeir jafnan leiddir inn í réttarsalinn með hauspoka. Kemur það í veg fyrir að ljósmyndar- ar geti myndað þá eða almenningur borið kennsl á þá og gert þeim miska. Kaffibaunamálið er að sigla inn í sama farveg. Auðvitað er það fjarri lagi að for- stjórar Sambandsins séu bendlaðir við refsiverð athæfi í líkingu við mafluna eða gangsterana i villta vestrinu. Meint brot þeirra fyrr- nefndu em sárasaklaus í saman- burði við AlCapone, Baby Face eða aðra fræga afbrotamenn. Samt þótti Erlendi nauðsynlegt að fara að hætti erlendra bófaforingja og skýla sér með plastmöppu þegar ljósmyndara bar að við þingfestinguna. Ekki er leiðum að likjast. Ekki er því að neita að gaman hefði verið að sjá Erlend með hauspoka að hætti útlendra, en svona hafa tækniframfarirnar farið með okkur, að nú em hauspokarnir ekki lengur í tísku og frambærilegustu menn verða að notast við plastmöppur. Sambandsforstjóramir halda fram sakleysi sínu i þessu kaffibaunamáli. Þeir segja að þessar tvö hundmð milljónir, eða hvað það nú var, sem fer á milli mála, hafi nánast verið millifærsluatriði frá einu Sambands- fyrirtæki til annars. Þeir skilja ekki hvers vegna ákæmvaldið og fjöl- miðlamir em að skipta sér af máli sem ekki kemur neinum við nema þeim sjálfum. Þeir segja að þetta séu algildir viðskiptahættir - að milli- færa tvö hundmð milljónir með þeim hætti sem þeir gerðu og telja þetta ofsóknir á hendur sér. Ekki skulu þessar fullyrðingar rengdar, enda er Dagfari lítill bis- nessmaður og hefur ekki vit á upphæðum sem þessum. En ef þetta er rétt með sakleysið og millifærsl- urnar em góðar og gildar í viðskipt- um Sambandsins þá er það sennilega skýringin á því hvers vegna Erlendur lætur mynda sig með með plast- möppu fyrir andlitinu. Hann kann ekki við að auglýsa sakleysi sitt. Erlendur fer bráðum að hætta hjá Sambandinu og nýr maður að taka við. Gamli forstjórinn vill ekki vera í sviðsljósinu og stela glæpnum frá nýja forstjóranum. Þeir eru ekki vanir því hjá Sambandinu að stela glæpunum hver frá öðrum. Hins vegar er þessi hæverska hjá Erlendi óþörf. Erlendur þekkir alla og allir þekkja Erlend og þar að auki fer hann bráðum að hætta hjá SÍS og þarf ekkert að fara huldu höfði úr þessu. Það hefur áreiðanlega eng- inn áhuga á að ná sér niðri á Erlendi Einarssyni, enda þótt nokkrar kaffi- baunir hafi verið millifærðar hjá Sambandinu. Nema að þetta hafi verið myndataka fyrir ættartréð! Maður veit aldrei upp á hverju þetta kóngafólk tekur. Á íslandi hafa verið gefnar út bæk- ur sem heita: Hver er maðurinn? Myndin af Erlendi Einarssyni með plastmöppuna fyrir andlitinu er upp- lögð i þá bók. Það verður dýrkeypt mynd, alveg eins og réttarhöldin munu reynast dýrkeypt. Já, það má með sanni segja, þetta verða dýr- keyptar kaffibaunir. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.