Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1986, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1986, Blaðsíða 6
6 DV. MÁNUDAGUR 14. APRÍL 1986. Peningamarkaðurinn Innlán með sérkjörum Alþýðubankinn: Stjörnureikningar eru fyrir 15 ára og yngri og 65 ára og eldri. Inn- stæður þeirra yngri eru bundnar þar til þeir verða fullra 16 ára. 65-69 ára geta losað inn- stæður sínar með 9 mánaða fyrirvara, 70-74 ára með 6 mánaða fyrirvara og 75 ára og eldri með 3ja mánaða fyrirvara. Reikningarnir eru verðtryggðir og með 8% vöxtum. Þriggja stjörnu reikningar eru með hvert innlegg bundið í tvö ár, verðtryggt og með 9% nafnvöxtum. Lífeyrisbók er fyrir þá sem fá lífeyri frá lífeyrissjóðum eða almannatryggingum. Inn- stæður eru óbundnar og óverðtryggðar. Nafnvextir eru 15% og ársávöxtun 15%. Sérbók. Við fyrsta innlegg eru nafnvextir 10% en 2% bætast við eftir hverja þrjá mán- uði án úttektar upp í 16%. Ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu er 13,64% á fyrsta ári. Búnaðarbankinn: Sparibók með sér- vöxtum, Gullbókin, er óbundin með 13% nafnvöxtum og 13,4% ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu eða ávöxtun 3ja mánaða verð- tryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast 0,75% í svonefnda vaxtaleið- réttingu. 18 mánaða reikningur er með innstæðu bundna í 18 mánuöi á 14,5% nafnvöxtum og 15% ársávöxtun,*eða ávöxtun 6 mánaða verð- tryggðs reiknings reynist hún betri. Iðnaðarbankinn: Bónusreikningar eru annaðhvort með 10,5% nafnvöxtum og 10,8% ársávöxtun eða verðtryggðir og með 3% vöxt- um. Hærri ávöxtunin gildir hvern mánuð. Á hreyfðum innstæðum gildir verðtrygging auk 1% vaxta í úttektarmánuðinum. Taka má út tvisvar á hverju 6 mánaða tímabili án þess að vaxtakjör skerðist. Vextir eru færðir 30.06. og 31.12. Landsbankinn: Kjörbók er óbundin með 13% nafnvöxtum og 13,4% ársávöxtun eða ávöxtun 6 mánaða verðtryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast 0,7% í svonefnda vaxtaleiðréttingu. 100 ára afmælisreikningur er verðtryggð- ur og bundinn til 15 mánaða. Vextir eru 7,25% og breytast ekki á meðan reikningurinn verð- ur í gildi. Samvinnubankinn: Hávaxtareikningur hefur stighækkandi vexti á hvert innlegg, fyrst 8%, eftir 2 mánuði 8,25%, 3 mánuði 8, 50%, 4 mánuði 9%, 5 mánuði 9,5% og eftir 6 mánuði 12%, eftir 12 mánuði 12,5% og eftir 18 mánuði 13%. Sé ávöxtun betri á 3ja eða 6 mánaða verðtryggðum reikningum gildir hún um hávaxtareikninginn. 18 og 24 mánaða reikningar eru bundnir og verðtryggðir og gefa 7,5 og 8% vexti. Utvegsbankinn: Ábót ber annaðhvort hæstu ávöxtun óverðtryggðra reikninga í bankanum, nú 13%, eða ávöxtun 3ja mánaða verðtryggðs reiknings með 1% nafnvöxtum sé hún betri. Samanburður er gerður mánað- arlega en vextir færðir í árslok. Sé tekið út af reikningnum gilda almennir sparisjóðs- vextir, 8%, þann mánuð. Verslunarbankinn: Kaskóreikningur er óbundinn. Þá ársfjórðunga, sem innstæða er óhreyfð eða aðeins hefur verið tekið út einu sinni, eru reiknaðir hæstu vextir sparifjár- reikninga í bankanum. Nú er ársávöxtun annaðhvort 12,9% eða eins og á verðtryggðum 6 mánaða reikningum með 3% nafnvöxtum. Af úttekinni upphæð reiknast almennir spari- sjóðsvextir, 8,5%, og eins á alla innstæðuna innan þess ársfjórðungs þegar tekið hefur verið út oftar en einu sinni. Innlegg fær strax hæstu ávöxtun sé það óhreyft næsta heila ársfjórðung. Vextir færast fjórum sinnum á ári og leggjast við höfuðstól. Þeir eru alltaf lausir til útborgunar. SparisjóÖir: Trompreikningur er verð- tryggður og með ávöxtun 6 mánaða reikninga með 3% nafnvöxtum. Sé reikningur orðinn 3ja mánaða er gerður samanburður á ávöxtun með svokölluðum trompvöxtum, 12,5%,-með 13% ársávöxtun. Miðað er við lægstu inn- stæðu í hverjum ársfjórðungi. Reynist trompvextir gefa betri ávöxtun er þeim mun bætt á vaxtareikninginn. Hreyfðar innstæður innan mánaðar bera trompvexti sé innstæðan eldri en 3ja mánaða, annars almepna spari- sjóðsvexti, 8%. Vextir færast misserislega. 12 mánaða reikningur hjá Sparisjóði vél- stjóra er með innstæðu bundna í 12 mánuði, óverðtryggða en á 15,5% nafnvöxtum. Þeir eru færðir einu sinni á ári og ársávöxtun er því einnig 15,5%. 18 mánaða reikningar 5 sparisjóða eru með innstæðu bundna óverðtryggða í 18 mán- uði en á 14,5% nafnvöxtum og 15,2% árs- ávöxtun. Sparisjóðirnir í Keflavík, Hafnai\ firði, Kópavogi, Borgamesi og Sparisjóður Reykjavíkur bjóða þessa reikninga. Spariskírteini Spariskírteini Ríkissjóðs íslands eru seld í Seðlabankanum, viðskiptabönkum, sparisjóð- um, hjá verðbréfasölum og í pósthúsum. Nýjustu skírteinin eru að nafnverði 5, 10 og 100 þúsund krónur, nema vaxtamiðabréf sem em 50 þúsund að nafnverði. Þau eru: Hefðbundin, til mest 14 ára. Með þriggja ára binditíma eru ársvextir 7%, Qög- urra ára 8,5% og sex ára 9%. Verðbætur, vextir og vaxtavextir greiðast með höfuðstól við innlausn. Með vaxtamiðum, til mest 14 ára, innleysanleg eftir fjögur ár. Ársávöxtun er 8,16% á verðbættan höfuðstól hverju sinni og vextir greiðast út 10.01. og 10.07. ár hvert: Við innlausn greiðast verðbætur með höfuð- stól. Gengistryggð skírteini eru til fimm ára. Þau eru bundin safngjaldeyrinum SDR (til- tekin samsetning af dollar, pundi, yeni, þýsku marki og frönskum franka). Vextir eru 8,5%. Höfuðstóll, vextir og vaxtavextir greiðast í einu lagi við innlausn. Almenn verðbréf Fasteignatryggð verðbréf eru til sölu hjá verðbréfasölum. Þau eru almennt tryggð með veði undir 60% af brunabótamati fasteign- anna. Bréfm eru ýmist verðtryggð eða óverðtryggð og með mismunandi nafnvöxtum. Þau eru seld með afföllum og ársávöxtun er almennt 12 16% umfram verðtryggingu. Húsnæðislán Nýbyggingarlán frá Byggingarsjóði ríkis- ins, F-lán, nema á 1. ársfjórðungi 1986: Til einstaklinga 782 þúsundum króna, 2-4 manna fjölskyldna 994 þúsundum, 5 manna og fleiri 1.161 þúsundum, 7 manna og fleiri (í sértilvik- um) 1.341 þúsundum. Lánin eru til 31 árs. Lán til kaupa á eldri íbúðum, G-lán, nema á 1. ársfjórðungi 1986: Til kaupa í fyrsta sinn er hámark 391 þúsund krónur til einstakl- ings, annars mest 195 þúsund. 2 4 manna fjölskylda fær mest 497 þúsund til fyrstu kaupa, annars mest 248 þúsund. 5 manna fjöl- skylda eða stærri fær mest 580 þúsundir til fyrstu kaupa, annars mest 290 þúsund. Láns- tími er 21 ár. Húsnæðislánin eru „yerðtryggð með láns- kjaravísitölu og með 3,5% nafnvöxtum. Fyrstu tvö árin er ekki greitt af höfuðstól, aðeins vextir og verðbætur. Útlán lifeyrissjóða Um 90 lífeyrissjóðir eru í landinu. Hver sjóður ákveður sjóðfélögum lánsrétt, lánsupp- hæðir, vexti og lánstíma. Stysti tími að lánsrétti er 30 60 mánuðir. Sumir sjóðir bjóða aukinn lánsrétt eftir lengra starf og áunnin stig. Lán eru á bilinu 150-1000 þúsund eftir sjóðum, starfstíma og stigum. Lánin eru verð- tryggð og með 5% vöxtum. Lánstími er 15^2 ár. Biðtími eftir lánum er mjög breytilegur. Hægt er að færa Iánsrétt við flutning milli sjóða eða safna lánsrétti frá fyrri sjóðum. Nafnvextir, ársávöxtun Nafnvextir eru vextir í heilt ár og reiknað- ir í einu lagi yfír þann tíma. Séu vextir reiknaðir og lagðir við höfuðstól oftar á ári verða til vaxtavextir og ársávöxtunin verður þá hærri en nafnvextimir. Ef 1000 krónur liggja inni í 12 mánuði á 10% nafnvöxtum verður innstæðan í lok tíma- bilsins 1100 krónur. Ársávöxtunin verður því 10%. Sé innstæðan óverðtryggð í verðbólgu dregur úr raunávöxtun sem því nemur og hún getur jafnvel orðið neikvæð. Liggi 1000 krónurnar inni í 6 + 6 mánuði á 10% nafnvöxtum reiknast fyrst 5% vextir eft- ir 6 mánuði. Þá verður upphæðin 1050 krónur og ofan á þá upphæð leggjast 5% vextir seinni 6 mánuðina. Á endanum verður innstæðan því 1.102,50 og ársávöxtunin 10,25%. Dráttarvextir Dráttarvextir eru frá 01.04.1986 2,25% á mánuði eða 27% á ári. Vísitölur Lánskjaravísitala í apríl 1986 er 1425 stig en var í mars 1428 stig og í febrúar 1396 og janúar 1364 stig. Miðað er við grunninn 100 í júní 1979. Byggingarvísitala á 2. ársfjórðungi 1986 er 265 stig á grunninum 100 frá 1983 en 3924 stig á grunni 100 frá 1975. Húsaleiguvísitala hækkaði um 5% 01.04. en um 10% næst þar áður, frá 01.01. Þessi vísitala mælir aðeins hækkun húsaleigu þar sem við hana er miðað sérstaklega í samning- um leigusala og leigjenda. VEXTIR BANKA 0G SPARISJÓÐA (%) ___________11.-20.04. 1986 INNLÁN MEÐ SÉRKJÖRUM ! | SJA SÉRLISTA ' ! 1 1 iiiiílil INNLÁN överotryggð SPARISJÓDSBÆKUR Úbundin innstæða 9.0 9.0 8.0 8.5 8.0 9.0 8.5 8.5 8.5 8.0 SPARIREIKNINGAR 3ja mán.uppsögn 10.0 10,25 10.0 9.0 8.5 10.0 8.5 9.0 10.0 9.0 6 mán. uppsögn 12.5 12,9 12.5 9.5 10.5 10.0 10.0 12.0 10.0 12mán. uppsogn 14.0 14.9 14.0 11.0 12.6 12.0 SPARNAÐUR - LANSRÉTTUR Sparað J-5mán. 13.0 13.0 8.5 10.0 8.0 9.0 10.0 9.0 Sp.6mánogm. 13.0 13.0 9.0 11.0 10.0 10.0 tEkkareikningar Avisanareikningar 6.0 6.0 2.5 3.0 4.0 4.0 3.0 3.0 3.0 Hlaupareikningar 4.0 3.0 2.5 3.0 4.0 4.0 3.0 3.0 3.0 innlán verdtryggð SPARIREIKNINGAR 3ja mán. uppsögn 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 6 mán.uppsögn 3.5 3.0 2.5 3.0 3.5 2.5 3.0 3.0 3.0 INNLÁN gengistryggð GJALDEYRISREIKNINGAR Bandarikjadollarar 8.0 7.5 6.5 7.0 6.5 7.5 7.0 7.0 6.5 Sterlingspund 11.5 11.5 10.5 11,0 11,5 11.5 11.5 11.5 10.5 Vestur-þýsk mörk 4.5 4.0 3.5 4.0 3.5 4.0 3.5 3.5 3.5 Danskar krónur 8.0 9.5 7.0 8.0 7.0 7.5 7.0 7.0 7.0 ÚTLÁN úverðtryggð ALMENNIR VlXLAR (forvextir) 15,25 15.25 15.25 15.25 15.25 15,25 15.25 15.25 15.25 VIÐSKIPTAVÍXLAR 3) (forvextir) kge 19.5 kge 19.5 kge kge kge kge ALMENN SKULDABRtF 2) 15.5 15.5 15,5 15,5 15,5 15.5 15.5 15.5 15.5 VIÐSKIPTASKULDABRÉF 3) kge 20,0 kge 20,0 kge kge kge kge HLAUPAREIKNINGAR yfirdrAttur 9.0 9.0 9.0 9.0 7.0 9.0 9.0 9.0 9.0 útlAn verðtryggð skuldabrEf Að 21/2 éri 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 Lengri en 21/2 ár 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 útlAn til framleiðsuj sjAneðanmAlsi) 1) Lán til framleiðslu á innanlandsmarkað eru á 15,0% vöxtum. Vegna útflutn- ings, í SDR 9,25%, í Bandaríkjadollurum 9, 0%, í sterlingspundum 13,25%, í vestur-þýskum mörkum 5,75%. 2) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskilal- ána er 2%, bæði á verðtryggð og óverðtryggð lán. 3) Við kaup á viðskiptavíxlum og viðskiptaskuldabréfum, á þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge, hjá þeim bönkum sem þannig er merkt við, einnig hjá flestum stærstu sparisjóð- unum. Vióskipti Viðskipti Viðskipti Kæran vegna bílaviðskiptanna: Spurning hvort þetta sé ekki brot á okurlögum - segir forstöðumaður bankaeftirlrtsins „Þegar kaupandinn tekur á sig verulega hærri kostnað í lánsvið- skiptum en hæstu leyfilega vexti, eins og í þessum bílaviðskiptum, þá hljóta menn að spyrja sig hvort þetta sé ekki brot á okurlögunum,“sagði Þórður Ólafsson forstöðumaður bankaeftirlitsins í samtali við DV. í DV á föstudag var sagt frá kæru eins aðila á hendur bílaumboðinu Sveini Egilssyni hf. en þar er hægt að fá keypta bíla með afborgunarskilmál- um upp í allt að tvö ár. Ofaná venjulega vexti er bætt svo svokall- aðri kostnaðar og ábyrgðaþóknun sem er 12,5% af eftirstöðvunum. Kaupandinn greiðir því alls 27,5% í vexti og kostnað af skuldabréfunum hjá umboðinu á meðan hæstu lö- gleyfðu vextir eru 15,5%. Sami háttur er hafður á hjá fleiri bílaumboðum og raunar hjá fleiri fyrirtækjum. „Að svo miklu leyti sem ég hef haft aðstöðu til að kynna mér framkomnar upplýsingar í þessu máli þá tel ég að sú aðferð að velta fjármagnskostnaði seljanda vegna kaupanna yfir á kaup- andann í formi „kostnaðar og ábyrgð- arþóknunar" sé óheimil enda sé þóknunin og áskildir vextir í slíkum samningi hærri samanlagt en hæstu leyfilegir vextir og þóknun í lánsvið- skiptum í því formi sem lánið er veitt. I þessu tilliti beri því að skoða ákvæði 4. og 1. málsgreinar 7 greinar laga nr. 58 frá 1960 um bann við okri, drátt- arvexti og fleira. Ef verðlagning hlutarins er frjáls eða hækkað verð rúmast innan heimilda verðlagsyrfir- valda væri eðlilegra að hækka verð hlutarins sem svarar til fjármagns- kostnaðarins og kalla hlutina réttum nöfnum. Hvort slík heimil er til stað- ar i umræddu tilviki þori ég ekki að tjá mig um. Annars heyrir þetta mál frekar undir Verðlagsstofnun," sagði Þórður Ólafsson forstöðumaður bankaeftirlitsins. DV hafði samband við Gísla ísleifs- son lögfræðing hjá Verðlagsstofnun- ar og sagði hann að beðið væri eftir skriflegri kæru vegna þessa máls. Gísli vildi ekki leggja neinn dóm á hvort umrædd kostnaðar og ábyrgð- arþóknun væri lögmæt. „Það er búið að rugla svo mikið með þessa vexti að það veit enginn hvað er rétt í þess- um málum, ekki einu sinni Seðla- bankinn,“sagði Gísli. -EH litil verðbólga Vísitala framfærslukostnaðar mið- að við verðlag í aprílbyrjun reyndist vera 166,2 stig (febrúar 1984 = 100) eða 0,61% hærri en í marsbyrjun 1986, samkvæmt tölum frá Hagstofu Is- lands. Af þessari hækkun stafa 0,3% af hækkun húsnæðisliðs vísitölunar, 0, 1% stafa af hækkun á verði fatnaðar- vöru, 0,1% af hækkun á verði land- búnaðarafurða og 0,4% af hækkun á verði ýmissa vöru- og þjónustuliða. Á móti þessari hækkun kom 6,3% lækk- un á verði bensínlítra sem olli 0,3% lækkun vísitölunnar. Þá má geta þess að lækkun á verði eggja olli rúmlega 0,2% lækkun vísitölunnar og vó upp örlitlar verðhækkanir á matvörum, öðrum en landbúnaðarvörum. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísi- tala framfærslukostnaðar hækkað um 25,8%. Hækkun vísitölunnar um 0,61% á einum mánuði frá mars til apríl svarar til 7,6% árshækkunar. Undanfama þrjá mánuði hefur vísi- talan hækkað um 1,33% og jafngildir sú hækkun 5,4% verðbólgu á heilu ári. -EH Bolli Héðinsson. Bolli Héðins- son fram- kvæmda- stjóri hjá Lrf-Verði Bolli Héðinsson hagfræðingur hefur verið ráðinn framkvæmda- stjóri Líftryggingafélagsins Varðar hf. Bolli var áður hagfræðingur Farmanna- og fiskimannasam- bandsins. Bolli er viðskiptafræðingur frá Háskóla íslands og var fréttamaður hjá sjónvarpinu að námi loknu en réðst síðan til Farmanna- og fiski- mannasambandsins. Bolli er fæddur 5. febrúar 1954. Hann er kvæntur Ástu Thoroddsen og eiga þau þrjú böm. -EH Flugleiðir í Þýskalandi: LandkynningarskrHstofan flytur Skrifstofa Flugleiða í Hamborg hef- ur verið flutt yfir til Frankfurt am Main. Heimilisfang skrifstofunnar er: Islándisches Fremdenverkehrsamt Brönnerstrasse 11, 2. stock 6000 Framkfurt/M. 1, Sími 069-285583 og telex 411 857 Þann 1. apríl sl. tók Dieter Wendl- er-Jóhannsson við starfi Ómars Benediktssonar sem var forstöðu- maður landkynningarskrifstofunnar í Hamborg. Dieter hefur starfað hjá Flugfélagi íslands og Flugleiðum hf. í Frankfurt sl. 22 ár. -EH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.