Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1986, Síða 7
DV. MÁNUDAGUR 14. APRÍL 1986.
7
Atvinnumál Atvinnumál Atvinnumál Atvinnumál
Barátta gegn „eigin reglum“ tvyggingafélaga:
- að ræða við tvyggingafélög eftir umferðaréhöpp, segir
Guðbjöm Jónsson sem segir að það sé orðið tímabært að
fólk standi saman í baráttunni gegn óréttlæti félaganna
„Það eru margir orðnir þreyttir á
vinnubrögðum hinna ýmsu trygg-
ingafélaga sem vinna eftir eigin
lögum sem þau dæma eftir. Fólk hefur
hvað eftir annað orðið fyrir barðinu
á tryggingafélögum sem eru iðin við
að draga fram „smáa letrið" þegar
fólk leitar til þeirra eftir tjón af ýmsu
tagi sem það hefur orðið fyrir, tjón
sem fólkið telur sig tryggt fyrir og
eiga að fá bætt,“ sagði Guðbjöm
Jónsson sem hefur átt í stríði við
tryggingafélög vegna umferðaró-
happs þar sem hann var í fullum
rétti. Hann var dæmdur í órétti og
einnig bílstjórinn sem olli árekstrin-
„Tryggingafélögin em samtrygg-
ingarfélög sem neita að gefa skýring-
ar á eftir hvaða lögum þau dæma og
vinna eftir,“ sagði Guðbjöm.
„Það er oft eins og að ganga á stein-
vegg að ræða við tryggingafélögin.
Það em mörg dæmi þess að fólk
stendur dolfallið og ráðþrota eftir að
hafa átt samskipti við tryggingafélög-
in. Fólk er orðið hrætt við að opna
sig, enda óttast það að komast í erfiða
aðstöðu hjá félögunum. Það er hreint
ævintýri út af fyrir sig hvernig félög-
in hafa getað „keyrt ofan á fólk“ og
dæmin hafa komið fram i hinum ótrú-
legustu myndum sem erfitt hefur
verið að kyngja,“ sagði Guðbjörn.
Guðbjöm sagði að margt fólk hefði
haft samband við sig að undanfömu
og sagt frá erfiðleikum sínum í sam-
bandi við viðskipti við tryggingafé-
lög. „Ég hef tekið þá ákvörðun að
byggja upp skrá yfir þá aðila í landinu
sem telja sig hafa verið beitta rang-
indum af lögregluþjónum, sem hafa
tekið skýrslur í sambandi við um-
ferðaróhöpp, og tryggingafélögum
sem fólk hefur tryggt bifreiðar sínar
hjá. Það er kominn tími til að bif-
reiðaeigendur standi saman. Það
hefur sýnt sig að það er ekki unnið
eftir neinum föstum starfsreglum þeg-
ar umferðaróhöpp eru metin. Bif-
reiðaeigendur eiga ekki fulltrúa í
Bifreiðatryggingaeftirlitinu sem er
mjög bagalegt. Við verðum að standa
saman og berjast gegn þeim van-
köntum sem eru í kerfinu. Það eru
stór göt í kerfinu sem þarf að fylla
upp í.
Þegar skýrslur eru teknar á slysstað
eru viðhöfð ýmis vinnubrögð sem er-
fitt er að sætta sig við. Tryggingafélög
taka yfirleitt meira mark á endursögn
þriðja aðilans, sem eru lögreglumenn-
imir, heldur en þeim sem lent hafa í
óhöppunum. Ég varð fyrir því að lög-
reglumaður sagði ekki rétt frá
atburðarás. Þrátt fyrir að ég ræddi
við lögreglumanninn og bæði hann
um leiðréttingu á skýrslu sinni stóð
hann fast við sína frásögn," sagði
Guðbjöm Jónsson.
„Ég vil nú gefa fólki tækifæri til
að sameinast í hóp. Ef fólk telur sig
hafa verið beitt rangindum undan-
farin ár getur það haft samband við
mig. Ég hef hugsað mér að vinna úr
þeim gögnum og upplýsingum sem ég
fæ til að nota í væntanlegri baráttu
fyrir réttri meðferð umferðaróhappa,"
sagði Guðbjöm.
Þeir sem vilja hafa samband við
Guðbjörn geta hringt í síma 91—43426
eftir kl. 19 eða um helgar.
-sos
m I
Tslr w •
Guðbjöm Jónsson er forsvarsmaður hóps manna sem em ekki ánægðir með
mál bifreiðaeigenda í samskiptum við tryggingafélög. DV-mynd KAE
4/5 1/5
smjör sojaolía
„Þessi afurð sameinar
btacjðgæöi og
bætiefnainnihald smjörs
og mýkt olíunnar
* Dr. Jón Óttar Ragnarsson,
Fréttabréf um heilbrigðismál, júní 1981.
Smjörvi- sá eini símjúki
með smjörbragði.
„Það er oft eins
og ganga
á steinvegg“