Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1986, Qupperneq 10
10
DV. MÁNUDAGUR 14. APRÍL 1986.0
Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd
Nú virðist sem endar séu að ná saman i kjaradeilunum í Noregi en töluvert á annað hundrað þúsund manns hafa verið þar frá vinnu að undanfömu,
Óréttlæti?
Þessi hótel geta haldið áfram
starfrækslu sinni vegna starfsfólks
utan verkalýðsfélaganna og nú
þykir þeim sem eru í verkbanni
ekki réttlátt að þetta fólk, sem gref-
ur undan samstöðu verkalýðsfélag-
anna, og jafnvel græðir á þeim, skuli
seinna njóta góðs af þeim kauptöxt-
um er samið verður um án þess að
hafa lagt nokkuð af mörkum í stað-
inn.
En mestur er úlfaþyturinn meðal
atvinnurekenda.
Margir einstakir vinnuveitendur
eru mjög óánægðir með samtök sín
og þær aðgerðir er þau standa nú
fyrir. Þeir telja þær illa skipulagðar
og koma rangt niður á fólki. Sumir
hafa hótað að segja sig úr samtök-
um sínum og aðrir segjast munu
virða aðgerðir félaga sinna að vett-
ugi vegna þess að það sé spurning-
um lif eða dauða fyrir þeirra
fyrirtæki.
En þegar slíkar aðgerðir hafa einu
sinni hafist verður ekki aftur snúið
svo auðveldlega nema með sam-
þykki beggja deiluaðila.
Umsóknir um undanþágur
Nú streyma inn umsóknir um
undanþágur frá verkbanninu sem
bæði fulltrúar vinnuveitenda og
launþega þurfa að samþykkja til
þess að þær verði veittar.
Gott dæmi um þetta var þegar
útgáfa tveggja stærstu dagblaða
landsins stöðvaðist vegna þess að
vélvirkjar við prentsmiðjumar voru
útilokaðir frá vinnu sinni. Vinnu-
veitendasambandið veitti undan-
Norsku vinnudeiiurnar:
Lausn í sjónmáli
Björg Eva Erlendsdóttir, fréttaritari
DV í Osló:
Óvæntar breytingar urðu á gangi
mála í norsku vinnudeilunum um
dieigina.
í gærkvöld var tilkynnt að deilu-
aðilar hefðu sest að samningaborð-
inu á ný eftir viku verkbann sem
flestir höfðu búist við að yrði miklu
lengra.
Bjöm Haug ríkissáttasemjari
sagði í útvarpi í morgun að hann
myndi nú leggja fram drög að samn-
ingsuppkasti og að lausn deilunnar
væri nú í sjónmáli. Bjöm Haug taldi
jafnvel líkiegt að vinnustöðvuninni
yrði aflétt um hádegisbil í dag.
Það lítur út fyrir að launþegar fari
betur út úr þessum kjarascimningum
en þeir bjuggust við.
I viðtali í morgun sagði einn af
fulltrúum verkamannanna að laun-
þegar væru sigurvegarar í deilunni
og atvinnurekendur yrðu að sætta
sig við langtum hærri kröfúr því
baráttuaðferð þeirra hefði mistekist.
Fyrsta verkbannið í rúma
hálfa öld
Verkbannið kostar þjóðfélagið
ótrúlegar upphæðir og getur orðið
langvarandi.
Þetta er í fyrsta skipti síðan árið
1931 að samtök atvinnurekenda
hafa gripið til þessa ráðs. Þá mis-
tókust aðgerðimar svo hrapallega
að flestir héldu að baráttuaðferðin
heyrði sögunni til og yrði aldrei
notuð aftur.
Nú ætla atvinnurekendur aftur
að sýna mátt sinn og megin og
kenna launþegum hverjir það eru
sem ráða ferðinni í norsku atvinnu-
lífi.
Samningatilraunimar, sem eru
undanfari þessa máls, reyndust al-
gerlega árangurslausar. Ríkissátta-
semjarinn Bjöm Haug var
svartsýnn á samningana frá upp-
hafi. Svartsýni hans reyndist eiga
fullan rétt á sér því ekki tókst einu-
sinni að fá aðilana til að semja um
samningaaðferð hvað þá að nokkr-
ar kröfúr launþega yrðu ræddar.
í þessum samningum ætluðu
launþegar að leggja höfuðáherslu á
37 og hálfs tíma vinnuviku. Þetta
voru atvinnurekendur tilbúnir til
að ræða en með því skilyrði að lág-
launatrygging, er hefur tryggt að -
þeir lægst launuðu yrðu ekki út-
undan í neiiium samningum, yrði
felld niður. Þessi láglaunatrygging
felur í sér að engir verkamanna-
taxtar eru lægri en svo að þeir nemi
85 prósentum af meðallaunum iðn-
verkamanns.
Dæmigerð kvennastörf
Þetta hefur oft komið sér vel fyrir
fólk í þjónustustörfum og fleiri
störfum sem oft em dæmigerð
kvennastörf.
Fulltrúar launþega segja að þessi
trygging sé eitt af því mikilvægasta
sem áunnist hefúr í nokkrum kjara-
samningum og það komi því ekki
til greina að breyta henni eða fella
hana niður.
En þetta vom skilyrði atvinnu-
rekenda, þar við sat og engar
umræður gátu orðið um frekari
samningsatriði.
Mörgum þykir undarlegt að kjör
hinna lægst launuðu skyldu verða
aðalþrætueplið í velferðarþjóðfé-
laginu Noregi og að ráðist skuli
haifa verið á gömul réttindi þeirra
verst settu í stað þess að herða ólina
annars staðar.
Verkamannaflokkurinn kallar
þetta árás á velferðarþjóðfélagið og
varar ríkisstjómina við því að grípa
inn í deilurnar með því að setja lög
á deiluaðila.
Káre Willoch forsætisráðherra
segir að stjórnin hafi ekki hugann
við áform um að grípa inn í vinnu-
deilumar með lagasetningu að svo
stöddu. Það er augljóslega mikil
pólitík í málinu og telja menn að
stöðvun vinnudeilnanna gæti haft
í for með sér alvarlegar afleiðingar
fýrir ríkisstjómina á meðan stjóm-
arandstaðan er andsnúin slíku.
Ekki búist við aðgerðum rík-
isstjórnar
Þess vegna búast menn við að rík-
isstjómi grípi ekki til neinna
aðgerða fyrr en áhrifin af vinnu-
stöðvuninni séu orðin það alvarleg
fyrir þjóðfélagið að engum þyki ráð-
legt að bíða lengur og traustur
meirihluti til staðar á þinginu fyrir
slíkum aðgerðum.
Enginn vill spá neinu um hversu
lengi þetta ástand getur haldist.
Núna em hundrað og tvö þúsund
manns útilokuð frá vinnu sinni og
við það bætist að yfir tuttugu þús-
und manns bafa verið send heim
vegna þess að fyrirtæki stöðvast af
völdum verkfallsins. Búist er við að
fleiri bætist þar við á næstu dögum.
En samstaða atvinnurekenda er
ekki eins traust og margir vilja
halda.
Sumir atvinnurekendur hafa fram
að þessu einskis virt ákvörðun
vinnuveitendasambandsins og
halda áfram rekstri fyrirtækja
sinna, oft á vafasaman hátt með því
að láta starfsfólk utan verkalýðs-
félaganna vinna verk sitt.
Þetta ástand á þó fyrst og fremst
við um hótelrekstur. Mörg hótel er
samkvæmt aðgerðunum hefðu átt
að loka hafa ekki gert það. Hefúr
slíkt vakið mikla óánægju bæði
meðal atvinnurekenda svo og á
meðal þess starfsfólks þeirra hótela
er orðið hefur að loka vegna
ástandsins.
þágu sina en fulltrúar launþega
neituðu og geta því blöðin ekki
komið út.
Þetta finnst blaðaútgefendum lé-
leg skipulagning af hálfu vinnuveit-
enda og blöðin bera sig aumlega
vegna þess að í viku hverri tapa þau
milljónum og keppinautar þeirra á
hinum blöðunum auka upplag sitt
um allt að 40 prósent og kætast
mjög.
Eftir það sem á undan er gengið
er trúlegt að vinnuveitendasam-
bandið hugsi sig tvisvar um áður
en aftur verður farið út í svona
harðar aðgerðir.
'1
Norsku borpallarnir á olíusvæðunum standa nú nánast mannlausir og bíða
þess að lausn finnist í kjaradeilu verkalýðsfélaganna við vinnuveitendur.
Norskur olíuiðnaður tapar hundruðum milljóna króna á dag vegna verk-
fallsins.