Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1986, Síða 11
DV. MÁNUDAGUR 14/APRlL H'986.n .' " 110!
Viðtaliö Viðtalið Viðtalið Viðtalið
Bergsteinn Gizurarson brunamálasfljóri:
„Hef áður sest í stóla
fynverandi brunamálastjóra“
„Ég er af Árgilsstaðaætt, afi minn
og amma bjuggu á bænum Árgilsstöð-
um, sem er efsti bærinn í Hvolhreppi
og stendur á söguslóðum Njálu,“ sagði
Bergsteinn Gizurarson, sem tók við
embætti brunamálastjóra fyrir
skömmu af Þóri Hilmarssyni.
„Annars er ég alinn upp í vesturbæ
Reykjavíkur og gekk í Melaskóla og
síðan í Menntaskólann við Tjömina,"
sagði Bergsteinn sem á stóraímæli á
árinu. Hann verður fimmtugur.
Bergsteinn fór í Háskóla íslands árið
1956 og tók þar fyrri hluta byggingar-
verkfræði. Seinni hlutanum lauk hann
í Kaupmannahöfh, þar sem hann
dvaldist til ársins ’62.
Flaug til Kalifornínu með Ful-
brightstyrk í vasanum
Þá kom hann heim og fór að starfa
á verkfræðistofu vamarliðsins á
Keflavíkurflugvelli, var þar í u.þ.b. ár,
eða þar til hann flutti sig til Borgar-
verkfræðings. Þaðan flaug hann til
Kalifomíu, með Fulbrightstyrk í vas-
anmn, og var einn vetur við nám í
Burkleyháskóla. Það var á þeim tíma
þegar stúdentauppreisnir vom í al-
gleymingi. Bergsteinn sagðist ekki
hafa tekið þátt í þeim, hann var aðeins
áhorfandi að látunum.
Árið 1965 byijaði hann að nýju hjá
vamarliðinu. „Það var þar sem ég
kynntist bmnavömum. Hjá vamarlið-
inu er mjög strangt eftirlit á því sviði.“
Hjá vamarliðinu kynntist Berg-
steinn fyrrverandi brunamálastjóra.
„Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég
sest í gömlu stólana hans Þóris. Þann-
ig var að ég keypti húsgögnin hans
þegar við unnum saman hjá vamarlið-
inu og þau hafa reynst mér vel. Þau
standa ennþá í stofunni minni.“
Á ámnum 1970 -74 starfaði Berg-
steinn hjá Rafinangsveitum ríkisins.
„Síðan hef ég haft mikinn áhuga á
orkumálum og hef m.a. skrifað heilm-
ikið um stóriðju og orkumál á íslandi
í DV og annars staðar."
„Hjá Hafnarmálastofhun var ég sið-
an þar til ég tók við starfi bmnamála-
stjóra. Starfið hjá Hafnarmálastofnun
tengdist fyrst og fremst höfiium lands-
ins og vandamálum sem þurfti að leysa
í þeim efhum."
„Munaði minnstu að ég lenti í
sjálfu Heklugosinu"
Bergsteinn er giftur Mörtu Berman
félagsráðgjafa og eiga þau 12 ára
gamlan son.
Aðaláhugamál Bergsteins tengjast
orku- og sjávarútvegsmálum. En hann
er líka sportisti. Þegar fjölskvldan
hefur sett skíðin í geymslu á vorin er
lagt á hestana og riðið um sögustaði
Njálu og afrétti Rangæinga.
„Það er ekki alltaf hættulaust að
ríða út. Fyrir sex árum, eða árið 1980,
lögðum við nokkur upp í hestaferð og
ætluðum að ríða í kringum Heklu. Þá
byrjaði hún allt í einu að gjósa. Það
munaði engu að við lentum í gosinu.
Síðan hefur maður átt von á því að
það gjósi yfir mann á ferðalögum,"
sagði Bergsteinn.
-KB
Nýi brunamálastjórinn er af Argils-
staðaætt og heitir Bergsteinn, „eins
og annar hver maður í ættinni," segir
hami sjálfur.
DV-mynd KAE
OPUS
Ópus fjárhagsbókhald
á einum disklingi
skynsamleg lausn
fyrir smærri fyrirtæki
•Ópus fjárhagsbókhald er mest selda við-
skiptaforrit á íslandi. Um 300 fyrirtæki þekkja
kosti þess af eigin raun.
• Fjárhagsbókhaldið tekur undir í hljómkviðu
Ópus hugbúnaðar. En eins og meiriháttar
tónsnillingar gerir það kröfur. Heimtar stóra
gaanageymslu og mikið minni.
•Opus yngri er einleikari á uppleið. Hann
leikur hlutverk bókhaldarans óaðfinnanlega,
enda lifandi eftirmynd stóra bróður síns. Allur
rúmast Ópus/PC á einum disklingi en ræður
samt auðveldlega við 4000 færslur. Mörg
fyrirtæki þurfa aldrei að ráða öflugra forrit í
þjónustu sína.
ÓPUS
\ # ° V
\ • :-\w -q
;Q9 íslensk
forritaþróun sf
Höfðabakka 9 Sími 671511
• Ef þú átt einkatölvu (PC) með tveimur
disklingadrifum, bjóðum við þér að sæta lagi:
Fram til 15. maí fæst Ópus/PC á sérstöku
kynningarverði, kr. 19.740. - Það hljómar vel!