Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1986, Page 16
16
Spurningin
Hefur þú komið
út í Viðey?
Hjálmar Styrkársson: Nei, því miður,
ég hef ekki komið því í framkvæmd
en ég á það ábyggilega eftir, jafnvel
strax í vor.
Örn Karlsson verkfræðingur: Já, ég
hef oft komið þangað, það er sérstak-
lega skemmtilegur staður, ég fer
þangað vegna hesta sem vinur minn
á.
María Kristjánsdóttir ellilífeyrisþegi:
Aldrei komið út í Viðey og er alveg
sama um hana, en það er auðvitað
alls staðar gaman úti í náttúrunni
og ég hefði ekkert á móti því að
skreppa í Viðey, bara að ég fótbryti
mig ekki.
Magnús Gunnarsson húsvörður: Nei,
en það væri gaman að fara þangað
og ég hugsa að ég eigi það nú eftir.
Magnús Pálsson, vinnur hjá Rarik:
Já, ég fór þangað einu sinni á bát
með kunningja mínum, það var mjög
ánægjuleg ferð.
Vigfús Gunnarsson: Nei, reyndar
ekki, en ég hef fimm til sex sinnum
siglt kringum hana.
DV. MÁNUDÁGUR 14. APRÍL 1986.
Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur
Hvers vegna nagladekk?
Borgarbúi skrifar:
Það er með ólíkindum hvað bif-
reiðaeigendur, en þó ekki síður þeir
aðilar sem eiga að hafa umsjón með
öryggi bifreiða, virðast hafa miklar
mætur á nagladekkjum.
Nú er það svo, að ekki er lengur
lögboðið að setja nagladekk undir
bíla á haustin. Þetta var í lögum
fyrir nokkrum árum en síðan var það
látið bifreiðaeigendum eftir hvort
þeir notuðu nagla í dekk eða ekki.
Meirihluti bíleigenda, a.m.k. hér í
Reykjavík, lætur þó enn setja nagla
í öll dekk bíla sinna, og ekur á nögl-
um allan veturinn þó engin ástæða
sé til, eins og verið hefur í vetur.
Reykjavíkurborg hefur ekki þurft
að kosta miklu til vegna snjómokst-
urs þennan veturinn en í þess stað
mun borgin þurfa að leggja í ómæld-
an kostnað vegna viðgerða á
gatnakerfinu vegna óhóflegrar notk-
unar á nagladekkjum. Þau bókstaf-
lega spóla og spæna upp malbikinu
á götunum, ekki bara hér í borg-
inni, einnig um landið þvert og
endilangt.
Leiðin til Keflavíkur er t.d. orðin
allt að því óökufær í bleytu því þar
eru komnar eins konar brautir eða
hjólför sem maður ekur eftir, mest
að kenna nagladekkjum sem spæna
upp malbik og steypu.
Það þekkist víst hvergi í nálægum
löndum eða fjarlægum að notuð séu
nagladekk og er þó ekki minna um
snjó, frost og ísingu þar.
„Það er nefnilega svo að við flest
skilyrði eru nagladekkin stórhættu-
leg, bílarnir eru við flestar aðstæður
óviðráðanlegir þegar bremsað er.
Það er eins og við íslendingar höf-
um tekið ástfóstri við nagladekkin
og enginn þeirra aðila, sem eiga
hvað mest undir því að hafa öryggi
í lagi, sjá neina ástæðu til að banna
notkun á nagladekkjum.
Það er nefriilega svo að við flest
skilyrði eru nagladekkin stórhættu-
leg, bílamir eru við flestar aðstæður
óviðráðanlegir þegar bremsað er.
Nú væri fróðlegt að fá svör frá t.d.
gátnamálastjóra um það hvert það
tjón er áætlað sem hlýst af því að
nota nagladekk sjö mánuði ársins
og þ_að á fölskum forsendum. Einnig
væri gaman að heyra frá Bifreiðaeft-
irlitinu um notkun naglanna hér og
hvers vegna þeir eru hreinlega ekki
bannaðir
„Þótt Svavar sé afburðagóður náungi
og einhver sá besti sem komið hefur
nálægt dagskrárgerð hjá útvarpinu er
hann bara mannlegur eins og við öll
og dónaskapur fer í taugamar á hon-
Dónaskap
svarað með
dónaskap
Sigurþór hringdi:
Er það nema von að Svavar Gests
svari stundum í óblíðum tón þegar
hlustendur þáttar hans, það er að segja
þeir sem hringja, em með örgustu sví-
virðingar í hans garð. Þótt Svavar sé
afburðagóður náungi og einhver sá
besti sem komið hefur nálægt dag-
skrárgerð hjá útvarpinu er hann bara
mannlegur eins og við öli og dóna-
skapur fer í taugamar á honum. Hvað
annað? Ég vil benda þeim sem hafa
verið að fárast yfir tilsvörum hans í
laugardagsþættinum 29. mars á það
að þeir em að hengja bakara fyrir
smið. Það em hlustendur sem eiga að
fá skammimar. Og ég vil benda þér,
Svavar, á það að þú ert og verður
minn maður, þættir þínir em mjög
hressandi og skemmtilegir. Ég vona
að þeir verði á sínum stað og stundu
sem allra, allra lengst. Fleira var það
ekki.
Leiðrétting frá Tiygg-
ingastofnun ríkisins
Margrét Thoroddsen deildarstjóri
skrifar:
i grein Elínar G. Ólafsdóttur
kennslufulltrúa í DV 7. þ.m. virðist
gæta nokkurs misskilnings í sam-
bandi við tryggingabætur ellilífeyr-
isþega sem ég tel mér skylt að
leiðrétta.
Elín varpar fram eftirfarandi
spumingu:
„Treystir þú þér til að lifa af 14.274
kr. á mánuði (óskert tekjutrygging
+ ellilaun)?" Segir hún að þetta séu
þau eftirlaun sem við greiðum gömlu
konunni í næsta húsi. Síðan segist
hún ekki skilja hvemig þessi kona
fari að að standa skil á opinberum
gjöldum og Iyfjum.
Sem betur fer er ekki svo illa kom-
ið i okkar þjóðfélagi að aldraða
fólkinu sé ætlað að lif'a af 14.274 kr.
á mánuði og þurfi auk þess að greiða
opinber gjöld. Leyfi ég mér því að
skýra þessi mál örlítið nánar.
Áð vísu er það rétt að ellilaun og
óskert tekjutrygging er 14.274 kr. á
mánuði en ef viðkomandi einstakl-
ingur býr eínn á hann auk þess rétt
á heimilisuppbót sem er 2.552 kr. á
mánuði.
Ennfremur er heimilt að greiða
mánaðarlega uppbót sem er úr-
skurðuð í hverju einstöku tilviki
gegn læknisvottorði um lyfjakostn-
að. Algengt er því að heildarupp-
hæðin verði í kringum 18 þúsund
kr. á mánuði.
Viðkomandi þarf ekki að greiða
nein opinber gjöld (hvorki útsvar,
tekjuskatt né fasteignaskatt) og auk
þess á hann rétt á niðurfellingu á
afnotagjaldi af síma, sjónvarpi og
útvarpi auk ýmiss annars afsláttar,
t.d. af læknishjálp og lyfjakostnaði.
Þess má geta að margt aldrað fólk
fær greiðslur úr lífeyrissjóði, þó hús-
mæður séu þvi miður ekki í þeim
hópi. Þær greiðslur mega nema allt
að 4.514 kr. að meðaltali á mánuði
án þess að tekjutryggingin skerðist.
Auðvitað er enginn öfundsverður
af þessum launum, hvorki ellilífeyr-
Lsþegar né aðrir, en samt er ekki
rétt að gera hiut almannatrygginga
minni en hann er, þó ég telji vist að
það sé ekki vísvitandi gert.
„Að vísu er það rétt að ellilaun og óskert tekjutiygging er 14.274 kr. á mán-
uði en ef víðkomandi einstaklingur býr einn á hann auk þess rétt á heimilis-
uppbót sem er 2.552 kr. á mánuði.“
„Hún er ósvifin og rakkar niður gesti
sína og kallar þá öllum illum nöfnum,
svo liggur við meiðyrðum."
Oþolandi
framkoma
Agnesar
1732-7984 skrifar:
Við erum héma þrír sjónvarpsáhorf-
endur sem viljum mótmæla framkomu
Agnesar Bragadóttur í þættinum Á
líðandi stundu. Hún er ósvífin og
rakkar niður gesti sína og kallar þá
öilum illum nöfnum, svo liggur við
meiðyrðum. Hún hefur verið slæm í
þessum þáttum hingað til með orð-
bragði sínu en það sem við sáum og
heyrðum síðasliðinn miðvikudag tók
öllu fram. Ósvífhi Agnesar við ritstjóra
Þjóðviljans var yfirþyrmandi. Sem
dæmi má nefna að hún kallaði hann
ósvífinn, forhertan og lygamörð. Og
svo þegar hann ætlaði að bera hönd
fyrir höfúð sér var honum skipað að
fara ekki út fyrir efnið, hitt eða þetta
komi málinu ekki við eða sé ekki til
umræðu. Við héldum að þessi þáttur
ætti að vera léttur skemmtiþáttur og
fólki frjálst að segja þar það sem því
liggur á hjarta. Og því viljum við beina
þeirri ósk til þáttarins að þessu verði
breytt til batnaðar.
Keyrt á kaggann minn
Marta hafði samband:
Á þriðjudaginn var lenti ég í því
óhappi að fá beyglu á bílinn minn,
Triumph Spitfire, sem sést hér á mynd-
inni. Beyglan er að vísu ekki stór,
smáhola fremst á húddinu, en það er
alveg sama, viðgerðin kostar fleiri
þúsund krónur. Ég vil biðja lesendur
bláðsins að reyna að muna hvort þeir
sáu til bílsins síðastliðinn þriðjudag
og láta mig vita ef þeir hafa einhveij-
ar upplýsingar að gefa mér um það
hvemig beyglan er til komin. Ég get
því miður ekki sagt hvar bíllinn minn
stóð þegar keyrt var á hann því ég tók
ekki eftir neinu fyrr en ég kom heim
úr bænum, það er að segja Reykjavík.
Síminn minn er 46990. Takk fyrir,
kæm lesendur!
Triumph Spitfire bíllinn hennar Mörtu, örlítið skemmdur fremst á húddinu.