Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1986, Side 20
DV. MÁNÍJDAGUR 14. APRÍL 1986.
FIRMAKEPPNI
Firmakeppni HK í innanhússknattspyrnu ferfram í
íþróttahúsi Digraness 18., 19. og 20. apríl næstkom-
andi. Leiktími 2x10 mín.
Þátttökutilkynning tilkynnist Lárusi S. Ásgeirssyni í
heimasíma 46324 og i vinnusíma 28777.
i ' .
LAUSAR STÖÐUR HiÁ
REYKJAVÍKURBORG
Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtalinna
starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum.
Forstöðumannastaða við skóladagheimilið Fornhaga
8. Umsóknarfrestur til 23. apríl.
Fóstrustöður á eftirtalin heimili:
Dagheimilin Austurborg, Suðurborg, Völvuborg,
Múlaborg, Dyngjuborg og Hagaborg.
Dagheimilin/leikskólana Hraunborg, Rofaborg og
Ösp.
Leikskólana Arnarborg, Fellaborg, Leikfell, Lækjaborg
og Staðarborg.
Upplýsingar veita framkvæmdastjóri og umsjónar-
fóstrur á skrifstofu dagvistar í síma 27222 og forstöðu-
menn viðkomandi heimila.
Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykja-
víkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð, á sérstökum
umsóknareyðublöðum, sem þar fást, fyrir kl. 16.00
mánudaginn 28. apríl.
Nú hefjast námskeiðin í fallhlífarstökki aftur. Fyrsta
flokks kennsla frá upphafi til enda. Einungis er kennt
á fullkomnasta útbúnað sem völ er á.
Allar nánari uppl. gefnar í síma 72732 milli kl. 18 og
20 virka daga.
Stofnfundur
hverfafélags í
Grafarvogi
Stofnfundur hverfafélags sjálfstæðismanna í
Grafarvogi verður haldinn í sjálfstæðishúsinu
Valhöll, Háaleitisbraut 1, miðvikudaginn 16. apríl
nk. kl. 20.30.
Dagskrá:
1. Stofnun hverfafélags í Grafarvogi
2. Lög félagsins samþykkt
3. Kjör stjórnar
4. Ræða Davíðs Oddssonar borgarstjóra
íbúar í Grafarvogi eru hvattir til að fjölmenna
og taka þátt í stofnun félagsins.
Fulltrúaráð
sj álfstæðisfélaganna
í Reykjavík
Ferrando (Viðar Gunnarsson) og liðsmenn Lúna greifa fagna sigri.
II Trovatore,
eða óperan ríka
við Ingólfsstræti
Óperan II Trovatore eftir Giuseppe Verdi
við texta Salvatore Cammarano i sýningu
íslensku óperunnar 11. april.
Stjórnandi: Gerhard Deckert
Leikstjóri: Þórhildur Þorleifsdóttir.
Leikmynd: Una Collins.
Búningar: Una Collins/Hulda Kristin
Magnúsdóttir.
Lýsing: David Walters.
Sýningarstjórn: Kristín S. Kristjánsdóttir/
Ingunn Ósk Sturludóttir.
Konsertmeistari: Szymon Kuran.
Kór og hljómsveit íslensku óperunnar.
í aðalhlutverkum: Luna: Krístinn Sig-
mundsson; Leonora: Ólöf Kolbrún Harðar-
dóttir; Azucena: Sigriður Ella Magnús-
dóttir; Manrico: Garðar Cortes; Ferrando:
Viðar Gunnarsson; Ines: Elisabet Waage;
Ruiz: Stefán Guömundsson; Gamall si-
gauni: Sigurður Þóröarson; Sendiboði;
Snorri Wium.
íslenska óperan frumsýndi þretL
ánda verkefhi sitt, II Trovatore eftir
Verdi, þann ellefta apríl. Þrettán
virtist vera í þessu tilviki hin mesta
happatala, að segja ef taka á yfir-
leitt nokkurt mark á gildi talna í
þessu sambandi. Efhi óperunnar
hafa verið gerð svo ágæt skil í grein
hér í blaðinu að ekki er þörf á að
rekja það frekar. Ekki fer hjá þvi
að maður beri sýningar á níðþröngu
sviði íslensku óperunnar saman við
sýningar á langtum stærri sviðum
erlendra óperuhúsa. Og maður veltir
þvi óhjákvæmilega fyrir sér hvemig
sé hægt að koma viðamiklum sýn-
ingum fyrir á þessu sviðskríli.
Gjaman hefur sú lausn verið valin
að færa leikinn á tvær hæðir til að
gömýta plássið, en til þess var ekki
gripið nú. Samt finnst mér engin
sýning hafa rúmast þar jafhvel til
þessa.
Bárujárnsarkítektúr -
hreint ekki óeðlilegur
Hvemig í ósköpunum? spyr mað-
ur, því sýningin er jafhfjölmenn og
ýmsar fyrri sýningar íslensku óper-
unnar. Galdurinn liggur eflaust í
snilldarútfærslu sviðsmyndarinnar
og þekkingu og útsjónarsemi leik-
stjórans. Lýsingin var hér í raun
hluti leikmyndarinnar og gerði sitt
til að skapa áhrifin. Vitaskuld á
maður í fyrstu bágt með að sjá hvað
bárujámsarkítektúr hafi að gera á
Spáni fyrir mörg hundmð árum. En
ekki líður á löngu áður en manni
stendur rétt á sama hvort nokkum
tíma hafi verið til blikkhús á Spáni,
fyrr eða síðar. Sviðið er rammi um
óperuna, ýmist logagylltur eða
dimmur og drungalegur eftir því sem
við á.
Eitt er víst að hann dregur ekki
athygli áheyrandans frá söngnum
Tónlist
EYJÓLFUR MELSTED
og leiknum, eins og stundum gerist
með íburðarins sviðsmyndir í stóm
ópemnum. Það gera búningamir
ekki heldur. Þeir verka raunsannir,
einfaldir og án alls prjáls en í þeim
gerður hæfilegur munur milli ef-
naðri fyrirmanna og sauðsvarts
almúga. Einn soldáti sást þó veifa
sverði með körfuhjöltum, eins og
smíðuð vom í Toledo og hjá Wilkin-
son eða Rosenthal, af vandaðri gerð
en yfirmenn hans bám. En mikið
út fyrir það náði ósamræmið ekki.
Engan öðrum fremur
Frammistaða söngvaranna var'
með miklum ágætum. Venjulega tí-
undar maður frammistöðu hvers og
eins, að minnsta kosti þeirra sem í
aðalhlutverkúnum em, en ég sé
næsta lítinn tilgang með því nú. Það
yrði einungis upptalning á sömu lýs-
ingarorðum um alla og yrði þá
einfaldast að setja matið upp í formi
einkunnaspjalds. í raun er afar sjald-
gæft að hitta á jafngott einsöngvara-
lið og söng þessa sýningu. Út úr
hópnum er tæpast hægt að draga
neinn einstakan sem stóð sig öðrum
betur. Einmitt það gerir þessa sýn-
ingu einstaka. Annars staðar hefur
maður séð og heyrt nokkrar stjöm-
ur, sem leigðar em til svo og svo
margra sýninga. Stjömumar belgja
sig síðan sem mest þær mega á
kostnað fastaliðs hússins og skilja
nákvæmlega ekkert eftir þegar þær
fara, nema ef vera skyldi dýra aug-
lýsingu fyrir húsið út á við. En það
er leitun að svo góðri sýningu, sem
þessari II Trovatore uppfærslu,
byggðri á fastaliði hússins eingöngu.
Maríónettumeistari
með lifandi brúður
Kórinn og hljómsveitin vom af
sama flokki og einsöngvaramir.
Kórinn skilar ekki aðeins söngnum
vel, heldur em framkoma hans og
staðsetningar hans fúmlausari og
markvissari en áður hefur sést í
húsinu við Ingólfsstræti. Hljóm-
sveitina hef ég heldur ekki heyrt
spila jafhóhikað með fúllum krafti
fýrr. Þó lék hún aldrei gróft og yfir-
gnæfði ekki heldur. Kraftinn og
góða frammistöðu allra, jafnt á sviði
sem í gryfju, má sjálfsagt þakka að
vemlegu leyti góðum undirbúningi.
Þó held ég að það hefði aldrei skilað
sér ef ekki hefði á stjómpalli staðið
frábær stjómandi, Gerhaid Deckert,
sem hélt öllum þráðum í sínum
styrku höndum. Stundum er góðum
óperustjómendum líkt við stjóm-
endur strengbrúða. Gerhard Deckert
er einmitt einn slíkur maríónettu-
meistari, nema hvað brúðumar hans
em lifandi.
Yfir eða undir getu
Til em þeir sem segja, þegar söngv-
arar gera betur en almennt var við
af þeim búist, að þeir hafi sungið
yfir getu. Hvílík fjarstæða það er að
halda slíku fram. Nær væri að segja
að þeir hefðu í önnur skipti sungið
undir sinni raunverulegu getu. En
þetta kvöldið held ég að allir söngv-
aramir hafi náð sínu besta. Enda
var sýningin í einu orði sagt, frábær.
Það óperuhús sem getur boðið upp
á jafiifrábæra sýningu með fastaliði
sínu, eða svo gott sem, í öllum hlut-
verkum er ríkt, fyrir utan að vera
tiltölulega sjaldgæft. Menn hafa
kannski ekki gert sér grein fyrir því
fyrr en nú hversu rík óperan við
Ingólfestræti er.
EM.