Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1986, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1986, Qupperneq 25
DV. MÁNUDAGUR 14. APRÍL 1986. DV. MÁNUDAGUR Í4 25 ..Eghefekki skemmt mér svona vel í sex ár LAUGAVEGI49 SÍM112024. I SPARKIÐ MEÐ SPORTU Nú fer knattspyrnuvertiðin að hefjast og við Spartverj ar erum klárir í slaginn. ADIDAS Copa Mundial nr. 36-46, kr. 3.417,- PATRICIE Professional nr. 36-45, kr. 2.610,- US Masters, British Open, US Open og PGA Open). Þegar einn keppnisdagur var eftir af fjórum var staðan þannig að Ástr- alíumaðurinn Greg Norman var í efsta sæti á 210 höggum, þeir Sever- iano Ballesteros og Bernhard Langer sigurvegari frá í fyrra á 211 og Suð- ur-Afríkumaðurinn Nick Price á 212 höggum. Frábært veður var svo á síðasta keppnisdaginn og náðu margir kylfingar að sýna frábært golf en enginn lék þó betur en „gull- björninn" Jack Nicklaus sem farið var að kalla gamla björninn eftir sig- urinn í gær. Nicklaus skipti um pútter fyrir síð- asta daginn. Sá sem hann notaði í gær var léttari og með stærra blaði en hann hefur áður notað. Þetta virt- ist hafa góð áhrif. Nicklaus var kominn að hælum efstu manna eftir fyrri níu holurnar og seinni hringinn lék kappinn eins og engill. Fimmt- ánda holan réði úrslitum. Þar náði Nicklaus til að mynda þremur högg- um af Ballesteros. Nicklaus lék á aðeins þremur höggum eða tveimur undir pari holunnar en Ballesteros á sex. Lenti hann í vatnstorfæru og miklum erfiðleikum. Nicklaus fór svo næstum holu í höggi á par þrjú holu, kúlan hafnaði þremur fetum frá stöng. Inn kom Nicklaus á 29 högg- um síðari níu holurnar eða 7 höggum undir pari. Hreint ótrúleg spila- mennska sem nægði honum til sigurs. Sá sigur stóð þó tæpt. Þeir Tom Kite Bandarikjunum og Greg Norman, Ástralíu, voru í holli á eftir Nicklaus og alveg á hælum hans í skori. Nicklaus leið líka ilía þegar hann þurfti að fylgjast með lokatil- þrifum tvímenninganna. Fyrir síð- ustu holuna þurfti Greg Norman að leika á einu höggi undir pari til að jafna við Nicklaus en Tom Kite á pari. Norman náði ekki takmarkinu og pútt Kites fyrir par stöðvaðist einn sentímetra frá holubarminum. Svo naumt var það. Og mikið má vera ef hjarta Nicklaus hefur ekki tekið verulegan kipp þegar kúlan stöðvaðist. Áhorfendur trylltust af fögnuði. Nicklaus er gífurlega vin- sæll á meðal áhorfenda en hann hefur þrisvar verið kosinn íþrótta- maður ársins í Bandaríkjunum. Fyrst vann hann US Masters 1963 en síðast vann hann 1984. -SK „í dag lék ég'jafnvel eins vel og ég hef best gert áður. Það var stórkost- legt að vinna þetta mót og ég hef ekki skemmt mér svona vel í sex ár,“ sagði hinn heimsfrægi kylfingur, Jack Nicklaus í nótt að islenskum tíma eftir að hann hafði tryggt sér sigurinn á US Masters stórmótinu í golfi sem staðið hefur yfir undan- farna fjóra daga. Nicklaus, sem er 46 ára, lék frábærlega í gær og tryggði sér sigurinn í keppninni með því að leika síðustu níu holur Augusta vall- arins á aðeins 29 höggum. Nicklaus var einu höggi á undan næstu mönn- um, Tom Kite landa sínum, og Greg Norman frá Ástralíu. Tom Kite var mjög nálægt því að jafna metin í lok- in og vantaði kúlu hans aðeins einn sentímetra til að detta í holuna á síð- ustu brautinni. Nicklaus svitnaði en fagnaði sigri og eftir keppnina var hann færður í „græna“ jakkann í sjötta skipti og hefur engum kylfingi tekist að vinna þetta stórmót svo oft og hann er einnig elsti sigurvegari frá upphafi. Þetta var 70. sigurinn hjá Nicklaus á 25 ára glæstum ferli sem atvinnumaður og tuttugasti sigur hans á stórmótum (ásunum íjórum: PATRICK Keegan Tacties nr. 38-46, kr. 3.411,- PATRICK Team nr. 38-35 kr. 1,598,- nr. 36-46 kr. 1.908, ADIDAS Uwe nr. 30-35, kr. 1.208,- NIKE gervigrasskór kr. 2.497,- Sokkalegghlifar Junior kr. 837,- Senior kr. 936, Markmannsbuxur, siðar Markmannsbuxur, stuttar Markmannstreyjur Nr. 140-176 og fullorðinsstærðir • Tom Kite var mjög nálægt því að jafna metin við Jack Nicklaus á síðustu holunni. Kúlan stöðvaðist sentimetra frá holunni. • Severiano Ballesteros sló i vatn á 15. braut og missti þar með af lest- inni. • Greg Norman hafði forystu fyrir síðasta daginn en gat ekki komið í veg fyrir sigur gamla mannsins. Fótboltar no. 4 og 5 Fótboltasokkar Flautur Sokkabönd Hnéhlífar o.fl., o.fl. Hanskar: nr. 6-11 teg. 7070 kr. 474,- teg. 7178 kr. 864,- teg. 7180 kr. 1.224,- teg. 7183 kr. 1.320,- teg. 7186 kr. 1.466,- teg. 7185 kr. 1.520,- teg. 7181 kr. 1.597,- STERS - US MASIERS - US MASTERS - US MASTERS - US MASTERS „Mesta spenna sem ég hefséð“ sagði Kjartan Lárus Pálsson Opið laugardaga kl. 10-14 Nick Price lék Augusta-völlinn á aðeins | 63 höggum | rÁ /H Opið laugardaga. WVKy Póstsendum. SPORTVÖRUVERSLUNIN „Ég er búinn að fylgjast með mörgum golf- mótum í gegnum tíðina en þetta er mest spennandi mót sem ég hef séð,“ sagði kylfing- urinn kunni, Kjartan Lárus Pálsson, í samtali við DV í gærkvöldi en hann sá lokadag US ■1 Masters í beinni útsendingu á Keflavíkurflug- - velli. „Það var ótrúlega gaman að þessu og áhorf- ; endur voru mjög vel með á nótunum. Það varð allt vitlaust í lokin þegar gamli karlinn hafði tryggt sér sigurinn. Áhangendur hans - eru búnir að bíða eftir þessu í 5 ár og það er því skiljanlegt að gleðin hafi verið mikil," sagði Kjartan. -SK Laugavegi 49, sími 12024 Iþróttir Iþróttir sagði Jack Nicklaus eftir að hann hafði sigrað á US Masters golfmótinu í Banda ríkjunum. Nicklaus lék frábærlega lokakaflann en sigurinn var mjög tæpur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.