Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1986, Qupperneq 26
26 DV, MÁNUÐAGUR 14.' ARRÍL T986.1
Knattspyrna unglinga - Knattspyrna unglinga Knattspyrna unglinga
;el með frammis
ARA VIKUNNAR gAmyndm er að velJa E
PrammirfTf' vonandi bregðast menn vel við bes
1“^ d°mara skiPtir auðvitað miklu máli
afa nefnilega með sinu innleggi í leikinn bein áhrif á
mala og hvílir þar af leiðandi mikil ábyrgðáherðumþeir
Ekkileikið eftirhadegia
laugardögum
Engir leikir verða eftir hádegi á
laugardögum í komandi Reykjavík-
urmóti yngri flokka. Þess í stað
verður leikið fyrir hádegi.
Umsjón:
HalldórHalldórsson
Myndin var tekin á miðsumarsmóti B-liða í fyrra og er af Víkingsfjöl-
skyldu. - Foreldrar eru Hafliði Kristinsson og Pálína Skjaldardóttir.
Milli þeirra stendur Kristinn en hann stóð sig með afbrigðum vel í leikj-
um mótsins. Kristinn var 6. fl. leikmaður í fyrra og fór til Vestmannaeyja
á Tommamótið, og átti svo sannarlega erindi þangað, því hann vann til
einstaklingsverðlauna, hélt uppi bolta 101-sinni og sigraði. Yngstu með-
limirnir fylgdust mjög vel með bróður sínum á gervigrasinu en þar fór
miðsumarsmótið fram. - Það er ávallt gleðiefni að sjá áhugasama for-
eldra fylgjast með börnum sínum að leik. DV-mynd HH.
Reykjavíkurmótið íyngri
flokkum hefst 23. apríl
- leiktími allra yngri flokka lengist um 2x5 mín.
Reykjavíkurmótið í knattspyrnu yngri flokka hefst
miðvikudaginn 23. apríl með leikjum í 2. og 3. flokki.
Unglingasíðan hafði samband við Gunnar Guðjóns-
son, mótanefndarmann KRR. Hann kvað mjög brýnt
að leikir færu fram á fyrirfram ákveðnum dögum.
„Það veldur m.a. síður misskilningi í sambandi við
dómgæslu.“ Eftirtaldir leikir verða í þessari viku:
Miðvikudagur 23. apríl:
Þróttarv. Rm., 2. fl. A-Þróttur: Fylkir
Framvöllur, Rm., 2. fl. A-Fram: Valur
Framvöllur, Rm., 2. fl. B-Fram: Valur
KR-völlur, Rm., 2. fl. A-KR: Víkingur
KR-völlur, Rm., 2. fl. B-KR: Víkingur
ÍR-völlur, Rm., 2. fl. A-ÍR: Fylkir
Valsvöllur, Rm., 3. fl. A-Valur: Fram
Valsvöllur, Rm., 3. fl. B- Valur: Fram
Víkingsv., Rm., 3. fl. A-Víkingur: KR
Víkingsv., Rm., 3. fl. B-Víkingur: KR
Fellav., Rm., 3. fl. A-Leiknir: Ármann
Árbæjarvöllur, Rm., 3. fl. A-Fylkir: lR
Laugardagur 26. apríl:
kl. 18.30
kl. 17.45
kl. 19.30
kl. 17.45
kl. 19.20
kl. 18.30
kl. 18.00
kl. 19.10
kl. 18.00
kl. 19.10
kl. 18.30
kl. 18.30
kl. 13.00
kl. 14.40
Fellavöllur, Rm., 2. fl. A-Leiknir: KR
ÍR-völlur, Rm., 2. fl. A-ÍR: Þróttur
Víkingsv., Rm., 3. fl. A-Víkingur: Fram
Víkingsv., Rm., 3. fl. B-Víkingur: Fram
KR-völlur, Rm., 3. fl. A-KR: Leiknir
Árbæjarv., Rm., 3. fl. A-Fylkir: Ármann
Þróttarvöllur, Rm., 3. fl.A-Þróttur: ÍR
Framvöllur, Rm., 4. fl. A-Fram: Víkingur kl.
Framvöllur, Rm. 4. fl. B-Fram: Víkingur kl.
Fellavöllur, 4. fl. A, Leiknir-KR
Fellavöllur, 4. fl. B, Leiknir-KR
Ármannsvöllur, 4. fl. A, Árm.-Fylkir
ÍR-völlur, 4. fl. A,ÍR-Þróttur
Vikindsvöllur, 5. fl. A, Vik.-Fram
Víkingsvöllur, 5. fl. B, Vík.-Fram
KR-völlur, 5. fl. A, KR-Leiknir
KR-völlur, 5. fl. B, KR-Leiknir
Árbæjarvöllur, 5. fl. A, Fylkir-Árm.
Þróttarvöllur, 5. fl. A, Þróttur-ÍR
Þróttarvöllur, 5. fl. B, Þróttur-ÍR
Eins og áður hefur komið fram lengjast leikir allra
yngri flokka um 2x5 mín. þannig að í 2. fl. verður
leiktíminn 2x45 mín., 3. fl. 2x40,4. fl. 2x35,5. fl. 2x30 og
í 6. fl. 2x25 min. í 2. fl. kvenna verður tíminn 2x40
mín. og í 3. fl. 2x25 mín.
kl.
kl.
kl.
kl.
kl.
kl.
kl.
kl.
kl.
kl.
kl.
13.00
11.40
12.40
14.05
12.40
11.35
12.40
10.30
11.45
10.30
11.45
10.30
10.30
10.30
11.35
10.30
11.35
10.30
10.30
11.35
„Undirbúningurleikvalla hefurekki
veríð nógugóður“
- segir Gísli Sigurðsson, form. KRR
Reykjavikurmót yngri flokka
hefst miðvikudaginn 23. þ.m. Ungl-
ingasiðan leitaði til Gísla Sigurðs-
Gísli Sigurðsson, form. KRR, hefur
unnið mikið og fórnfúst starf að
knattspymumálum.
DV-mynd HH.
sonar, form. KRR, af því tilefni.
Hann hefur verið form. KRR sl. 5
ár og var form. knattspyrnudeildap
Vals um tíma. Gísli vildi af þessu
tilefni að eftirfarandi kæmi fram:
„Innan skamms hefjast Reykja-
víkurmót í knattspyrnu yngri
flokka og verður þá leikið á flestum
knattspymuvöllum borgarinnar.
Oft hefur komið fyrir að undir-
búningur leikvalla hefur ekki verið
með þeim 'nætti sem viðunandi er.
Knattspyrnuráð Reykjavíkur
heitir á alla sem með þessi mál
hafa að gera að bregðast nú vel við
og gera allt sem unnt er til að æska
Reykjavíkur geti stundað þessa
vinsælu iþrótt sína við boðlegar
aðstæður.
Á þessu ári fara væntanlega fram
um 400 leikir í héraðsmótum
Reykjavíkur og þar til viðbótar
kemur mikill fjöldi leikja í lands-
mótum, bikarkeppnum o.fl. Síðast
en ekki síst fara allar æfingar fram
á þessum leikvöllum, bæði þeirra
sem taka þátt í keppni og þeirra
sem æfa sér til ánægju og heilsu-
bótar.
Mjög margir foreldrar og að-
standendur fylgjast vel með
bömunum bæði í leik og starfi. Hjá
sumum íþróttafélögum er þátttaka
þeirra mjög veruleg og öllum aðil-
um til mikillar ánægju. Óhætt er
þó að fullyrða að margir mættu
hugleiða þessi mál vandlega, koma
til starfa í íþróttafélögunum eftir
því sem aðstæður leyfa og auka þar
með lífsfyllingu sína og margra
annarra."
Óhætt er að fullyrða að við getum
öll tekið undir þessi orð Gísla.
- HH.
Höfuðeinkenni góðrar knatt-
spyrnu er geta einstaklingsins.
„Rétt taktik“ þarf síður en svo
að þýða góða knattspyrnu. En
hvað er rétt taktík? Oftast nær
er allt of mikið gert úr þessu fyrir-
bæri á kostnað knattspyrnunnar.
- HH.
UBK - UMSK-meistarar í 3. fl. kvenna
Mikil gróska er í yngri flokkum Breiðabliks, ekki síst kvenna-
flokkunum sem hafa staðið sig mjög vel í innanhússknattspyrn-
unni, - 2. fl. varð íslandsmeistari og 3. fl. hlaut silfurverðlaun en
sigraði í UMSK-mótinu. Myndin er af 3. fl. kvenna UBK og er
tekin á Akranesi en þar fór íslandsmótið fram. Aftari röð frá
vinstri: Hrafnhildur Skúladóttir, Sólrún Einarsdóttir, Hrafnhild-
ur Gunnlaugsdóttir, Elísabet Sveinsdóttir, Signý Einarsdóttir,
Ragnhildur Sveinsdóttir og Erla Rafnsdóttir þjálfari. Fremri röð
frá vinstri: Erla Hlín Helgadóttir, Arney Þórarinsdóttir, Þóra
Arnórsdóttir, Unnur María Þorvarðardóttir, Sólborg S. Sigurðar-
dóttir, Ásthildur Helgadóttir og Anna Þórsdóttir. - UMSK-meist-
arar í 4. fl. karla urðu UBK, bæði í A- og B-fl. í 3. fl. sigraði
Stjarnan og í 2. fl. karla ÍK. Úrslit í öðrum flokkum hafa birst
áður á Unglingasíðunni. DV-mynd HH.
Mynd þessi var tekin sl. keppnistímabil á einum af knattspyrnuvöll-
um Reykjavíkur og er vægast sagt hrikalegt dæmi um slóðaskap.
Brátt líður að því að knattspyrnumót sumarsins hefiist. - Hyggjum
því vel að öllum frágangi og búum ekki til slysagildrur á borð við
þá sem myndin sýnir. DV-mynd HH.