Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1986, Qupperneq 30

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1986, Qupperneq 30
30 DV. MÁNUDAGUR 14. APRÍL 1986. FRÚNSKUNÁMSKEIÐ ALLIANCE FRANCAISE Seinni námskeið vorannar hefjast mánudag 21. apríl. - 8 vikna námskeið - Kennt verður á öllum stigum - Bókmenntaklúbbur (10 vikur) Innritun fer fram á bókasafni Alliance Francaise alla virka daga frá kl. 3-7 og hófst fimmtudag 10. apríl. Nánari upplýsingar í síma 23870. Veittur er 10% staðgreiðsluafsláttur og 15% stað- greiðsluafsláttur fyrir námsmenn. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 132., 139. og 146. tölublaði Lögbirtíngablaðsins 1985 á eigninni Köldukinn 15, Hafnarfirði, þingl. eign Daniels Björnssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Hafnarfirði á eigninni sjálfri fimmtudaqinn 17. apríl 1986 kl. 13. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 90., 99. og 101. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eign- inni Dalshrauni 24-26, Hafnarfirði, þingl. eign Byggingarfélagsins Keilis hf„ fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Hafnarfirði á eigninni sjálfri fimmtudag- inn 17. apríl 1986 kl. 13.30. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 132., 139. og 146. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eigninni Suðurhrauni 2, Hafnarfirði, þingl. eign Ós hf., fer fram eftir kröfu innheimtu rikissjóðs, Iðnþróunarsjóðs og Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eign- inni sjálfri fimmtudaginn 17. apríl 1986 kl. 13.45. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 132., 139. og 146. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eigninni Skútahrauni 3, norðurenda, Hafnarfirði, þingl. eign Gellis hf„ fer fram eftir kröfu Iðnaðarbanka íslands, Sveins H. Valdimarssonar hrl„ Gjáldheimt- unnar í Hafnarfirði og Bjarna Ásgeirssonar hdl. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 17. apríl 1986 kl. 14.15. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 132., 139. og 146. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eigninni Breiðvangi 6, ibúð á 2. hæð, Hafnarfirði, þingl. eign Steingrims Guðjónssonar, fer fram eftir kröfu Guðjóns Ármanns Jónssonar hdl. og Gjald- heimtunnar í Hafnarfirði á eigninni sjálfri fimmtudaginn 17. april 1986 kl. 15.00. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 132., 139. og 146. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eigninni Breiðvangi 8, 4.h. B, Hafnarfirði, þingl. eign Gunnars Finnssonar, fer fram eftir kröfu Guðjóns Steingrímssonar hri., Gjaldheimtunnar í Hafnar- firði, Veðdeildar Landsbanka Islands og Jóns Finnssonar hrl. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 17. april 1986 kl. 15.15. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 132., 139. og 146. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eigninni Breiðvangi 66, e.h., Hafnarfirði, þingl. eign Þorieifs Bjömssonar, fer fram eftir kröfu Veðdeildar Landsþanka íslands á eigninni sjálfri fimmtudaq- inn 17. april 1986 kl. 15.30. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 132., 139. og 146. töluþlaði Lögþirtingablaðsins 1985 á eigninni Vesturgötu 8, Hafnarfirði, þingl. eign Sjafnar Gunnarsdóttur, fer fram eftir kröfu Þórólfs Kr. Beck hrl„ Hafnarfjarðarbæjar, Þorfinns Egilssonar hdl„ Tómasar Þorvaldssonar hdl„ Ólafs Gústafssonar hdl„ Sigurðar I. Halldórsson- ar hdl., Ævars Guðmundssonar hdl„ Sveins Skúlasonar hdl„ Jóns Halldórs- sonar hrl„ Ólafs Axelssonar hrl„ Ásgeirs Thoroddsen hdl. og Róberts Árna Hreiðarssonar hdl. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 17. apríl 1986 kl. 16.00. Bæjarfógetinn i Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 132., 139. og 146. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eigninni Hvannalundi 7, Garðakaupstað, þingl. eign Harðar Hrafndal, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík, Jóns G. Briem hdl. og bæjarfógetans í Kópavogi á eigninni sjálfri fimmtudaginn 17. apríl 1986 kl. 16.30. Bæjarfógetinn í Garðakaupstað. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 132., 139. og 146. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eigninni Þrastanesi 20, Garðakaupstað, þingl. eign Víddar sf., fer fram eftir kröfu Iðnaðarbanka Islands, Veðdeildar Landsbanka íslands og Gjaldheimt- unnar i Reykjavík á eigninni sjálfri fimmtudaginn 17. apríl 1986 kl. 17.15. Bæjarfógetinn í Garðakaupstað. Fiskeldi í landkerum - frá fiskeldisráðstefnu í Osló Flestir íslensku þátttakendurnir á ráðstefnunni sjást hér. DV-mynd Lúðvík Börkur Frá Lúðvík Berki Jónssyni fréttarit- ara DV í Tromsö Möguleikamir á eldi laxfiska í landkerum, kostir þess og gallar, voru meðal aðalviðfangsefna á ráðsteínu sem haldin var í Osló nýlega en Norð- menn kanna nú af alvöru möguleika sína á eldi í landkerum. Félagasam- tök tæknimenntaðra manna á þessum sviðum og samtök fiskeldisstöðva stóðu að ráðstefnunni. Það veitir vissa vísbendingu um eðli málsins að tæknimenntað fólk skuli standa að ráðstefnu sem þessari. Eftir því sem hið náttúrlega um- hverfi fjarlægist stöðugt verður samvinna aðila með tæknikunnáttu og líffræðiþekkingu mikilvægari við hönnun og skipulagningu eldis- stöðva. Ráðstefhan var vel sótt og komust færri að en vildu. Islendingar voru þó furðu fáir miðað við að hér er um að ræða hluti sem við hljótum að binda miklar vonir við. Frændur okk- ar Færeyingar eru áhugasamir og voru helmingi fleiri en landinn, eru þeir greinilega að verða „stórþjóð" á þessu sviði. Ráðstefhur sem þessar veita ekki svör við öllum spumingum en fyrir- lesarar frá mörgum löndum og umræðan, sem fylgir í kjölfarið, auka víðsýni manna og bæta skilning á þeim vandamálum sem við er að glíma og þar með möguleikana á að sigrast á vandanum. Hvaða kosti hafa landstöðvar fram yfir kvíar í sjó? Reynt var að gera samanburð og fá svör við þessari spumingu. Helstu kosti verður að telja litla eða enga hættu vegna veðurs, ísa og ásigl- inga; fóðurafgangar og úrgangur berst burt og hefur því engin neikvæð áhrif á fiskinn; vonast er til að hægt verði að hindra útbreiðslu smitsjúk- dóma milli kera og einnig milli stöðva. Almennt má segja að með því að færa fískinn úr kvíum yfir í ker á landi sé frekar en áður hægt að tala um iðnað þar sem allt eftirlit verður mun léttara og auðveldara að hafa yfirsýn yfir framleiðsluna. Vatnið Eitt aðalviðfangsefhi ráðstefnunnar var vatnið og meðferð þess; enda feikna mikilvægt að þekkja sem best til allra þátta sem geta haft áhrif á vatnsþörf og gæði vatnsins. Hér er einkum um að ræða magn fisksins f kerunum, súrefnisinnihald vatnsins, saltinnihald, hitastig, PH-gildi og ammoníak frá fiskinum. Varðandi sjótöku var minnst á kosti þess að taka vatn beint úr borholum eins og vel er þekkt á íslandi. Getur þannig fengist svo til bakteríulaus sjór með litlum hitasveiflum. Loftun getur undir mörgum kringumstæðum verið hagkvæm og sparað dælingu, einkum ef nýta á vatnið oftar en einu sinni. Dælingin, sjálft hjarta stöðvarinnar, er atriði sem skipuleggja þarf út í ystu æsar. Öryggið verður þar að sitja í fyrirrúmi og má ekkert til spara. Fullkominn varabúnaður verður að fara sjálfkrafa í gang við hverja hugs- anlega bilun því hér eru mistök geigvænlega dýr og afdrifarík. Kerategundir eru margar og voru til umræðu nýlegar rannsóknir varð- andi straumamyndun, hreinsun og vatnsendumýjun í mismunandi form- uðum kerum. Kom þar ýmislegt fróðlegt fram sem gaman væri að fjalla um síðar. Fyrirlestur um áætlanir Islandslaxs á Reykjanesi vakti mikla athygli enda um að ræða óvenju stórhuga áform um eldisstöð í landi. Tíundaðir voru og ýmsir eiginleikar landsins sem gera það áhugavert til fiskeldis. Má nefna nýtingu jarðvarmans til aukins vaxtarhraða og til framleiðslu á ódýru fóðri (reyndar byggir Islands- lax tiltölulega lítið -á nýtingu jarð- varma við sitt matfiskeldi). Undir lok ráðstefnunnar var fjárhagshlið mál- anna rædd. Greinilegt er að óvissa ríkir þar um úmsa hluti og erfitt er að gera sér ljósa grein fyrir afkomu og afrakstursmöguleikum landstöðv- ar, hvort sem um er að ræða nýtingu á jarðvarma eða ekki. Spila þar inn í margir óvissuþættir, sérstaklega líf- fræðilegir, sem reyndar á að vera hægt að reikna út að einhverju leyti, en „teorían" og „praxísinn" haldast því miður ekki alltaf í hendur og verð- ur reynslan því oft að skera úr um hvað er mögulegt og hvað ekki. Reynsla þeirra fyrirtækja, sem nú hafa hafið rekstur eða eru í start- holunum, er því dýrmæt fyrir þá sem á eftir koma og vonandi verður kom- ið í veg fyrir að allir þurfi að ganga í gengum sömu byrjunarerfiðleikana og mistökin. Aðalbjörg Magnúsdóttir, formaður Krabbameinsfélags Austfjarða, umsjónarmaður sýningarinnar á Fáskrúðstirði. DV-mynd Ægir. Fáskrúðsfjörður: Sýning á 100 teiknimyndum Frá Ægi Kristinssyni, fréttaritara DV á Fáskrúðsflrði: Sýning á nærri 100 teiknimyndum grunnskólanema úr öllum landsfjórð- ungum var nýlega sett upp á Fá- skrúðsfirði. Bar sýningin yfirskriftina „Þjóðarátak gegn krabbameini þín vegna“. Hún var sett upp í Grunn- skóla Fáskrúðsfjarðar og var á vegum Krabbameinsfélags íslands í sam- bandi við samnorrænt átak gegn krabbameini. Sýningin stóð frá laugardegi til mánudags. Hún var opin öllum nem- endum grunnskólans og almenningi. Myndasýningin er farandsýning og næsti sýningarstaður var fyrirhugað- ur á Blönduósi. Eru myndimar allar tengdar hugtakinu krabbamein og sýna hættu þá sem stafar af reyking- um og öðrum vímuefhum. Umsjónar- maður sýningarinnar á Fáskrúðsfirði var Aðalbjörg Magnúsdóttir, sem er formaður Krabbameinsfélags Aust- fjarða.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.