Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1986, Síða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1986, Síða 42
42 DV. MÁNUDAGUR 14. APRÍL 1986. Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós V s Ólyginn sagði... Kim Basinger kom 16 ára gömul til New York með lúna ferðatösku, biblíu og draum um frægð. Siðan eru liðin 14 ár; ferðata- skan góða komin á haugana, biblían rykfellur óhreyfð ein- hverstaðar í glatkistunni en draumurinn um frægðina hef- ur ræst. Hún hefur stótt af festu og öryggi á toppinn. Fyrst vann hún sem fyrirsæta. Það- an lá leiðin á sviðið og nú hefur henni hlotnast sá heiður að leika á móti Richard Gere í næstu mynd hans. Mick Jagger er að gefast upp á félaga sín- um Keith Richards. Deilur þeirra rista nú svo djúpt að óttast er um framtíð Rolling Stones. Konur þeirra eru einn- ig komnar í hár saman. Deilan snýst um það að Richards vill ólmur fara í tónleikaferð til að viðhalda imynd þessarar langlífustu hljómsveitar rokks- ins. Vandinn er bara sá að Jagger mennir ekki að standa i þessum þeytingi öllu lengur. Björn Borg hugsar nú um það eitt að nafn hans lifi áfram þótt sjtarna hans hnígi til viöar eftir aö hann hefur yfirgefiö tennisvel- lina fyrir fullt og fast. Nýverið var erfinginn skýrður og hon- um gefið nafnið Robin-Björn Borg. Gamli Björn vonast til aö þegar tímar líða þá verði sá stutti ekki siður liötækur meö tennisspaöann en hann var á velmektardögum sinum. Við þurfum nú ekki að bíða nema í svo sem tvo áratugi til aö sjá hvort kappanum veröur að ósk sinni. Frá Gizuri í. Helgasyni, Zurich: Eftir að gert var heyrinkunnugt um trúlofun þeirra Söru og Andrews prins hefur líf ungrar lögfræðistúdínu, Michelle McGaugh (25 ára), gjör- breyst. Hún er nefnilega svo keimlík Söru í útliti að fólk stoppar hana á götum úti, biður um eiginhandaráritanir og tekur ljósmyndir í gríð og erg. Vinir mínir nefna mig í dag aldrei annað en Söru eða Fergie, segir Michelle - en væri ég í raun og veru Sara þá myndi ég klæða mig miklu betur en ég hefi nú ráð á.“ Hver veit nema snótin geti gert sér pening úr þessu öllu saman og far- ið að klæða sig betur. Dýrin eru ekki sein á sér að brölta á fætur þegar þau eru einu sinni komin úr móðurkviði, en mannfólkið getur líka verið fljótt upp á lag- ið. Hún Súsanna litla Gunnarsdóttir, eða Sússí eins og hún var kölluð í gamla daga, var ekki nema þriggja mánaða þegar hún gat staðið bísperrt í lófa stjúpa sín, Þorgeirs Jónssonar. En það gekk að vísu ekki átakalaust, þvi atriðið krafðist mikilla æfinga og var byrjað strax eftir fæðingu. Nú er Sússí orðin stór og myndarleg kona og eftir því sem næst verður komist ávallt í mjög góðu jafnvægi; lc;l> Ursi (Ursúla) Andress deildi einni sæng með Bardot og Roger Vadim í heila viku Frá Gizuri í. Helgasyni, Zurich: Hin svissneska fegurðar- og kvikmyndastjarna Úrsúla Andr- ess, 50 ára að aldri, svaf í heila viku í kompaníi með Brigittu Bardot og þáverandi eiginmanni hennar, leikstjóranum Roger Vadim. Þessu er haldið fram af leikstjóranum sjálfum í bók sem hann helgar fyrrverandi eigin- konum sínum, Brigittu Bardot, Jane Fonda og Chaterine Dene- uve. Roger Vadim, sem er 58 ára, lætur hugann reika til ákveðins tíma í Rómaborg þar sem þau hjónin, Brigitta og hann, höfðu rekist á Úrsúlu og hún faiið þess á leit við hann að fá að dveljast með honum um hríð. Sagði Bardot við bón hennar að henni væri vissulega guðvel- komið að dveljast með þeim en því miður hefðu þau aðeins eitt rúm en það væri nægjanlega stórt fyrir þau öll. Roger Vadim skrifar síðan: „Á þennan hátt deildi ég einni sæng með Úrsúlu Andress og Brigittu Bardot í heila viku.“ Hann heldur áfram: „Við stóðum ekki í neinu ástarsambandi þessa viku, ég daðraði ekki einu sinni við hana.“ Bók Vadims, sem nú alveg ný- verið kom á markað í Bandaríkj- unum, hefur farið svo fyrir brjóstið á tveim fyrrverandi eig- inkonum hans, þeim Brigittu Bardot og Jane Fonda, að þær hafa ákveðið að höfða mál gegn honum. Það munu aðallega vera svefnherbergislýsingarnar sem fara svo í taugamar á dömunum. Vadim skrifar m.a. um Brigittu Bardot: Við héldum okkur í svefnherberginu svo mánuðum skipti - en um Jane Fonda segir hann: „Þegar ég hitti hana í fyrsta skipti varð ég gjörsamlega náttúrulaus." Ástæðan - hún var sífellt að tuða á því að þau þyrftu að koma sér í rúmið. Ursi („okkar eina og sanna?“) Andress - nakin og yndisleg, slapp- ar af í rúminu sínu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.