Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1986, Page 44

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1986, Page 44
44 DV. MÁNUDAGUR 14. APRÍL 1986.' I i I } ) \ ] l r \ Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós Eðlan hennar Cyndi setti allt á annan endann Cyndi Lauper olli heilmiklum vandræðum á RJ’s Rib Joint veitinga- staðnum í Beverly Hills, sem þekktur er fyrir sinn stóra salatbar, þegar hún kom þar inn klædd og skreytt samkvæmt nýjustu gimsteinatísku og húfði þar að auki litla eðlu hangandi á brjóstnælu sinni. Fyrst í stað virtist eðlan una sér hið besta, hlaupandi og leikandi sér framan á tónlistarkonunni frægu, en eftir smástund í biðröð eftir salatinu var eðlan horfin. Flestir töldu að hún hefði stokkið í salatið gómsæta og hófst þar mikil leit, öllu umtumað og stóð jafnvel til að henda því eins og það lagði sig. En þá - þegar Cyndi greyið var alveg komin í rusl - fann hún eínhvern klóra sér á bakinu, og hver ætli það hafi verið ann- ar en týndi vinurinn, eðlan. Sem betur fer var salatinu bjargað en eðlan fékk að dúsa í buddu Cyndi það sem eftir var kvöldsins. Zú “uper: Girls ust want to have fun, eða stelpur vnja bara skemmta sér. Whoppi Goidberg ráðlagöi Spielberg aö kvikmynda „The Color Purple" og mælti með sjáifri sér í aðalhlutverkið. Whoppi Goldberg Stjarna með eigin stíl Whoppi Goldberg er nýjasta stjarnan í hópi bandarískra kvikmyndaleikara. Hún hlaut Grammyverðlaunin í ár fyrir leik sinn í nýjustu mynd Spielbergs: „The Color Purple“. Hún var og útnefnd til óskarsverðlauna fyrir þá frammi- stöðu en hlaut ekki. Whoppi er ekki hin dæmigerða kvikmyndastjarna. Hún er engin fegurðardís. Hún hefur ekki haft fyrir sið á undan- fömum árum að gefa allt fyrir glæsilegan klæðnað. Dagsdaglega gengur hún í íþróttafötum og kærir sig koll- ótta um uppátæki franskra tískukónga. Ferill hennar hófst ekki fyrr en hún var komin á fertugs- aldur. Hún var ekki uppgötvið á ungaaldri og dubbuð upp til stjömu með ærnum kostnaði eins og margar stallsystur hennar. Þá hefur hún það og fram yfir margar þeirra að geta leikið. Whoppi er einstæð móðir sem hafði framfæri sitt af styrkj- um frá félagsmálastofnum, til að bæta upp litlar tekjur fyrir smáhlutverk í leikhúsum, þar til frægðin helltist yfir hana fyrir ári. Síðan þá hefur hún ekki þurft að hafa áhyggjur affjármálum. Whoppi átti sjálf hugmyndina að kvikmyndun sögunnar „The Color Purple“ og mælti með sér í aðalhlutverkið. Hún las hluta bókarinnar fyrir Spielberg og benti honum á að þarna væri viðfangsefni fyrir hann. Spielberg tók sér árs umhugsunarfrest en réðst síðan í að taka myndina. Ljós- hærð en ekki heimsk „Ég hef ekki óttast neitt meira en að vera talin heimsk og viljalaus ljóska. Mér hefur tekist að skapa mér aðra xmynd en ég hef líka orð- ið að vinna fyrir henni," segir Kelly McGillis, leikkonan sem fyrst sló verulega í gegn í hlutverki ekkj- unnar ungu í Vitninu, sem sýnd var hér á síðasta ári við góðar undirtektir. Fyrir leik sinn var Kelly m.a. útnefnd til óskarsverð- launa. Sérfræðingar í kvikmyndum líkja þessari ungu leikkonu við aðra Kelly þá sem lagði heiminn að fótum sínum á árunum eftir stríð og sneri síðan baki við frægðinni fyrir evrópskan fursta. Glæsileik- inn er sá sami og hæfileikarnir síst minni. Kelly McGillis sækir nú í frægð- inni fast að þeim leikkonum sem mestrar hylli njóta um þessar mundir. í leik sínum þykir hún standa jafnfætis þeim Meryl Stre- ep, Sissy Spacek og Jessicu Lange og er orðin jafneftirsótt af kvik- myndaleikstjórum og þær. Ferill hennar minnir líka nokkuð á feril þessara stallsystra hennar. McGillis er leikkona sem hefur mótað stíl sinn sjálf. ímynd hennar er ekki tilbúin af sölumönnum. Hún fer pínar eigin leiðir og kemst vandræðalaust upp með það þegar frægðin er í höfn. McGillis er um þessar mundir að leika í nýrri mynd sem kölluð verð- ur „Top Gun“ sem frumsýnd verður á þessu ári. Kunnugir segja að frammistaða hennar þar verði síst til að draga úr vinsældunum. T-bolur með Söru og Andrew Frá Gizuri í. Helgasyni, Zúrich: Konungsfjölskyldan breska virð- ist vera flestum þegnum bresku krúnunnar sérstaklega hjartfólgin, a.m.k. má þetta öðlingsfólk vart snúa sér við án þess að um það sé sérstaklega getið í breskum blöðum og tímaritum. Nú ættu þessir Bret- ar að geta fært væntanlegt brúð- arpar, Söru og Andrew, enn nær hjarta sínu þar eð einn ágætis framleiðandi hefur nú hafið fram- leiðslu á T-skyrtubolum með mynd af parinu. Reyndar hafði drottningin bann- að slíka framleiðslu en bannið var haft að engu. Segir framleiðandinn, Spyder Curpey, að nú ári illa í vefn- aðarvörubransanum og kóngafólk- ið ætti að vera upp með sér ef það gæti hresst dulítið upp á þessa at- vinnugrein. Þrátt fyrir bann drottningar. ley. fla íut'uív' P™C|II« Pres-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.