Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1986, Blaðsíða 48
MÁNUDAGUR 14. APRÍL 1986.
Sigurður Helgason:
„Erum mjög
óhressir"
'TW1 „Við erum mjög óhressir með að
Arnarflug skuli vera að undirbjóða
okkur. Það er að okkar mati mjög
óæskilegt og þjóðhagslega óhag-
kvæmt að tvö flugfélög héðan séu að
bítast um pílagrímaflug á saman stað
í heiminum. Við teljum að það sé
komin söguleg hefð fyrir því að Flug-
leiðir sé með Alsírflugið," sagði
Sigurður Helgason, forstjóri Flug-
leiða, í viðtali við DV.
Sigurður sagði að hann hefði ekki
séð samninginn sem Arnarflug gerði.
Svo virtist sem þar væri verið að tala
um töluvert lægra verð en Flugleiðir
bauð í upphafi. „Við töldum okkur
.ekki geta farið neðar. Það þarf lítið
að bera út af í þessu til að tap verði.
-:.-**Miðað við það tímaverð sem Alsír-
menn kröfðust er ekki þess virði að
fara út í þetta,“ sagði Sigurður.
Sigurður sagði að Flugleiðir væri í
viðræðum við önnur ríki um píla-
grímaflug. Sigurður útilokaði ekki
heldur að eitthvað yrði úr samingum
við Air Algerie. Þeir væru ekki form-
lega búnir að rifta rammasamningi
þeim sem gerður var í febrúar. Arnar-
flugssamningurinn, sem gerður var
fyrir helgi, hljóðar aðeins upp á þriðj-
ung af þeirri upphæð sem gert var ráð
__fyrir í samningi Flugleiða. -APH
Nýtt þak á
vexti viðskipta-
skuldabréfa
Seðlabankinn lagði fyrir síðustu
mánaðamót blátt bann við því að inn-
lánsstofnanir beittu sérstökum
vöxtum eða vöxtum kaupgengis við
kaup á skuldabréfum. Þetta gildir um
öll skuldabréf útgefin eftir 1. apríl og
þannig er órjúfanlegt 15,5% vaxtaþak
á öllum skuldabréfum.
Eins og DV skýrði frá á laugardag-
inn taka allir bankar nema Lands-
banki og Búnaðarbanki, svo og flestir
■ 4S»stærstu sparisjóðir, viðskiptavíxla á
kaupgengi. Það gefur nú um 30%
ársvexti á sama tíma og vextir á al-
mennum víxlum eru 15,25% og
bankarnir tveir taka 19,5% vexti af
þessum víxlum. Til síðustu mánaða-
móta voru viðskiptaskuldabréf keypt
með hliðstæðum hætti. HERB
Simi: 52866
Geriö uerösamanburö
og pantiö
úr
Væri ekki gáfulegra
að koma upp pólitískri
hundahreinsunarstöð?
Iðnaðarráðherra í könnunarviðræðum
við olíumenn í París:
Þre'rfar á risa-
olíuhreinsun
„Ég var hér heilan dag að ræða „Þetta er hugmynd sem komið er væntanlegur heim í vikulokin.
við olíumcnn, sem tengjast mörgum hefur upp áður en þá reyndist ekki „Jú, ég átti erindi út fyrir mitt
af helstu olíulöndunum. Við rædd- vera fyrir hendi nægur áhugi af ráðuneyti, sem hefði tekið tvo daga.
um um þann möguleika að koma okkar hálfu. Nú hef ég tekið upp
upp á fslandi mjög stórri olíuhreins- þráðinn aftur og fæ væntanlega að Ég tók hins vegar að mér að sitja
unarstöð fyrir markaði bæði vestan vita það fljótlega eftir að ég kem tvo fundi fyrir Matthías Bjarnason
og austan við okkur, auk heima- heim hvort olíuframleiðendumir viðskiptaráðherra, sem er þreyttur.
markaðarins," sagði Albert telja olíuhreinsun á íslandi áhuga- Þetta verður þess vegna hálfsmán-
Guðmundsson iðnaðarráöherra í verða núna eða á næstunni.“ Albert aðarferð," sagði Albert.
samtali við DV. hefur verið í Paris undanfarið og HERB
Veðrið á morgun:
Áfram
kalt
Á morgun verður norðaustlæg átt
ríkjandi um allt land. Veður verður
þó tiltölulega bjart sunnanlands en
él norðan til á landinu. Vindhraði
verður á bilinu 2-4 vindstig.
Veður verður því áfram kalt með
allt að 7 stiga frosti fyrir norðan,
en nokkru hlýrra eða 2-4 stiga frosti
fyrir sunnan. -S.Konn
Bátar sem tóku þátt í leitinni að drengjunum og björgunarsveitarmenn á bryggjunni í
Borgarnesi. DV-myndir Snorri Kristleifsson.
Hafnarfjörður:
H-listinn
ákveðinn
Listi Félags óháðra borgara í Hafh-
arfirði, H-listinn, vegna bæjarstjórn-
arkosninganna í vor liggur fyrir.
Oddviti hans síðast, Vilhjálmur G.
Skúlason, gaf ekki kost á sér. í hans
sæti á listanum kemur Snorri Jónsson
fulltrúi. Andrea Þórðardóttir hús-
móðir er áfram í öðru sæti. Þau
Vilhjálmur eru núverandi bæjaifull-
trúar listans.
13.-11. sæti em: Árni Gunnlaugsson
hæstaréttarlögmaður, Kristín Guð-
mundsdóttir læknaritari, Karel
Karelsson sjómaður, Ásdís Jónsdóttir
hjúkmnarfræðingur, Jóhann Guð-
bjartsson iðnverkamaður, Ásthildur
Einarsdóttir tækniteiknari, Ómar
Smári Ármannsson lögreglumaður,
Stefanía Sigurðardóttir skrifstofu-
maður og Hilmar Kristensson versl-
unarmaður. -HERB
Dauðaslys
í Borgarfirði:
Tveir
átta
ára
drengir
drukkn-
uðu
Tveir átta ára gamlir drengir frá
Borgamesi drukknuðu í sjónum
skammt frá bænum á laugardag.
Lík þeirra fundust laust eftir kí.
17.00 í svokölluðum Bæjarvogi suð-
ur af bænum Þursstöðum tun 2
kílómetra fyrir vestan bæinn.
Að sögn Rúnars Guðjónssonar,
sýslumanns í Borgarnesi, er talið
að drengirnir hafi farið að heiman
frá sér um kl. 9.00 um morguninn.
Af málsatvikum er ljóst að þeir hafa
. farið frá landi á lélegum plastfleka.
Talið er að straumurinn út úr firð-
inum liafi hrifið flékann með sér og
drengimir fallið af honum á rekinu
út fjörðinn.
Beðið var um aðstoð lögreglu í
Borgarnesi á þriðja tímanum. Var
fyrst leitað í bænum til að ganga
úr skugga um hvort drengjunum
hefði dvalist þar við leik. Þegar sú
leit bar ekki árangur vont fjörur
gengnar en einnig án árangurs.
Svo stóð. á að björgunarsveitir
víðs vegar af vetanverðu landinu
vom við samæfmgu í Borgarfirði
og var þegar leitað til þeirra og víð-
tæk leit skipulögð. Jafiiframt var
leitað úr lofti á tveim einkaflugvél-
um úr Borgarfirði. Fundust dren-
gimir síðan látnir við flekann á
sjötta tímanum eins og áður sagði.
Drengimir hétu Vilberg Egilsson
til heimilis að Þorsteinsgötu 5 og
Bjarki Ólafsson til heimilis að Borg-
arbraut 34. -GK