Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1986, Blaðsíða 4
4
DV. MÁNUDAGUR 2. JÚNÍ 1986.
Stjórnmál Stjórnmál Stjórnmál Stjórnmál
Fjör, fagnaður og fyrstu tölur
- DV meðal stuðningsmanna kl. 23.45
Stuðningsmenn stjómmálaflokk- lokað klukkan 23 á laugardags- úr Reykjavík. Þær komu klukkan hlutfalli við útkomu flokkanna á DV var meðal stuðningsmann-
anna komu saman viðs vegar um kvöldið. Eftirvæntingin var mikil, 11.45. Glösum var lyft og þau síðan tölvuskjá sjónvarpsins. anna.
Reykjavík eftir að kjörstöðum var fólk heið spennt eftir fyrstu tölum tæmd. Fagnaðarlæti voru í réttu -EIR
D-listinn í Þórskaffi:
Fáir
mættir
fyrstu
i
tölur
Sjálfstæðismenn fagna í Þórskaffi
Siguróp sjálfstæðismanna á kosn-
ingavöku þeirra í Þórskafh, þegar
fyrstu tölur úr Reykjavík voru birtar,
var ekki mjög hávært þar sem fáir
stuðningsmanna flokksins voru mætt-
ir er þær komu. Fastagestir veitinga-
hússins voru þar í meirihluta skömmu
fyrir miðnættið og maigir þeirra
greinilega á bandi flokksins eftir und-
irtektum við sigurópið.
Áður en tölumar úr Reykjavík birt-
ust var þunnt hljóðið í sjálfstæðis-
mönnum enda gáfú fyrstu kosninga-
tölumar þeim ekki trlefni til mikillar
bjartsýni. Úrslitin í Reykjavík vom
þeim því eins og kærkomið glas á
borðið.
„Ég vissi alltaf að Davíð mundi geta
þetta. I mínum huga var það óhugs-
andi að flokkurinn tapaði borginni -
og sjáðu, þeir fá níu menn samkvæmt
þessum tölum,“ sagði einn af stuðn-
ingsmönnum Sjálfetæðisflokksins við
sessunaut sinn á borði nálægt einu
sjónvarpstækinu á staðnum um leið
og þeir fylgdust með umræðum for-
ystumanna flokkanna í sjónvarpssal.
-FRI
G-listi á Hverfisgötu
..Verðum ekki ánægð nema
Þétt setinn bekkurinn hjá G-listanum.
„Maður situr bara héma í spenn-
ingi,“ sagði einn Alþýðubandalags-
maðurinn á kosningavöku Alþýðu-
bandalagsins í húsnæði þess við
Hverfisgötu.
Stemmningin á kosningaskrifstofu
G-listans var frekar róleg framan af
en þegar tölur fóm að birtast upp úr
klukkan 23.00 fór að færast fjör í fólk-
ið. Fyrstu tölur bámst frá Kópavogi
A-listinn í Naustinu:
„Þetta er æði!“
„Ég held ég fái mér aðra brauð-
sneið,“ sagði alþýðuflokkskona í
Naustinu er fyrstu tölur fóm að ber-
ast utan af landsbyggðinni. „Aðra
flösku," sagði sessunautur hennar.
„Þetta er æði! Við vinnum alls staðar
á,“ sagði sá þriðji.
Það ríkti mikil gleði í veitingahús-
inu Naustinu þar sem alþýðuflokks-
menn vom samankomnir til að fylgjast
með kosningatölum. Það stefndi í stór-
sigur ef marka skyldi fyrstu tölur utan
af landsbyggðinni. Alls staðar bætti
flokkurinn við fylgi sitt og þjónamir
höfðu ekki undan að bæta á bakkana.
„Þetta endurspeglar óánægju lands-
manna með launastefhu ríkisstjómar-
innar. Jón Baldvin hefur verið eina
stjómarandstaðan í vetur," sagði einn
við annan og sá svaraði um hæl: „Við
erum loksins að vinna á eftir öll þessi
ár.“
Heldur fór þó dampurinn úr fólki er
fyrstu tölur úr Reykjavík birtust á
skjánum, aðeins einn maður inni. Það
sló dauðaþögn á liðið og svo komu
hljóðin: Æ, ææ. Ó, ó, ó!
Nýjar tölur af landsbyggðinni lyftu
þó brúnum manna á ný. Nú vantaði
bara Bryndísi. -EIR
liafisppf m ám . í\ '
WsíLAÆ? ,y
?
*nMW t ~
Kæti í Naustinu hjá A-listanum.
Össur komist inn“
og hafði G-listinn heldur bætt við sig.
„Þetta er flott, mér líst vel á þetta,“
heyrðist úr öllum áttum.
Menn biðu með mikilli óþreyju eftir
tölum úr Reykjavík og urðu órólegri
eftir því sem lengra leið. Þegar hinar
langþráðu tölur birtust loks á skerm-
inum tók salurinn viðbragð og fólk
klappaði óspart.
Steinar Harðarson, kosningastjóri
G-listans, sagði að fyrstu tölur úr
Reykjavík legðust bærilega í sig. „Við
teljum að við eigum eftir að síga á en
við verðum ekki ánægð nema við fáum
Össur inn. Ég spái því að við fáum
um 23% atkvæða hér í Reykjavík og
fyrstu tölur frá Akureyri og Seltjam-
amesi sýna að við sígum á.“
-S.Konn
í dag mælir Dagfari í dag mælir Dagfari í dag mælir Dagfari
Sigurvegarar kosninganna
Þetta fór eins og við spáðum. AUir
flokkar koma út úr kosningunum
sem sigurvegarar og una glaðir við
sitt. Reyndar hefur það alltaf verið
svo að í kosningum á Islandi hefur
enginn flokkur tapað frá þvi fyrst
var farið að kjósa. En í þctta skipti
voru sigrarnir óvcnju glæsilegir hjá
hveijum og einum eins og nú skal
rakið.
Fyrst ber auðvitað að nefna Al-
þýðuflokkinn sem var hinn ótviræði
sigurvegari. Bætti við sig mönnum
um land allt og er orðinn næst-
stærsti landsbyggðarflokkurinn og
sópaði þar að auki fylgi til sín á
Reykjanesinu. Þessi sigur Alþýðu-
flokksins er góður undirbúningur
fyrir næstu alþingiskosningar.
Sjálfstæðisflokkurinn heldur borg-
inni með glæsibrag, fær rúmlega
flörtíu prósent atkvæða á landsvisu
og er óumdeilanlega stærsti flokkur-
inn. Hann fær meirihluta i Ólafsfirði,
Grundarfirði og heldur allstaðar
meirihluta sínum nema i Vest-
mannaeyjum og Njarðvík sem ekki
getur talist marktækt. Eins og sjálf-
stæðismenn hafa margoft bent á er
mikilvægasta vígi flokksins í höfuð-
borginni og þar styrkir hann stöðu
sína og fær meira fylgi en nokkru
sinni fyrr, þegar vinstri stjóm er
ekki i landinu. Þessi árangur Sjálf-
stæðisflokksins er góður undirbún-
ingur fyrir komandi þingkosningar.
Alþýðubandalagið bætir við sig
fylgi þegar á heildina er litið. Flokk-
urinn er í mikill sókn og Siguijón
Pétursson hefur bent á að fylgið í
Reykjavik sé meira en nokkru sinni
fyrr, ef frá eru taldar kosningarnar
1978, sem ekki er að marka. Al-
þýðubandalagið viðurkennir að
flokksmenn bjuggust við enn meira
fylgi í höfuðborginni en í raun og
veru var heldur ekki hægt að ætlast
til fleiri atkvæða eins og allt var í
pottinn búið og ekki fer á milli mála
að flokkurinn er hvarvetna í sókn.
Þessi fylgisaukning er góður undir-
búningur fyrir alþingiskosningarnar
á næsta ári.
Framsóknarflokkurinn náði því
sem að var stefnt að halda velli. Fyr-
irfram hafði því verið spáð að fylgið
mundi hiynja af Framsókn í Reykja-
vík en raunin varð allt önnur. Þess
vegna vann Framsóknarflokkurinn
mikinn varnarsigur og Sigrún
Magnúsdóttir hefur lýst yfir því að
enginn einn flokkur hafi unnið jafn-
mikið á i kosningabaráttunni eins
og Framsóknarflokkurinn. Flokkn-
um var í upphafi spáð rétt um tvö
prósent en reif sig upp í rúm sjö pró-
sent á endasprettinum. Þetta er
frækilegt afrek þegar við bætist sem
formaður flokksins benti á í útvarp-
inu að Framsókn hélt sínum hlut og
vel það í ýmsum plássum fyrir vest-
an. Með hliðsjón af því að framsókn-
armenn höfðu hvorki rós né rás og
sitja í ríkisstjórn þá er þessi árangur
flokksins góður undirbúningur fyrir
komandi alþingiskosningar.
Kvennalistinn náði manni inn í
Reykjavík og á Selfossi og með hlið-
sjón af þvi að ekki er lengur nýja-
brum á kvennaframboðunum
verður útkoma kvennanna að teljast
mikill sigur fyrir þær. En mesti sig-
urinn er þó sá að konum hefur
fjölgað gífúrlega í sveitarstjómum á
vegum hinna ýmsu flokka og það er
fúlljóst að sú aukning er bein afleið-
ing af kvennabaráttunni. Þessi
fjölgun kvenna í bæjarstjómum er
kannski mesti sigurinn og marktæk-
asta niðurstaða kosninganna.
Enginn vafi er á því að úrslitin em
góður undirbúningur fyrir kvenna-
hstakonur fyrir kosningarnar á
næsta ári.
Flokkur mannsins er alls ekki óán-
ægður með úrslitin og talsmenn
flokksins benda á að nær fimmtung-
ur kjósenda sat heima og neitaði að
kjósa fjórflokkanna. Það er stór sig-
ur fyrir þau sjónarmið sem Flokkur
mannsins hefur lagt áherslu á að
kjóscndur em orðnir leiðir á gömlu
flokkunum. Þegar þessi hópur er
lagður saman við þá sem kjósa Flokk
mannsins og þá sem drattast á kjör-
stað af gömlum vana til að kasta
ekki atkvæðum sínum á glæ þá getur
Flokkur mannsins bent á þá stað-
reynd að þeirra sjónarmið hafi
mestan hljómgmnn þegar á allt er
litið. Þetta er ekki litill sigur fyrir
nýjan flokk og verður að teljast góð-
ur undirbúningur fyrir kosningamar
á næsta ári.
Dagfari