Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1986, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1986, Blaðsíða 29
DV. MÁNUDAGUR 2. JÚNÍ 1986. 37 » Eigendur söluskálans í Viðigerði þegar hann var opnaður eftir gagngerar endurbætur. DV-mynd /Egir Rannsakar lækninga- mátt Bláa lónsins „Þessi rannsókn okkar er unnin í samvinnu við húðlækningadeild Landspítalans og hefur nú staðið í tæpa þrjá mánuði,“ sagði Guðjón Magnússon aðstoðarlandlæknir í samtali við DV er blaðið spurði hann um framhaldsrannsókn þá sem nú er unnin á vegum embættisins á lækningamætti Bláa lónsins. Þessi rannsókn landlæknis kemur í framhaldi af forkönnun sem gerð var á lækningamætti Bláa lónsins en í þeirri könnun voru 20 psoriasis- sjúklingar, sem stundað höfðu Bláa lónið, athugaðir. í ljós kom að um helmingur þeirra litu betur út að mati lækna eftir böðin í Bláa lóninu og svokölluð „afhreistrun“ var mjög góð hjá sjúklingunum eftir böðin. „Er við hófum framhaldsrannsókn okkar höfðum við samband við allar heilsugæslustöðvar í landinu. Rann- sóknin fer þannig fram að psoriasis- sjúklingur fær umslag þar sem kveð- ið er ú um hvort hann fer í venjulega læknismeðferð eða hvort hann dvel- ur þrjár vikur við Bláa lónið og stundar þar böð. Þannig fáum við tilviljanaúrtak og ætlunin er að fá átta sjúklinga í hvom hópinn sem samanburðarrannsókn verður svo gerð á,“ sagði Guðjón. Áætlað er að rannsókn þessari ljúki um næstu áramót. -FRI k JÖFUR HFH NÝBÝLAVECI 2 • SÍMI 42600 í Hópinu, eins er unnið að því að setja upp hestaleigu í samráði við bændur í nágrenni Víðigerðis. Ibúar Þorkelshólshrepps binda mikl- ar vonir við þessa auknu þjónustu í sveitarfélaginu og þá ekki síður með tilliti til þess að félagsheimilið Víði- hlíð er nánast við hliðina á Víðigerði og gefur það mikla möguleika á sam- starfi öllum til hægðarauka. Ungmenni kæið - fyrir fíkniefnamisferli Nokkur ungmennanna nítján á fsafirði, sem voru tekin til yfirheyrslu um sl. helgi, grunuð um fíkniefiiamis- ferli, hafa játað að hafa haft undir höndum fíkniefiii. Þau verða kærð. Eins og hefur komið fram leysti lög- reglan á fsafirði upp hasspartí í húsi einu og bað viðstadda að fylgja sér á lögreglustöðina. Þar dvöldúst ungmennin fram eftir nóttu. Sex þeirra vom síðan eftir vegna nánari yfirheyrslu. Málið er enn í rannsókn á ísafiiði. -SOS ísafjörður: Verkmenntaskólanum slitið í fyrsta sinn Frá Þorgerði Malmquist, fréttaritara DV í Neskaupstað: Verkmenntaskóla Austurlands var slitið í fyrsta sinn laugardaginn 17. maí sl. en skólinn var stofhaður um síðustu áramót. í ræðu Smára Geirs- sonar skólameistara kom m.a. fram að náðst hefði mjög víðtæk samstaða á Austurlandi um skólann og hafa á þriðja tug austfirskra sveitarfélaga til- kynnt aðild að honum. Nemendur í skólanum vom alls 260 talsins, þar af 150 á framhaldsskóla- stigi. Að þessu sinni útskrifuðust alls 14 nemendur af sex námsbrautum, þ.e. sex af iðnbraut húsasmíði, þrír af iðn- braut vélvirkjunar, tveir af tveggja ára viðskiptabraut og einn af hverri eftir- talinna námsbrauta: iðnbraut hús- gagnasmíði, iðnbraut bifvélavirkjunar og iðnbraut netagerðar. Gestir víðs vegar af Austurlandi komu til skólaslitanna og fluttu eftir- taldir ávarp: Þorvaldur Jóhannssoh bæjarstjóri, Seyðisfirði, sem jafnframt er formaður Verkmenntaskóla Aust- urlands, Ásgeir Magnússon, bæjar- stjóri í Neskaupstað, og Hjörleifur Guttormsson alþingismaður sem tal- aði fyrir hönd alþingismanna kjör- dæmisins. Sveinbjörg Halldórsdóttir lék á píanó og Hildur Þórðardóttir lék á flautu við undirleik Ágústs Ármanns Þorlákssonar en Sveinbjörg og Hildur em báðar nemendur Verkmennta- skóla Austurlands. Skólanum bámst heillaskeyti frá Sverri Hermannssyni menntamálaráðherra og Guðmundi Magnússyni, fræðslustjóra Austur- lands. Athöfriinni lauk síðan með kaffiveislu í Hótel Egilsbúð. ■■iORBERU- ÍHJÓLBARÐAR ■ SEM SKILA ÞÉR Á LEIÐARENDA \ X ' FIRESTONE RADIAL ATX Og atx 23° hjólbarðarnir hafa ver- ið margprófaðir við erfiðustu hugsanlegar aðstæður og út- koman er stórkostleg. Þeir eru þrælsterkir og gripmikllr í tor- færuakstri en samt pýðir og hljóðlátir á maibikf. Vestur-Húnavatnssýsla Söluskáli í nýjum búningi Frá Júlíusi Guðna Antonssyni í V- Hún. Um sl. áramótseldi Halldór Jóhann- esson Söluskálann Víðigerði og Vélaverkstæðið Víði í Víðidal. Kaup- endurnir voru bræðumir Valur Krist- inn og Dagbjartur Már Jónssynir ásamt eiginkonum sínum, þeim Jónu Lóu Sigþórsdóttur og Jórunni Jó- hannesdóttur. Þau hafa gert miklar endurbætur á söluskálanum, útbúið veitingasal og sett upp grill. Undir þetta tóku þau hluta verkstæðisins en em nú þegar að byggja við það. í til- efni af opnun söluskálans í nýjum búningi efndu þau til eins konar vígsluhófs að kvöldi 10. maí þar sem Víðdælingum var boðið ásamt fleirum sem tengjast þessum rekstri. Var þetta hóf mjög vel sótt og auðséð að svei- tungamir kunnu vel að meta þessar breytingar. í Víðigerði er nú starfrækt margs konar þjónusta fyrir utan veitinga- reksturinn. Á vélaverkstæðinu er veitt öll almenn viðgerðaþjónusta, einnig er hægt að fá gistingu á efri hæð sölu- skálans, bæði svefnpokapláss og gisti- herbergi. Veiðileyfi verða til sölu í sumar í nærliggjandi veiðistöðum, s.s. {jd’-VAKTA REIKNING SAMVINNUBANKI ISLANDS HF.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.