Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1986, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1986, Blaðsíða 26
34 DV. MÁNUDAGUR 2. JÚNÍ 1986. íþróttir Iþróttir íþróttir íþróttir • Sepp Piontek, hinn virti þjálfari danska iandsliðsins i knattspyrnu, var kok- hraustur á blaðamannatundinum i Mexikó. Hér sést hann á ætingu með danska landsliðsmanninum Sören Lerby sem er einn af burðarásum danska liðsins í heimsmeistarakeppninni. Kristján bjargaði Völsungum KA - Völsungur 1-1 Frá Stefáni Arnaldssyni, fréttamanni DV á Akureyri: Leikmenn Völsungs frá Húsavík sluppu með skrekkinn er þeir léku gegn KA á Akureyri á föstudagskvöld i 2. deild íslandsmótsins í knattspyrnu. Leiknum lauk með jafhtefli og skor- aði hvort lið eitt mark. Markakóngur- inn Tryggvi Gunnarsson skoraði fyrra mark leiksins á 18. mínútu eftir langt innkast Árna Freysteinssonar. Þvaga myndaðist við mark Völsungs og Tryggvi náði að skora af stuttu færi með lúmsku skoti. I síðari hálfleik sóttu leikmenn Völs- ungs meira og það var Kristján Olgeirsson sem jafnaði metin fyrir Húsvíkinga á lokasekúndum leiksins með þrumuskoti úr vítateig. Úrslitin því jafntefli og liðin geta verið nokkuð sátt við sinn hiut. -SK. Skallagrímur enn án stiga - UMFN sigraði 0-3 á laugardag „Þetta hefur ekki gengið vel hjá okk- ur í sumar en við erum staðráðnir í að taka okkur saman í andlitinu," sagði Valdimar Valdimarsson, þjálfari Skallagríms i Borgamesi og fyrrum leikmaður með Breiðabliki, í samtali viðDV. Á laugardag tapaði Skallagrímur enn einum leiknum er Njarðvíkingar komu í heimsókn og fóru sunnanmenn með þrjú stig frá viðureigninni. Loka- tölur urðu þær að Njarðvíkingar skoruðu þrjú mörk en Borgnesingar ekkert. Heimamenn fengu nokkur góð marktækiferi í leiknum en þeim tókst ekki að nýta þau. Þeir fengu á sig ódýrt mark í byrjun leiksins og það virtist hafa slæm áhrif á hið unga lið Skallagríms sem ekki hefur enn unnið leik á þessu keppnistímabili og reynd- ar ekki á árinu. Margir af bestu leikmönnum liðsins frá í fyrra hafa róið á önnur mið og liðið er nú nær eingöngu skipað heimamönnum. Rúnar Jónsson skoraði fyrsta mark Njarðvíkinga á laugardag en Jón Ól- afkson bætti öðru marki við. Það var síðan Hermann Hermannsson sem skoraði þriðja markið og innsiglaði stóran sigur Njarðvíkinga. „Fá þrjá bjóra ef þeir standa sig‘1 - segir Sepp Piontek, landsliðsþjálfari Dana • Danir binda miklar vonir við frammistöðu Michaels Laudrup á heimsmeistarakeppninni i Mexíkó. Laudrup sem leikur með italska meistaraliðinu Juventus þykir einn snjallasti knattspyrnumaður Evrópu í dag og hann og Preben Elkjær Larsen eru taldir skipa einn allra hættulegasta sóknardúett i áifunni i dag. Danir biða spenntir eftir heims- meistarakeppninni og gera sér vonir um að þeir félagar eigi eftir að skora mörg mörk i Mexíkó. „Vestur-Þjóðveijinn Sepp Piontek, landsliðsþjálfari Dana í knattspyrnu, hélt í lok síðustu viku fyrsta fund með fréttamönnum frá því að danska landsliðið kom til Mexikó. Piontek var kokhraustur á fundinum og var bjart- sýnn á gott gengi danska liðsins í heimsmeistarakeppninni. „Við erum með sterkt tekniskt lið og við munum leika sóknarknatt- spymu hér í Mexíkó. Við erum nýkomnir úr tíu daga æfingabúðum í Kólombíu og mínir leikmenn eiga ekki lengur í neinum erfiðleikum varðandi þunna loftið og hitann. Þetta eru eng- in vandamál lengur fyrir okkur. „Danska liöiö Suður-Ameríku- lið Evrópu“ „Að mínu viti er danska landsliðið Suður-Ameríkulið Evrópu. Liðið er mjög frábrugðið til dæmis landsliðum Svía og Norðmarina," sagði Piontek en frammistaða danska landsliðsins eigum góðan dag þá getum við unnið hvaða landslið í heimi sem er,“ sagði miðvallarspilarinn Sören Lerby á um- ræddum blaðamannafundi. Lerby vann sem kunnugt er bæði deild og bikar með Bayem Múnchen í Vestur- Þýskalandi en er nú á förum frá félag- inu eins og komið hefúr fram í fréttum. Danir leika í E-riðli með Uruguay, Skotlandi og Vestur-Þýskalandi og fyrsti leikur danska liðsins fer fram á miðvikudag gegn Skotum. Þetta er af mörgum talinn einn erfiðasti riðillinn og greinilegt, þrátt fyrir kokhreysti danska þjálfarans, að ekkert má út af bera til að danska liðið þurfi ekki að fara með rófuna á milli lappanna til síns heima. Sepp Piontek telur lið Uruguay verða erfiðasta andstæðinginn í riðlin- um en næstu daga kemur í ljós hvort danska liðið stendur sig og þá er viss- ara fyrir Piontek að vera með bjórinn til taks. -SK undir hans stjóm hefur vakið mikla athygli og hvað bestum árangri náði liðið í síðustu Evrópukeppni er Danir komust í undanúrslit keppninnar. Fá þrjá bjóra ef þeir standa sig vel „Leikmenn mínir era reiðubúnir til að leggja mjög hart að sér en þeir vilja líka eiga saman góða stund og skemmta sér. Þegar danska liðið leik- ur verð ég til dæmis að segja leik- mönnum mínum að ef þeir standi sig vel þá fái þeir þrjá bjóra eftir leik. Þetta hljómar sniðuglega en þetta er staðreynd. Leikmenn mínir elska hreinlega að skemmta sér saman.“ „Getum unnið hvaða lið sem er“ „Við vitum að við getum leikið við bestu lið Evrópu. Þessa stundina erum við uppfúllir af sjálfstrausti og ef við [Þrír fengu að sjá ! rauða spjaldið | - þegar Barcelona náði jafiitefli gegn Sporting Gijon Lið Barcelona komst með mikl- um naumindum í undanúrslit í spönsku deildarkeppninni í knatt- spymu cr liðið gerði 2-2 jafntcfli á útivelli gegn Sporting Gijon. Barcelona vann heimaleik sinn, 1-0, og vann því samanlagt, 3-2. Framlengja þurfti leikinn og það var ekki fyiT en á síðustu mínútu framlengingarinnar að Barcelona tókst að jafna metin. Áður hafði mikið gengið á og dótnarinn haft nóg að gera. Tveimur leikmönnum Barcelona og einum í liði Sporting Gijon var vikið af leikvelli og jöfn- uðu því níu leikmenn Barcelona leikinn gegn tíu leikmönnum Gi- jon. Landsliðsmaðurinn ftá Paraguay, Raul Amarilla, fékk rautt spjald á 60. mínútu cftir að hafa lent í slagsmálum við Cundi Suares, vamarmann Sporting Gi- jon. Suares var einnig vikið af leikvelli. Níu mínútum síðar fékk Barcelonamaðurinn og fyrirliði liðsins, Jose Alexanko, rautt spjald fyrir að mótmæla ákvörðun dóm- arans. Quini náði annars foiystunni fyrir Gijon á 20. mínútu og aðeins tveimur mínútum síðar komst Sporting Gijon í 2-0 með marki frá Alonso. Katalóníumennirnir í Barcelona vom þó ekki af baki dottnir þó fáliðaðir væm og Ur- bano Ortega minnkaði muninn í 1-2 á 71. mínútu og á 119. mínútu jafnaði Esteban Vigo metin fyrir Barcelona. Úrslit í hinum leikjum átta liða úrslitanna: Real /arag. Reol Sociedad .3—1(3-2) Atletico Madrid-Sestao...2-0(4-3) Real Betis-Valencia......2 1(4-2) Það verða þvi Barcelona, Real /aragoza, Atletico Madrid og Real Betis sem leika í undanúrslitunum. -SK.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.