Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1986, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1986, Blaðsíða 9
DV. MÁNUDAGUR 2. JÚNÍ 1986. Utlönd Utlönd Utlönd Utlönd Kyrkti sig sjáifur Maður, sem játað hafði á sig fjörutíu morð, flest þeirra á ungum stúlkum, sem hann kyrkti með hvítum vír, hengdi sig í fangaklefa sínum á föstu- daginn. Hinn þrjátíu og þriggja ára gamli Majid Salek Mahmoudi, sem nefndur var „kyrkjarinn í Teheran", notaði ræmu af rúmteppi til að svipta sig lífi í fangelsinu síðastliðinn föstudag. Hann var handtekinn í febrúar og jétaði smám saman á sig 40 morð í Teheran og fimm öðrum borgum í íran á síðustu fjórum árum. Lögreglan segir hann hafa framið morðin af kynferðislegum ástæðum, vegna ánægjunnar og til að stela af fórnarlömbum sinum. Saksóknarinn í Teheran hefur fyrir- skipað rannsókn á dauða Mahmoudis. Lögreglumaður var um helgina grafinn lifandi í Suður-Afriku. Óöldin þar virðist fara versnandi með degi hverjum. Reiði blökkumanna bein- ist nú í æ ríkari mæli gegn svertingjum, sem starfa fyrir stjómina, og þá aðallega lögreglumönnum. Lögreglu- maður grafinn IKandi Átökin í Suður-Afríku verða æ óhugnanlegri. Um helgina var ráðist á svartan lögreglumann er hann fylgdi vini sinum til grafar, honum varpað í opna gröf og hann grafinn lifandi, að því er haft var eftir lög- reglu. Lögr'egluþjónninn, S.H. Mandlazi, sem var klæddur í borgaraleg föt, var meðal þrjú hundruð syrgjenda við jarðarför vinar síns í Ackerville í austurhluta Transvaal. Klukkutíma síðar opnaði lögregl- an gröfina og fann lík Mandlazis í sitjandi stöðu. Svartir lögreglumenn, sem eru með hæst launuðu svertingjum í þjónustu rikisins, eru helstu skotmörk rót- tækra andstæðinga kynþáttaað- skilnaðarstefnunnar sem hafa heitið því að skeggöld skuli ríkja þar til ríkisstjómin viðurkenni meirihluta svertingja við stjórn landsins. Lögreglan segist ekki hafa hand- tekið neinn vegna morðsins á Mandlazi. Hann er þrítugasti og níundi lögreglumaðurinn sem lætur lífið í óeirðunum sem staðið hafa síðan í febrúar 1984. Allir lögreglu- mennimir, nema fjórir, hafa verið svartir. Hægrimenn tapa i Allar líkur bentu til þess í morgun að hægristjóm Cordero, forseta Ecu- ador, biði mikinn ósigur í þingkosn- ingum er fram fóru þar um helgina. Eftir að fjórðungur atkvæða hafði verið talinn voru flokkar vinstri- manna og marxista komnir með yfir 53 prósent atkvæða, miðflokkar með um 5 prósent og ríkisstjómarflokkur Cordero aðeins með rúm 37 prósent atkvæða. II Ósigur i þingkosningum á miðju kjörtímabili Cordero er talinn geta leitt til áukinnar stjórnmálalegrar og efnahagslegrar upplausnar í Ecuador en landið á nú við vaxandi efnahags- örðugleika að etja vegna lækkandi olíuverðs á heimsmarkaði, en olíuiðn- aðurinn hefur fram að þessu verið einn mikilvægasti útflutningsiðnaður landsins. SPARKOMATIC pr-: v'v.v ui.wunwMí'jm tfcít ™ "' — ~~ - ¦ ' 1 ¦ c '""......M".....'ww^y.jjj[[.w^in."""-«'iiwM»* wm m, ¦ .................................i TttMfíKMXIK ¦ rm*m*twi*0nitöm Vorum að fá mikið úrval af vönduðum bíltækjum með 2 og 3 bylgjum, FM, stereo og kassettu. Verð frá aðeins 3.750 la\ Einnig mikið úrval af hátölurum í bíla. ísetning á staðnum. Vanir menn a i&I* wdm j r_ ss^ Ármúla 38 og Garöatorgi 1.' Símar 31133 - 83177 - 651811.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.