Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1986, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1986, Blaðsíða 43
DV. MÁNUDAGUR 2. JÚNÍ 1986. 51 Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós Það er engin hálfvelgja hjá hljómsveitinni Hálft í hvoru og hafa þau nú ráðist í það þrekvirki að gefa út hljómplötuna Götumynd. A henni eru flest lögin eftir liðsmenn hljómsveitarinnar. Utgáfa fjórmenn- inganna var kynnt í morgunverðarboði á Gauki á Stöng einn fagran sumardag nýlega að viðstöddu margmenni. Og á þessari DV-mynd GVA eru liðsmenn Hálft í hvoru, Gísli Helgason og Herdís Hallvarðsdóttir með dótturina Bryndísi, Guðmundur Benediktsson og Hannes Jón Hannesson. ;íj , ,Hundar eru betri en menn‘ ‘ - segir Doris Day Sonarsonurinn sleppur í gegnum nálaraugað enda er sá stutti Ryan Melcher af ómótstæðilegu gerðinni. Gamla og góða hollístjarnan Doris Day hefur komist að sömu niður- stöðu og sú franska Brigitte Bardot. Karlmenn eru lítt spennandi dýra- tegund og hún tekur flestar aðrar framyfir þegar félagsskapur er ann- ars vegar. Doris býr núna með tuttugu hundum og tíu köttum - al- sæl með lífið og tilveruna. „ Oft eru dýr mun betri félagsskapur en fólk - betri og tryggari vinir,“ segirstjarn- an. Og hún bætir við: „Ég eiska allt sem gengur á fjórum fótum.“ Ástamál hinna frægu og ríku eru sumsé meiriháttar vandamál en Dor- is til huggunar vill Sviðsljósið benda á þá staðreynd að sérlega auðsveipur og vel vaninn eiginmaður gæti fallið inn i myndina - jafnvel á íjórum fót- Fjögur af rásinni - Árdis ívarsdóttir, Jón Axel Ólafsson, Kolbrún Halldórs- dóttir og Þorgeir Ástvaldsson. Að baki þjónninn Óskar reiðubúinn með súpuna handa Kolbrúnu. Raddirnar á rásinni Fjölmiðlafólk og makar - Guðrún Alda Harðardóttir, Pálína Ingvarsdóttir, Sig- urður Blöndal, Katarína Óladóttir, Þórarinn Stefánsson, Guðrtður Haralds- dóttir, Rannveig Hallvarðsdóttir, Gunnar Salvarsson, Sólveig K. Jónsdóttir og Sigurður Salvarsson. Starfsfólkið á rás 2 brá sér á Söng- bókina hans Gunna Þórðar í Broad- way til þess að gera sér dagamun og við það tækifæri var nokkrum mynd- um smellt af fyrir Sviðsljósið. Hérna geta því áhugasamir hlustendur rás- arinnar séð hvernig fólkið, sem að baki röddunum býr, lítur út í raun- veruleikanum og vonandi að ein- hverjir uppfylli þær væntingar sem hlustendur hafa gert sér með radd- irnar að leiðarljósi. DV-myndir KAE. Af yngri kantinum - Hafdís Harðardóttir, Haraldur Asgelr Aikman, Inger Anna Aikman, Sigurveig María Yngvadóttir, Friðrik Erlingsson, Ingibjörg Ingadóttir, Anna Kristin Árnadóttir, Helgi Már Barðason, Guðrún Gunnarsdóttir og Gunn- laugur Helgason. Charlene Tilton hefur ekki fitnað verulega ennþá og siglir því hrað- byri inn í hlutverkið sem Lana Turner. Hún hefur engan Hamilton sér til hjálpar en trúin er sterkur bakhjarl. Á hverju kvöldi ákallar Charlene almættið og biður um að ekkert annað en kálhausar og salatblöð verði á vegi hennar næsta dag. Fram að þessu virðist aðferðin hafa verkað ágætlega. Stefanía af Mónakó er tuttugu og eins árs og ætlar að gera það gott sem söngkona. Platan hennar með laginu Orkan selst eins og heitar lummur þannig að endurútgáfa er þegar fyrir- huguð. Furstapabbinn heima í Mónakó er þungur á brún yfir framgangi mála og leitar logandi ljósi að heppi- legum tengdasyni sem gæti vakið áhuga dótturinnar á einkaframtaki í þágu mannfjölgunar í furstadæminu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.