Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1986, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1986, Blaðsíða 14
14 DV. MÁNUDAGUR 2. JÚNÍ 1986. ■i 4 I i ) L ■l ,1 i Frjálst.óháð dagblað Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 450 kr. Verð I lausasölu virka daga 45 kr. - Helgarblað 50 kr. Sveiflur í kosningunum Þegar spurt er um sigurvegara sveitarstjórnarkosn- inganna, verður að hafa í huga, að staðbundnar ástæður ráða víða úrslitunum í einstökum sveitarfélögum. Þó má draga nokkrar ályktanir af sveiflunum í landinu sem heild. Þá kemur í ljós, að Alþýðuflokkurinn hefur sigr- að á landsmælikvarða. Flokkurinn hefur aukið fylgi sitt frá síðustu sveitarstjórnarkosningum um nálægt fimm prósentustig, sem er mikið. Þetta þýðir, að Al- þýðuflokkurinn er í sókn á landinu. Víða var fylgis- aukning flokksins mikil, en ekki má gleyma, að Alþýðuflokkurinn fór illa út úr kosningunum 1982 og tapaði þá miklu. Formaður Alþýðuflokksins, Jón Bald- vin Hannibalsson, getur á þessum grundvelli sagt, að hinn nýi stíll hans hafi borið árangur. Þó er fylgisaukn- ing flokksins mest í Reykjaneskjördæmi, þar sem Kjartan Jóhannsson, sem Jón Baldvin felldi úr for- mennsku, er helzti oddviti alþýðuflokksmanna. Jafn- framt fer Alþýðuflokkurinn tiltölulega illa út úr kosningunum í Reykjavík, kjördæmi formannsins, þar sem eiginkona hans var í baráttusæti. Annar sigurvegari kosninganna er Alþýðubandalag- ið, sem bætir við sig um tveimur prósentustigum á landsmælikvarða og kemur vel frá Reykjavík. Nú vakn- ar því sú spurning, hvort kosningarnar séu vantraust á ríkisstjórnina, þar sem flokkar í stjórnarandstöðu vinna á. Svarið er, að svo er ekki, sé betur að gáð. Fylgi stjórnarflokkanna er enn dágóður meirihluti þeirra, sem kusu. í mesta lagi væri unnt að draga þær ályktanir af þessum kosningum, að stjórnarflokkarnir gætu tapað örfáum þingsætum, yrði fljótlega kosið til þings. Ekki má gleyma, að enn einn sigurvegari kosning- anna er Davíð Oddsson borgarstjóri. Sjálfstæðisflokkur- inn jók fylgi sitt í Reykjavík og hefur yfirgnæfandi meirihluta í borgarstjórn. Þar sem mikill munur er á fylgisaukningu Alþýðuflokks í Reykjavík og annars staðar, verður sú ályktun dregin, að ýmsir kjósendur Alþýðuflokks í þingkosningum hafi kosið Sjálfstæðis- flokkinn í borgarstjórnarkosningunum. Svipað gildir um aðra lista, nema þá helzt Alþýðubandalagið. Skoð- anakönnun DV hafði einnig sýnt, að svona færi. DV hafði í skoðanakönnun viku fyrir kosningarnar sýnt í skýrum dráttum, hvernig færi í Reykjavík. Ef borgarfulltrúar hefðu verið valdir í hlutfalli við fylgi listanna samkvæmt þeirri skoðanakönnun, hefði Sjálf- stæðisflokkur fengið 10, Alþýðubandalagið 3, Alþýðu- flokkur einn og Kvennalistinn einn. Skoðanakönnunin sýndi einnig, að Framsókn skorti lítið á að fá einn mann og fella tíunda mann Sjálfstæðisfokksins. Það gerðist. Þarna munar litlu á skoðanakönnun og úrslit- um, þótt auðvitað verði fylgissveiflur síðustu vikuna fyrir kosningar. Ekki er unnt að ætlazt til, að skoðana- könnun geri betur. DV hefur gefið kjósendum upplýsingar um stöðuna í Reykjavík með öðrum hætti. Tekið var meðaltal af svörum fólks í kosningagetraun blaðsins. Meðaltalið var þannig, að Sjálfstæðisflokkurinn fengi átta fulltrúa, Alþýðubandalagið þrjá, Alþýðuflokkur tvo, Kvennalist- inn einn og Framsókn einn. Jafnframt var sagt frá, að litlu munaði samkvæmt þessari spá, að Sjálfstæðis- flokkurinn fengi níu menn en Alþýðuflokkurinn aðeins einn, eins og varð. Þessi talning gaf Reykvíkingum því mjög góða hugmynd um, hvernig leikar stæðu. Haukur Helgason. Ellert og samhengið Því verður trúlega aldrei neitað að stofnun Dagblaðsins hér um árið breytti miklu í íslenskri blaða- mennsku og þjóðfélagsumræðu. Flestum er kunn saga blaðsins og hvemig það varð til, deilur ritstjóra og ritstjómar við eigendur gamla Vísis um frelsi til að stunda heiðar- lega og „frjálsa" blaðamennsku. Nokkrir blaðamenn og Jónas Kristj- ánsson ritstjóri rifu sig lausa, fengu fleiri í lið með sér og stofhuðu blað- ið með mikilli þátttöku hins almenna borgara. Skrif Jónasar vom umdeild og vöktu athygli og tök blaðanna á fréttum þóttu nýnæmi. Lykilatriðið var þá aðgangur stjómmálamanna úr öllum flokkum að blaðinu með greinaskrifum. Dagblaðið rauf á þann hátt einokun flokksblaðanna á stjómmálaumræðunni. Hinu mega menn ekki gleyma að Dagblaðstilraunin fór út um þúfur og blaðið var lagt niður. Það er kap- ítuli út af fyrir sig en segir þó alla söguna um afdrif blaðsins og sér- staklega þann metnað sem eigendur þess höfðu fyrir hönd blaðsins. Eftir leynilegar viðræður við eigendur Vísis - gömlu andstæðingana - höfðu peningamir lokaorðið, þrátt fyrir allar yfirlýsingamar um „frjálsa" blaðamennsku. Á einni nóttu vom Vísir og Dagblaðið sam- einuð - að flestum starfsmönnum og jafnvel stjómendum blaðanna for- spurðum. Til varð sérkennilegur bastarður í íslenskri blaðamennsku sem enn hefur ekki tekist að marka sér bás enda er það sennilega ekki ætlunin. Blaðið er gefið út svo lengi sem það selst og megintakmarkið er að selja blaðið með öllum þeim tilslökunum sem þá verður að gera til þess að styggja ekki stóra auglýsendur og áhrifamenn í þjóðfélaginu. Það er í þessu ljósi sem menn verða að lesa grein Ellerts B. Schram, rit- stjóra DV, á laugardaginn var um Hafskipsmálið. DV og Hafskip Hér er tekið undir þá skoðun að kannski sé ekki rétt að kenna Sjálf- stæðisflokknum í heild um Hafskips- málið. Auðvitað verður aldrei litið framhjá þeirri staðreynd að nokkrir þeirra, sem nú hafa komist undir manna hendur vegna gruns um stór- fellt fjármálamisferli, hafa gegnt trúnaðarstörfúm fyrir Sjálfstæðis- flokkinn og verið málsvarar hans. Sums staðar hefur þeim verið hamp- að sem sérstökum dæmum fyrir þær hugsjónir sem flokkurinn berðist fyrir. En það var fyrir Hafskipsmál- ið. En það er mjög erfitt að draga skýr mörk á milli DV og Hafskips og því verðum við áhorfendur að enn einu niðurlægingartímabilinu í sögu DV og forvera þess. Skýringuna er að finna í því að tveir stærstu hlut- hafar og stjómendur DV, Sveinn R. Eyjólfsson og Hörður Einarsson, firamkvæmdastjórar og skuggarit- stjórar, em jafnframt tveir atkvæða- mestu menn innan Hafskips og eiga þar mikilla hagsmuna að gæta. Sláandi dæmi um meðhöndlun DV á Hafskipsmálinu er að finna í frétt- um á útsíðu á laugardaginn var: þar heita ákæmatriði á hendur sak- bomingum „grófar ásakanir". Ellert kennir okkur hinum Hér er tekið undir þá almennu fordæmingu sem fram hefui- komið á fréttaflutning sjónvarpsins af Haf- skipsmálinu þegar sakbomingar komu í Sakadóm. Þar hefði vissulega mátt sýna stillingu. En á það er einn- ig bent hér að enginn annar fjölmið- ill i landinu hefur verið iðnari við að notfæra sér mannlegan breysk- leika og hörmungar en DV. Hvergi hafa fleiri gróusögur verið bomar á borð fyrir almenning en þar, hvergi hafa fleiri fyrirsagnir með spuming- armerkjum fyrir aftan verið birtar - einkenni á slappri og metnaðarlítilli blaðamennsku. Og DV hefur riðið á vaðið í myndbirtingum af ógæfu- fólki, slysum og hörmungum, langt út fyrir það sem sæmandi hefur tal- ist hingað til. Helgi Pétursson blaðafulltrúi Sambandsins Það kemur því úr hörðustu átt þegar DV-ritstjórinn Ellert B. Schram reynir að leggja mönnum lífsreglumar í stórundarlegri grein í laugardagsblaði sínu. Þar ítrekar hann margoft að ekki megi dæma menn fyrr en þeir hafi verið fundnir sekir, að myndbirtingar séu óþarfar og fjölmiðlar hafi í tilviki Hafskips- manna verið að velta sér upp úr ógæfu fólks og fjölskyldna þeirra. Hafskipsmálið sé í raun ógæfa, harmleikur jafnvel, sem nokkrir góðborgarar hafi leiðst út í fyrir til- viljun. „Eftir ævintýralega áhættu í siglingum milli Evrópu og Ameríku; eftir örvæntingarfullar tilraunir til þess að bjarga fyrirtækinu frá hruni; eftir hatrammar pólitískar deilur, kom að þvi á liðnum vetri að Haf- skip var lýst gjaldþrota. Hundruð starfsmanna misstu atvinnu sína, eigendur töpuðu eignarhlut sínum, Útvegsbankinn tapaði himdruðum milljóna króna í lánveitingum og ótölulegar fjöldi lánardrottna tapar væntanlega kröfum sfnum í búið,“ segir Ellert B. Schram. En svo kemst hann að þeirri geð- klofalegu niðurstöðu að svonefnt kaffibaunamál Sambandsins og Haf- skipsmálið séu sömu ættar! Þama em svo alvarlegar falsanir á ferðinni að samvinnumönnum, sem lengi hafa þurft að sitja undir óhróðri og lygum DV og fyrirrenn- ara þess, fallast næstum hendur. Ekkert tengir þessi tvö mál saman. Það sést best á lýsingu Ellerts sjálfs á endalokum og afdrifum Hafskips og starfemanna þess. Við þekkjum öll þær ákærur sem bomar hafa ve- rið á stjómendur Hafekips. Og öll höfum við heyrt merkar yfirlýsingar vararannsóknarlögreglustjóra um gang rannsóknarinnar og til hvers hún virðist leiða. Ellert skammar sjónvarpið fyrir að birta mynd af Hafekipsmönnum þrisvar. Og hann spyr: „Höfðu þessir menn drepið fólk, selt heróín eða önnur eiturlyf? Höföu þeir stjómað glæpahringum, vændishúsum eða fjárplógsstarfeemi í undirheimum?" Nú spyrjum við samvinnumenn og aðrir almennir borgarar í landinu: Hvað réð myndbirtingu DV af Er- lendi Einarssyni, forstjóra Sam- bandsins, þar sem hann kom úr réttarsal fyrir skömmu? Af hverju var þessi mynd birt enn á ný skömmu síðar, þá sem myndskreyting við ein- hveija rætnustu grein í DV um málefni Sambandsins sem menn hafa séð þar lengi og em þeir þó ýmsu vanir? Haföi Erlendur drepið mann, selt heróín eða önnur eiturlyf? Haföi hann stjómað glæpahringum, vænd- ishúsum eða fjárplógsstarfeemi í undirheimum? Eigum við von á betrun? Ellert segir í grein sinni: „Hér er aðeins verið að hvetja almenning, stjómmálamenn og fjölmiðla til þess að fara sér hægt í sleggjudómum og hvatvísi." Ellert B. Schram má heldur betur taka við sér ef hann ætlar að snúa við blaðinu gagnvart Sambandinu og samvinnumönnum í þessu landi. Grein Dagfara um Erlend Einarsson og Sambandið fyrir skömmu var svo yfirfull af sleggjudómum og almenn- um mddaskap að það má teljast furðulegt að sami maðurinn og ber ábyrgð á þeirri grein skuli svo koma fram og biðja menn að fara sér hægt gagnvart þeim sem hugsanlega hafa gerst brotlegir í Hafskipsmálinu. Það viljum við öll gera. Það er Haf- skipsmönnum lán í óláni nú að þeir em tengdir DV. Guð hjálpi mönnun- um heföu þeir talist til pólitískra andstæðinga eigenda og ritstjóra DV. Að lokum rifyu Ellert B. Schram upp Geirfinnsmálið og það að fjórir menn sátu saklausir í gæsluvarð- haldi mánuðum saman vegna ljúg- vitna. Man Ellert B. Schram hvaða tvö blöð það vom sem veltu sér hvað mest upp úr þvi máli og hefúr hann nokkum tíma velt því fyrir sér hvaða áhrif fréttaflutningur blaðanna tveggja og greinaskrif hafði á gang rannsóknarinnar? Man hann hveijir það vom sem töldu að Ólafúr Jó- hannesson, þáverandi dómsmálaráð- hena og fonnaður Framsóknar- flokksins, jafnvel flokkurinn allur, væm potturinn og pannan í því máli og í vitorði með smákrimmum og morðingjum? „Það mál á að kenna okkur að fara varlega í fordæmingunni," segir Ellert B. Schram. Hann hefur ekkert lært. Helgi Pétursson „Hér er tekið undir þá skoðun að kannski sé ekki rétt að kenna Sjálfstæðisflokknum í heild um Hafskipsmálið.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.