Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1986, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1986, Blaðsíða 21
21 DV. MÁNUDAGUR 2. JÚNÍ 1986. Stórieikur Ralph Sampsons Tiyggði Houston sigur á Boston, 106-104 Risinn Ralph Sampson átti stórleik í gærkvöldi þegar Houston Rockets sigraði Boston Celtics í þriðja leik liðanna í úrslitum NBA-deildarinnar í körfu, 106-104, en leikið var í Hous- ton. Staðan i leikhléi var 62-59, Houston i hag. Leikurinn var jafii framan af en í þriðju lotu náði Boston 9 stiga for- skoti og allt stefiidi í þriðja sigur liðsins. Góður lokasprettur Houston tryggði þeim sigur. Sampson skoraði 24 stig fyrir Houston (22 fráköst) og Akeem Olajuwon 23. Hjá Boston var Kevin McHale stigahæstur með 28 stig, Larry Bird skoraði 25 (15 frá- köst) og Dennis Johnson 20. Staðan er nú 2-1 fyrir Boston en tveir næstu -leikir verða í Houston. -SK Týndi miðan- um ogfékk hjartaáfall Honum brá heldur í brún Mexíkan- anum sem uppgvötvaði skömmu fyrir opnunarathöfriina að hann var búinn að týna miðanum sínum. Honum varð svo mikið um að hann fékk hjartaá- fall og hné niður fyrir framan inn- ganginn. Hann liggur nú þungt haldinn á sjúkrahúsi í Mexíkó. 65 aðrir knattspymuaðdáendur þurftu að fá aðhlynningu vegna þrengsla og troðnings við opnunarat- höfnina. -SMJ Heimsmet í hástökki Búlgarska stúlkan Stefka Kostad- inova setti heimsmet í hástökki kvenna þegar hún stökk 2,08 metra á móti í Búlgaríu á laugardaginn. Ko- stadinova jafiiaði fyrir stuttu heims- met löndu sinnar Ludmillu Andonovu og þykir líkleg til að bæta heimsmetið enn frekar. -SMJ STAÐAN 1. DEILD Staðan í 1. deild Islandsmótsins í knattspyurnu eftir leiki helgarinnar er þannig: FH-Valur....................0-1 ÍBV-Breiðablik............. 1-1 KR-Akranes................. 1-1 Víðir-Þór................... 0-0 Fram-ÍBK....................0-1 FH............4 2 116-47 Breiðablik....3 2 1 0 3-1 7 KR............4 1 3 0 6-2 6 Valur.........4 2 0 2 6-3 6 Akranes.......4 12 1 4-2 5 Fram..........3 1 2 0 2-2 5 Þór...........3 111 3-3 4 Víðir........4 12 1 2-3 4 Keflavík......4 1 0 3 2-7 3 ÍBV...........3 0 12 1-7 1 • Þeir Ingi Björn Albertsson, FH, og Valgeir Barðason, ÍA, eru enn markahæstir í deildinni en hvor um sig hefur skorað þrjú mörk. -SK 2. DEILD Staðan í 2. deild íslandsmótsins i knattspyrnu er þannig helgarinnar: KA-Völsungur Selfoss-Vikingur eftir leiki 1-1 1-0 1-9. UMFS-Njarð vík.... Þróttur-KS 0-3 2 3 Selfoss 3 2 1 0 6-2 7 Njarðvík 3 1 2 0 7-4 5 KA 3 1 2 0 7-3 5 Völsungur 3 1 2 0 4-1 5 KS 3 1 2 0 5-4 5 Víkingur 3 1 1 1 5-4 4 ísafjörður 3 0 1 2 3-9 2 Þróttur 3 0 1 2 4-6 1 Skallagrímur 3 0 0 3 1-10 0 Þeir Jón Gunnar Bergs, Selfossi, og Tryggvi Gunnarsson, KA, eru markahæstir með fjögur mörk hvor en Gústaf Björnsson, þjálfari og leik- maður KS, hefur skorað þrjú mörk. -SK • Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu hófst með pompi og pragt á iaugardag í Mexikó og var mikið um dýrðir við setningu mótsins eins og vænta mátti. Á þessari mynd sést ein af mörgum laglegum mexíkönskum meyjum sem fram komu á opnunartiátiðinni og eins og sést á myndinni þá vakti hun mikinn áhuga Ijósmyndara sem mynduðu hana í bak og fyrir. Þremur ieikjum er nú lokið á HM og frá þeim er greint í opnu blaðsins í dag ásamt öðrum viðburðum frá Þ heimsmeistarakeppninni. Símamynd/Reuter „Svona erknattspyrnan“ - sagði Hólmbert Fríðjónsson, þjátfari ÍBK, eftir sigur ÍBK gegn Fram, 0-1 ' „Svona er knattspyrnan,“ sagði Hólmbert Friðjónsson, þjálfari ÍBK, að loknum leik liðsins við Fram á aðal- leikvangi eftir að liða hans hafði orðið fyrst liða til að leggja Fram í íslands- mótinu í ár. Sjálfur hlaut Hólmbert sín fyrstu stig með Keflavíkurliðið í mót- inu eftir þijá tapleiki í byijun móts. Leikur liðanna var mjög opinn og sanngjöm úrsht hefðu liklega verið 5-3 Fram í hag en mark tveimur minútum fyrir leikslok frá Frey Sverrissyni réði úrslitum. Hann náði þá að snúa af sér einn varnarleikmann Fram og skjóta á markið. Friðrik Friðriksson mark- vörður náði ekki að gera meira en að breyta um stefnu boltans á leiðinni í netið og Fram sat þvi eftir með sárt ennið. Fram náði undirtökunum á miðj- unni strax í byijun og var nálægt því að skora strax á byijunarmínútunum. Guðmundur Torfason átti þá skalla í stöng. Leikurinn jafnaðist síðan er leið á hálfleikinn og litlu munaði að Óla Þór Magnússyni tækist að skora eftir að hafa náð að leika á Friðrik mark- vörð en Jón Sveinsson bjargaði á línu. í síðari hálfleiknum var mun meiri pressa á ÍBK en leikmönnum hðsins • Guðmundur Steinsson í góðu færi fyrir framan mark ÍBK í gær. DV-mynd Brynjar Gauti virtist fyrirmunað að skora þrátt fyrir mýmörg marktækifæri. Mark Freys á 88. minútu kom siðan eins og þruma úr heiðskíru lofti og fögnuður Suður- nesjamanna var ósvikinn í leikslok. Vöm Fram vai' alls ekki nógu traust- vekjandi í þessu leik. Þrátt fynr að liðið hefði liaft undirtökin á miðjunni virtist sem varnarmenn liðsins ynnu ekki nægj- imlega vel saman. Sóknarmennimir vom lagnir að koma sér í marktækifæri en endahnútinn vantaði. Viðar Þorkelsson, Steiim Guðjónsson og Þórður Marelson vom bestu leikmenn liðsins í leiknum. Nafnamir í framlínmmi, Guðmundur Steinsson og Torfason, léku ágætlega í fyrri hálfleik og Pétur Ormslev komst jiokkalega frá hlutverki sínu. Vömin var það sem mest reyndi á hjá Keflvík og liðið var hættulegt í skyndi- sóknum sinum. Óli Þór Magnússon, Sigtmður Björgvinsson og varamaðurimi Jóhann Magnússon vom bestu menn liðs- is ásamt Frey Sverrissyni sem á svo óvæntan hátt náði að „stela" stigunum þremur. Magnús Jónatansson átti slakan dag á flautunni. Var oft fulllengi að ná boðum línuvarða og dæmdi síðan þegar það átti ekki við. Lið Fram: Friðrik Friðriksson, Þorsteinn Þomteinsson, Þórður Marelsson (Ormarr Örlygsson). Pétur Ormslev, Viðar Þorkels- son. Kristinn Jónsson, Jón Sveinsson, Guðmundur Steinsson, Steinn Guðjóns- son. Guðmundur Torfason, Öm Valdim- arsson (Amljótur Davíðsson). Lið ÍBK: Þorsteinn Bjamason, Sigurður Guðnason (Jóhann Magnússon), Valþór Sigþórsson. Rúnar Georgsson, Sigurðiu- Björgvinsson, Gunnar Oddsson, Einar Á. Ólafsson, Freyr Sverrisson, Óli Þór Magn- ússon. Sigurjón Sveinsson, Skúli Rósants- son (Ægir Kárason). Maður leiksins: Freyr Sverrisson, f"----------— —---------------1 ! „Vinnum ekki leiki |ánþessaðskora“| I - sagði Ásgeir Elíasson, þjátfari Fram | Það var hins vegar annað hljóð í | búningsherbergi ÍBK eftir leikinn: g „Þetta var sætur sigur en ég segi I ekki að hann hafi verið sanngjam,“ I sagði Hólmbert. Friðjónsson, þjálfari ■ ÍBK, eftir leikinn. I gcgn ÍBK. -fros * I „Það segir sig sjálft að við vinnum I ekld leik þegar við nýtum ekki I marktækifærin. Þcir komu hingað Itil að hanga á jafnteflinu en hirtu siðan öll stigin," sagði Ásgeir Elías- I son, þjálfari Fram, dapur eftir tapið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.