Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1986, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1986, Blaðsíða 2
2 DV. MÁNUDAGUR 2. JÚNÍ 1986. Stjórnmál Stjórnmál Stjórnmál Stjórnmál Sviftingar í meirihlutasamstarfi eftir kosningamar: Miklar þreifingar milli flokkanna Sveitarstjómarkosningamar í fyrradag breyttu víða styrk flokk- anna og sums staðar er ljóst að stokka þarf spilin upp. f 23 kaupstöð- um, að Reykjavík meðtalinni, réðst meirihluti í einungis sex í kosning- unum sjálfum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur yfirhöndina í höfuðborginni, á Seltjamamesi og í Garðabæ og hann endurheimti meirihluta í Ólafsfírði. Alþýðuflokkurinn náði meirihluta í Keflavík og Alþýðubandalagið hélt sínu striki í Neskaupstað. Kópavogur Alþýðuflokkur og Alþýðubanda- lag bættu við sig sínum manninum hvor flokkur í Kópavogi og hafa nú þrjá bæjarfulltrúa hvor. Þeir vom í meirihluta ásamt Framsóknar- flokknum sem tapaði manni og hefur nú aðeins einn. Sjálfstæðisflokkurinn missti mann og hefur fjóra. í samræmi við yfirlýs- ingar A-flokkanna fyrir kosningam- ar má fastlega gera ráð fyrir áframhaldandi samstarfi þeirra. Þeir hafa saman meirihluta, sex af ellefu sætum. Ekki er útilokað að Fram- sókiiarflokkurinn sláist með í ferð- ina áfram, þótt það sé fremur ólíklegt að svo komnu máli. Hverfandi líkur em á að Sjálfstæð- isflokkurinn komi til með að taka þátt í meirihlutamyndun í bænum, bæði vegna tapsins nú og eins vegna gróinnar úlfúðar á milli hans og hinna flokkanna. Hafnarfjörður Alþýðuflokkurinn hlýtur að hafa forystu um meirihlutamyndun í Hafnarfirði eftir stórsigur sinn. Hann hefúr nú fimm sæti af ellefú og þarf aðeins eitt atkvæði til við- bótar til þess að mynda meirihluta. Þar koma til greina bæði Alþýðu- bandalagið og Frjálst framboð, sem hafa einn mann hvor listi. Slíkt sam- starf yrði þó sjálfeagt strembið því eins manns flokkurinn hefði ætíð úrslitaatkvæðið. Þá kemur til greina samstarf þessara þriggja flokka og loks samstarf Alþýðuflokks og Sjálf- stæðisflokks, sem hefur fjóra menn. Sjálfetæðisflokkurinn á raunar ekki annan kost til þess að vera áfram í meirihluta því fyrir kosning- ar var því lýst skorinort yfir að samvinna við Frjálst framboð eftir kosningamar kæmi ekki til greina. Og þá dugir Sjálfstæðisflokknum ekki samstarf við Alþýðubandalagið. Akureyri Meirihlutinn, sem var á Akureyri, er ekki lengur til á blaði. Þrír flokk- ar, Framsóknarflokkurinn með þrjá fulltrúa, Alþýðubandalagið með einn og Kvennaframboðið með tvo fúlltrúa voru í meirihluta. Kvenna- firamboðið bauð ekki fram nú og Framsóknarflokkurinn missti sæti. Alþýðubandalagið vann að vísu sæti en saman hafa þessir tveir flokkar aðeins fjögur af ellefú sætum í bæj- arstjóm nú. Alþýðuflokkurinn, sem vann tvö sæti og hefur nú þrjú, er í oddaað- stöðu til samninga við annaðhvort þessa tvo flokka eða Sjálfetæðis- flokkinn, sem hefúr fjögur bæjar- stjómarsæti. Þetta em tveir líklegustu möguleikarnir á Akur- eyri. Suö-Vesturland Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks á Akranesi er úr sög- unni. Alþýðuflokkurinn vann að vísu sæti og hefur nú tvö en Sjálf- stæðisflokkurinn tapaði tveim og hefur einungis tvö eftir. Samanlagt hafa flokkamir fjögur sæti af níu. Framsóknarflokkurinn hefur áfram þrjú sæti og Alþýðubandalag- ið bætti við sig og hefur því tvö. Saman hafa þessir flokkar tölulegan meirihluta en alveg er óvíst hvaða meirihlutasamstarf verður uppi á teningnum á Skipaskaga. Sjálfetæðisflokkur og Framsókn- arflokkur töpuðu báðir sæti í Grindavík en gætu samt haldið úfram meirihlutasamstarfi. Þeir hafa tvö sæti hvor og samtals fjóra bæjar- fulltrúa af sjö. A-flokkamir unnu sitt sætið hvor. Sjálfetæðisflokkurinn missti sæti og þar með hreinan meirihluta í Njarðvík. Alþýðuflokkurinn hreppti sætið og hefur nú þijú, jafnmörg og Sjálfstæðisflokkurmn. Framsóknar- flokkurinn hefúr eitt sæti eins og áður. Miklar breytingar urðu í Ólafsvík og eiga nú fimm listar sjö bæjarfull- trúa, þar af Alþýðuflokkur og Sjálf- stæðisflokkur tvo hvor. Framsókn- arflokkur, Alþýðubandalag og Almennir borgarar eiga einn fúlltrúa hver. Meirihluti Sjálfctæðisflokks og Almennra borgara féll. Vestfirðir I Bolungarvík féll gamalt vígi sjálfstæðismanna, sem fengu nú að- eins þrjá fúlltrúa af sjö en höfðu fjóra. Alþýðuflokkur vann sæti, Al- þýðubandalagið einnig og hefúr nú tvö. Óháðir misstu sæti og hafa eitt en Framsóknarflokkur missti þau tvö sæti sem hann hafði. Þrír flokkar á ísafirði héldu sætum sínum, Framsóknarflokkur einu, Al- þýðubandalag einu og Sjálfetæðis- flokkur fjórum. Alþýðuflokkur fékk nú þrjú en hafði tvö. Óháðir borgar- ar, sem höfðu sæti áðUr, buðu ekki fram. Þannig halda andstöðuflokkar Sjálfetæðisflokksins meirihluta í bæjarstjóm vilji þeir endumýja sam- starf sitt. Norðurland Á Sauðárkróki urðu þær einar breytingar að Alþýðuflokkur vann sæti og Framsóknarflokkur tapaði sæti. Hann hefur þijú eftir, Sjálf- stæðisflokkur þrjú og Alþýðubanda- lag og Óháðir sitt sætið hvor. Meirihluti Framsóknarflokks og Al- þýðubandalags stendur ekki lengur samkvæmt þessum úrshtum. Á Siglufirði gæti meirihluti Al- þýðuflokks, Alþýðubandalags og Framsóknarflokks staðið. Alþýðu- flokkurinn hafði eitt sæti en hefur nú þrjú, Alþýðubandalagið tvö sem fyrr en Framsóknarflokkurinn tap-’ aði einu og hefur tvö. Sjálfstæðis- flokkur tapaði einnig sæti og hefur þijú I Ólafefirði náði Sjálfstæðisflokk- urinn fjórum bæjarfúlltrúum og meirihluta sem Vinstri menn töpuðu. Þeir hafa nú þijá fulltrúa. Framsóknarflokkurinn á Dalvík missti fjögurra manna meirihluta. Hann hefúr nú aðeins tvo fúlltrúa. Sjálfstæðisflokkurinn fékk nú þijá, bætti við sig tveim. Alþýðubanda- lagið bætti við sig sæti og hefúr tvö en Alþýðuflokkurinn missti sitt sæti í bæjarstjóm. Meirihluti Framsóknarflokks og Sjálfetæðisflokks á Húsavík féll. Framsóknarflokkurinn fékk tvo fúll- trúa, hafði þrjá, og Sjálfetæðisflokk- urinn fékk einn en hafði tvo. Alþýðubandalagið og Óháðir unnu sæti og hafa þrjú, Víkveijar unnu sæti og Alþýðuflokkurinn hélt sín- um tveimur. Austurland Á Seyðisfirði gætu Sjálfetæðis- flokkur og Framsóknarflokkur haldið áfram meirihlutasamstarfi þrátt fyrir tap á sæti. Framsóknar- flokkurinn hélt þrem sætum en Sjálfctæðisflokkurinn tapaði einu og hefúr aðeins eitt eftir. Alþýðuflokk- urinn hélt tveim, Alþýðuhandalagið einu og Alþýðubandalagið og Óháð- ir unnu sæti. Alþýðubandalagið í Neskaupstað hélt fimm sæta meirihluta. Sjálf- stæðisflokkur hélt tveim sætum en Framsóknarflokkur tapaði sæti og hefúr eitt eftir en Óháðir núðu sæti. Á Eskifirði héldu Alþýðuflokkur einu, Framsóknarflokkur tveim og Alþýðubandalag einu sæti, en þeir vom í meirihluta saman. Sjálfstæð- isflokkur tapaði tveim og hefur eitt ef'tir en Óháðir náðu tveim sætum og fengu flest atkvæðin. Suðurland Meirihluti Sjálfetæðisflokksins í Vestmannaeyjum féll. Flokkurinn núði fjóruin sætum en hafði sex af níu. Alþýðuflokkur og Alþýðu- bandalag unnu sæti og hafa tvö hvor flokkur. Framsóknarflokkur hélt einu sæti. Meirihlutaflokkamir á Selfossi gætu haldið samstarfinu áfram. Framsóknarflokkur hélt þrem full- trúum en Sjálfetæðisflokkur missti sæti og hefur nú einnig þrjú. Saman hafa flokkarnir sex af níu sætum. A-flokkamir héldu sinn hvom sæt- inu en Kvennalistinn vann sæti. HERB Alþýðuflokksmenn í sigurvímu: „Mesti kosninga- sigur efdr stríð“ - segir formaður flokksins Gífurlegt fjör var hjá alþýðufiokksmönnum í Hafnarfirði þegar Ijóst var að |>eir höfðu unnið stórsigur. Kunnu menn sér engin læti eins og sjð má. „Þessi sigur flokksins er sambæri- legur við kosningamar 1978 og sá mesti kosningasigur eftir stríð,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins, við DV í gær er hann var inntur álits á velgengni Alþýðu- flokksins í kosningunum. „Það sem er einnig ánægjulegt er að veikleikar Alþýðuflokksins úti á landi hafa verið þurrkaðir út. Hann er nú næststærsti flokkurinn utan Reykjavíkur. Ef við lítum aftur til 1978 þá stað- festu þingkosningar skömmu seinna að flokkurinn jók fylgi sitt um 6 pró- sent frá sveitarstjómarkosningum. Miðað við að aðeins helmingur þeirra sem gefa sig upp fyrir að vera jafnðar- menn kusu flokkinn í Reykjavík bendir allt til þess að þessi saga endur- taki sig. Á grundvelli þessa tel ég að flokkurinn eigi góða möguleika á að ná yfir 20 prósent fylgi í næstu Al- þingiskosningum," sagði Jón Baldvin. Mest aukning hjá Alþýðu- flokki Samkvæmt tölvuspám jók Alþýðu- flokkurinn mest fylgi sitt í sveitar- stjómarkosningunum. Kjömum fulltrúum flokksins á öllu landinu fjölgaði um 18 og flokkurinn jók fylgi sitt um tæp 5% frá síðustu sveitar- stjómarkosningum. Hann náði m.a. hreinum meirihluta í Keflavík og fjölgaði fulltrúum þar úr tveimur í fimm. Sama fjölgun fulltrúa varð einn- ig í Hafharfirði. Fulltrúum Alýðubandalagsins fjölg- aði um 8 og fylgisaukning frá síðustu kosningum var tæplega 2%. Flokkur- inn fékk 24 þúsund atkvæði á landinu öllu sem er aukning um 4 þúsund. „Þetta þýðir að flokkurinn er næst- stærsti flokkurinn miðað við atkvæði. Ég tel að góð útkoma Alþýðubanda- lagsins og Alþýðuflokks feli í sér ákveðin fyrirheit sem eiga eftir að skipta miklu máli í næstu kosningum. Þetta er góð viðspyma fyrir vinstri- menn og félagshyggjumenn. Hægri bylgjan er gengin yfir og góðir mögu- leikar að koma stjóminni og stjómar- stefnunni burt í næstu kosningum,“ sagði Svavar Gestsson, formaðiu Al- þýðubandalagsins, við DV. Mikilll sigur fyrir borgarstjó- rann og meirihlutann Bæði Sjálfetæðisflokkur og Fram- sóknarflokkur tapa fylgi á landsvísu. Sjálfetæðisflokkur hélt fylgi sínu í Reykjavík en tapaði 17 fúlltrúum á öllu landinu. Fylgistapið er í heild um 2,5%. Ef aðeins er tekið fylgi utan Reykjavíkur tapar flokkurinn rúm- lega 4%. Þorsteinn Púlsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, segir það vera út í hött að spá í einhverjar heildarbreyt- ingar út frá þessum niðurstöðum. Annars vegar sé verið að tala um 7 kosna fulltrúa í smábyggðarlögum og hins vegar 15 fulltrúa fyrir 80 þúsund manna borg. „Ég tel að Sjálfstæðisflokkurinn megi vel við þessi úrslit una. Hann van feikilega mikinn sigur í Reykja- vík. Sambærilegur sigur hefur aðeins átt sér stað tvisvar áður og það var þegar vinstri ríkisstjómir sátu við völd, sem þjóðin var að mótmæla," sagði Þorsteinn. Hann benti á að mjög mikil sveifla væri í niðurstöðum. Sums staðar tap- aði flokkurin fylgi en annars staðar yki hann fylgi sitt verulega. „Það er mjög góð staða í landsmálunum núna og þau eiga ekki að hafa sett mark sitt á þessar niðurstöður. Ég tel því að menn og málefni á einstöku stöðum hafi ráðið mestu um úrslitin.“ Framsókn tapar fylgi Framsóknarflokkurinn tapaði sam- anlagt 15 fulltrúum frá síðustu kosn- ingum og er fylgistap hans á landsvísu tæp 3 prósent. Kvennalistinn náði inn einum manni á Selfossi og í Reykjavík, en engum í Hafnarfirði. Flokkur manns- ins hafði ekki árangur sem erfiði. Hann bauð fram á 13 stöðum og fékk engan mann kjörinn. -APH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.