Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1986, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1986, Blaðsíða 13
DV. MÁNUDAGUR 2. JÚNf 1986. 13 Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Breyttar neysluvenjur Bandaríkjamanna Frá árinu 1982 hefur orðið vart nokkuð mikillar breytingar á neyslu- venjum Bandarikj amanna. Hvers kyns hollustufæði verður sífellt vin- sælla og spáir fólk orðið mun meira í innihald þeirrar fæðu sem það leggur sér til munns. Bandaríkjamenn gera sér nú orðið grein fyrir því að salt- og fituríkur matur, svo sem hamborgarar og franskar, er óæskilegur og neyta þess í stað orðið grófmetis og kalkríkr- ar fæðu í ríkara mæli. Eftirspum eftir koffinminna kaffi, sykurlausum gos- drykkjum, ávöxtum og grænmeti eykst að sama skapi. Hingað til hefur kjúklingakjöt ekki þótt fituríkt, samanborið við t.d. svína- eða nautakjöt, en alifúglabændur þar vestra hafa ekki látið sitt eftir liggja og bjóða nú kjúklinga með 15-24% minni fitu. Náð hefur fótfestu á Bandaríkja- markaði hin aldagamla framleiðsla Japana, surimi. Surimi er firamleidd úr ufsa og er mjög fitulítil en prótín- rík afurð og laus við fiskbragðið sem mörgum Bandaríkjamanni hefúr ekki þótt sérstakt. Ufeinn, sem notaður er við framleiðslu surimis, er roðflettur, beinin tekin úr, hakkaður og loks frystur í litlum bitum. Frá árinu 1979 hefúr innflutningur á surimi frá Japan til Bandaríkjanna aukist úr 1.000 tonnum í 30.000 tonn. Surimi hefur verið vinsæl í salöt og alls kyns pott- rétti. -RóG. Salöt og annaö hollustufœöi nýtur oröið gíturtegra vlnsœlda f Bandarfkjunum sem og annars staöar. I umferðinni (í umsjá Bindindisfélags ökumanna) Til hvers að gefa stefnuljós? Hvemig er stefiiuljósanotkun þinni í umferðinni háttað? Veistu að hægt er að skipta ökumönnum í þrjá hópa varðandi notkun stefnuljósa? Fyrsti hópurinn eru þeir sem nota aldrei eða sjaldan stefimljós. Hvers vegna? Ég veit það ekki. Að minnsta kosti getur varla verið um spamað að ræða. Kannske er það of mikil fyrir- höfri að teygja sig í stefnuljósarofann. Ef svo er þá ráðlegg ég þeim sem em svo latir að vera bara heima og liggja í leti. Nóg er af mistökum í umferð- inni fyrir. Annar hópurinn em þeir sem gefa stefnuljós um það leyti sem þeir em að beygja eða eftir að þeir hafa beygt. Þar kemur frásagnareðlið upp í land- anum. Að segja fiá liðnum atburðum. Stefiiuljós á ekki að nota til að segja hvað verið sé að gera, verið var að gera, heldur hvað ætlunin sé að gera. Þriðji hópurinn em þeir sem vita hvemir nota á stefnuljós og fara eftir því. Þeir gefe stefiiuljós í tæka tíð og gleyma ekki þessu mikilvæga merkja- tæki. Þessi hópur ökumanna er nokkuð stór og fer vonandi stækk- andi. En betur má ef duga skal. Sýnum samstöðu, bætum umferðina einnig á þessu sviði og notum stefiiuljósin rétt. Gefúm þau í tæka tíð og ætíð þegar breytt er um akstursstefriu á akbraut- um, þar sem um 2 eða fleiri leiðir er að ræða. Þannig stuðlum við að bættu öryggi í umferð og betri umferðar- menningu. EG ÍSLENSKT SEMENT HÆFIR ÍSLENSKUM AÐSTÆÐUM Alltfrá upphafi hefur Sementsverksmiðja ríkisins kappkostað að íslenskt sement hæfi sem best íslenskum aðstæðum. FRAMLEIÐSLA SEMENTSVERKSMIÐJARÍKISINSframleiðir: Portlandsement ívenjulega steinsteypu. Hraðsement í steypu sem verður að harðna hratt. Pozzolansement í steypu sem má harðna hægt en verður að vera þétt og endingargóð. (Sérstaklega ætlað í stíflur, brýr og hafnarmannvirki). STYRKLEIKI Portlandsementið er framleitt í samræmi við íslenskan sementsstaðal IST 9. Styrkleiki sements er aðaleiginleiki þess. Styrkleiki íslensks Portlandsements: Styrkleikikg/sm2eftir 3daga 7daga 28daga Portlandsement 250 350 500 Lágmarkskrafa IST 9 175 250 350 GAGNLEGAR UPPLÝSINGAR FYRIR HÚSBYGGJENDUR • Það er ekki alltaf hægt að treysta því að steinsteypa sé gallalaus. Látið því kunnáttumenn framleiða og með- höndlasteypuna. • (slenska sementið er blandað varnarefnum gegn aikalí- hvörfum, sölt steypuefni eða salt steypuvatn geturónýtt þessa vöm. Hvers konarönnuróhreinindi, svosem sýrur og fínefni í steypuefnum, geta valdið skemmdum í steinsteypunni. • Sparið vatnið í steypuna. Hver Ktri vatns fram yfir það, sem nauðsynlegt er, rýrir endingu hennar. • Gerið steypuna þjála, þannig að hún þjappist vel í mótin. Varist þó að auka þjálina með íblöndun vatns fram yfir það sem steypuframleiðandinn gefur upp. • Hlífið nýrri steypu við örri kólnun. Einangrið lárétta fleti og sláið ekki frá mótum of snemma. Annars getur steypan enst verr vegna sprungumyndana. • Leitiðávalltráðgjafarhjásérfræðingum efþiðætliðað byggjahúseðaönnurmannvirki úrsteinsteypu. Betri ending bætirfljóttþann kostnað. SEMENTSVERKSMIÐJA RÍKISINS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.