Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1986, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1986, Blaðsíða 11
DV. MÁNUDAGUR 2. JÚNÍ 1986. 11 Viðtalið Viðtalið Viðtalið Viðtalið Eyjótfur Sveinsson, formaður Stúdentaráðs: Labbaði þvert yfir iandið Lánamál stúdenta hafa komið nokk- uð við sögu á síðustu mánuðum. Stúdentar hafa staðið í mikilli baráttu, þeir töldu sig hlunnfarna er vorlánum var úthlutað og fyrirhuga nú málsókn á hendur menntamálaráðherra. Einn- ig hafa þeir sent hvert mótmælaskjaliðv á fætur öðru vegna þess hversu seint vorlánin bárust og hafa kvartað sáran undan þjónustu lánasjóðsins. Einn af þeim sem staðið hafa í eldlínunni fyrir hönd stúdenta í þessari baráttu er Eyjólfur Sveinsson, formaður Stúd- entaraðs Háskóla íslands. Er félagsmálafrík Eyjólfur sagði að þetta væri ekki í fyrsta skipti sem hann stæði í baráttu fyrir námsmenn, því hann hefði byrjað strax í grunnskóla að taka virkan þátt í félagsmálum nemenda. „Ég er félagsmálafrík. Sá áhugi vaknaði strax þegar ég var lítill strák- ur og byrjaði að taka þátt í skátastarfi. Nú, þegar ég var 14 ára þá var ég kosinn formaður Nemendafélags Æf- ingaskólans. Ég tók einnig virkan þátt í öðrum þáttum félagslifsins, skipulagði skemmtanir og þess hátt- ar," sagði Eyjólfur. Bar út dagblöð Eyjólfur er fæddur 1964 og er því 22 ára. Hann ólst upp í Hlíðunum í Reykjavík og var nágrönnum sínum kunnur fyrir það að hann færði þeim dagblöð í nokkur ár. „Ég var að safna mér peningum til þess að komast á skátamót á írlandi. Maður gerði margt skemmtilegt með félögunum í skátun- um. Þegar ég var 16 ára þá labbaði ég þvert yfir landið með félaga mínum. Við fórum ótroðnar slóðir og vorum viku í óbyggðum. Þetta er gífurlega eftirminnileg ferð." ég kosinn fulltrúi 'í Háskólaráð, þá formaður Vöku og ætlaði að láta það nægja. En síðan sköpuðust þær aðstæður, með hjálp Vöku og Stíganda, að það þótti heppilegt að ég tæki að mér for- mennsku í Stúdentaráði. Það gerðist nú í mars 1986 . Þessir tveir mánuðir hafa verið nokkuð stormasamir, eins og við var að búast. Og mesti tíminn hefur farið í lánamálin, við höfum þurft að taka þau föstum tökum." Ætlar ekki í pólitik Aðspurður sagðist Eyjólfur ekki huga á frama í stjórnmálum. „Það er ekki mín framtíðarsýn að eyða tíma í pólitík." Þótt Eyjólfur hafi í mörgu að snúast, bæði í námi og stormas- amri vinnu, þá segist hann hafa tíma til að stunda sín einka- og áhugamál. Hann er trúlofaður Margréti Hilmis- dóttur og hafa þau búið saman í tvö ár. „Ég reyni að halda mér í formi. Á veturna spila ég veggjatennis og stunda þrekleiknmi í Háskólanum. Á sumrin spila ég hefðbundinn tennis. Ég hef áhuga á bókmenntum og nú um daginn átti ég þess kost að vera einn stofnfélaga í nýju bókmenntafé- lagi. Það er stefnt að því að félagið verði stórveldi í íslensku bókmennta- iifi." -KB Eyjólfur Sveinsson þrumar hér bolt- anum í vegginn af mikilli list. „Ég reyni að halda mér i formi og stunda veggjatennis á veturna." Eftir að grunnskólanámi lauk ákvað Eyjólfur eftir mikil heilabrot að fara í Verslunarskólann. „Þar var að vísu takmörkuð eðlis- og stærðfræði- kennsla, sem var slæmt vegna þess að ég hafði fest augun á verkfræðinámi. Eh ég sé ekki eftir því að hafa valið Versló, þar var mjög góður andi." Mælskastur allra Og Eyjólfur lenti að sjálfsögðu strax í félagsmálastússi í Verslunarskólan- um. Hann var kosinn í mælskulið skólans frá fyrsta degi, varð formaður Málfundafélagsins og síðar forseti Nemendafélagsins. „Ur því að Þor- steini Pálssyni fjármálaráðherra finnst það nógu merkilegt til nefna það í blaðaviðtali að hann hafi verið kos- inn mælskasti maður Verslunarskól- ans þá má ég ekki láta undir höfuð leggjast að geta þess að ég hlaut þann titil tvisvar." Árið 1983 hóf Eyjólfur nám i verk- fræði í Háskólanum. Hann getur að vísu lítið stundað námið um þessar mundir því formennska í Stúdentaráði er fullt starf. „Þetta byrjaði á því að ég varð varaformaður Vöku. Síðan var BILAR SEM TEKID ER EFTIR MMC Pajero, styttri gerð, bensin, árg. 1986, ekinn 6 þús. km, sem nýr bill, litur silfur, 5 gira, vökvastýri, út- varp/segulband. Ath. skipti á odýrari bifreið. Verð 800 þús. Daihatsu Rocky. styttri gerð, disil, árg. 1985, ekinn aðeins 15 þús. km, iitur hvitur, 5 gira, vökvastýri, dráttarkúla, brettakantar. Ath. skipti á ðdýrari bif- reið. Verð 680 þús. Subaru station 4x4, árg. 1985, ekinn 31 þús. km, 5 gira, vökvastýri, silsalist- ar, sumardekk/vetrardekk. Bein sala. Verð 520 þús. ATH: Ennfremur Subaru station 4x4, árg. 86, ekinn 9 þus. km. BMW 520 I. irg. 1982. ekinn 53 þus. km, litur hvítur, sjálfskiptur, vökva- stýri, liein innspýting, sumar/vetrar- dekk. Ath. skipti á ódýrari bifreið. Verð 480 þús. HÖFUM KAUPENDUR AÐ EFTIRTÖLD UM BlLUM: SUBARU STATION 4x4 árg. '83-084. Volkswagen Golf gl, irg. 1984, ekinn 39 þús. km, framdrifinn, gæðabill, 3ja dyra, litur gullsans. Bein sala. Verð 350 þús. SUBARU JUSTY 4x4. árg. '85. CITROEN BX. irg. '83-'84. COROLLA irg. '84-'85. FIAT UNO irg. '85. Honda Prelude irg. 1981, ekinn aðeins 46 þús. km, sjilfskiptur, útvarp. sól- lúga. Ath. skipti i ódýrari. Verð 330 þús. VANTAR ÝMSAR GERÐIR BIFREIÐA A STAÐINN. GÓÐ SALA i ÖLLUM VERÐ- FLOKKUM BIFREIÐA. BMW 318 I eða 323 I. irg. '85-86. Range Rover, 4ra dyra, irg. '82- '83, i skiptum fyrir Range Rover '81. Reisugilli eftif tima m STARPLATE Starplate. Stjörnuplatan er mótuð þannig að hún tengir saman 5 spýtur. Með 11 stjörnuplötum og 25 jafnlöngum spýtum, boltum og róm getur þú byggt sjálfberandi húsgrind til margvíslegra nota. Stærðin ræðst af lengd spýtnanna og getur verið frá 3 og upp í 13 m2. V/MIKLATORG, S. 622815.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.