Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1986, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1986, Blaðsíða 16
16 , DV. MÁNUDAGUR 2. JÚNÍ 1986. Spurningin Hverjir verða heims- meistarar í knattspyrnu? Már Vilhjálmsson jarðfræðingur: Ég vona að Danirnir verði heimsmeist- arar. Þeir hafa góða einstaklinga og spila skemmtilega knattspymu. íris Arthúrsdóttir húsmóðir: Það veit ég ekkert um. Ég hef engan áhuga á þessari keppni. Brynjar Michaelsson verslunarmað- ur: Ég þori engu að spá um það. Ég er ekki nógu mikið inn í hvaða lið eru að spila. Haukur Hannesson nemi: Vestur- Þjóðverjar, það er mitt lið. Ég hef alltaf haldið með þeim og geri það einnig i þessari keppni. Jón Björgvinsson nemi: Sovétmenn? Þeir geta unnið þessa keppni eins og öll hin liðin. Sigurgeir Hafsteinsson nemi: Ég veit það ekki. Ég spái bara að Vestur- Þjóðverjar vinni þetta. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Áfram ísland! Vallargestur skrifar: Mikið afskaplega fannst mér leiðin- leg stemmning á landsleikjunum við Ira og Tékka á dögunum. Fyrir utan hvað var fámennt þá fannst með vall- argestir yfir höíúð mjög neikvæðir út í landsliðið. Lítið sem ekkert var hróp- að og þeim mun meira bölsótast yfir mistökunum sem leikmenn gerðu sig seka um. Menn verða að taka með í reikning- inn að nýr landsliðsþjálfari hefur tekið við liðinu. Hann á eftir að kynnast leikmönnum betur og sjá út snjallari leikaðferðir. Ég er viss um að Held á eftir að ná miklu út úr þessu lands- liði. Ungir og efhilegir menn eru að koma inn og eiga örgglega eftir að gera stóra hluti fyrir liðið. Þetta eru framtíðarmenn. Mér finnst að við sem fyrir utan sitj- um ættum að gera okkur ljóst að við kunnum ekki ráð við öllu. „Af hverju Ragnar Margeirsson berst við Tékkana. Vallargesti finnst ekki ríkja góður andi utan vallar. gerði hann ekki svona eða hinsegin," heyrist oft kallað. Þetta er ekki nógu gott. Við eigum að treysta okkar mönnum. Stöndum þétt saman sem sannir Stuðmenn og látum hljóma: ÁFRAM ÍSLAND! Inger Aikman - „Heimspekilegar vangaveltur um lifið, ástina og nánast hvað sem er.“ og veður vind Rásaraðdáandi skrifar: Já, flestu hefúr fólk gaman af. Ég las í einu dagblaðanna um daginn yfirlýs- ingu frá útvarpshlustanda sem átti ekki orð til að lýsa hrifningu sinni á þættinum Út um hvippinn og hvapp- inn sem Inger Aikman stjómar. Ég persónulega hef gaman af ýmsum þáttum á rásinni, sérstaklega djúpt þenkjandi tónbstarþáttum. En þáttur- inn hennar Inger er gersamlega óþolandi. Við vinnufélagamir hér á verkstæðinu bókstaflega tryllumst þegar allir spádómamir úr kellinga- bókunum em þuldir upp. Ef við slökkvum ekki þá biður einhver kúnni okkur yfirleitt um að slökka. Ég veit ekki og get með engu móti skilið að nokkur einasti kjaftur skuli hafa gam- an af svona væli. Þetta minnir helst á ástarsögumar hennar Barböm Cart- land, verra ef eitthvað er. Inger er svo sem ágætur útvarps- maður. Hún hefur góða rödd og lögin sem hún spilar em mörg hver ágæt. En heimspekilegar vangaveltur henn- ar um lífið, ástina og nánast hvað sem er, em best geymdar einhverstaðar annarstaðar en í útvarpinu. Svona lagað á ekki að senda út í veður og vind. Þetta er best gleymt. Vandamála- myndir til vandræða Krislján hringdi: Mörgum hefur orðið tíðrætt um bíó- myndirnar í sjónvarpinu og hér með bætist ég í hóp þeirra sem vilja tjá sig um það mál. Ég vil einfaldlega mót- mæla sýningu mynda á borð við hina sænsku Persónu Ingimars Bergman. Myndin var vægast sagt ömurleg og ljótleiki mannskepnunnar hafður að leiðarljósi. Mér finnst algjör lágkúra hjá sjónvarpinu að sýna myndir á borð við þessa. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem sænskar vandamálamyndir em sýndar í sjónvarpinu og hér með geri ég það að tillögu minni að þetta verði sú síðasta. Það er komið nóg af svo góðu. HRINGIÐ í SÍIVLA 27022 JVŒLLIKL 13 0G15 Liv Ullman lék annað aðalhlutverkið í Persónu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.