Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1986, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1986, Blaðsíða 19
DV. MÁNUDAGUR 2. JÚNÍ 1986. 19 Menning Menning Menning Menning Doris Lessing: Skáld- sagan lifir Það var ánægjuleg stund sem fólk átti með Doris Lessing í Iðnó 1. júní. Vorregnið baðaði strætin - og Doris Lessing ræddi af reynslu og þekkingu tmt starf sitt: ritun skáldsagna. Síðan menn fóru að hafa í Reykjavík sérstaka listahátíð, hef- ur margan undrað hversu bók- menntimar væru þar afskiptar, en öll áhersla lögð á að fá hingað til lands erlenda tónlistarmenn. Nú virðist sem breyting sé orðin á. Og reyndar fyllsta ástæða til að gefa því gaum, hvort ekki væri viðeigandi að hafa á íslandi sér- staka bókmenntahátíð, fá út hingað höfúnda og senda bá viða um land svo fleiri gefist kostur að hlýða en þeim sem búa nærri Tjöminni í Reykjavík. - Maður hefi.tr heyrt það af og til, sagði Doris Lessing, - að skáld- sagan væri dauð og búin að vera. Ég hef séð fyrirsagnir í blöðum þessa efnis. Og svo fylgja einhverj- ar vangaveltur í þessa vera. En veraleikinn segir aðra sögu. Hvar- vetna skrifar fólk skáldsögm-. Og gæði þessara sagna era í mörgunt tilvikum mikil. Fólk skrifar stöð- ugt um sitt umhverfi. Það skrifar visindaskáldsögur. sögulegar skáldsögur og það skrifar stað- reyndasögur svona eins og Truman Capote gerði þegar hann skinfaði „Með köldu blóði“. Doris Lessing byrjaði snemma að skrifa. Hún var víst ekki nema fjórtán, fimmtán ára þegar hún hætti í skóla, ákvað að annast sína menntun með bóklestri undir eigin stjórn eftirleiðis. Síðan hefur hún verið sílesandi og sískrifandi. Hún fæddist í Persiu (heitir Iran núorð- ið) árið 1919, var þar til fimm ára aldurs að foreldrar hennar fluttu til Rhodesíu. í Rhodesíu ólst hún svo upp á afskekktri plantekru, kynntist högum afrískra verka- rnanna og skrifaði seinna meir um þeirra veruleik af þekkingu og næmi. Dagskráin á listahátíð tókst vel. Magdalena Schram flutti fróðlegt erindi, tókst án efa að vekja for- vitni þeirra viðstaddra sem ókunnugir vora verkum skáld- konunnar fyrir. Lesarar lásu svo nokkra kafla úr verkum hennar, m.a. úr „Grasið svngur" í nýrri þýðingu Birgis Sigurðssonar. Og Bríet Héðinsdóttir flutti listavel sögukafla í eigin þýðingu. - Þegar ég kem á ókunnugan stað, kem til annars lands, leita ég uppi bóknienntir þeirrar þjóðir, les góða skáldsögu vegna þess að í skáldsögum finnur maður miklu meiri og betri upplýsingar um það umhverfi sem maður er lentur í, heldur en finna má í opinberum skýrslum, sagði skáldkonan og benti á. að lestur skáldsagna væri auðveldasta leiðin til að kynnast veröldinni. Það veitir víst ekki af hér úti á íslandi að benda okkur á svo aug- ljós sannindi. Við höfum víst sokkið svo djúpt í brauðstrit að við gefúm okkur ekki tíma til að sækja bókasöfnin eða kanna þær bækur sem við skreytum veggi okkar með. Og rithöfúndar vorir og aðrir listamenn hafa nóg að gera við að nudda sér utan í hina pólitísku fúrsta, mega ekki láta hreppsnefhdarkosningar hvers- dagsins framhjá sér fara því ella missa þeir spón úr galtómum aski. Við þurfúm fleira fólk hingað hversdags og á tyllidögum, fleira fólk eins og Doris Lessing til að benda okkur á t il hvers skáldskap- ur er. -GG Hnökralaus og fimin fljúgandi Listahátíð i Reykjavík. Tónleikar Sinfóniuhljómsveitar íslands i Háskólabíói 31. mai. Stjórnandi: Jean-Pierre JacquillaL Einleikari: Cecile Licad. Etnisskrá: Jón Nordai: Konsertfyrir hljóm- sveit; Sergei Rachmaninoff: Konsert fyrir píanó og hljómsveit nr. 2 í c-moll op. 18; Antonín Dvorák: Sinfónia nr. 9 í e-moll op. 95. Þá er listahátíð hafin eina ferðina enn. Fráfarandi aðalstjómandi hljómsveitarinnar, Jean-Pierre Jacquillat, brá sprotanum og fyrstu tónleikamir hófúst með Konsert eft- ir Jón Nordal. Það er heilmikið gert með Jón Nordal á listahátíð nú og er það bæði gott og verðugt. Jón hefur um árabil verið i forystusveit tónskálda okkar. Flutningur nýs verks frá honum hefur jafiian verið mikill viðburður. Ekki er síður þörf að gefa eldri verkum hans gaum og verður vonandi framhald á hjá forr- áðamönnum listahátíðar að gera íslensku tónskáldi góð skil á hverri hátíð. Konsert lék hljómsveitin prýðilega, þó heldur hlutlaust og án þess að leggja lífið og sálina í leikinn. Teknir með trompi Cecile Licad tók íslenska áheyr- endur með trompi. Hún lék Annan Rachmaninoff með þvílíkum glæsi- brag að jafnvel þó maður hafi heyrt þennan geysivinsæla konsert með ótal píanistum, hverjum öðrum betri, lá við að maður félli í stafi yfir henn- ar einstaka leik. Ekki er tækni hennar aðeins gjörsamlega hnökra- laus og fimin fljúgandi, heldur er stíllinn líka til þess beinlínis að töfra mann upp úr skónum. Hljómsveitin fylgdi henni vel eftir undir lipurri stjóm Jacquillat. Þó gætti hún sín ekki nógu vel í pianissimo þar sem hún átti til að yfirgnæfa hið hárfína spil einleikarans. Ekki beint uppnuminn Hafandi óminn af tékkóslóvak- iskum úrvals hljómsveitum enn í eyrum frá Vorinu í Prag, get ég ekki sagt að ég hafi orðið uppnuminn af meðferð hljómsveitarinnar okkar á Dvorák. Þó var heilmikill massi í hljómi hennar. En það skorti tölu- vert á blæbrigðaauðgina þótt ekki fari maður endilega að krefjast jafri- þanins leiks og hjá löndum tón- haffn broddi, væntanlega til að skera eða klippa á eitthvað. Er ekki hægt að snúa á veðurguð- ina við þessi tækifæri með því hreinlega að tjalda yfir Kjarvals- staðaportið og/eða loka því og nýta þannig plássið utan og innan húss til hins ýtrasta? Annars tók athöfhina blessunar- lega fljótt af. Menntamálaráðherra var gagnorður, tónlistarflutningur- inn var mátulega langur og afhend- ing smásagnaverðlaunanna gekk vel fyrir sig. Það var góður leikur fra hendi listahátíðar, að koma út með 14 bestu smásögur keppninnar á bók á sjálfúm opnunardeginum. Þannig gátu rnenn haft þær með sér heim til gera upp eigin hug gagnvart verð- launasögum þeirra Sveinbjöms I. Baldvinssonar, Guðmundar Andra Thorssonar og Úlfs Hjörvar. Síðan var hverjum og einum frjúlst að ganga á milli salarkynna hússins og grandskoða hátíðarsýningamar eftir því sem múgur og margmenni leyfði. Gjafir era oss gefnar. Níunda lista- veislan er hafin. Við munum fylgjast með henni eins og endranær. -ai Níunda listaveislan portið þar sem menntamálaráðherra, Sverrir Hermannsson, setti hátíðina. Kjarvalsstaðir hafa heldur aldrei verið rétti vettvangurinn fyrir setn- ingarathafnir af þessu eða öðra tæi, því þegar fjölmennt er á staðnum sér enginn hvað er að gerast. Viðstaddir verða að reiða sig á draugalegar raddir sem berast úr hátöluram alls staðar að. Samt má spurja sig hvort setning- arathafnir listahátiðar þurfi virki- lega að vera svona heimóttarlegar. Þama var heiðursgestunum komið fyrir á garðbekkjum úti i portinu þannig að þeir sátu andspænis pont- unni, Klambratúni og gjólunni, meðan afgangurinn af boðsgestum stóð inni við, með nefið upp við gler- ið. Svo var allt í einu farið að spila á flygil inni við og heiðursgestirnir sneru þá bakinu í píanóleikarann, Martin Berkofsky, hafa tæplega heyrt mikið í honum. Og þegar búið var að halda heið- ursgestum svo lengi úti í portinu að þeir vora orðnir krókloppnir fór ffamkvæmdastjóri allt í einu að tala tungum, hljóp til frú Picasso með eggjám og hersingin streymdi í átt að austursalnum með frana í farar- Veðurguðimir hafa sjaldan verið ar hátíðin var sett að Kjarvalsstöð- listahátíð sérstaklega hliðhollir og um á laugardaginn. Loft var ekki breyttu þeir út af venjunni þeg- hrannað og naprir vindar léku um Frú Jacqueline Picasso gengur i salinn að viðstöddum framkvæmdastjóra listahátíðar, Hrafni Gunnlaugssyni, blaðafulltrúa hátiðarinnar, Birgi Sigurðs- syni, bandarísku sendiherrahjónunum og fleira fólki. DV-mynd: Bjamleifur Cecile Licad á æfingu með Sinfóniuhljómsveit íslands. skáldsins. Englahomssólóna frægu í hæga kaflanum blés Daði Kol- beinsson mjög vel. Það hefur hann gert áður og brást ekki nú fremur en endranær. En dágóður slatti af leiðinlegum smávillum, jafnvel hjá tréblásurunum, eyðilagði heldur heildarmyndina og í leikinn vantaði þetta fínasta fína, því miður. Tónlist Eyjólfur Melsted Keppt í sívinsælli íþrótt í lokakaflanum kepptu menn í þeirri gamalkunnu íþrótt, sívinsælli hjá hljómsveitinni okkar, hver spilað gæti sterkast. Kraftur getur falist í fleira en að spila firnasterkt, sem yfirleitt leiðir aftur til grófs leiks. Þetta er leiður ávani hjá hljómsveit- inni okkar, sem maður verður srnárn saman samdauna, eða ónæmur fyrir, þangað til maður kemst allt í einu til að hlusta á aðrar hljómsveitir sem geta gefið i án þess að þurfa endilega að reyna að feykja þakinu af tón- leikahöllinni. Eflaust á heyrð og DV-mynd KAE önnur skilyrði í Háskólabíói þama hluta sakar en það sakaði ekki að gefa þessu gaum og stefna að því að laga áður en betra (vonandi) tón- leikahús rís. Aðsókn að þessum fyrstu, og á heildina litið ágætu, tón- leikum listahátíðar var skammar- lega dræm - auðir bekkir aftast í salnum þegar maður hefði vænst húsfyllis og jafnvel rúmlega það. Kannski var ekki búið að sannfæra landann um hversu stórkcstlegur píanisti Cecile Licad er. Vonandi var hér bara um einstaka tilviljun að ræða. EM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.