Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1986, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1986, Blaðsíða 48
 68*78*58 Ritstjorn - Æuglysuigar - Asknft - Dreifing: Suru 27022 Hafir þú ábendixtgu eða vitn- eskju um frétt - hringdu þá í sima 687858. Fyrfr hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað i DV, greiðast 1.000 krónur. Fyrir besta frcrtaskotíd í hverri viku greiðast 3.000 krónur. FuUrar narhleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. MANUDAGUR 2. JUN! 1986. Steingrímur Hermannsson: Erum á uppleið „Ég neita því ekki að þetta er tap miðað við síðustu kosningar en þá komum við mjög vel út. Það eru þó ýmsar bjartar hliðar á þessum úrslit- um. Ég bendi á Reykjavík þar sem allar skoðanakannanir höfðu spáð okkur nær engu fylgi. Reyndar miðað við skoðanakannanir þá erum við á uppleið," sagði Steingrímur Her- mannsson, formaður Framsóknar- flokksins. „Ég er ekki mjög óhress með þessi úrslit. Við komum víða vel út en ann- ars staðar verr. Það var t.d. mjög slæmt að missa mann i Kópavogi og Hamarfirði." -APH - sjá einnig vsðtöl við forystumenn flokkanna á bls. 2 Kristín Halldórsdóttir: Áhrif kvenna- * framboð- anna mikil „Það er ekki rétt að bera þessi úr- slit saman við úrslit síðustu kpsninga. Kvennalistinn bauð fram á mismun- andi stöðum og einnig voru kvenna- listakonur aðilar að öðrum framboð- um svo sem á Höfn og i Bessastaða- hreppi," sagði Kristin Halldórsdóttir, Kvennalista. „Það sem mér er efst í huga er hversu mikil áhrif sérframboð kvenna hafa haft á gömlu flokkana, bæði hvað snertir áherslur á mál og einnig hversu mikið konum hefur nú verið teflt frám. Við teljum því að við höfum náð mikl- ^" um árangri því eitt af meginmarkmið- um okkar er að koma á hugarfars- breytingu. Hlutur kvenna er þó ékki enn nægilega mikill og þess vegna verðum við að halda áfram barát- tunni." Sjá einnig bls. 2 EINANGRl GLER 66 6160 LOKI Sigtryggur vann! Líkiegt meirihlutasamstarf í þrem stærstu kaupstöðunum; Tvær A-stjómir og ein viðreisnarstjóm Meirihluti í 13 af 23 kaupstöðum landsins féil í kosningunum á laug- ardaginn. Jafnframt er óvíst um meirihluta í 4 öðrum en hreinn meirihluti vannst í aðeins 6 kaup- stöðum, þar með. borginni. í Kópa- vogi er nýr meirihluti A-flokkanna líklegastur, eins er í Hafnarfirði. Á Akureyri búast menn hins vegar helst við viðreisnarstjórn Sjálfstæð- isflokks og Alþýðuflokks. A-flokkarnir í Kópavogi unnu eitt sæti hvor og hafa nú þrjú sæti hvor flokkur. Þessir flokkar voru i meiri- hluta' með Framsóknarflokknura sem tapaði sæti og hefur aðeins eitt. A-flokkunum nægja þessi sex sæti í ellefu manna bæjarstjórn. Gamlar og nýjarværingar vinstri flokkanna og Sjálfstæðisflokksms draga mjög úr lfkum á samstarfi hans og annars hvors A-flokkanna. Sjálfstæðis- flokkurinn hefur þó óskað eftir viðræðum við Alþýðuflokkinn. Þriðji maður á lista Alþýðufiokksins þvertók fyrir slíkt samstarf í út- varpsumræðum. Alþýðuflokkurinn vann þrjú sætá í Hafharfirði og hefur fimm, en Óháðir borgarar, gamall klofnings- listi frá Alþýðuflokknum, þurrkaðist út. Hann hafði tvö sæti. Samkvsemt traustum heimildum DV eru þegar á döfinni viðræður Alþýðuflokks og Alþýðubandalags sem getur lagt til sjötta mann í ellefu manna bæjar- stjórn. Einnig kemur til greina samstarf þqssara flokka og Prjáls framboðs með einn mann, svo og samstarf Alþýðuflokks og Sjálfstæð- isflokks. Meiri möguleikar eru ekki fyrir hendi ef marka má yfiriýsingar frá því fyrir kosningar. Á Akureyri hefur þegar verið ákveðinn fyrsti viðræðufundur Sjálfstæðisflokks með fjóra fulltrúa og Alþýðuflokks með þrjá, þar af tvo nýja. Þessir flokkar voru í minni- hluta síðasta kjörtímabil. Heimildir DV segja að þetta samstarf sé mjög líklegt á Akureyri. Aðrar þreifingar eru ekki á dagskrá þar í bili að minnsta kosti. -HERB Geysileg sigurgleði ríkti að vonum á kosningaskrifstofu Alþýðuflokksmanna kosninganóttina þegar stórsigur flokksins lá fyrir. „Við eigum landið og miðin," varð einum að orði. Alþýðuflokkurinn er nú næststærsti flokkurinn á Akureyri með þrjá menn og hefur það aldrei gerst áður. Dv-mynd jgh Veðrið á morgun: Bjart austan lands Á morgun leikur vestan- og norð- vestanátt um landið. Smáskúrum er spáð vestanlands en bjart verður fyrir austan. Hiti verður á bilinu fr-8 stig sunn- an- og vestanlands en fer upp í 13 stig á Austurlandi. Áfengið vann á tveim- ur stöðum Greinilegt er að áhugi er fyrir að' opha áfengisútsölur í Kópavogi og i Ólafsvík. Kosið var um þetta efni sam- fara kosningunum á laugardaginn. í Kópavogi vildu rúmlega 4700 áfengisútsölu í bænum, tæplega 2700 voru því hins vegar mótfallnir. Rúm- lega 1200 skiluðu ógildum eða auðum seðlum. Ólsarar höfðu svipaða skoðun á málinu. Þar vildu 389 áfengisverslun en 188 voru andsnúnir. Ogildir og auðir seðlar voru 26. -APH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.