Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1986, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1986, Blaðsíða 27
DV. MÁNUDAGUR 2. JÚNÍ 1986. 35 íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir • FH-ingar skoruðu sigurmarkið gegn Val á laugardag en töpuöu samt. Markið var sjálfsmark Kristjáns Gísla- sonar og hér á myndinni fyrir ofan er það i uppsiglingu. Boltinn er í loftinu á leiö í áttina að FH-markinu... .. .Guðni Bergsson er hér kominn á milli Kristjáns FH-ings og Halldórs Halldórssonar, markvarðar FH, og áfram heldur boltinn... .. ,og Guðni Bergsson, Valsmaður, er byrjaður að fagna markinu enda ekkert sem stöðvað getur boltann sem að lokum... .. .hafnaði i markinu og sigurmark leiksins varð staöreynd. DV-myndir Brynjar Gauti Valsmenn sigruðu á sjálfsmarki í Firðinum Valsmenn höfðu heppnina með sér þegar þeir mættu FH á Kaplakrika- velli á laugardag. FH-ingar skoruðu sjálfsmark strax í bvrjun og reyndist það vera eina mark leiksins. íslands- meistararnir höfðu því öll stigin á brott með sér en heimamenn urðu að sætta sig við tap eftir að hafa feng- ið mörg góð tækifæri í síðari hálfleik. Valsmenn hófu leikinn með látum og strax á 2. mín. uppskáru þeir mark. Boltinn var sendur inn í víta- teig FH-inga og þar sendi Kristján Gíslason knöttinn beint í sitt eigið mark án þess að Halldór Halldórsson markvörður kæmi vörnum við. FH-ingar virtust ekki átta sig á hlutunum eftir þetta slysalega mark og Valsmenn réðu gangi leiksins lengst af fyrri hálfleik, þó fengu þeir ekki afgerandi færi fyrr en á 30. mín. að Óttar Sveinsson, sem átti mjög góðan leik, stakk boltanum skemmtilega inn á Val Valsson en hann fór illa að ráði sínu og skaut hátt vfir. Hinum megin á vellinum átti Ólaf- ur Danivalsson skot rétt framhjá en á síðustu mínútu fyrri hálfleiks fengu Valsmenn kjörið tækifæri til að auka forskotið er Sigurjón Kristjánsson skallaði naumlega framhjá FH markinu. Fleira gerðist ekki mark- vert í fyrri hálfleik. FH-ingar komu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og Valsmenn áttu í vök að verjast. Ingi Björn skaut vfir úr aukaspyrnu rétt fyrir utan víta- teig og skömmu síðar björguðu Valsmenn í horn. Stefán Arnarsson, markvörður Vals, varði síðan vel skot úr dauðafæri frá ólafi Haf- steinssvni. Leikmenn FH náðu þó ekki að brjóta vörn Vals á bak aft- ur, þrátt fyrir mikla pressu, en Guðni Bergsson skallaði yfir mark FH úr góðu færi eftir skyndisókn. FH-ingar reyndu nú allt sem þeir gátu til að jafna og 10 mín. fyrir leikslok varði Stefán, sem var hreint frábær í marki Vals, glæsilega hörkuskot frá Ólafi Jóhannessyni. Ingi Björn komst síðan inn fyrir Valsvörnina en Stefán varði sem fyrr. Örvæntingarfullar sóknir FH- inga runnu hver af annarri út í sandinn og Valsmenn urðu dauð- fegnir þegar dómarinn flautaði til leiksloka. íslandsmeistararnir komnir á skrið eftir tvo útisigra í röð. Leikurinn í heild var ágætur. Bæði liðin eru léttleikandi og reyna að spila skemmtilegan fótbolta. Sér- staklega sáust skemmtilegir taktar hjá Valsmönnum í fyrri hálfleik. Jafntefli hefði verið sanr.gjarnari úrslit og FH-ingar sýndu að þeir geta gert stóra hluti í sumar. Stefán Arnarsson átti frábæran leik í marki Vals og bjargaði oft meistaralega. Óttar Sveinsson var mjög góður í vörninni og einnig áttu þeir Hilmar Sighvatsson og Guðni Bergsson góðan leik-. FH-liðið lék vel í síðari hálfleik eftir daufan fyrri hálfleik. Miðjan var sterk með Ólaf Jóhannesson og Ólaf Hafsteinsson sem bestu menn og einnig var Guð- mundur Hilmarsson mjög sterkur. Viðar Halldórsson fór út af í hálfleik vegna meiðsla en í hans stað kom ungur og efnilegur leikmaður, Leifur Garðarsson, og stóð fyrir sínu. Fram- línan var ekki nógu beitt að þessu sinni enda var Valsvörnin mjög þétt og sterk. Liðin voru þannig skipuð: FH - Halldór Halldórsson. Viðar Halldórsson (Leifur Garðarsson 45 mín.) Ólafur Hafsteinsson, Ólafur Jóhannesson, Henning Hennings- son, Guðmundur Hilmarsson, Ingi Björn Albertsson, Kristján Gíslason (Kristján Hilmarsson, 65 mín.) Pálmi Jónsson, Magnús Pálsson. Ólafur Danivalsson. Valur: Stefán Arnarsson, Óttar Sveinsson, Magnús Magnússon, Sig- urjón Kristjánsson, Ársæll Krist- jánsson, Guðmundur Kjartansson, Guðni Bergsson, Hilmar Sighvats- son, Valur Valsson, lngvar Guð- mundsson, Bergþór Magnússon. Gult spjald: Ólafur Jóhannesson. Dómari var Þóroddur Hjaltalin og línuverðir voru Ólafur Lárusson og Gylfi Orrason. Maður leiksins: Stefán Arnarsson, Val. Róbert „Tökum einn leik fyrir í einu“ - sagði lan Ross, þjálfari Vals Ian Ross, þjálfari Vals. - „Ég er mjög ánægður með sigurinn. Við vissum að FH-ingar yrðu erfiðir. Við lékum vel í fyrri hálfleik en urðum að verj- ast pressunni í síðari hálfleik. Um möguleika okkar að halda titlinum veit ég ekki. Við tökum aðeins einn leik fyrir í einu.“ Hilmar Sighvatsson, fyrirliði Vals: „Ég er ánægður með fyrri hálfleik- inn. Við vorum sterkara liðið og hefðum átt að skora minnst tvö mörk. í síðari hálfleik vorum við heppnir. FH-ingar pressuðu stíft á okkur og við bökkuðum allt of mik- ið.“ Hörður Hilmarsson, liðsstjóri FH: „Það var virkilega svekkjandi að tapa þessum leik. Við sýndum í seinni hálfleik að við getum unnið bestu liðin. Við vorum of seinir í gang eins og oft áður en áttum að skora að minnsta kosti eitt mark. Við vorum virkilega óheppnir." Róbert Stórsekt hjá Barcelona UEFA, knattspymusamband Evrópu, dæmdi nýlega spánska félagið Barcelona í 68 þúsund svissneskra franka sekt, um ein og hálf milljón króna, vegna framkomu áhorfenda liðsins og leikmanna á úrslita- leik Evrópubikarsins í Sevilla 7. mai. Barcelona lék til úrslita við Steaua, Búk- arest, sem varð Evrópumeistari. UEFA dæmdi Steaua í fimm þúsund franka sekt, 110 þúsund krónur, vegna framkomu leik- manna liðsins í leiknum. Hsím

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.