Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1986, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1986, Blaðsíða 23
DV. MÁNUDAGUR 2. JÚNÍ 1986. 23 íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir *• — ■■■ ■* * ■""•l TMexíkó meðl yngsta liðið j J Alsír er með elsta liðið á HM í ■ I Mexíkó. Meðalaldur leikmannal • liðsins er 28 ár. V-Þjóðverjar fylgja I I fast á eftir með meðalaldurinn 27,8 * Iár. Frakkar eru síðan með þriðja I elsta liðið, þar er meðalaldurinn * I 27,7 ár. Gestgjafamir. þ.e.a.s. Mexíkan- . I ar, eru með yngsta lið keppninnar | | en þar er meðalaldurinn 25,3 ár. | | Það munar þvi ekki miklu á elsta J Iog yngsta liði keppninnar. Paragu- | ay er með næstyngsta liðið en hjá ■ | þeim er meðalaldurinn 25,4 ár. I _ Pat Jennings í marki Norður-íra I I er elsti leikmaður keppninnar en • ■ hann er 41 árs. Abdellah Bidar frá | * Marokkó er hins vegar yngsi leik- ■ I maðurinn í Mexíkó en hann er 19 I * ára. -SMJ I _________________ _ _ _ __ Hér sést knötturinn á leiðinni i netið hjá Skagamönnum eftir góðan skalla Júlíusar Þorfinnssonar. Birkir Kristinsson kemur engum vörnum við og þar með jöfnuðu KR-ingar leikinn. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli og verða það að teljast sanngjörn úrslit miðað við gang leiksins. DV-mynd Brynjar Gauti „Vinnum ekki mótið með þessu áframhaldi - sagði Gordon Lee, þjátfari KR, eftir 1-1 jafnteflið gegn ÍA „Það er auðvitað slæmt að missa þama af tveim stigum en þetta er þriðji jafnteflisleikur okkar í röð. Við vinnum ekki mótið með þessu áfram- haldi,“ sagði Gordon Lee, þjálfari KR, eftir að lið KR og ÍA höfðu gert jafn- tefli, 1-1, á laugardaginn. „Annars tel ég þetta að mörgu leyti viðunandi úr- slit fyrir okkur. Þrír leikmenn eru nýkomnir úr mjög erfiðri törn með landsliðinu og eru að vonum þreyttir eftir hana. Með réttu hefðu þeir ekki átt að spila í dag. Meiðsli leikmanna eru einnig að hrjá okkur,“ sagði Gor- don Lee. Skagamenn komu töluvert á óvart á laugardaginn. Þeir voru mun frískari en KR-ingar í fyrri hálfleik og voru með sanngjama forystu, 1-0, í hálfleik. Lítið var þó um marktækifæri í fyrri hálfleik en báðum liðunum gekk ákaf- lega illa að spila sig að markinu. Þau færi, sem komu þó, áttu Skagamenn. • Mark Skagamanna kom á 35. mínútu og var mjög vel að því staðið hjá þeim. Júlíus Pétur Ingólfsson átti þá fallega sendingu út á vinstri kant- inn á Áma Sveinsson. Ámi lék upp í homið og gaf góða sendingu fyrir markið þar sem Jakob Halldórson, nýliði í Skagaliðinu, kom á fúllri ferð og skallaði boltann í netið frá mark- teig. Það var vel að þessu marki staðið hjá Skagamönnum en markvörður og vöm KR hefði átt að hafa betri gaetur á Jakobi sem var óvaldaður upp við markið. KR-ingar herða sóknina KR-ingar komu einbeittir til leiks í seinni hálfleik og var greinilegt að Gordon Iæe hafði talað yfir hausamót- unum á sínum mönnum í hálfleik. KR-ingum gekk þó illa að skapa sér færi enda vöm Skagamanna traust. • Mark KR kom á 22. mínútu seinni hálfleiks. Eftir þunga sókn KR-inga barst boltinn út á hægri kantinn til Lofts Ólafssonar sem gaf fyrir markið. Þar var Júlíus Þorfinnsson óvaldaður og skallaði knöttinn laglega í homið íjær. Staðan því orðin 1-1. Nú héldu margir að KR-ingar mundu herða sóknina en svo var ekki. Það var eins og öll orkan hefði farið í að jafna. Leikurinn jafnaðist og Skagamenn komust aftur meira inn í leikinn. Þeir áttu eina færið það sem eftir var leiksins þegar Sveinbjöm Hákonarson, sem var þá nýkominn inn á, átti góða fyrirgjöf en Valgeir skaut beint á Stefán í marki KR. Jafntefli verða að teljast sanngjöm úrslit í þessum leik sem var því miður ekki eins (jömgur og við hefði mátt búast af þessum liðum. Hvomgu liðinu tókst að skapa sér nein færi enda við sterkar vamir að eiga. Hjá KR-ingum var greinilegt að þreyta sat í landsliðsmönnunum í vöminni. Þeir vom ekki eins sókn- djarfir og oft áður þó þeir stæðu fyllilega fyrir sínu í vöminni. Sérstak- lega var Ágúst Már sterkur, hann missir varla mann framhjá sér. KR- r ii «5 ingar sakna greinilega Björns Rafns- sonar í sóknarleiknum sem er engan veginn nógu beittur. Hjá Skagamönum vakti Jakob at- hygli í sókninni en hann var frískur auk þess að skora gott mark. Þá var Árni góður í fyrri hálfleik en sást lítið sem ekkert í þeim seinni. Ólafur Þórð- ai'son barðist vel á miðjunni þó ekki kæmi nógu mikið út úr því. Vömin var sterk með Sigurð Lámsson sem kjölfestu. Þá var Heimir Guðmunds- son sterkur í bakverðinum enda leikinn og frískur leikmaður. Dómari var Baldur Scheving og var oft erfitt að átta sig á dómum hans án þess þó að annað liðið hagnaðist á þeim. Liðin: KR: Stefán Jóhannesson, Jósteinn ■* ‘;s I i Risakort ! i i i frá S-Kóreu i Mikill áhugi er fyrir heimsmeist- _ I arakeppninni í knattspymu i | ; Suður-Kóreu. Rúmlega 200 stuðn- ■ | ingsmenn landsliðsins em komnir I mkk I I I I i Ikort, þriggja metra hátt og 4,5 I metra breitt, og á það hafa 35 þús- ” Iund Suður-Kóreumenn ritað nafn I sitt. Þctta verður eflaust mikil _ Ihvatning fyrir landslið Suður- I Kóreu sem talið er eiga frekar erf- I Iitt uppdráttar í heimsmeistara- I keppninni en þeir leika í riðli með • Iítaliu. Búlgariu og Argentínu. I -SK j I I I l Einarsson, Hálfdán Örlvgsson, Loftur Ólafsson. Willum Þór Jónsson. Gunn- ar Gíslason, Ágúst Már Jónsson, Ásbjöm Bjömsson, Sæbjöm Guð- mundsson, Heimir Bergsson (Steinar Ingimundarson á 81. mín.) og Júlíus Þorfinnsson. ÍA: Birkir Kristinsson, Heimir Guð- mundsson, Guðjón Þórðarson, Sigurð- ur B. Jónsson, Sigurður Lárusson, Ólafur Þórðarson, Guðbjöm Tryggva- son, Valgeir Barðason, Ámi Sveinsson (Sveinbjöm Hákonarson á 70. mín.). Júlíus Pétur Ingólfsson og Jakob Halldórsson. Gul spjöld: ólaíúr Þórðarson og Sig- urður Lámsson. Áhorfendur: 679. Maður leiksins: Ágúst Már Jónsson. -SMJ Island í 4. sæti - á NM í boccia Tvær íslenskar sveitir tóku þátt Ii Norðurlandamóti fatlaðra i bocc-1 ia í Kaupmannahöfn um síðustu * I helgi. Þai- kepptu 14 sveitir og var I * skipt í tvo sjö sveita riðla. önnur I | íslenska sveitin sigraði i sinum riðli: . og komst i úrslit ásamt sex öðrum I ■ sveitum. í úrslitakeppninni lenti. I islenska sveitin í fiórða sæti á eftir | ! þremur dönskum sveitum. Hún ■ I spilaði 11 leiki á mótinu, sigi-aði í I Isex leikjum, tapaði fiórum og gerði I jafntefli i einum. Hin islenska • Isveitin hafnaði i fimmta sæti i sín-1 um riðli og komst ekki i úrslit. I Alls tóku sex íslendingai- þátt i | • mótinu og kepptu í einstaklings-. I og sveitakeppni. Keppendur í ein-1 J staklingskeppninni vom 27 og var ■ I þeim skipt i fióra riðla. Tveir kepp-1 Iendur úr hveijum riðli komust í I milliriðla. Það tókst þremur ís- • Ilensku keppendanna, Sigurði I Björnssyni, Tryggva Haraldssyni : I og Hauki Gunnarssyni. Aðeins Sig-1 • urði tókst að komast alla leið í ■ | úrslit og þar hafnaði hann að lok- [ um í sjötta sæti. hsim ' I I i McDermott ■ | fór til | i Djurgarden i 1 -fraOxfordUtd I • Jakob Halldórsson, sem skoraði mark Akumesinga, sésl hér í góðu færi en þrátt fyrir góða takta náði hann ekki að skora i þetta sinn. DV-mynd Brynjar Gauti I I Brian McDermott, einn af kunn- ■ | ari leikmönnum Oxford United, I Imun leika með Stokkhólmsliðinu I Djurgárden í súmar. Byijar að • Ileika með þvi 11. júni. Fær 100 þús- I und krónur sænskar fyTÍr leik- I tímabilið eða 570 þúsund islenskar. | J Brian lék um árabil með Arsenal, . I talsvert í aðalliðinu, og sumarið | _ 1984 lék hann með Norrköping i ■ | Sviþjóð. Fjórir erlendir leikmenn I Ihafa áður leikið með Djurgárden, I tveir enskir, einn vestur-þýskur og • Ieinn Norðmaður. Fyrir leiktima- I bilið keypti Djurgárden sænska J I leikmenn fyrir um átta milljónir | ^slenskra króna. hsinj

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.