Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1986, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1986, Blaðsíða 24
24 Iþróttir DV. MÁNUDAGUR 2. JÚNÍ 1986. Iþróttir Iþróttir Iþróttir Robson ekki með gegn Portú- gal? - á morgun Óvist er hvort Bryan Robson, fyrirliði Englendinga, getur leikið með í fyrsta leik þeirra á móti Portúgal á þriðjudag. Robson seg- ist geta spilað allar 90 mínútumai á móti Portúgölum ef það sé nauð- synlegt en hann óttist að það geti komið niður á leik hans seinna í keppninni. Robson segist vera bjartsýnn á gengi Englendinga í keppninni því undirbúningur þeirra hafi aldrei verið betri en núna. „Evrópsku lið- in eru betur undirbúin núna en 1970. Mikilvægi aðstæðnanna í Mexíkó hefúr því minnkað og því ættum við að hafa góða möguleika á því að sigra. Við erum með jafn- góða vöm og þá en nú emm við með betri markaskorara,“ sagði Robson. -SMJ Bergomi varð fyrstur ítalinn Bcrgomi varð fyrstur leikmanna á heimsmeistarakeppn- inni til að verða sér úti um gult spjald. Kortið fékk hann fyrir gróft brot á einum búlgörsku leikmann- anna í opnunarleiknum. ítalskir léku mjög fast í þcssum leik og ef að likum lætur eiga þeir bláu eftir að fá fleiri spjöld í keppninni. -SK 36 dómarar í Mexíkó Dómarar þeir er dæma á HM í Mexíkó hafa í nógu að snúast. Alls eru þeir 36 sem dæma alla leiki keppninnar. Mikið mun mæða á þeim að venju og eitt er víst að þeir verða að standa sig betur en sá ástralski sem dæmdi leik Brasil- íu og Spánar í gær. -SK Tvær vafasamar vítaspymur ÍBÍ - Einherji 2-2 Frá Guðjóni Þorsteinssyni, fréttaritara DV á ísafirði: „Við erum ekki nógu samstilltir ennþá. Margir leikmanna hafa dvalist í Reykjavik og þvi erfiðlega gengið að ná mannskapnum sam- an á æfingar. Ég hef þó trú á þvi að þetta eigi allt eftir að koma hjá okkur,“ sagði ömólfur Oddsson, ijálfari ÍBÍ, eftir að ÍBÍ hafði gert 2-2 jafntefli við Einheija í 2. deild igær. Fyrri hálfleikur var ágætlega leikinn af hálfu heimamanna sem sóttu þá mun meira. Fyrsta mark leiksins skoraði Jón Oddsson á 30. minútu eftir einleik frá miðju vall- arins. Mínútu síðar var dæmt vafasamt viti á ÍBÍ og Njáll Eiðsson skoraði úr því. Á 37. minútu skor- aði Baldur Kjartansson annað mark Einherja með þrumuskoti. BÍ jafnaði í seinni hálfleik úr ann- ari vafasamri vitaspyrnu sem Guðmundur Jóhannsson skoraði úr. Leiknum lauk því með 2-2 jafn- tefli sem verða að teljast sanngjörn úrslit. -SMJ Fvábær árangur hjá landsliðínu í blaki - varð í öðni sæti á alþjóðlegu móti í Belfast íslenska karlalandsliðið í blaki náði frábærum árangri um helgina þegar það náði 2. sæti á sex landa keppni í Belfast á N-írlandi. Árangur liðsins var mjög óvæntur og kom trúlega landsliðsmönnunum sjálfum mest á óvart. Þeir þurftu að breyta flugfar- seðlum sínum vegna þess að þeir komust í úrsbtakeppnina. Þetta eru fyrstu sigrar íslenska landsliðsms á öðrum en Færeyingum síðan íslend- ingar hófu að leika landsleiki í blaki árið 1972. Islendingar léku með Norður-Irum og írum í riðlakeppninni. Þeir töpuðu 3-0 fyrir Norður-írum í fyrsta leiknum enda var spilað á steingólfi. Síðan unnu íslendingar frækinn sigur á Irum. Leikurinn fór 3-1 fyrir ísland og stóð hann yfir í 110 mínútur. I undanúrslitum mættu Islendingar Wales og sigruðu 3-1. Úrslit í einstök- um hrinum urðu: 12-15, 15-9, 15-12 og 15-9. Þessi árangur fleytti Islend- ingum í sjálfan úrslitaleikinn. Þar mættu þeir Norður-írum aftur en þeir unnu Skota nokkuð óvænt í hinum undanúrslitaleiknum. Úrslitaleikurinn var æsispennandi og var leikið í tvo tíma og 40 mínút- ur. íslendingar byrjuðu með látum og unnu tvær fyrstu hrinumar, 15-9 og 15-11. Norður-Irar unnu næstu hrinu 15-5. Fjórða hrinan var síðan hreint ótrúlega spennandi og stóð í 79 mínút- ur. ísland komst í 14-9 en tapaði að lokum hrinunni 16-14 eftir að írskir línudómarar höfðu tvisvar dæmt bolta úti sem var greinilega inni. Norður- írar unnu síðan síðustu hrinuna 15-9 og þar með mótið. Lokastaðan í mótinu varð þessi: 1. Norður-írland. 2. ísland. 3. Skotland. 4. Wales. 5. Irland. 6. England. -SMJ/KMU Damr skemmta á HM - Og sigra vonandi líka - segir Piontek þjálfari „Danir eru komnir til Mexíkó til að skemmta knattspymuáhugamönnum og vonandi einnig til að sigra,“ sagði Sepp Piontek, þjálfari danska lands- liðsins, við fréttamenn í Mexíkó fyrir keppnina. Það fer ekki hjá því að knatt- spyrnuáhugamenn gleðjist yfir þess- um ummælum. Sérstaklega af þvi að þau em að því er virðist í andstöðu við ríkjandi viðhorf meðal knattspyrnu- manna sem nú em staddir í Mexíkó. Fræg em orð Pele, sem kallaði knattspymuna „hinn fagra leik“ og notaði orð eins og ballett, ástríður og rómantík til að lýsa henni. Þessi orð em ekki í hávegum höfð núna meðal knattspyrnumanna. Nú er það árang- urinn einn sem skiptir máli. Meira að segja brasilíska liðið, sem skemmti áhorfendum á Spáni með stórkostlegri knattspymu, ætlar að þessu sinni að láta árangurinn sitja í fyrirrúmi. Menn eins og Tele Santana, Zico og Socrates tala nú um að það verði að spila af hörku og að brasilíska liðið verði að leika breytta knattspymu ef það eigi að hafa möguleika á því að sigra. Því em viðhorf Pionteks eins og vin í eyðimörkinni. Hann segir að Danir muni láta ánægjuna sitja í fyrirrúmi. Þetta em lofsamlegt viðhorf, sérstak- lega þegar tekið er tillit til þess að Danir leika í erfiðasta riðli keppninn- ar. Piontek hefúr þó fullan hug á því að sigra því það er ekkert sem hann þráir heitara en að fara með titilinn til Kaupmannahafnar. Hann segist þó einnig verða ánægður ef liðs ha«s verði minnst fyrir skemmtilega knatt> spyrnu. „Ég vænti þess að leikmenn mínir leggi allt sem þeir eigi í leikinn. Auðvitað munu þeir ekki alltaf vinna, ég get ekki krafist þess, aðeins að þeir leggi sig alla fram. En hvemig sém leikimir fara þá munum við allir setj- ast niður eftir á og drekka nokkra bjóra saman." Þess má geta að bjór- drykkja dönsku leikmannanna vakti mikla athygli á Evrópumeistara- keppninni í Frakklandi en þá þótti hún með óh'kindum. Nú er bara að vona að Dönum gangi vel í Mexíkó. Það væri sigur fyrir knattspymuna. -SMJ „Við vorum betri“ - sagði Bearzot, þjálfari Ítalíu, eftur sigurinn gegn Búlgörum „Við vomm betri aðilinn í þessum leik og áttum að sigra. Þetta eru slæm úi'slit fyrir okkur og áður en við fömm að hugsa um næsta leik okkar gegn Argentínu verðum við að gleyma þess- um,“ sagði Enzo Bearzot, þjálfari heimsmeistara ítaliu, eftir að ítalir höfðu aðeins náð jafntefli gegn Búlgar- íu í opnunarleik heimsmeistarakeppn- innar á Aztec leikvanginum í Mexíkó á laugardag. Hvort lið skoraði eitt mark. Bearzot kom mjög á óvart fyrir leik- inn er hann setti Paolo Rossi út úr liði sínu og Rossi, sem skoraði sex mörk í síðustu keppni þegar ftalía varð meistari, var ekki einú sinni á meðal varamanna. Eftir leikinn, þegar Bearzot var spurður um ástæðuna, sagði hann aðeins: „Hann er í 22ja manna hópnum." Leikur Ítalíu og Búlgaríu olli nokkr- um vonbrigðum og greinilegt var á leik beggja liða að taugamar voru ekki í sem bestu lagi hjá leikmönnum. Einnig var mikið um ljót brot hjá leik- mönnum beggja liða og þá ekki síður hjá Itölum. Italir byrjuðu betur og sköpuðu sér smávægileg færi en náðu ekki að • Það var oft hart barist i leik Italíu og Búlgariu á laugardag. Hér sjást leikmenn berjast um knöttinn og má vart á milli sjá hvor hefur betur. skora fyrr en tveimur minútum fyrir leikhlé og var Altobelli þar að verki, fyrsta mark heimsmeistarakeppninnar var staðreynd. ítalir höfðu einnig yfirhöndina í síð- ari hálfleik og smátt og smátt virtist draga af leikmönnum Búlaríu. Þreyta þeirra kom þó ekki í veg fyrir jöfnun- armarkið sem Sirakov skoraði sex minútum fyrir leikslok með glæsileg- um skalla. Liðin voru þannig skipuð í leiknum: Ítalía: Galli, Bergomi, Cabrini, Vierc- howod, Scirea, Gennaro, De Napoli, Bagni, Conti (Vialli), Altobelli, Gald- erisi. Búlgaría: Mikhailov, Sirakov, Arabov, Markov, Dimitrov, Zdravkov, Iskerenov (Kostadinov), Sadkov, Mla- adenov, Gospsdinov (Yeliaskov). • 112 þúsund áhorfendur sáu leik- inn. Italinn Bergomi fékk fyrstur manna gult spjald í nýhafinni heims- meistarakeppni. Þess má geta að ekki hafa verið skoruð fleiri mörk í opnun- arleik HM síðan í Chile áríð 1962. Leikinn á laugardag dæmdi Svíinn Eriksson frá Svfyjóð. -SK • Junior leikur nú á miójunni með bra bakvarðar í síðustu heimsmeistarakeppr ingu Spánverjans Francisco Lopez. Þrá tókst þeim ekki að halda marki sínu hre Brasilíi voru h er þeir signiði Brasiliumenn sigruðu Spánveija, 1-0, í fyrsta leiknum i D-riðb á HM í Mexíkó i gær. Það sýndi sig í leiknum að greini- legt er að Brasilíumenn kunna vel við sig á Jalisco leikvanginum í Guadalaj- ara. Þeir léku þar alia sína leiki nema úrslitaleikinn í heimsmeistarakeppninni 1970 og unnu þá alla. Þeir hafa þvi ekki enn tapað stigi þar. Þeir eru líka óhemjuvinsælir meðal íbúa þar eins og heyrðist greinilega á leiknum í gær. Leiksins í gær verður sjálfsagt lengi minnst fyrir það að Spánverjar skoruðu fullkomlega löglegt mark sem var dæmt af. Markið hefði fært þeim forystu í leiknum og ómögulegt hefði verið að spá um úrslit ef það hefði gerst. Atvikið gerðist á 54. mínútu þegar Spánverjinn Michel fékk knöttinn eftir homspymu 20 metra frá marki Brasilíu. Hann skaut þrumuskoti sem hafnaði í þverslánni og þaðan niður í markið. Dómarinn Bam- bridge frá Ástralíu sá ekki að boltinn fór inn og lét leikinn halda áfram. Línu- vörðurinn heíði átt að gera athugasemd en hann virðist heldur ekki hafa séð atvikið. Það gerðu liins vegar sjón- varpsáhorfendur sem sáu greinilega að knötturinn fór inn fyrir marklínuna. Þrátt fyrir áköf mótmæli Spánveija var dómnum ekki hnikað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.