Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1986, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1986, Blaðsíða 5
DV. MÁNUDAGUR 2. JÚNÍ 1986. 5 Stjórnmál Stjórnmál Stjórnmál Stjórnmál Sigrún Magnúsdóttir fær koss frá Kristni Finnbogasyni. B-listinn á Hótel Hofi: „Erum hamingjusöm" „Við erum hamingjusöm héma,“ sagði Kristinn Finnbogason, fram- kvæmdastjóri Tímans, sem staddur var meðal stuðningsmanna Fram- sóknarflokksins á Hótel Hofi er fyrstu kosningatölur fóru að berast. Allt benti til að Framsókn fengi einn mann i borgarstjóm. Það var létt yfir framsóknarmönn- unum, kaffi og kökur og börn léku sér á gólfi. Barinn var opinn fyrir þá sem vildu. „Það er bersýnilegt að þær tölur, sem komnar em, sýna andstöðu við ríkisstjómina um land allt,“ sagði Magnús Ólafsson, fyrrum ritstjóri NT. Mikil fagnaðarlæti bmtust út er Sigrún Magnúsdóttir, efsti maður á lista Framsóknar, kom hlaupandi inn í salinn rétt eftir miðnætti. Hún var létt i spori og henni var fagnað sem sigurvegara af stuðningsmönnum sín- um. „Miðað við fylgi okkar í síðustu borgarstjómarkosningum gerðum við okkur aldrei von um nema einn mann eftir að borgarfulltrúum var fækkað," sagði Kristinn Finnbogason. „Þetta er allt í góðu lagi.“ -EIR Kvennalistinn í Duushúsi Mikill hugur í kvennalistakonum Það voru lika karlmenn hjá kvennalistakonum. „Eigi vil ég með körlum búa,“ sungu kvennalistakonur fullum hálsi á kosn- ingavöku Kvennalistans sem var í Duushúsi. Það var mikil stemmning hjá konunum og troðfullt á báðum hæðum. Svo sem eðlilegt má teljast vom konur í meirihluta, en inni á milli mátti greina karlkyns stuðnings- menn. Fólk hafði komið sér vel fyrir við langborð og hafði geinilega mætt tím- anlega og fengið sér snæðing og hressingu með. Það var því mikill hugur í þeim konum sem sungu marg- raddað lagið „Karlaflokkar" við lagið Ólafur liljurós. Karlmennimir á Duus- húsi urðu heldur niðurlútir við laglín- ur eins og „allir vöktu þeir hennar sorg“ og „eigi vil ég með körlum búa - heldur vil ég á hug minn trúa“ o.s.frv. Það bmtust út mikil fagnaðarlæti þegar tölur frá Reykjavík birtust loks á skjánum. „Við erum mjög ánægðar með að ná Ingibjörgu Sólrúnu inn en auðvitað hefðum við viljað ná tveim fulltrúum. Það er þó ekki útséð um þetta ennþá." sögðu kvennalistakonur og fögnuðu óspart. -S.Konn M-listinn á Hverfisgötu: „Allt í Kampakátir M-listamenn. blús hjá okkur Það var fremur dauf stemmning á kosningavöku Flokks mannsins á kosningaskrifstofunni við Hverfis- götuna er DV leit þar inn skömmu eftir að fyrstu tölur vom birtar úr Reykjavík, enda ljóst samkvæmt þeim að flokkurinn var langt frá því að koma manni að. „Það er allt í blús hjá okkur núna." sagði einn viðmælenda blaðsins er fyrstu tölur úr Revkjavík lágu fyTÍr og ekki höfðu þær tölur, er áður höfðu birst frá öðrum stöðum. gefið þeim er sátu kosningavökuna tilefrii til mikill- ar gleði. „Þó að þessar tölur séu svartar fy'rir flokkinn þá þýðir ekkert að gefast upp. Við höldum ótrauð áfram enda rétt að bvrja í pólitíkinni.-1 sagði einn stuðningsmanna flokksins en flestir á vökunni létu lítið í sér heyra um síð- ustu tölur. -FRI T C -0 boo • o © © • o © © o © © © >MOSiftk AIOBIRk TALKMAN Fremstur á Nordurlöndum Mobira Talkman bílasíminn er ótvírætt í fararbroddi á Norðurlöndum. Þar tala opinberarsölutölur skýrustu máli. Kaupendur bílasíma setja gjarnan þrjár kröfur á oddinn við val á bílasíma. Mikil ending, lág bilanatíðni og fjölbreyttir notkunarmöguleikar. í þeim efnum hefur Mobira Talkman vinninginn meðal notenda innan NMT á Norðurlöndum. Líkur Mobira Talkman til forystu á fslandi aukast enn frekar við það að öll þjónusta, eftirlit og ísetning er í höndum þrautreyndra og valinkunnra fagmanna. Renndu við eða hringdu í Hátækni í Ármúlanum og fáðu allar nánari upplýsingar um Mobira Talkman - söluhæsta bílasímann á Norðurlöndunum. Góð greiðslukjör hJLm Ármúla 26, símar: 91 -31500 - 36700 108 Reykjavík MARKAÐSHLUTDEILD FRAMLEIÐENDA BÍLASÍMAINNAN NMT ARIÐ1985* Alls seldir árið 1985:83.525 bílasímar. Fjöldi nofenda bílasíma innan NMT 31.12.1985:217.785 ‘Samkvæmt opinberum upplýsingum samnorrænnar stjórnarnefndar NMT á Norðurlöndum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.