Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1986, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1986, Blaðsíða 18
18 DV. MÁNUDAGUR 2. JÚNÍ 1986. Neskaupstaður FÓSTRUR Fóstru vantar að dagheimilinu Sólvöllum, Neskaup- stað frá 18. ágúst nk. Nánari uplýsingar gefur forstöðumaður Steinunn Steinþórsdótttir í síma 97-7485 eða 97-7721. Félagsmálaráð. ð| Laus staða X J T» ’ Laus er til umsóknar staða lektors í hjúkrunarfræði við námsbraut í hjúkrunarfræði í læknadeild Háskóla íslands. Aðalkennslugrein er hjúkrun sjúklinga á handlækn- inga- og lyflækningadeildum. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf, rannsóknir og ritsmíðar, svo og námsferil og störf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 105 Reykjavík, fyrir 1. júlí 1986. 30. maí 1986. Menntamálaráðuneytið. LAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtalinna starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum. 1. Fóstrur, athugið! Á dagheimilið Suðurborg við Suðurhóla vantar fóstrur nú þegar eða í haust. Boðið er upp á mjög góða vinnuaðstöðu bæði hvað varðar almennt uppeldislegt starf og séraðstoð. Upplýsingar gefur forstöðumaður á staðnum eða í síma 73023. 2. Á leikskólann Álaborg, Hlaðbæ 17, vantar fóstrur við almenn uppeldisstörf og fóstrur eða þroska- þjálfa til að sinna börnum með sérþarfir, hálft starf. Upplýsingar gefa forstöðumenn á staðnum eða í síma 841 50. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykja- víkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð, á sérstökum umsóknareyðublöðum, sem þar fást, fyrir kl. 16.00 mánudaginn 16. júní. Innritun 1986-7 Verslunardeild Umsóknir skal senda til Verzlunarskóla íslands. Um- sókn skal fylgja staðfest Ijósrit eða afrit af prófskírteini grunnskólaprófs. Umsóknir skulu hafa borist 5. júní. Nemendur sem síðar sækja um geta ekki vænst skólavistar. Námi lýkur með verslunarprófi eftir 2ja vetra nám. Lærdómsdeild Umsóknareyðublöð um nám i máladeild, hagfræðideild, stærðfræðideild og verslunarmenntadeild fást á skrifstofu skólans. Umsóknarfrestur rennur út 5. júni. Einungis nem- endur með verslunarpróf geta sótt um inngöngu. verður starfrækt síðdegis næsta vetur, fyrir 20 ára og eldri. Umsóknir ásamt innritunargjaldi, kr. Í .000, skulu hafa borist skrifstofu skólans 5. júní. Þeir sem lokið hafa verslunarprófi geta fengið það viðurkennt og innritað sig til stúdentsnáms. Haldin verða hagnýt námskeið í ýmsum greinum sem auglýst verða sérstaklega næsta haust. Menning__________Menning___________Menning Mótettukór Hallgrímskirkju. Tónlist Eyjólfur Melsted verkum hans, vel samið verk og íullt einlægni eins og aðrar kirkjutón- smíðar frá hans hendi. Þegar Hjálmar Helgi Ragnarsson sendi frá sér bænina litlu, Maríuson- ur mér er kalt, vakti það mikla athygli. Menn sáu, eða heyrðu öllu heldur, að hér fór skáld sem kunni að draga hina sterku einföldu drætti sem einkennir allan góðan trúar- skáldskap. Því fylgdi hann eftir með verkum eins og Canto, við Gamla Testamentistexta, og Gloriu. Hér bættist enn eitt trúarljóð í safn sem var gott fyrir, Ave Maria - kannski besta kirkjulega verk Hjálmars Helga til þessa. Hefði vart grunað Ég hygg að fáa hafí grunað að jafn góð trúarverk fjögurra íslenskra tónskálda yrðu flutt á einum mót- ettutónleikum. En þá er líka ógetið fimmta aðilans, kórsins. Hlutur hans er ekki minni en höfúndanna og án góðs flutnings öðlast jafnvel hið besta tónverk aldrei sitt fulla gildi. Hafandi lagt sig svo mjög fram við Myndir af innra landslagi Tíu austumskir myndlistarmenn í Nýlistasafninu Mótettusöngur í Landakoti Vortónleikar Mótettukórs Hallgrimskirkju 27. maí. Stjórnandi: Höröur Áskelsson. Organleikari: Þröstur Eiríksson. Einsöngvari: Guðrún Finnbjarnardóttir, Magnus Baldvinsson, Sverrir Guðmunds- son. Efnisskrá: Þorkell Sigurbjörnsson: Þrjú sálmalög; Jónas Tómasson: 23. Daviðs- sálmur; Gunnar Reynir Sveinsson: Gloria; Hjálmar H. Ragnarsson: Ave Maria; Benj- amin Brttten: Jubilate Deo; Johannes Bach: Unser leben ist ein Schatten; Hein- rich Schiitz; Die mit Tranen sahen; Johannes Brahms: Warum ist Licht gege- ben dem Miihseligen?; Felix Mendelsso- hn-Bartholdy; 43. Davíðssálmur. Hvert öðru betra Mótettutónleikar hafa venjulega þýtt að hér á íslandi væri flutt nærri eingöngu útlend músík. Nú brá hins vegar svo við á tónleikum Mótettu- kórs Hallgrímskirkju, að fyrri hluti þeirra var að mestu byggður upp af íslenskum verkum. Sálmar Þorkels Sigurbjömssonar teljast þó ekki mótettur, þótt hinn síðasti þeirra, „Veikur maður, hræðstu eigi, hlýddu“, sé það eiginlega. Þeir eru mikill trúarskáldskapur, þessir sálmar, og grípa mann sterkum tök- um, ef svo má segja, og upptaka þeirra í Sálmasöngbók fyrir tiu árum markaði tímamót í íslenskri kirkju- músík. Tuttugasti og þriðji Daviðssálmur hefur löngum reynst mönnum mikil huggun og freistandi að binda ljóðið lagi. Menn hafa jafnvel leiðst út í að búa til úr því poppaða moðsálma eins og þann sem dundi yfir landslýð í fyrra úr öllum gjallarhomum. Það var mér því huggun að heyra smíð Jónasar Tómassonar, sem undir- strikaði á svo makalausan hátt kyrrðina miklu sem í ljóðinu felst. En andaktina skerpti Jónas með kórþekkingu sinni og klárri upp- byggingu tónsmíðarinnar. Næst kom Gloria eftir Gunnar Reyni Sveinsson. Hann heíúr verið eitt afkastamesta trúarskáld okkar á síðari árum. Það er mikil birta og sterk kveðandi í Gloriu Gunnars Reynis. Hún er eitt af bestu trúar- flutning nýju verkanna var það ekki skrýtið þótt kórinn tæki því heldur léttar þegar að Britten kom. Vera má líka að sönglega hafi Britten haft minna að gefa en kollegamir sem á undan vom sungnir. Eftir Johannes Bach, afabróður Tómasarkantórsins, söng Mótettu- kórinn, Unser Leben ist ein Schatt- en, þar sem þau Guðrún Finnbjam- ardóttir, Magnús Baldvinsson og Sverrir Guðmundsson sungu skemmtilegan svarkór. Schútz, sem var skammarlega illa sinnt í íslensku konsertlífi á fjögurra alda ártíð sinni á síðasta ári, sungu þau líka fimm radda mótettu, Die mit Tránen sa- hen. Hér heyrist að vonum lítið af trúarmúsík Brahms, en nú var úr bætt að hluta með Warum ist das Licht gegeben dem Múhseligem. Að lokum söng Mótettukórinn 43. Da- víðssálm eftir Felix Mendelssohn- Bartholdy, tónskáldið sem enn er svo illilega vanmetið í heimalandi sínu og gjaman leikið með hangandi hengi. Hér var ekki slíku að heilsa, heldur öll sú vöndun og tærleiki söngsins við höfð, sem í öðrum verk- efnum á efnisskrá þessa frábæra kórs á tónleikum hans í KrisLs- kirkju. En sérlega fannst mér til koma hvað islensku verkin vom góð, jafnt í gerð sem flutningi. EM sem slík. Það væri nær lagi að tala um myndir af innra landslagi." „Við erum ekki bara undir áhrifúm frá annarri list, heldur flestu því sem við sjáum og heyrum, götulífi, rokk- músík o.fl.“ sagði Franz. „ Á sýningunni í Nýlistasafúinu em flestar myndanna tiltölulega litl- ar. Fyrir því em hagkvæmnisástæð- ' ur, því við komum sjálfir með sýninguna í farteskinu. En flestir okkar mála litlar myndir hvort sem er.“ Austurrisku listamennirnir Franz Graf og Fritz Grohs á Laugaveginum um daginn. Þótt ekki sé Nýlistasafúið skráður aðili að Listahátíð ætlar það samt að taka þátt í henni með samsýningu 10 unga austurriskra myndlistar- manna. Þeir heita Brigitte Kowanz, Romana Scheffknecht, Gerwald Rockenschaub, Heimo Zobemig, Erich Spergler, Peter Kogler, Josef Ramaseder, Wolfgang Schrom, Fritz Grohs og Franz Graf. Allir játast þessir listamenn undir tiltölulega fábrotna afstraktstefnu, í mismiklum mæli þó. Mun hér komið mótvægi við expressjóníska mál- verkið, sem ráðið hefur lögum og logum í myndlistarheiminum und- anfarin ár? Tveir sýnenda, þeir Fritz Grohs og Franz Graf, em einmitt staddir hér í tilefni sýningarinnar og því upplagt að láta þá sitja fyrir svörum. „Við lítum ekki á okkar myndlist sem hluta af viðbrögðum við nýja málverkinu eða andófi gegn því. Við lifum á tímum umburðarlyndis í listum, expressjónistamir una glað- ir við sitt og við málum eins og okkur sýnist,“ sagði Franz. „Við erum miklu frekar að kanna til hlítar ýmsa myndræúa mögu- leika, sem enn fyrirfinnast í gamla afstrakt-málverkinu," sagði Fritz. „En við reynum að gæða það nýju tilfinningalegu inntaki. Það verður eins konar mælikvarði á tilfinninga- leg blæbrigði." ■X Ekkert að fela „Nú er listamaðurinn ekkert að fela aðdragandann að verkum sín- um,“ sagði Franz. „Áhorfandinn fær að fylgjast með þvi hvernig þau verða til. Frumdrög og breytingar er að finna rétt undir yfirborðinu." „Þetta eru því tilfinningaríkari afstraktverk heldur en þau gömlu,“ sagði Fritz. „Eiginlega litum við ekki á þau sem afstraktverk i hefð- bundnum skilningi, því við teljum okkur ekki vera að fjalla um form Viðráðanleg veröld „Ég held að á bak við það sé ákveðin fílósófía, meðvituð eða ómeðvituð. Við erum kannski að reyna að gera veröldina viðráðan- legri,“ sagði Fritz. „Expressjónísku málaramir eru hins vegar að reyna að sýna fram á hvað líf nútímamannsins sé yfir- þyrmandi." „Mér sýnast nokkrir íslenskir kol- legar okkar einnig hafa þessa manneskjulegu afstöðu til málverks- ins, þeir gera það aðgengilegt í stærð,“ sagði Franz. „ísland og Austurríki eru raunar bæði lönd á útjöðrum evrópskrar menningar. Þess vegna gætu ís- lenskir og austurrískir myndlistar- menn sem best verið sama sinnis." Þeir Franz og Fritz sögðu enn- fremur að afstraktlist væri í mikilli uppsveiflu í Austurríki, en samt væri enn langt í land með að ungir afstraktmálarar gætu séð fyrir sér með list sinni þar í landi. Á sýningunni i Nýlistasafninu eru á þriðja tug verka, málverk, upp- hleyptar myndir, grafískar myndir o.fl. -ai

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.