Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1986, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1986, Blaðsíða 31
DV. MÁNUDAGUR 2. JÚNÍ 1986. Sandkorn Sandkom Afríku- hlaupið... ...tókst með ágætum hér fyrir norðan, þó enginn hafi nú hlaupið til Afríku. Á Húsavík hlupu um 320 manns. Sá ynsti var sjö mánaða og hljóp i kerru með móður sinni. En sá elsti var 78 ára og blés ekki úr nös, eins og sagan segir. En ekki hlupu allir. Einn á Akureyri hljóp ekki og ástæðan: „Mér er annt um mina heilsu," sagði kappinn. Allt fyrir heilsuna. Hamar í hausinn Fréttin um að dómari á frjálsíþróttamóti í Póllandi hafi látist eftir að hafa feng- ið hamar i höfuðið frá Tékka hefur vakið furðu. Nú er það svo að á ensku er orðið „hammer" notað yfir sleggjukast og auðvitað kom út úr því hamarsfrétt álslandi. „Hent' í mig hamrinum," sögðu kaffibrúsakarlarnir hér um árið, en varla hafa þeir þýtt þessa frétt. Hafnfirðingum slegið við I Vatnsdal í Húnavatns- sýslu eru 88 kjósendur á kjörskrá í komandi hrepps- nefndarkosningum þann 14. júni. Og þar eru hvorki meira né minna er þrír list- ar í gangi. I Hafnarfirði eru um 9000 á kjörskrá og átta listar og þótti mörgum mikið. Miðað við höfðatöluna hefðu Hafhfirðingar þurft að hafa um 300 lista til að standa Vatnsdœlingum á sporði. Gaman að borga skatta Hjá geðlækni: „ Já, svo þú borgar skatt- ana þina með ánægj u. Segðu mér, hvenær fórstu fyrst að finna fyrir þessu?" Gaman ef fleiri yrðu svona þegár skattbleðlarn- ir birtast nú á næstunni. Bolti '86 Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu hófst á laugar- daginn í Mexíkó og verður sjónvarpið undirlagt af boltum allan næsta manuð. Margir spá jafnframt hjónaskilnuðum í mánuð- inum. Ekki hafa allar konur andúð á fótbolta. Forsprakki sjálfstæðis- kvenna á Akureyri og bæjarfulltrúi, Bergljót Rafnar, er nefnilega sögö hafa mikla fótboltadellu. Hún mætir á flesta knatt- spyrnuleiki hér fyrir norðan. Þeir eru traustir, Bautaborg- ararnir. Ljúffengur kjörseðill Þeir hjá Bautanum á Ak- ureyri voru með skemmti- legan Bauta-kjörseðil á kosningadaginn á laugar- daginn. Hann var svona: X-A: 1/4 kjúklingur með öllu,kr.410. X-B: Bautasneið, kr. 570. X-D: Smiðjuborgari, kr. 320. X-G: Bautapizza, kr. 320. X-M: Píta með nautakjöti, kr.220. Samkvæmt þessu mun vera langdýrast að vera Framari á Akureyri. Nú, það kostar það sama að vera sjalli og allaballi. En er það nema von aö Flokkur mannsins hafi beðið um 30.000 krónur sem lágmarkslaun. Kaus þann elskulega Svo var það frambjóðand- inn, í ónefndum bæ hér fyrir norðan, sem fór til gamallar konu á laugar- daginn til að láta hana kjósa sig. Hún bauð honum upp á kaffi, bakkelsi og snakk, þannig að ekki barst talið að erindinu. Skyndi- lega var barið að dyrum og var konan lengi frammi. Þegar hún kom til baka sagði hún: „Afsakaðu, en það kom hingað einhver af þessum frambjóðendum og vildi endilega aka mér á kjör- stað. Ég fór bara með honum og kaus hann fyrst hann var svona elskuleg- Zoega-stjóri Nú er komið á hreint hver verður forstjóri Krossanes- verksmiðjunnar á Akur- eyri. Geir Zoega, hjá Síldarverksmiðjum ríkis- ins, hefur verið ráðinn. Geir þykir nú einhver mesti supermaðurinn í loðnu- bransanum og geröi verk- smiðju SR á Siglufirði, þessa tölvuvæddu, að þeirri fullkomnustu í heimi. Svefnleysi Og einn í lokin: „Eruð þið hjónin ekki óhress yfir því að eiga engin börn ennþá?" „ Jú, við höfum átt marg- ar svefnlausar nætur." Umsjón: Jón G. Hauksson. Nýkomið glæsilegt úrval af vor- og sumarbuxnadrögtum, jökkum og kápum. LAUGAVEGI66 SIMI25980 Kvikmyndir Kvikmyndir Út og suður í Beverly Hílls - Bíóhöllin *** Hinn mannlegi þáttur Down and Oul in Beverly Hiils Framleiðandi: Paul Mazursky Handrit Paul Mazursky og Leon Capet- anos Tónlist Andy Summers Leikstjóri: Paul Mazursky Aðalhlutveric Nick Nolte, Bette Midler og Richard Dreyfuss Paul Mazursky er með afkasta- mestu leikstjórum vestanhafs, það er að segja þeirra sem gera gæða- myndir. Flestar mynda hans hafa verið sýridar hérlendis, myndir á borð við Greenwich Village, An Unmarried Woman og Moskva on the Hudson og er ekki að efa að aðdáendahópur mannsins hérlendis er stór. Myndin Down and Out in Beverly Hills er ánægjuleg viðbót við fyrri verk hans og svipað og þau fjallar hún um hinn mannlega þátt í vissu samfélagsumhverfi í Banda- ríkjunum. Umhverfið, sem Mazursky tekur til léttlyndrar umfjöllunar í Down and Out in Beverly Hills, er, eins og nafnið gefur til kynna, eitt helsta snobbhverfi Hollywood. Viðfangsef- nið er Whitman-fjölskyldan, sem gerð er að nokkurs konar samnefn- ara fyrir það fólk er býr í hverfinu. Whitman sjálfur er ímynd banda- ríska draumsins, hefur stórefnast á framleiðsluherðatrjáa. Kona hans er á kafi í jóga, hugleiðslu, andlegri íhugun og líknarstörfum til hliðar. Sonurinn er „í felum" og dóttirin borðar ekki. Hvað heimilishundinn varðar kemur hundasálfræðingur reglulega í heimsókn að ræða vandamálin. Inn í þetta verndaða umhverfi ranglar róni nokkur, frábærlega leikinn af Nick Nolte, einn góðan veðurdag og er ætlun hans að Nick Nolte i hlutverki sínu í myndinni. drekkja sér í sundlaug Whitmans. Það tekst ekki því Whitman (Ric- hard Dreyfuss) tekst að bjarga honum og í framhaldi af því er rón- anum boðin vist á Whitman-heimil- inu. Er fram líða stundir reynist meir í rónann spunnið en útlitið bar með sér og loks er hann orðinn nokkurs konar alhliðagúru Whitman-fjöl- skyldunnar. Hann færeiginkonuna (Bette Midler) til að hætta jógarugl- inu og snúa sér að heilbrigðu kynlífi í staðinn, fær húsbóndann til að gleyma áhyggjum hversdagsins um stund, fær soninn úr felum, dótturina til að borða og hundinn til að gefa skít í sálfræðinginn. Auk þess kemur hann vinnukonunni á heimilinu í kynni við kommúnisma. Húmor Mazurskys er ekki beint af hlátraskallagerðinni en honum tekst glettilega vel til við að halda brosviprum stöðugum á andliti áhorfandans í þessari mynd. Hann teflir fram á næman hátt þessum tveimur andstæðum, rónanum og Whitman-fjölskyldunni, þannig að úr verður hin besta skemmtun og um leið er gefin ágæt innsýn í dag- legt líf íbúa þessa þekktasta hverfis Hollywood. Leikarar myndarinnar fara flestir á kostum í hlutverkum sínum, ef undan er skilinn þessi venjulegi of- leikur Dreyfuss. Sá sem svo öðrum fremur stelur senunni frá hinum í myndinni er hundurinn á heimilinu, Matisse, sem vel ætti skilið útnefn- ingu til óskarsverðlauna. Svo má einnig geta þess að Little Richard kemur fram í aukahlutverki í mynd- inni, sem næsti nágranni Whitman- fjölskyldunnar og sýnir að píanó- glamur er ekki hið eina sem hann gerir vel. FriðrikJndriðason. Húsmæður Bessastaðahreppi, athugið Okkur vantar starfskraft til að hafa umsjón með skóla- görðum og starfsvelli í sumar. Vinnutími er frá kl. 13-16. Æskulýðsráð Bessastaðahrepps. •••• Frábær ••• Góð •• Miðlungs • Léleg 0 Afleit EZD - TELEFAX. Getum boðið upp á kaupleigusamning til allt að þriggja ára. EMT9175gruppall,lll. Nýjasta tækið. 07Q AnA Hraði 20 sek. Verð kr. á ( \).UUU,- gengi DKK 4.S6. Tœkin eru fyrir þá sem þurfa að koma teikningum, skýrslum, pöntunum, bréfum o.fl. heimshorna á milli. Gerir sama og telex og meira til — er einnig Ijósritunarvél. Telefax fyrir: • Lögreglu • Prentsmiðjur • Banka • Tryggingafélög • Dagblöð • Innflytjendur • Verkfræðistofur • Opinberar stofnanir • Otflytjendur • Auglýsingastofur • 0.fl.,o.fl. ARVIK ÁRMÚLA1,SÍIVII 687222 Góð þjónusta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.