Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1986, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1986, Blaðsíða 42
50 DV. MÁNUDAGUR 2. JÚNÍ 1986. Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós Ólyginn sagði... George Hamilton er talinn hafa haft nánara sam- band við Imeldu Marcos frá Filippseyjum en kurteislegt þykir með giftar konur. Þegar forsétinn var spurður nánar um málið - einkum verslunar- ferðirþeirra skötuhjúa tveggja saman í New York - sagði hann það lítið gaman að vera einn á ferð og því væri ekkert athugavert við að verða sér úti um félagsskap. Þannig að Hamilton var fylgisveinn Imeldu um árabil með fullu samþykki Marcosar. Og Ham- ilton hefur verið nánasti hjálparkokkur forsetans við fjárfestingar í Bandaríkjunum sem honum eru gersamlega óheimilar nema hafa þá bæði bak við tjöldin og undir borð- ið - eða þannig. Liz Taylor segist vera hávær, forvitin og hreinskilin og umfram allt rétt að byrja lífið. Vinir leikkon- unnar telja hana að auki eiga í miklum erfiðleikum með að dvelja á sama staðnum til langframa. Liz hefur núna slegið persónulegt met í einlífi - því hún hefur lifað við eigin- mannsleysi um allnokkurn tíma. Það er víst síður en svo einmanalegt líf því húsið í Hollí er yfirfullt af vinum, ætt- ingjum, viðskiptafólki, þjón- ustuliði og húsdýrum. Allir berjast um athygli leikkon- unnar. Liz líkar ástandið stórvel og harðneitar að nokkrar meiri háttar breytingar geti komið til greina á næstu árum. Larry Hagman er alsæll yfir nýja leiknum Tri- vial Pursuit. Hann sendi umboðsmönnunum línu þar sem þakkað var fyrir þennan stórkostlega nýja leik. „Ég hef alltaf vitað að ég væri dálítið ómerkilegur, en aldrei í mínum villtustu draumum hélt ég að það myndi gera mig eilífan." Og Frank Sinatra lét í sér heyra líka - barnabörnin hans elska leikinn og sá gamli er djúpt snortinn yfir að hafa fengið að fljóta með í fælnum. Juönu var ætlað að lifa í jarðskjálftunum miklu í Mexíkó- borg týndu fjölmargir íbúarnir lífi og lengi var grafið í rústum sjúkra- hússins í þeirri von að finna sjúkl- inga á lífi eftir margra daga leit. Oft var starf hjálparsveitanna árangurs- laust en inn á milli gerðust krafta- verkin sem stöppuðu stálinu í björgunarmenn og kveiktu nýjar vonir. Fundur hvítvoðungsins Juönu Ar- ias var eitt þessara gleðilegu atvika. Hún var aðeins nokkurra daga göm- ul og lá í körfu á fæðingardeild sjúkrahússins þegar ósköpin dundu yfir. Lík móður hennar fannst aldrei en eftir marga daga komu leitarmenn niður á körfu Juönu í rústunum. Hún var á lífi og hefur dafnað stórvel á síðustu mánuðum. Fósturmóðir hennar, Maria, segir að augljóslega hafi þessi litla stúlka ekki verið feig - henni var ætlað að lifa - og fjöl- skyldan trúir því að henni muni fylgja mikil gæfa í framtíðinni. „Þetta er guðs verk,“ segja þau fjall- viss í sinni kaþólsku trú og kveikja á þakkarkertum hvenær sem efnin leyfa. ein hvitvoðungskarfan og í þetta skiptið var kraftaverk á ferðinni - lífsmark reyndist með ungbarninu. Juana Arias er sjö mánaða og dafnar vel í höndum fósturfor- eldranna. Hlaupandí fegurð tíl hjálpar hungruðum „ Kannski komumst við ekki alla leið hlaupandi en þá er bara að tölta það sem eftir er,“ sagði nýkrýnd fegurðardrottning íslands, Gígja Birgisdóttir, í samtali við DV við upphaf Afrikuhlaupsins. Og svo tók hún á sprett ásamt öðrum fegurðardísum keppninnar, umkringd krakkaskara sem fylgdi þeim eftir við hvert fótmál. Á meðfylgjandi DV-mynd KAE sjást fegurðardísirnar, Gígja önnur frá vinstri ásamt hjálparhellunni Jönu í Broadway og Hollywood og Hófí alheimsdrottningu. J* A

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.