Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1986, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1986, Side 9
DV. MÁNUDAGUR 2. JÚNÍ 1986. 9 Utlönd Utlönd Utlönd Utlönd Lögreglumaður var um helgina grafinn lifandi i Suður-Afriku. Óöldin þar virðist fara versnandi með degi hverjum. Reiði blökkumanna bein- ist nú í æ ríkari mæli gegn svertingjum, sem starfa fyrir stjórnina, og þá aðallega lögreglumönnum. Lögreglu- maður grafinn lifandi Átökin í Suður-Afríku verða æ óhugnanlegri. Um helgina var ráðist á svartan lögreglumann er hann fylgdi vini sínum til grafar, honum varpað í opna gröf og hann grafinn lifandi, að þvi er haft var eftir lög- reglu. Lögregluþjónninn, S.H. Mandlazi, sem var klæddur í borgaraleg fót, var meðal þrjú hundruð syrgjenda við jarðarför vinar síns í Ackerville í austurhluta Transvaal. Klukkutíma síðar opnaði lögregl- an gröfina og fann lík Mandlazis í sitjandi stöðu. Svartir lögreglumenn, sem em með hæst launuðu svertingjum í þjónustu ríkisins, eru helstu skotmörk rót- tækra andstæðinga kynþáttaað- skilnaðarstefhunnar sem hafa heitið því að skeggöld skuli ríkja þar til ríkisstjórnin viðurkenni meirihluta svertingja við stjóm landsins. Lögreglan segist ekki hafa hand- tekið neinn vegna morðsins á Mandlazi. Hann er þrítugasti og níundi lögreghmiaðurinn sem lætur lífið í óeirðunum sem staðið hafa síðan í febrúar 1984. Allir lögreglu- mennimir, nema fjórir, hafa verið svartir. Hægrimenn tapa í Ecuador Allar líkur bentu til þess í morgun að hægristjórn Cordero, forseta Ecu- ador, biði mikinn ósigur í þingkosn- ingum er fram fóm þar um helgina. Eftir að íjórðungur atkvæða hafði verið talinn voru flokkar vinstri- manna og marxista komnir með yfir 53 prósent atkvæða, miðflokkar með um 5 prósent og ríkisstjórnarflokkur Cordero aðeins með nim 37 prósent atkvæða. Ósigur í þingkosningum á miðju kjörtímabili Cordero er talinn geta leitt til aukinnar stjómmálalegrar og efnahagslegrar upplausnar í Ecuador en landið á nú við vaxandi efnahags- örðugleika að etja vegna lækkandi olíuverðs á heimsmarkaði, en olíuiðn- aðurinn hefur fram að þessu verið einn mikilvægasti útflutningsiðnaður landsins. Kyrkti sig sjálfur Maður, sem játað hafði á sig fjörutíu morð, flest þeirra á ungum stúlkum, sem hann kyrkti með hvítum vír, hengdi sig í fangaklefa sínum á föstu- daginn. Hinn þijátíu og þriggja ára gamli Majid Salek Mahmoudi, sem nefndur var „kyrkjarinn í Teheran“, notaði ræmu af rúmteppi til að svipta sig lífi í fangelsinu síðastliðinn föstudag. Hann var handtekinn í febrúar og játaði smám saman á sig 40 morð í Teheran og fimm öðrum borgum í íran á síðustu fjórum árum. Lögreglan segir hann hafa framið morðin af kynferðislegum ástæðum, vegna ánægjunnar og til að stela af fómarlömbum sínum. Saksóknarinn í Teheran hefur fyrir- skipað rannsókn á dauða Mahmoudis. SMRKOMADC Verð frá aðeins 3.750 kr. Einnig mikið úrval af hátölurum í bíla ísetning á staðnum. Vanir menn I • l ÍXdQIO Ármúla 38 og Garðatorgi 1. Símar 31133 - 83177 - 651811. ,pös^oW' Vorum að fá mikið úrval af vönduðum bíltækjum með 2 og 3 bylgjum, FM, stereo og kassettu. Enn einu sinni hefur C ASIO tekist aö framleida tækninýjungar á gjaf- Ji^^^verði. Með hljómborðinu PT-82 getur þú lært að spila þelckt lög og búa til þín eigin. PT-82 sýnir með ljósi á hvaða takka þú átt að styðja. Alls konar hljómar, taktar og undirspil. Mikið úrval hljómborða frá kr. 2.800,- UMBOÐIÐ, BANKASTRÆTI, SIMI 27510

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.