Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 1986næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    293012345
    6789101112

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1986, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1986, Blaðsíða 2
DV. FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 1986. Fréttir Fréttir Fréttir Fréttir Leigusamningi sagt upp: Sendiráð sættir sig ekki við klámverslun* 99 „Þessi klámverslun verður ekki í mínum húsum. Mennimir leigðu húsnæðið undir skrifstoíúr og versl- unarrekstur en ég vissi aldrei að þama ætti að verða klámverslun. Ég set lögbann á þetta ef þörf kref- ur,“ sagði Matthías Einarsson, eigandi húseignarinnar að Laufás- vegi 17 þar sem aðstandendur Pan-hópsins höfðu í hyggju að opna útsölustað með hjálpartæki ástar- lífsins í hillum. „Ég leigi bandaríska sendiráðinu einnig hluta af þessari eign minni og sendiráðsmenn myndu aldrei sætta sig við svona verslun á þessum stað.“ Klámstríðið í Reykjavík, er DV sagði frá í gær, heldur áfram að geisa. Forráðamenn fyrirtækisins „House of Pan“ í Brautarholti 4 og fyrirhugaðrar verslunar að Laufás- vegi 17 halda áfram að bera hvom annan þyngstu sökum. Annar er sakaður um vændi, hinn sagður geð- veikur. „Lögreglan á að fylgjast með svona málum og gerir þaðsagði Böðvar Bragason lögreglustjóri í samtali við DV. „Ég býst við að þetta mál verði skoðað." -EIR Sæmundur Haukur Haraldsson á tröppum hússins að Laufásvegi 17: Leigusamningi sagt upp. DV-mynd S. Eins og sjá má moka bömin nú for úr görðunum í stað þess að setja niöur grænmeti. DV-mynd S. Skólagarðar fullir af for Skólagarðar Reykjavíkurborgar em nú fullir af for í kjölfar rigning- anna á undanfömum dögum og er ástandið sérstaklega slæmt í nýjum görðum á borð við þann sem liggur meðfram Jaðarseli í Breiðholti. „Það er í raun ekkert hægt að gera og fólk verður að sýna þolin- mæði og biðja um þurrt veður. Þá lagast þetta ástand,“ sagði Ingvar Axelsson/ulltrúi á skrifetofu borgar- verkfræðings,í samtali við DV. „Ástandið er eins í kartöflugörðum borgarinnar, bæði við Korpúlfestaði og í Skammadal í Mosfellssveit." Hvað garðinn við Jaðarsel varðar sagði Ingvar að hann væri rekinn sem útibú frá skólagörðunum við Stekkjarbakka en foreldrar á þessu svæði hefðu þrýst á að hann yrði tekinn í notkun strax vegna slysa- hættu við ferðir bama þeirra til Stekkjarbakka. -FRI Hafnarfjórður: Áfengi í póstkröfu „Fyrst vildu þeir ekki sinna pöntun- um okkar en þegar ég sagði útsölu- stjóranum frá Hafnfirðingnum, sem ekki á bíl og er í 34 tíma að ná sér í flösku í strætisvagni, féllst hann á rök mín,“ sagði Óskar Karlsson, verkstjóri í Hafnarfirði. Hann og ýmsir aðrir Hafskipsmálið: Gæsluvarð- hald framlengt Sakadómur Reykjavíkur hefúr úr- skurðað að framlengja beri gæslu- varðhaldið yfir þeim mönnum sem enn sitja í gæslu í Hafekipsmálinu, þeirra Björgólfe Guðmundssonar og Ragnars Kjartanssonar. Var gæsluvarðhaldið framlengt til 25. júní. Lögmenn þeirra beggja kærðu úr- skurðinn til Hæstaréttar en þar verður málið tekið fyrir eftir helgina. -FRI Kaupfélag Svalbarðseyrar: Rannsóknin á lokastigi Jón G. Haukssan, DV, Aknreyri; „Skattrannsóknin á Kaupfélagi Svalbarðseyrar er á lokastigi og það má búast við að greinargerð frá okkur um rannsóknina verði send ríkissak- sóknara. Meira hef ég í rauninni ekki um málið að segja," sagði Oddur Gunnarsson, deildarstjóri hjá skatt- rannsóknarstjóra, um hvað liði rannsókn embættisins á bókhaldi fé- lagsins. Ríkissaksóknari fékk í byrjun mars bréf frá Aðalsteini Jónssyni, bónda á Viðivöllum í Fnjóskadal, þar sem hann fór fram á opinbera rannsókn á kaup- félaginu. Þeirri beiðni var hafnað. En saksóknari sendi afrit af bréfi Aðal- steins til skattrannsóknarstjóra og það leiddi til skattrannsóknarinnar. í viðtali við DV 17. mars sl. sagði Aðalsteinn Jónsson bóndi: „Þetta mál snýst um meint bókhaldssvik, skatt- svik og fjárdrátt. Stjóm félagsins hefur tekið óskiljanlega lint á málum, miðað við þær upplýsingar sem hún hefur fengið frá kjömum endurskoðendum undanfarið. Sumt er að fimast og ég tel ekki forsvaranlegt að það sé hylmt svona yfir þetta lengur." Hafúfirðingar em famir að panta sér áfengi í póstkröfú frá Reykjavík. Til- gangur þeirra er að þrýsta á um opnum áfengisútsölu í Halnarfirði sem sam- þykkt var með nær 80 prósent meiri- hluta fyrir skömmu. Kauplagsnefnd hefúr reiknað vísi- tölu framfærslukostnaðar miðað við verðlag í júníbyrjun. Reyndist hún vera 170,16 stig og er þá miðað við að vísitalan hafi verið 100 stig í febrúar 1984. Hefur vísitalan þá hækkað um 0,66% frá því í maíbyrjun á þessu ári. Af þessari hækkun stafa 0,2% af hækkun á verði matvöm, einkum verðhækkun á eggjum og mjólkuraf- urðum, en að öðm leyti stafar hækkun „Þetta tekur einn til tvo daga að fá áfengið hingað í pósthúsið en stundum kemur það samdægurs. Þetta er ólíkt þægilegra en að keyra alla leið til Reykjavíkur," sagði Óskar Karlsson. -EIR vísitölunnar af verðhækkun ýmissa vöm- og þjónustuliða. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísi- tala framfærslukostnaðar hækkað um 23,9%. Hækkun vísitölunnar um 0, 66% á einum mánuði, frá maí til júni, svarar til 8,2% árshækkunar. Undan- fama þijá mánuði hefur vísitalan hækkað um 3,0% og jafhgildir sú hækkun 12,6% verðbólgu á heilu ári. -EA DV-mynd Bjarnleifur Verölaun í teiknisamkeppni grunnskólanema um myndskreytingar á skólamjólkurumbúðir voru afhent i gær. Samkeppnin var haldin á vegum mjólkurdagsnefndar og var tilgangurinn sá að vekja meiri athygli barna og foreldra á þessum holla drykk sem mjólkin óneitanlega er. Geysileg þátttaka var og reyndist erfitt að gera upp á milli teikninganna. 38 börn hlutu verðlaun og sést hér hinn friði hópur barna sem hlaut verðlaun aö þessu sinni. -RóG. Skaðabætur vegna brottvikningar úr Lánasjóði: Sigurjón fékk 960 þúsund „í forsendum okkar var gengið út frá því að ekkert hefði verið upp á Sigur- jón Valdimarsson að klaga í starfi sem framkvæmdastjóri Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna. Við reyndum að nálgast þá tölu sem dómstólar hefðu dæmt ef málið hefði tekið þá stefnu," sagði Eiríkur Ingólfeson í mennta- málaráðuneytinu i samtali við DV. Að undanfömu hafa farið fram við- ræður á milli fulltrúa menntamála- ráðuneytisins og fjármálaráðuneytis- ins og Sigurjóns Valdimarssonar, fyrrum framkvæmdastjóra Lánasjóðs íslenskra námsmanna, um bætur vegna brottvikningar úr starfi er Sig- urjón taldi ólögmæta. Sættust yfirvöld á að greiða Siguijóni 960 þúsund krón- ur í bætur vegna brottvikningarinnar. „Þessi niðurstaða sýnir að uppsögn- in var ólögmæt. Aðgerð menntamála- ráðherra var frumhlaup og lögleysa," sagði Siguijón Valdimarsson í gær. -EIR Hægir á verðbólgunni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 132. tölublað (13.06.1986)
https://timarit.is/issue/190678

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

132. tölublað (13.06.1986)

Aðgerðir: