Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1986, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1986, Blaðsíða 9
DV. FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 1986. 9 Grímuklæddur kjarnorkumótmælandi lætur stálkúlur dynja á lögreglu og öryggissveitum við kjarnorkuverið í Wackersdorf Stefhan í kjamorioimálum veklur ólgu og óeirðum Ketilbjöm Tryggvason, DV, Vestur-Berlin: Maður gæti stundum leiðst til að halda að kjarnorkuslysið í Chemo- byl hefði orðið hérna í V-Þýskalandi. Að minnsta kosti hafa afleiðingamar hvergi annars staðar í heiminum verið eins háværar og einmitt hér- lendis. Ekki líður sá dagur núorðið að ekki lendi einhvers staðar saman kjarnorkuandstæðingum og lög- reglu. Heiftin er gífurleg og hafa margir líkt ástandinu við borgara- stríð. Ótrúlegar orrustur Á þessum byggingarsvæðum, svo og víða annarstaðar í Þýskalandi, hefur lögreglan séð sig knúna til að beita valdi. Eru þá oftast notaðir vatnssprautubílar til að bægja fólk- inu frá en ef þurfa þykir er kylfum og táragasi beitt og jafnvel skot- vopnum með hörðum gúmmíkúlum. Mótmælendur hafa einnig sín voþn og eru það helst steinar og annað lauslegt sem notað er á lögregluna en stundum bregður fyrir Molotow- kokteilum, heimatilbúnum púður- sprengjum, og jafnvel teygjubyssum með stálkúlum. Helgi eftir helgi Það eru aðallega tveir staðir hér í Þýskalandi sem koma við sögu í þessu sambandi, Wackersdorf í Bæj- aralandi og Brokdorf í Norður- Þýskalandi. Á báðum stöðunum er verið að reisa endurvinnslustöðvar kjarnaúrgangs, sem kjarnorkuand- stæðingar telja vera sérstaklega hættulegar. Þarna hafa um hverja helgi eftir slysið í Chernobyl safnast saman tugþúsundir mótmælenda sem bæði með friðsamlegum og ófriðsam- legum hætti reyna að fá stjórnvöld ofan af byggingu þessara verksmiðja. Mikil slys á fólki Þar sem þvílíkum vopnum er beitt verða eðlilega slys á fólki og má sem dæmi nefna að eina helgina í maí slösuðust um 400 manns, þar af 130 lögreglumenn, í Wackersdorf. Vegna þessa manntjóns hafa yfir- völd reynt að koma í veg fyrir samkomur mótmælenda til að fyrir- byggja hóperjur. Hafa því þessi tvö svæði verið svo til umkringd af þús- undum lögreglumanna seinustu vikur en þessi fjöldi hefur fremur espað fólkið upp heldur en hrætt það frá svæðunum þannig að óeirðirnar hafa jafnvel verið enn heiftarlegri. Fórnarlömbum frá La Belle fjölgar Ketflbjöm Tryggvason, DV, Vestur-BerKn: Sprengjutilræðið í dansstaðnum La Belle i Berlín þann 5. apríl siðastliðinn heíur kostað enn eitt mannslíf. James Goins, bandarískur hermaður, lést nú fyrstu helgina í júní af völdum mikilla brunasára aðeins 26 ára gamall. Með þvi eru fómarlömb þessa hrika- lega atburðar orðin þrjú en strax við sprenginguna lést annar amerískur hermaður, 21 árs, svo og 28 ára tyrk- nesk stúlka. Við þennan atburð, sem talið er full- sannað að Líbýumenn stóðu að baki, slösuðust samtals 230 manns og er ennþá ekki séð hveijar afleiðingarnar verða þvi að sumt af þessu fólki liggur ennþá þungt haldið á sjúkrahúsi. Hamar og sigð í norska fánanum Björg Eva Eitendsdóttir, DV, Osló: Norðmenn eru óánægðir með ráð- stefhu Alþjóðahvalveiðiráðsins er lýkur í Malmö í dag. Segja þeir að þar sé fjallað um málin á röngum grundvelli og eingöngu frá sjónarmiði náttúruvemdar. Vísindalegar rannsóknir um hversu miklar veiðar stofriinn þolir séu alger- lega lagðar til hliðar. En nú hafa Norðmenn samt verið krafðir um ná- kvæmar upplýsingar um hversu mikla veiði hvalastofninn þolir. Það er kannski ástæða þess að Norðmenn hafa á undanfömum mán- uðum sýnt nokkum áhuga á stofnun sérstaks hvalveiðiráðs ríkja við Norð- ur-Atlantshaf, þar á meðal íslands. Bandaríkjamenn hafa hert áróður- inn gegn norskum hvalveiðum. Hóta þeir því nú meðal annars að hætta að kaupa norska laxinn sem er afarmikil- væg útflutningsvara héðan. í Bandaríkjunum hafa verið nokkur brögð að því að norski fáninn hafi verið teiknaður með hamar og sigð til þess að minna á að Norðmenn hagi sér engu skár en Sovétmenn í hval- veiðimálum. OPIÐ A MORGUN LAUGARDAG KL. 9-2 VARAHLUTAVERS L U N I N ÓVENJU GLÆSILEG CAFETERIA Opnum kl. 7 á morgnana Heimilismatur í hádeginu. Heimilismatur á kvöldin. Grillréttir allan daginn Grillaðir kjúklingar. Djúpsteiktur fiskur. Hamborgarar og heitar samlokur. Opið alla virka daga frá kl. 7.00-21.00. Laugardaga kl. 7-17. Allan mat er hægt að taka með sér. M 5 sími Með venjuleg föt á óvenjulegu verði Opið daglega kl. 10-18, föstudaga kl. 10-19, laugardaga kl. 10-16, sunnudaga lokað. SENDUM í PÓSTKRÖFU Dæmi um verð: Dömujakkar kr. 1.450-2.350. Herrajakkar kr. 990-1.795. Gallabuxur kr. 990. Kakibuxur kr. 990-1.150. Terylenebuxur kr. 1.690. Dömubuxur kr. 990-1.670 - allir litir. Samfestingar kr. 1.090-2.990. Herraskyrtur kr. 590-1.890. Bolir kr. 240. Dömupeysur kr. 450-1.190. Herrapeysur kr. 395-990. Hvítir sokkar kr. 75. Herranærbuxur kr. 90. Barnaúlpur kr. 990. Barnapeysur kr. 330-1.550 Barnabuxur, galla-, flauels-, kaki-, kr. 250-990. Barna-, dömu- og herrastígvél, mikið úrval væntanlegt, kr. 395- 695. Smiðjuvegi 4e, c-götu á horni Skemmuvegar. Símar 79866 og 79494 Mánagötu 1, Isafirði Hafnarstræti, Akureyri Stóragarði 7, Húsavík Egilsbraut 7, Neskaupstað ( ^ A Fatalagerinn Cjí' '1 n fesT' Li"1 ! 1 ——a |4fy? REYKJANESBRAUT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.