Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 1986næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    293012345
    6789101112

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1986, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1986, Blaðsíða 12
12 DV. FÖSTUDAGUR 13. JÚNl 1986. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Neytandinn borgar alltaf brúsann Skiptar skoðanir hafa verið um gildi verðkannana. Til eru þeir kaupmenn sem halda því blákalt fram að þær verði til þess að kaup- menn berist ó banaspjótum og bjóði niður verð hver á móti öðrum. Það leiði óhjákvæmilega til þess að versl- anir leggi upp laupana. Lengi var barist fyrir því að gefa verðlag frjálst og haldið fram kostum þess. Nú hef- ur verðlag verið frjálst í meira en ár og þar að auki nokkuð stöðugt gengi- og verðbólgan heíur hægt ó sér svo um munar. Þannig er gildi verðkannana miklu meira nú en það var á meðan verðbólgan var upp úr öllu valdi. Þá var sá með hæsta verðið sem var nýbúinn að fá vörusendingu. Þá hækkaði verðið með hverri send- ingu. Nú á öldin að vera önnur. Hins vegar er það engu að síður staðreynd að sumar vörutegundir hækka við „hverja sendingu" og það meira en lítið. Þvi er um að gera að kanna verð á sem flestum vörutegundum og bera saman miUi verslana. Nú ætti ekki lengur að vera hægt að skýla sér á bak við „þetta er ný send- ing“. í nýlegri verðkönnun sem Verð- lagsstoíhun framkvæmdi og birt var í heild í síðasta laugardagsblaði DV kemur fram að tvær verslanir skera sig úr, önnur fyrir að vera oftast með hæsta verðið og hin fyrir að vera oftast með það lægsta. Þetta voru Hólagarður og Fjarðarkaup. Við ræddum við kaupmenn þess- ara verslana og leituðum skýringa á þessum mismun. Annar kaupmaður- inn segir að það sé spamaður fólginn í því að verslanir flytji sjálfar inn vörur og hyggst hann gera það i rík- ara mæli og lækka þannig vöruverð. Ætla mætti að þegar innkaup eru gerð sameiginlega fyrir margar verslanir náist hagstæðari innkaup en svo virðist ekki vera samkvæmt upplýsingum kaupmannsins. Hinn kaupmaðurinn, sem er oftast með lægsta vöruverðið, segist spara sér stórfé með því að auglýsa ekki! Það hefur oft undrað undirritaðan hve gífurlegt auglýsingaflóð streym- ir frá Qölda matvöruverslana sem halda því fram að þær séu með „lága“ ólagningu. Alkunna er að auglýsingar eru mjög dýrar og hver borgar nema neytandinn ? Verðkannanir eiga fullan rétt á sér en nauðsynlegt er að bera saman verð á sömu vörum, nema þegar gerðar efu kannanir á ffamboði sömu vörunnar eins og t.d. niðursoð- inna grænna bauna eða spergilkáls, svo dæmi sé tekið. -A.BJ. Spara auglýsingakostnaðinn og lækka þannig vöruverðið Ýmsar leiðir til að halda verðinu niðri,“ segir Bjami í Fjarðarkaupi „Það eru ýmsar leiðir til þess að halda niðri vöruveröi," sagði Bjami Blomsterberg, kaupmaður i Fjarðar- kaupi í Hafnarfirði, sem kom út með lægsta vöruverð í nýlegri verðkönnun V erðlagsstofnunar. „T.d. auglýsum við ekki. Við notum peningana til þess að lækka álagning- una á vömnum. Þá kaupum við mikið gegn staðgreiðslu og komumst þannig að góðum kjörum," sagði Bjami. - Emð þið sjálfir með innflutning? „Við höfum flutt inn smávegis, sykur o.fl. þannig vörur, en höfum minnkað það. Við fáum svipað verð ef við gerum stórinnkaup gegn staðgreiðslu og losnum við fyrirhöfhina sem innflutn- ingnum fylgir. Þá leitum við eftir besta verði á markaðinum hveiju sinni. Alagning- unni höldum við í algjöm lágmarki. Við erum með ákveðinn skala í álagn- ingunni þannig að við erum með hana lága á öllum vörum, ekki bara á ein- staka vömtegundum. Við höfum aldrei opið á laugardög- um,- ekki heldur á vetuma. Þannig spörum við bseði tvöfalt mannakaup, hita, ljós og ræstingu. Allt kostar þetta peninga og það er viðskiptavinurinn - neytandinn - sem verður að greiða allan kostnaðinn. En við látum neyt- andann njóta spamaðarins í lægra vömverði. Svo er það fjárfestingin. Margir hafa farið flatt á gífurlegri fjárfestingu. Við byggðum þetta verslimarhúsnæði fyrir fjórum árum. Það var byggt ó ódýr- asta máta en þjónar okkur mjög vel og hefur reynst vel sem verslunar- húsnæði. Þetta er enginn steinminnis- varði heldur ódýrt verslunarhúsnæði," sagði Bjami. Sigurbergur Sveinsson er meðeig- andi Bjama að Fjarðarkaupi en hjó þeim vinna um fiömtíu manns í föstu starfi. Eins og áður segir er ekki opið í Fjarðarkaupi á laugardögum en þar er opið til kl. 10 á föstudagskvöldum og er mikil ös hjá þeim alveg fram til kl. 10 að sögn Bjama. -A.BJ. DV-mynd Bjarnleifur Gunnar Snorrason kaupmaður í verslun sinni, Hólagarði. Verðkannanir leiða til lækkaðs vöruverðs „Er þegar farinn að lækka verðið hjá mér,“ segir kaupmaðurinn í Hólagarði „Ég viðurkenni að við komum frekar illa út í þessari verðkönnun Verðlags- stofnunar, en áður höfum við komið miklu betur út. Við höfum ekki breytt álagningimni hjá okkur þannig að þetta sýnir harðnandi samkeppni mat- vömverslana," sagði Gunnar Snorra- son, kaupmaður í Hólagarði, í samtali við DV. Verslun hans, stórverslunin Hóla- garður í Breiðholti, var oftast með hæsta vömverð eða 52 sinnum en Verðlagsstofhun kannaði verð ó 114 vörutegundum. Hólagarður var 93 sinnum með verð fyrir ofan meðallag og 21 sinni með verð fyrir neðan með- allag. „Eg tel að könnun, eins og sú sem gerð var nú síðast, gefi ekki réttlóta mynd af vöruverðinu eins og það er. Það vantar vægi inn í myndina. Hin svokallaða innkaupakarfa Verðlags- stofhunar, þar sem keypt er inn fyrir fjögurra manna fjölskyldu, gefur miklu betri mynd. Þó em bæði kjöt- og mjólkurvörur inni í myndinni. En þessi útkoma gefur okkur tilefni til þess að athuga okkar gang. Við erum þegar byijaðir að lækka verðið hjó okkur. Ljóst er að við verðum að hyggja að innkaupsverðinu og það gerum við best með því að fara út í innflutning í æ ríkara mæli. Við flytjum nú þegar talsvert inn, og teljum okkur geta boðið mun hag- stæðara verð þannig, varan kemur út ó mun lægra verði þannig," sagði Gunnar Snorrason kaupmaður. -A.BJ. \ m- • *: T í jm % : ||j£' J-j v. X. fl | : ^ | 1 Upplýsingaseðílí til samanDurðar á heimiliskostnaði! Hvað kostar heimilishaldið? Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátftak- | I andi i upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar fjolskvldu af sömu stærð og yðar. 1 Nafn áskrifanda I------------------- I i i i Sím'i l I Heimili l Fjöldi heimilisfólks l i i i Kostnaður í maí 1986. Matur og hreinlætisvörur kr. Annaö kr. Alls kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 132. tölublað (13.06.1986)
https://timarit.is/issue/190678

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

132. tölublað (13.06.1986)

Aðgerðir: