Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1986, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1986, Blaðsíða 13
DV. FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 1986. 13 Neytendur Neytendur Neytendur mmm Hér gefur að iíta ýmsar stærðir af kola- og gasgrillum. Hvað kosta útigrilllin? Á þessum tíma árs fer fólk að taka fram útigrillin sín og grilla matinn sinn úti í garði frekar en að standa í góða veðrinu inni í eldhúsi og mat- reiða. Það er viss vorstemmning að finna reykjarsvæluna úr görðum fólks, að ekki sé talað um að grilla sjálfur. Margir eiga nú þegar útigrill en fyrir hina, sem hyggjast fá sér eitt slíkt íyr- ir sumarið, könnuðum við verðið á útigrillum á nokkrum stöðum. I versl- uninni Geysi við Vesturgötu fæst gott úrval af útigrillum. Þeir bjóða upp á þessi hefðbundnu kolagrill í ýmsum stærðum, verðið á þeim er á bilinu 1.175-4.350 kr. Einnig fást þar gasgrill í tveimur stærðum, það minna á 8.575 kr. en hið stærra á 19.200. Á bensín- stöðvum Olís fást einnig ýmsar stærðir af grillum. Þeir eru með kolagrill á verðbilinu 640-6.300 kr., það dýrasta er stór vagn með loki og hillum undir áhöld og matvæli. Þar fást líka gas- grill sem kosta frá 5.371- 24.719 kr. Hjá Ellingsen, Ánanaustum, fást ko- lagrill á verðinu frá 655-2.055 kr. í Hagkaupi fást einnig kolagrill í nokkrum stærðum á verðbilinu 789-2. 589 kr. I Miklagarði eru til kolagrill í ýmsum stærðum og kosta þau frá 1.099-9.800 kr. Helsti munurinn við notkun gas- og kolagrilla er hve fljót gasgrillin eru að hitna, það ætti ekki að taka nema 3-4 mín. að hita þau á meðan kola- grillin geta verið hálftíma að hitna. Gasgrillin eru þrifalegri og hægt er að stjóma hitanum betur sjálfur, þau em einnig hentugri í útileguna. Mun- ur á bragðgæðum matarins, eftir því hvort hann er grillaður á kolagrilli eða gasgrilli, á ekki að vera neinn. -RóG. Grillum á teini Nú erum við búin að taka fram grill- in, verða okkur úti um kol og þá er bara að byrja að grilla. Glóðaður mat- ur er sérlega ljúffengur; á það jafnt við um kryddlegið kjöt, nýjan fisk, ávexti og grænmeti. Næringarefhi varðveitast einnig vel vegna þess hversu fljótleg glóðunin er. Yfirborðið lokast fljótt vegna mikils hita og fer því lítill safi til spillis. Hér látum við fylgja hugmynd að rétti sem auðvelt er að útbúa og glóða. Kjöt og vínarpylsur á teini 4 litlar lambakótelettur 8 litlar sneiðar nautakjöt 4 litlar sneiðar svínakjöt 6 msk. ólífuolía 1 tsk. salvía 4 vínarpylsur 8 litlir tómatar nýmalaður pipar, salt, tabaskó Þerrið kjötið með eldhúspappír, pensl- ið með olíu og stráið salviu yfir. Geymið á köldum stað í lokuðu íláti í a.m.k. 2 stundir. Þerrið þá kjötið. Setjið kjötið, pylsur og tómatana á 4 teina, penslið með olíu og stráið pipar yfir. Glóðið á hvorri hlið í u.þ.b. 8 mínútur. Saltið þá og látið örlítið tab- askó drjúpa yfir ef þið viljið bragð- mikinn mat. Þykkar agúrkusneiðar, lauk- og egg- aldinsneiðar eru einnig afbragð. Penslið með oliu fyrir glóðun. -RóG. Sniðugur réttur til glóðunar á teini. Grillkolin eru dyr Fyrst við ætlum að fara að grilla og Neytendasíðan komst að raun um Geysir Olís Hagkaup Mikligarður notum kolagrill verðum við að fá okk- að grillkol em nokkuð dýr miðað við Finnsk kol 3 kg 240 - - ur kol. Það var því ekki úr vegi að hve endingartími þeirra er stuttur. íslensk kol 2 kg - 184 - - kanna verðið á þeim líka. íslensk kol 3 kg - - 169 - Kolin eru, eins og allt annað, misgóð Aðflutningsgjöld á grillkol skiptast í: Party kol 3 kg - 228 269 - bæði hvað varðar endingu og hve auð- 30% tollgjald, 30% vömgjald, 1% toll- Match light 3,6 kg - - 529 - velt er að kveikja upp í þeim. Þar afgreiðslugjald og ‘/2% byggingar- Match light 1,8 kg - - 259 - ræður mismunandi þéttleiki þeirra, sjóðsgjald. En hér kemur verð á Royal Oak 2,25 kg - - - 199 kolin mega hvorki vera of mikið né nokkrum tegundum: Royal Oak 5 kg - - - 375 of lítið pressuð. -RóG. Grill light 3 kg - - 189 - OtíWtQl: «ru nokkuð dýr miðað við hve endingartími þeirra er stuttur. Aðflutningsgjöld eru rúm 60%. Raddir neytenda Eru þetta eðlileg viðskipti? Lesandi kvartar undan viðskipta- máta ferðaskrifctofu. í þessu tilviki greiddi viðkomandi 35 þúsund inn á utanlandsferð í mars og 20 þúsund í apríl en ferðin í heild átti að kosta 75 þúsund. Vegna gengisbreytingar verður svo 4,5% hækkun á ferðinni. Lesandi spyr hvort það sé eðlilegt að ekkert tillit sé tekið til þess hluta verðsins sem búið var að greiða, þ.e. vextir voru ekki reiknaðir á inn- borgunina á móti? Neytendasíðan kannaði á nokkr- um ferðaskrifetofum hvemig tekið væri á málum sem þessum. Viðmæl- endumir voru flestir á því að nokkuð erfitt væri að segja til um það. Yfir- leitt væm gerðir skilmálar um hvort ferðin reiknaðist á föstu gengi eða ekki. En eðlilegt væri að viðskipta- vinurinn tæki þátt í verðbreytingum með ferðaskrifstofunum, a.m.k. þeg- ar ferðin hefur ekki verið greidd til fulls. Þegar um hópferðir væri að ræða eða aðrar skipulagðar ferðir væm ferðaskrifetofumar oftast bún- ar að greiða t.d. hótelkostnað fram í tímann. Guðsteinn V. Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri neytendasamtakanna, sagði í samtali við DV að honum þætti óeðlilegt að vextir reiknuðust einungis á annan aðilann. Hér væri viðskiptavinurinn búinn að leggja fram fé sem væri ferðaskrifstofunni til góðs því eins og allir vita er allt fjármagn svo dýrt og torfengið. ___________-RóG. Silkiviðgerðir í Ásgarðinum Á dögunum spurðumst við fynr um einhvem aðila sem tæki að sér viðgerðir á flikum úr silki. Ingólfur Kristjánsson, klæðskeri í Fatavið- gerðinni, -Ásgarði 151, hringdi og sagðist taka slíkar viðgerðir að sér eins og raunar allar aðrar viðgerðir. „Viðgerðar flíkur -geta auðvitað aldrei orðið eins og nýjar en það er hægt að gera mjög vel við þannig að það sjáist lítið,“ sagði Ingólfur. -A.BJ. UTANHÚS MÁLNING SEM DUGAR VEL KÓPAL-DÝRÓTEX hleyptir raka auðveldlega í gegnum sig. Mjög gott verðrunar- og lútarþol og rakagegnstreymi. KÓPAL-DÝRÓTEX dugar vel. HVITT>».» OSA/blA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.