Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1986, Blaðsíða 11
DV. FÖSTUDAGUR 13. JÚNl 1986.
11
Menning
Menning
Menning
Ulrika Davidson og Guðni Franzson á æfingu.
lyilidagur
klarínettunnar
USTAHÁTÍÐ í REYKJAVÍK.
Tónleikar Guðna Franzsonar og Ulriku
Davidson í Norræna húsinu 11. júni.
Efnisskrá: Hákon Leifsson: Flug; Kjartan
Óiafsson: Sporðdrekamúsik; Guðni Franz-
son: Sónatína fyrir klarinett og píanó;
Hróðmar I. Sigurbjörnsson: Músík fyrir
klarinett; Haukur Tómasson: Smámyndir
fyrir klarinett og pianó; Lárus Halldór
Grimsson: Slúðurdálkurinn; Hilmar Þórð-
arson: Verk fyrir klarinett og píanó.
Tvennir tónleikar Listahátíðar
hafa haft alíslenska efhisskrá. Aðrir
voru með verkum Jóns Nordal, þar
sem kennarar Tónlistarskólans
færðu fram meiri háttar tónleika á
silfurfati. Hinir voru umræddir tón-
leikar en þar léku Guðni Franzson
og Ulrika Davidson verk sem öll
hafa verið samin handa Guðna og
sum handa þeim báðum. Öll voru
verkin eftir tónskáld okkar af yngri
kynslóðinni og fimm þeirra reyndar
frumflutt á þessum tónleikum.
Með táknrænu verki Hákons
Leifssonar hófst flugið sém hélst tón-
leikana á enda. Flug er fyrsta verk
Hákonar sem ég heyri ó tónleikum
og lofar góðu - lítið stykki hlaðið
rómantík.
Mikill herjans sporðdreki
Sporðdrekamúsík er karakter-
stykki þar sem Kjartan Ólafsson
lýsir skaplyndi þess sem fæddur er í
merki sporðdrekans. Þassi táknræna
hermimúsík verkaði afar sannfær-
andi sem karakterlýsing. Beiting
píanósins til að tákna hverflyndi
sporðdrekans tókst þó ekki sem.
skyldi. Það var að mínum dómi|
hljóðfærinu að kenna sem ekki var
þess megnugt að svara nógu hvöss-
um bassa. Nóg um hljóðfæri
Norræna hússins að sinni. Það er
síður en svo eina hljóðfærið í borg-
inni sem þarfhast endumýjunar. En
mikill herjans sporðdreki er hann
Kjartan annars.
Ljúft andsvar
Sónatína Guðns Franzsonar er
rómatískt og ljúft andsvar við þeirri
áráttu margra nútímans tónskálda
að láta klarínettuna rymja og
Tónlist
Eyjólfur Melsted
skrækja og gefa frá sér alls kyns
píp, sem út af fyrir sig eru andstæð
eðli hennar. Falleg músík sem höf-
undur naut til fulls að spila við
seiðandi meðleik píanósins.
Þá var komið að þekktasta, réttar
sagt eina þekkta stykki tónleikanna,
Músík fyrir klarínett, eftir Hróðmar
I. Sigurbjömsson. Með því komst
Hróðmar á blað sem efnilegt tón-
skáld og leikur Guðna vakti verð-
skuldaða athygli þegar hann flutti
það. Verkið hefur heldur vaxið við
frekari kynningu og sýnir að
Hróðmar hugar vel að eðli hljóð-
færisins sem hann er að semja fýrir.
Slúður - della - þvæla
Smámyndir Hauks Tómassonar
verka afar nosturslega samdar. Allt
sem ekki skiptir máli er miskuimar-
laust sniðið burt. Hauki virðist láta
vel að semja í hinu knappa formi.
Enn á ný kom hermimúsík á dag-
skrá, í þetta sirm Slúðurdálkur
Lárusar Halldórs Grímssonar. Láms
kann aldeilis að láta klarínettuna
slúðra og Guðni að koma skilaboð-
um höfundar áleiðis. Mikið húmor-
stykki þessi slúðurdálkur og sá fær
aldeilis á baukinn sem Lárus er að
taka fyrir með því.
Verki fyrir klarínett og píanó eftir
Hilmar Þórðarson finnst rriér best
lýst með glefsu úr uppáhaldslagi eins
nemendahóps míns - „þetta lag er
bara della, þetta lag er bara þvæla,
en höfum samt gaman af að spila
þetta litla, vitlausa lag“. Mikið ræ-
kalli er þetta skemmtileg della og
þvæla sem hann Hilmar kallar Verk
og sýnir að menn þurfa ekki alltaf
mikið efhi til að gera skemmtilega
hluti úr.
Harla gott úrtak
Ég hygg að flestir áheyrenda, sem
fylltu sal og bókasafh Norræna
hússins, hafi haft lúmskt gaman af
því hve bullandi rómantísk ungu
tónskáldin okkar virðast vera. En
það er svo sem rétt sama undir hvaða
merkjum þau semja ef handbragðið
er gott og þetta úrtak sem við heyrð-
um þama í Norræna húsinu tel ég
að hafi verið harla gott. Og ekki
skal gleymt að geta flytjendanna -
bæði voru þau frábær og héldu þama
sannkallaðan tyllidag klarínettunn-
ar. EM
VÉLAMAÐUR -
M EIRAPRÓ FSBÍ LSTJÓ Rl
Vanur vélamaður og meiraprófsbílstjóri óskast strax.
Upplýsingar í síma 50877.
Auglýsing um lögtök fasteigna-
og brunabótagjalda í Reykjavík.
Að kröfu gjaldheimtustjórans, f.h. Gjaldheimtunnar í
Reykjavík og samkvæmtfógetaúrskurði, uppkveðnum
11. þ.m., verða lögtök látin fara fram til tryggingar
ógreiddum fasteignasköttum og brunabótaiðgjöldum
1986.
Lögtök til tryggingar framangreindum gjöldum, ásamt
dráttarvöxtum og kostnaði, hefjast að 8 dögum liðnum
frá birtingu þessarar auglýsingar, verði þau eigi að
fullu greidd innan þess tíma.
11. júní 1986.
/ Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Alltaf með sama hagstæða
verðið Vönduð sófasett Kr. 59.000,-
TM-HUSGOGN
SÍÐUMÚLA 30 SÍMI68-68-22
OPIÐ
ALLAR
HELGAR
BÍLAKJALLARINN
Fordhúsinu v/hlið Hagkaups.
Símar 685366 og 84370.
FORD HÚSINU
árg. Km. Kr.
Toyota Tercel st. 4x4.., ...84 37 400
Toyota Tercel st. 4x4.. ...83 46 360
Fiatllno 45 ....84 33 190
Fiat Uno45s ,...84 38 200
Fiat Regata ,...84 33 270
Fiat Panda ....85 3 270
Fiat1275gira ....85 25 220
Ford Faimiont ....79 106 170
Ford Fiesta ....79 95 120
Ford Escort XR31 ....83 72 420
Ford Escoitst. 1.6 ....85 13 390
Foid Econoline 250 4x4/12m ....79 38 800
Ford Gronco 6 cyl ...74 - 190
Foid Capii sérst. bill... ...77 - 190
Chevrolet Nova ...78 111 210
SuzukiFox Suzuki ST/90, háþekju ...84 42 340
m/talstöð og mæli ...85 44 330
Suzuki pickup m/plasth...85 Suzuki Aito 2 og 4 d. 81 ...84 15 500
MMC Sapparo ...82 86 320
MMC Coh 1500 GLX... ...84 96 280
Mercedes Benz 250 ...79 104 530
Mercedes Benz280s.... ...78 104 530
Framkvæmdastjóri: Finnbogi Ásgeirsson.
Sölumenn: Jónas Ásgeirsson, Halldór Úlfarsson, Skúll Glslason,
Magnús Halldórsson. María Pálsdóttir
Þórarinn Finnbogason,
'r/S*.£*/f*/{•/{•/{• /{• /{• /{• /{• /{• /{• /{• /{• /{*/c