Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1986, Blaðsíða 15
DV. FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 1986.
15
Við sama
Fólk var varla búið að sofa úr sér
kosningahelgina þegar dró til tíð-
inda í Fræðsluráði Reykjavíkur. Þar
staðfesti meirihlutinn eftirminnilega
fullyrðingar úr kosningabaráttunni
um misbeitingu valds við stjómun
i>orgarinnar.
Fyrir ráðinu lágu tvær umsóknir
um yfirkennarastöðu við Melaskóla.
Báðir umsækjendur em starfandi
kennarar við skólann. Skólastjóri
og kennararáð Melaskóla höfðu
mælt með öðrum, Rögnu Ölafsdótt-
ur, sem kennt hefur í skólanum í 18
ár;
í lögum um embættisgengi kenn-
ara og skólastjóra segir um meðferð
umsókna: „Sæki fleiri en einn kenn-
ari um sama starf og uppfylli allir
umsækjendur þær kröfur sem gerðar
em, skal við veitingu starfsins m.a.
taka tillit til menntunar, starfsald-
urs, starfereynslu og umsagna um
starfehæfhi umsækjenda."
Enginn vafi leikur á því að Ragna
Ólafedóttir hefúr meiri menntun,
reynslu og lengri starfealdur en hinn
umsækjandinn. Auk þess hefúr hún
meðmæli þess fólks sem best þekkir
til og verður í nánasta samstarfi við
væntanlegan yfirkennara.
Blátt fallegra en gult!
En þessar staðreyndir máttu sín
einskis gagnvart meirihluta fræðslu-
ráðs. Formaður þess, Ragnar Júlíus-
son, borgarfulltrúi Sjálfetæðis-
flokksins, mælti með hinum
umsækjandanum. Rök formannsins
vom óskiljanleg að sögn viðstaddra
og ekki hefur tekist að fá útskýring-
ar hans opinberlega þrátt fyrir
ítrekaðar tilraunir fjölmiðla.
Aðrir einstaklingar úr þeim fimm
manna meirihluta, sem lagðist gegn
Rögnu, hafa verið ófeimnari að opin-
bera hug sinn í dagblöðunum. Bragi
Jósepsson ber fyrir sig SMEKK þeg-
ar hann er beðinn að skýra afetöðu
sína og kveður erfitt að rökstyðja
hvers vegna maður telur blátt fal-
legra en gult! Bessí Jóhannsdóttir,
varaformaður fræðsluráðs, segir í
blaðaviðtali: „Mér persónulega hef-
ur ekki líkað allt það sem ég hef séð
til hennar," og síðan fylgja ósmekk-
legar dylgjur í garð Rögnu og
skólastjóra Melaskóla.
Lýst eftir skólastefnu
Bessí og Bragi nefiia síðan bæði
andstöðu sína við meinta skólamála-
pólitík Rögnu. Bragi talar um „ag-
gressívar" skoðanir í skólamálum
og Bessí segir: „Það er ákveðin
skólamálastefiia sem ég er ekki mjög
hlynnt en hún berst talsvert fyrir og
sé ég enga ástæðu til að fara í smáat-
riðum ofan í það.“
Þessar yfirlýsingar frá fólki í æðstu
trúnaðarstöðum um fræðslumál
Reykvíkinga verða æði forvitnilegar
þegar lesin er ályktun stjómar
Kennarasambands íslands vegna
þessa máls. Þar segir m.a.: „Stjóm
Kennarasambands Islands bendfr á
að viðkomandi umsækjandi (Ragna
Kristín Á. Ólafsdóttir
varaformaður
Alþýðubandalagsins
Olafedóttir - innskot mitt, káó) hefur
gegnt trúnaðarstörfum fyrir samtök
kennara, bæði Kennarafélag
Reykjavíkur og Kennarasamband
íslands og hefúr í því hlutverki túlk-
að SKÓLASTEFNU KENNARA-
SAMTAKANNA" (undirstrikun
mín - káó). Hljótum við borgarbúar
nú að heimta nákvæma greinargerð
um skólamálapólitík þeirra fræðslu-
ráðsmanna sem virðast vinna gegn
skólastefnu kennarasamtakanna í
landinu.
Dæmigerð misbeiting valds
Gerður Steinþórsdóttir, fulltrúi
Böm og foreldrar við Melaskólann.
Framsóknarflokksins í fræðsluráði,
segist í blaðaviðtali líta á Mela-
skólamálið sem dæmigert fyrir þá
pólitísku misbeitingu sem meirihluti
sjálfstæðismanna viðhefur í fræðs-
luráði: „Þessi viðbrögð eru ekkert
einsdæmi þótt vissulega megi segja
að þau hafi opinberast með augljós-
ari hætti í þessu máli en öðrum.“
Og það er víðar en í fræðsluráði
sem fagleg sjónarmið eru hunsuð af
valdhöfum Sjálfetæðisflokksins.
Fynr nokkrum vikum var ráðinn
forstöðumaður við Dalbraut, þjón-
ustuíbúðir aldraðra. Þrátt fyrir
yffrburði eins umsækjandans hvað
snertir menntun og reynslu mátti
hann horfa á annan tekinn fram yfir
sig. Sá útvaldi hafði það sem til
þurfti - flokksskírteini Sjálfetæðis-
flokksins og var aukinheldur vara-
borgarfulltrúi flokksins.
Ekki þarf að efast um að pólitík
spilar á sama hátt inn í afetöðu
meirihluta fræðsluráðs í Melaskóla-
máiinu. Sá umsækjandi sem öll
fagleg rök mæla með á nefnilega
flokksskírteini í vitlausum flokki.
Hefur meira að segja verið í fram-
boði fyrir Alþýðubandalagið og auk
þess tekið virkan þátt í verkalýðs-
bráttu síns stéttarfélags.
Niðurstaða meirihluta fræðsluráðs
kemur því ekki á óvart þeim sem
hafa fylgst með stjóm sjálfetæðis-
manna í Reykjavík síðasta kjörtíma-
bil. Þetta em þau vinnubrögð sem
hafa tíðkast og við getum átt von á
áfram eftir úrslit kosninganna. Hins
vegar fengu fúlltrúamir fimm í
fræðsluráði að sitja uppi með
skömmina eina að þessu sinni. Það
varð ljóst 10. júní, þegar mennta-
málaráðherra, Sverrir Hermanns-
son, veitti Rögnu Ólafedóttur
yffrkennarastöðuna. A vogarskálum
ráðherrans vógu faglegar staðreynd-
ir þyngra en órökstuddur „smekkur"
pólitískra andstæðinga umsækjan-
dans. Því ber að fagna.
Kristín Á. Ólafsdóttir.
„Hljótum við borgarbúar nú að heimta
nákvæma greinargerð um skólamálapólit-
ík þeirra fræðsluráðsmanna sem virðast
vinna gegn skólastefnu kennarasamtak-
anna í landinu.“
Hver okraði á hverjum?
Þúsundir manna urðu fyrir því á
ámnum 1983 og 1984 að stjómvöld
rændu þá eignum sínum. Þetta rán
fólst í því að á meðan laun vom fryst
hækkaði lánskjaravísitala miskunn-
arlaust. Lánin hækkuðu um tugi
prósenta á skömmum tíma á meðan
getan til að greiða þau hækkaði
ekkert.
Þetta sama fólk fylgist nú með því
í fréttum að stjómvöld draga Her-
mann Björgvinsson fyrir dómstóla
og saka hann um okur. Hermann
virðist hafa leyft sér að taka hærri
vexti en lögleyfðir vom.
En var einhver munur á vaxtaokri
Hermanns og vaxtaokri stjómvalda?
Jú, talsverður, og þegar nánar er að
gætt þá sýnist rangur aðili dreginn
fyrir dóm.
Með vitund og vilja
Þeir sem tóku lán hjá Hermanni
hafa ömgglega vitað fyrirfram að
þeir mundu greiða hærri vexti en
gengur og gerist í þjóðfélaginu. En
húsbyggjendur og aðrir sem tóku
bankalán, lífeyrissjóðslán og bygg-
ingarsjóðslán 1983 vissu ekkert
fyrirfram. Þeir gátu ekki látið sér
detta í hug að á skömmum tíma
mundu raunvextir rjúka upp I 60 til
80 prósent. Það er grátbroslegt til
þess að vita að þessar þúsundir
manna greiddu ekki minna fyrir lán
sín en verslunareigendumir sem
Kjallarinn
Ólafur Hauksson
ritstjóri og útgefandi
hjá Sam-útgáfunni.
fengu Hermann Björgvinsson til að
leysa út fyrir sig vörusendingar.
Misjafnt á sig komnir
Viðskiptavinir Hermanns og við-
skiptavinir bankanna og lífeyris-
sjóðanna áttu lítið sameiginlegt. Hjá
Hermanni fengu kaupsýslumenn
aðallega lán. Þeir þurftu á fé að
halda í stuttan tíma til að leysa út
vömsendingar, svo dæmi sé nefnt.
Vextina greiddu þeir ekki úr eigin
vasa heldur náðu inn með álagning-
unni. Þeir greiddu jú háa vexti en
þeir vissu að hverju þeir gengu.
Húsbyggjendur og aðrir sem tóku
lán 1983, og nokkm þar á undan og
eftir, treystu því að þeir mundu ekki
þurfa að greiða meira en raunvexti
af lánunum. Fólk treysti því að laun
og lánskjaravísitala mundi fylgjast
að eins og venjulega. En það var
sama hvað fólk borgaði af lánum
sínum, þau hækkuðu bara. Dæmi
em til um það að eftir að fólk lagði
hálfar árstekjumar i afborganir af
húsnæðiskaupalánum, þá hafði
eignarhlutur þess í húsnæðinu samt
minnkað um 30 til 40 prósent.
Peningamir . fyrir þessum okur-
vaxtagreiðslum vom teknir úr vasa
þeirra sem greiddu. Þeir vom teknir
af matarpeningunum, sumarleyfis-
peningunum, fatapeningunum -
öllu.
Hverjir töpuðu?
Það hefur ekki komið fram í frétt-
um hvort einhverjir þeirra sem
Hermann Björgvinsson er sakaður
um að hafa okrað á hafi skaðast á
því, til dæmis misst eignir sínar.
Hins vegar er athyglisvert að upp-
haflega var farið að rannsaka starf-
semi Hermanns vegna aðeins einnar
kæm. Hinir kvörtuðu ekki. Enda
bauð Hermann þama upp á þjónustu
sem ekki fékkst í bönkum. Hann
stundaði áhættulánastarfeemi, og
ekki undarlegt að hann hafi viljað
taka meira fyrir áhættuna.
Tugir, ef ekki hundmð, viðskipta-
vina hins opinbera lánakerfis töpuðu
hins vegar aleigunni á viðskiptun-
um. Enn þann dag í dag er fólk að
súpa seyðið af hinu ógnarlega mis-
gengi launa og lánskjaravísitölu.
Margir reyndu að bjarga sér með
því að trassa skattgreiðslur. Afleið-
ing þess er að fjölmargir hafa misst
eignir sínar, ýmist vegna þess að
þeir áttu ekki annars úrkosta en að
selja þær upp í skattana eða að hið
opinbera hefur tekið þær til nauð-
ungarsölu.
Hermann og séra Hermann
Hermann Björgvinsson stundaði
þarfa þjónustu. Annars vegar ávaxt-
aði hann fé fyrir aðra betur en
bankar og hins vegar lánaði hann
fé í áhættusöm viðskipti. Hann veitti
lán sem bankamir vildu ekki veita,
og tók vitaskuld hærri vexti en
bankamir, því áhættan var meiri.
Hinn Hermann, þessi marghöfða
dreki stjómvalda, banka, lífeyris-
sjóða og opinberra sjóða, tók aldrei
meira en hæstu lögleyfðu vexti. þessi
séra Hermann stundaði alla sína
starfsemi fyrir opnum tjöldum. Hjá
séra Hermanni var allt fullkomlega
löglegt. Það var löglegt að taka 5
prósent vexti ofan á 60 til 80 prósent
hækkun lánskjaravísitölu, þrátt fyr-
ir að laun hækkuðu ekkert á sama
tíma.
Höfuðin á séra Hermanni, drekan-
um ógurlega, verða ekki dregin fyrir
dóm. Þau stunda áfram sína starf-
semi eins og ekkert hafi í skorist.
Og í raun ætlast enginn til þess að
ráðist verði að drekanum. Það vita
jú allir að fyrir hvert eitt höfúð sem
hoggið er af drekanum koma tvö ný.
Önnur lög gilda fyrfr Hermann
Björgvinsson. það er svo auðvelt að
taka hann fyrir. Og sá er munurinn
á honum og séra Hermanni að það
er séra Hermann sem setur lögin en
Hermann Björgvinsson ekki.
Ólafur Hauksson.
„Þeir sem tóku lán hjá Hermanni hafa
örugglega vitað fyrirfram að þeir mundu
greiða hærri vexti en gengur og gerist í
þjóðfélaginu.“