Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1986, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1986, Blaðsíða 14
14 DV. FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 1986. Frjálst.óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTjANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÚNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 450 kr. Verð I lausasölu virka daga 45 kr. - Helgarblað 50 kr. Samningar sviknir? Það var forsenda kjarasamninganna, að skattar hækkuðu ekki. Þess í stað voru nokkur gjöld lækkuð og fallið frá fyrirhuguðum hækkunum í tengslum við samningana. Ráðherrar eru nú farnir að tala um að hækka skatta. Slíkt væri brot gegn kjarasamningunum, svik. Ríkissjóður stendur illa, að sumu leyti vegna samn- inganna. Ríkissjóður tók á sig ýmis aukaútgjöld, þegar ríkisstjórnin samþykkti þann pakka, sem samninga- menn í Garðastræti sendu þeim. Hallinn á ríkisrekstrin- um gæti í ár orðið um tveir milljarðar króna. Forsætisráðherra sagði í viðtali við DV, að ríkisstjórn- in ætlaði að draga markvisst úr íjárlagahallanum. Það væri ofætlun að gera þetta á einu ári. Rætt hefði verið um að eyða hallanum á þremur árum. Fjárlagafrum- varpið fyrir næsta ár yrði því ekki með eins miklum halla og flárlögin ár. Það væri alveg víst. En Steingrímur Hermannsson sagði fleira. Hann sagði, að það væri sín persónulega skoðun, að ekki yrði komizt hjá að auka tekjur ríkissjóðs með einhverjum hætti, ætti að halda uppi sama þjónustustigi og undan- farið. Hann var spurður, hvort hann ætti við skatta- hækkanir. Hann svaraði, að venjulega væri um þær að ræða, ásamt öðru. Þetta hefði að vísu ekki verið rætt í stjórnarflokkunum núna. Augjóst er, að hætt verður við tillögum um skattahækkanir, þegar stjórnarflokk- amir fara að ræða þessi mál. Skattar mega ekki hækka. Með skattahækkunum væri stjórnin að svíkja samn- ingana. Það þýddi, að henni yrði ekki treyst, næst þegar samið verður, eftir áramótin. Það stóreykur auðvitað líkur á, að allt fari að nýju í vitleysu eins og löngum var áður. Síðustu samningar voru tímamótasamningar, en verður aftur farið í sama farið með háum krónuhækk- unum á kaup, gengisfellingu og óðaverðbólgu? Þetta er aðalspurningin. Landsmenn hafa treyst stjórninni varlega til að standa við það, sem lofað var í samningun- um. Ætlar ríkisstjórnin að bregðast því trausti? Ætti að hækka söluskatt, sem fer út í verðlagið, og hindra með sérstökum lögum, að hækkunin verði talin með í vísitölunni? Væri rétt að hækka tekjuskatt? Slíkt bryti í bága við loforð ríkisstjórnarinnar um afnám tekjuskatts á al- mennar launatekjur. Einnig það kæmi í bakið á launþegum. Loforðið um afnám tekjuskatts á almennar launatekjur er eitt hið mikilvægasta, sem frá ríkis- stjórninni hefur komið. Þar má hvergi víkja. Ekki væri rétt að útfæra hinn rangláta tekjuskatt með skyldusparnað á hátekjur, sem svo er kallaður. Tekjuskatturinn er verstur skatta, vegna þess hve rang- látur hann er. Fráleitt væri að auka það ranglæti með því að hækka skattinn, þegar yfir ákveðin tekjumörk kemur samkvæmt skattframtali. Eignaskattar eru þegar orðnir of miklir. Stóreigna- skattur yrði ranglát aðgerð. Ríkisstjórnin hefur tekið á sig hluta ábyrgðar af samningunum, sem þriðji aðili þeirra. Vissulega voru stjórnarherrarnir fegnir að fá slíka samninga upp í hendumar með bættu efnahagsástandi, sem fylgdi. Ráðherrar hafa hrósað sér af samningunum. Þeir hafa óskað eftir fylgi landsmanna út á þá. En þá verður einnig að ætlast til þess af ráðherrun- um, að þeir viti, hvemig með á að fara. Haukur Helgason. Orlítið um umhverfismál Síðustu árin hefur þáttur umhverf- isfræðslu í grunnskólum landsins verið smám saman að aukast. Oftast eru það lífíræðikennarar sem sjá um þessa fræðslu en einnig er algengt að flétta hana inn í samfélagsfræði. Lítið er til af kennslugögnum sem beinast inn á þessa braut og stendur Kjallarinn ”1 ( * k_. á Sif Vígþórsdóttir kennari við Hallormsstaðarskóla það fræðslu á þessu sviði nokkuð fyrir þrifum. Vonandi rætist bráðum úr. En ýmislegt er hægt að gera þó tilbúið kennsluefni sé ekki til stað- ar. Oft er nánasta umhverfi skólanna fyrirtaks vettvangur. Vissulega er umhverfi skólanna misjafnt hvað náttúrufegurð snertir og verð ég að viðurkenna að ég er afar heppin með staðsetningu míns skóla. En það má ýmislegt gera þó fátaklegra sé um að litast. Úti í skógi Þegar ég byijaði kennslu við Hall- ormsstaðarskóla sl. haust var mér sagt að ég yrði að kenna 7. og 8. bekk saman lífíræðina. Þetta var að því leyti slæmt að þessir tveir aldurs- hópar höfðu það ólíka undirstöðu í lífíræði að nær ómögulegt reyndist að finna námsefiii sem hæfði báðum. Þá datt mér í hug að nýta umhverfi skólans og þá aðstöðu sem er á staðnum. Skógrækt.ríkisins er, eins og flestir vita, með öfluga starfsemi hér og leitaði ég því á náðir skógar- varðarins, Jóns Loftssonar, og skógfræðingsins, Þórs Þorfinnsson- ar, sem veittu mér dyggilega aðstoð. Fyrstu líffræðitímar vetrarins fóru í skógarskoðun og umræður: „Hvað vitum við um skóginn? - Þurfum við að vita eitthvað meira? - hvað þá helst? - hvað er skógur? - hvað er umhverfi? o.s.frv. Næstu tímar fóru í almenna gróðurfræði, hvemig skó- garplöntur nærast, vaxa og fjölga sér. Að þessu loknu fórum við niður í gróðrarstöðina Mörkina og kynnti Jón Loftsson starfsemi Skógræktar- innar fyrir nemendunum. Næstu kennslustundir kenndi síðan Þór Þorfinnsson krökkunum að þekkja trjátegundimar á einfaldan hátt. Síðan söfíiuðu nemendumir sýnis- homum af þeim tegundum sem þeir nú þekktu. Svo leituðu þeir sér upp- lýsinga um plöntumar í bókum og með viðtölum við skógræktarmenn. Þessum upplýsingum ásamt sýnis- horni af viðkomandi plöntu komu þeir fyrir á veggspjöldum. Á þennan hátt unnu þeir upplýsingar um u.þ.b. 20 algengustu tegundimar i Hall- ormsstaðarskógi. Síðast kynntu þeir svo sínar tegundir í sameiginlegum umræðuhópum. Ræktun almennrar fræðslu í Ijós kom að á skömmum tíma og án mikils tilkostnaðar hafði tekist að veita þessum unglingum innsýn i náttúruna í sínu umhverfi og þar með auka skilning á umhverfis- vemd. Tilfinning þessara nemenda fyrir skóginum nú er í mörgum til- fellum önnur en hún var áður. Allt i einu fór þeim að þykja vænt um skóginn sem hafði áður verið svo sjálfsagður að þau vom næstum hætt að sjá hann. Því má segja að niðurstaða þessar- ar vinnu og upplifunar hafi verið: Til að geta vemdað og notið um- hverfis okkar, þurfum við að þekkja það og vera meðvituð um tilvist þess. Á okkar tímum, þegar náttúran á í vök að veijast fyrir hvers konar umhverfisspjöllum, hlýtur að vera mjög mikilvægt að fræða fólk um umhverfi sitt og kenna því að meta það og virða. Ég held að ef skólunum væri gert kleift að rækta þennan þátt hinnar almennu fræðslu betur mætti ekki aðeins spara stórfé held- ur einnig koma í veg fyrir að sífellt sé gengið meira á okkar lífræna umhverfi. Sif Vígþórsdóttir. „Til að geta vemdað og notið umhverfis okkar þurfum við að þekkja það og vera meðvituð um tilvist þess.“ Sýnishom al vinnu nemenda.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.