Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1986, Blaðsíða 33
45-:"'
DV. FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 1986.
Sviðsljós Sviðsljós Sviósljós
Dönsku víkingarnir í heimsókn í höllinni.
þessir eldheitu áhugamenn. Þeir
segjast hafa sparað vel og lengi
fyrir ferðinni og Frank sér ekki
hætis hót eftir að hafa selt húsið.
Hvort Danir verða heimsmeistarar
»
skal ósagt látið en þeir hafa alla
burði til þess. Ef svo skemmtilega
skyldi fara verður þjóðin sjálfsagt
vart viðræðuhæf næstu 4 árin eða
þangað til næsta keppni fer fram.
Af svipnum að dæma virðast Sovétmenn i sókn.
W
5*
■:
Allirsem enn
Um allan heim sitja menn sem
límdir fyrir framan sjónvarpstæki sín
og horfa á beinar útsendingar frá
heimsmeistarakeppninni. Þjóðum,
sem eiga landslið í Mexíkó, er eins
og gefur að skilja mikið i mun að
horfa á leiki sinna manna á hverju
sem gengur. Starfsmenn sendiráða
eru þar engin undantekning, hvorki
hérlendis né annars staðar. Þegar
Sovétmenn léku við Frakka gátu
sendiráðsstarfsmenn horft á leikinn
í sovéska sjónvarpinu í beinni út-
sendingu og var að vonum mikil
stemmning og þeir „rauðu” hvattir
óspart. 1 stofunni sátu sendiherrann
og fyrsti sendiráðsritari en til að
gera öðrum jafnhátt undir höfði var
komið fyrir sjónvarpi niðri í kjallara
til að allir gætu horft á leikinn og
stutt sína menn.
Sendiráðsstarfsmenn fylgjast spenntir með.
DV-mynd/PK
Ólyginn
sagði...
Stacy Keach
maðurinn á bak við stórsmellinn
Neverending Story, blindaðist
timabundið fyrirskömmu. Limahl,
sem var að taka upp myndband
með nýja laginu sinu, Love in
your eyes, var að nota sérstakar
kontaktlinsur sem áttu að sýna
ýmiss konar liti á augum hans.
Vildi þá ekki betur til en svo að
litarefnið hafði þessi áhrif á aug-
un. Neyddist þessi snoppufríði
piltur því til að hafa sérlegan að-
stoðarmann i nokkra daga á
meðan hann var að ná fullri sjón
að nýju.
horfði inn í ískalt byssuhlaupið
fyrir skömmu og var í raunveru-
legri lífshættu. Keach heyrði óp
úr húsasundi og hljóp án þess að
hika inn í það. Þar sá hann ein-
hvern drullusokk sem hélt höfði
gamallar konu við jörðina. Keach
skipaði manninum að sleppa tak-
inu en hann sneri sér þá við og
beindi byssu að leikaranum. Ljóti
karlinn skipaði Stacy að leggjast
á jörðina og flúði síðan sem fætur
toguðu. Gamla konan var mjög
eftir sig en það var Keach að
þakka að hún meiddist ekki og
var ekki rænd.
Paul Yong,
söngvarinn góðkunni, hefur varið
um 800.000 krónur til styrktar
heimili fyrir veik börn i Sviss. Að
auki ætlar Paul að heimsækja
barnaheimilið og dveljast þar
skamma hríð. Á meðan á dvöl
hans stendur ætlar Paul að
skemmta börnunum með söng
og alls kyns skemmtan.
Limahl,
FOSTRUR
Laust er til umsóknar starf fóstru á barnaheimilinu
Krílakoti, Dalvík. Um er að ræða heila stöðu.
Umsóknarfrestur er til 20. júní nk. Nánari upplýsingar
gefur forstöðukona í síma 96-61372.
Félagsmáiaráð Dalvíkur.
SVEITARSTJÓRI
Staða sveitarstjóra í Ölfushreppi, Þorlákshöfn, er laus
til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 20. júní.
Nánari upplýsingar gefur sveitarstjóri í síma 99-3800
og oddviti í síma 99-3644.
Kennara vantar
til starfa við Bændaskólann á Hólum í Hjaltadal.
Umsóknir skal senda landbúnaðarráðuneytinu fyrir
15. júlí nk., er gefur nánri upplýsingar.
10. júní 1986
Landbúnaðarráðuneytið.
TIL VIÐSKIPTAVINA
LEIGU BIFREIÐA
Vegna útgáfu á hinum nýju fimm þúsund króna seðl-
um vill Bifreiðastjórafélagið Frami beina þeim vinsam-
legu tilmælum til viðskiptavina leigubifreiða að eftir
lokunartíma banka reyni þeir að komast hjá að nota
fimm þúsund krónu seðlana til greiðslu á ökugjaldi.
Leigubifreiðastjórar hvorki vilja né geta verið með stór-
ar upphæðir á sér sem skiptimynt.
Æskilegast væri að fólk sem af einhverjum ástæðum
hefur þó aðeins 5.000 kr. seðla geti þess þá um leið
og pöntun á leigubifreið fer fram.
Stjórn
Bifreiðastjórafélagsins Frama.
Nauðungaruppboð
á 9 vetra rauðskjóttum klárhesti, tal. eign Hallgríms Jóhannessonar, fer fram
að Ey, Vestur-Landeyjahreppi, Rangárvallasýslu, að kröfu Árna Einarssonar
hdl. föstudaginn 20. júní 1986 KL. 14.00.
Sýslumaðurinn í Rangárvallasýslu.
REYKJAVÍK
Blesugróf Jöldugróf
Bleikargróf Smiðjuveg
Breiðholtsveg